Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 36

Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 36
Þorsteinn Pálsson, formaöur Sjálfstæöisflokksins. Sjálfstæöismenn ætla að setjast niður og kanna möguleika á samstarfi við Evrópusamtök lýðræðis- flokka. Ólafur Ragnar Grímsson, stjórnmálafræðingur. j alþjóðastjórnmálum hefur Ólafur þegar unnið sér virðingu og hefur talsvert samband við marga af for- ystumönnum jafnaðarmanna. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. Formaðurinn fór um hálfan hnöttinn til að sitja þing Alþjóðsambands jafnaðarmanna í Lima, höfuð- borg Perú. Guðrún Jónsdóttir, starfsmaður Kvennalistans: „Öll þessi boð hafa falist í því að konur hafa viljað láta okkur segja: Geriði þetta líka stelpurl" fulltrúi. Þar var fjallað almennt um stjórnmálaviðhorf í heiminum í dag. Framkvæmdastjóri flokksins hef- ur stöku sinnum sótt fundi kollega sinna á hinum Norðurlöndunum, en þar eru reyndar engin formleg sam- tök tii, þó að um einhvers konar samstarf sé að ræða. „Við höfum fylgst með alþjóðasamtökunum um nokkurn tíma,“ segir Kjartan Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins, og ,,ég tel að það sé heppilegt fyrir okkur að auka þetta samstarf mjög mikið, t.d. með því að kanna möguleika á að gerast aðilar að svona Evrópusamtökum lýð- ræðissinnaðra flokka." Alþjóðasamtök lýðræðissinnaðra flokka eru samansett af þremur svæðasamtökum; Evrópusamtök- um, Kyrrahafssamtökum og sam- tökum af Karíbaeyjum. í þeim eru margir íhaldsflokkar stjórnmálanna og nægir þar að nefna danska íhaldsflokkinn, japanska lýðræðis- demókrataflokkinn, bandaríska repúblikanaflokkinn og „náttúru- lega hinn eina sanna íhaldsflokk í Bretlandi". I flestum tilvikum er bara einn flokkur frá hverju landi sem er full- gildur aðili, en síðan eru möguleik- ar á að gerast áheyrnaraðili. Aðild að alþjóðasamtökum hefur lauslega verið rædd innan Sjálfstæðisflokks- ins en Kjartan telur hins vegar „mjög líklegt að eftir þessa ferð for- mannsins munum við setjast niður og kanna þessa möguleika". Þá er fvrst og fremst verið að ræða um aðild að Evrópusamtökum lýðræð- isflokka en síðan í gegnum þau að- ild að alþjóðasamtökum. Steingrimur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins: „Viðræður við Gorbatsjov og fleiri leiðtoga kommúnískra ríkja um afvopnun höfðu veruleg áhrif á mitt viðhorf." EINSTAKAR í HEIMINUM Kvennalistinn hefur þá sérstöðu íslenskra stjórnmálaflokka að vera eftirsóttur um allan heim. Kvenna- listakonum er boðið til allra heims- horna að kynna starf sitt bæði kon- um og fjölmiðlum. Konurnar hafa átt fullt í fangi með að sinna öllum boðunum, en þær þiggja engin boð nema kostnaður sé greiddur af bjóðendum. Kvennalistinn hefur kynnt starf sitt m.a. á Spáni, Italíu, í Grikklandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Sví- þjóð og eiga enn eftir að senda full- trúa víða, m.a. til Kanada, Irlands og Skotlands. Ennfremur hafa þærsent fulltrúa á ráðstefnu í Moskvu þannig að þær eru vinsælar um allan heim. „Við héldum að við vissum nokkurn veginn hvert hróður okkar hefur borist," segir Gudrún Jónsdóttir, starfsmaður Kvennalistans, „en við höfum greinilega ekki hugmynd um það hérna heima." í raun er Kvennalistinn ekki að reyna að komast í sambönd við neinn, hins vegar eru konur um all- an heim að reyna að komast í sam- band við Kvennalistann. „Við höf- um átt fullt í fangi með að móta starfið hérna heima," heldur Guð- rún áfram, „en það er alveg maka- laust hvað þetta hefur kveikt í kon- um annars staðar. Við erum einstak- ar í heiminum, það eru engin al- þjóðasamtök kvennaflokka til.“ ALÞJÓÐLEGIR STRAUMAR Með þessum alþjóðasamskiptum eru flokkarnir fyrst og fremst að sækjast eftir hugmyndum. Fulltrúar þeirra fara á þing og ráðstefnur til að „pikka upp" alþjóðlega strauma, sem er í raun einfaldlega partur af því að veröldin er að minnka. Sam- göngur eru orðnar mun greiðari en áður og allar fjarlægðir eru að minnka með aukinni tækni. Flokk- arnir eiga þannig auðveldara með að finna ný mál á erlendum grunni og fylgjast með því sem er að gerast hjá þeim sem eru á svipuðum nót- um í pólitíkinni. Til þeirra hluta eru alþjóðasamtökin kjörinn vettvang- ur. Jafnframt geta þessi samskipti verið kjörið tækifæri til að senda flokksmenn til útlanda, bæði sem bónus — það sé gaman að fara í svona utanlandsferðir — og líka sem partur af pólitískri þjálfun. Unglið- arnir hafa sín samskipti við útlönd og eru meira leitandi, kannski meiri hugsjónamenn, og hafa gjarnan meiri áhuga á utanríkismálunum og vilja á stundum vera samviska flokksins. Þannig að erlendu sam- skiptin virðast gegna meira hlut- verki sem pólitísk þjálfun fyrir ung- liðana. Þannig geta alþjóðleg samskipti haft marga kosti í för með sér. Þar geta skoðanabræður miðlað upplýs- ingum, reynslu, lært hver af öðrum og ræktað persónuleg tengsl. Aðal- atriðið er að vera mitt í hringiðu hugmyndanna og í takt við tímann því hraðinn er orðinn æði mikill í þjóðlífi samtímans, mikil lausung á öllum hlutum og breytingar örar. 36 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.