Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 8
LAGABREYTING Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra Ráðherra stendur frammi fyrir óleysanlegum vanda. Hugmyndir hennar um takmarkaðan aðgang að húsnæðiskerfinu og mismunandi vexti kunna að verða til þess að lífeyrissjóðirn- ir rifti nýgerðum samningum sínum við ríkið. í drögum að breytingum á nýja húsnæðislánafrum- varpinu er gert ráð fyrir aukningu á greiðslubyrði lántak- enda og einnig takmörkun á aðgangi félaga í lífeyrissjóð- unum að lánum húsnœðisstofnunar. Frumvarpið var ekki lagt fram á Alþingi í gær eins og búist var við. Það er nú til meðferðar hjá þingflokkum stjórnarflokkanna. Þar má búast við hörðum átökum um þessi drög. EFTIR GUNNAR SMÁRA EGILSSON OG JÓN GUNNAR GRJETARSSON MYND JIM SMART Jóhanna Sigurdardóttir félags- málaráðherra hefur lýst þeirri skoð- un sinni að takmarka beri aðgang þeirra efnameiri að húsnæðislána- kerfinu. Á því munu hins vegar vera nokkrir annmarkar. Réttur til húsnæðislána er bund- inn félagsaðild að lífeyrissjóði sem keypt hefur skuldabréf af húsnæðis- stofnun. Ef húsnæðisstofnun setur nýjar útlánsreglur, þar sem félögum þessara sjóða er mismunað, kann það að brjóta í bága við lög sjóð- anna. Með því yrði brotið á þeim sjóðsfélögum sem stofnunin hafnar, en greitt hafa iðgjöld sín til sjóðanna á sama hátt og aðrir og áunnið sér samskonar réttindi, samkvæmt lög- um lífeyrissjóðanna. SAMNINGARNIR VIÐ RÍKIÐ ENDURSKOÐAÐIR „Ef að lögunum verður breytt þá er komið upp allt annað ástand, því lífeyrissjóðasambandið hefur skrif- að undir samning við ríkið um viss lánakjör miðað við þau lög sem voru þá í gildi" sagði Hrafn Magnús- son, framkvæmdastjóri Sambands almennra lífeyrissjóða, í samtali við Helgarpóstinn. Hrafn sagði það væri alvarlegt ef ætti að vísa frá 10 til 20 prósentum af umsækjendum, eins og hann las í blöðunum að ætti að gera. Ef ætti að vísa þessu fólki frá yrðu lífeyrsis- sjóðirnir að sjálfsögðu að koma á móti þörfum þess. Sjóðirnir væru hins vegar að fjárfesta á almennum verðbréfamarkaði á 9 til 10 prósenta vöxtum. Það kæmi því upp viss vandi ef sjóðirnir þyrftu að lána þessu fólki umtalsverðar upphæðir. Venjulegur launamaður stæði a.m.k. ekki undir slíkum vaxta- greiðslum. 60 PRÓSENTA HÆKKUN Á GREIÐSLUBYRÐI Önnur hugmynd í frumvarpsdrög- unum, sem hefur heyrst og verið gagnrýnd, er sú, að hækka vexti. Samkvæmt drögunum verða vextir misháir og markast af fjárhagslegri stöðu lántakenda. Þessi hugmynd hefur verið gagnrýnd á sömu for- sendum og takmörkun á Iánsrétt- indum; verið er að mismuna félög- um lífeyrissjóðanna. Samkvæmt heimildum Helgar- póstsins eru hæstu vextir sam- kvæmt frumvarpsdrögunum 7 pró- sent. Það mun auka árlegar afborg- anir af lánunum um tæp 60 prósent, eða um 80 þúsund krónur á ári af 2,7 milljóna króna láni. Einhver hluti lánanna mun eftir sem áður verða veittur með 3,5 pró- senta vöxtum, en síðan stighækk- andi eftir greiðslugetu lántakenda. Afleiðingar þessara vaxtahækk- ana eru skýrðar nánar hér að neðan. (Sjá: Þreföld lán til baka og Hálf milljón fyrir fjórar.) LÍFEYRISSJÓÐIRNIR HALDA AÐ SÉR HÖNDUM Engin lánsloforð hafa nú verið gefin út af Húsnæðismálastofnun ríkisins í sjö mánuði. Lengi vel var beðið eftir því að ríkið semdi við líf- eyrissjóðina um vexti og lánstíma en eftir að því var lokið kom að stjórn húsnæðisstofnunar. Hún samdi síðan við sambönd lífeyris- sjóðanna í síðasta mánuði og sendi lífeyrissjóðunum í landinu, sem eru tæplega 100, samningseyðublöð þann 21. september. Innheimta þessara samninga hefur verið af skornum skammti, en innan við 10 lífeyrissjóðir hafa skrifað undir samning við húsnæðismálastofnun. Þannig að núna stendur á lífeyris- sjóðunum að semja til að hægt verði að gefa út lánsloforð og afgreiða þær umsóknir sem þegar hafa bor- ist húsnæðismálastofnun. ENGIN LÁNSLOFORÐ „Meðan lífeyrissjóðirnir gera ekki samninga við okkur þá getum við ekki sent þessum félagsmönnum þeirra lánsloforð," sagði Sigurður E. Hækkun vaxta á húsnæðislánum vegur þungt hjá þeim sem þurfa að greiða þá. Á núverandi vaxtakjörum, 3,5 pró- senta, eru árlegar afborganir af 40 ára láni að andvirði 2,7 milljónir Guðmundsson í samtali við Helgar- póstinn og bætti því síðan við að „við getum þess vegna gefið út láns- loforð til þeirra umsækjenda sem eru í þeim lífeyrissjóðum sem þegar hafa samið við okkur. En við teljum okkur þurfa að bíða eftir Alþingi vegna væntanlegra breytinga á út- lánareglunum". Það er því alfarið í höndum félags- málaráðherra hvenær hægt verður að gefa út lánsloforðin. Lífeyrissjóð- irnir bíða eftir væntanlegu frum- varpi ráðherrans um breytingar á lögunum og halda að sér höndum í samningagerð við húsnæðisstofn- un. Þegar Samband almennra lífeyr- issjóða og Landssamband lífeyris- sjóða gerðu rammasamning við ríki og húsnæðisstofnun var miðað við þau lög sem þá voru í gildi. Svo gæti hins vegar farið, að ef um veigamikl- ar breytingar á lögunum verður að ræða þyrfti að semja upp á nýtt. króna rétt tæpar 130 þúsund krónur, eða 10.800 krónur á mánuði. Ef vextirnir eru hins vegar 6 pró- sent eru afborganir af þessu sama láni komnar upp í rúmlega 181 þús- und krónurá ári, eða 15.150 krónur á mánuði. Þessi hækkun á vöxtunum þýðir því í raun 40,4 prósenta hækk- un á greiðslubyrði lántakenda, mið- að við núverandi vaxtakjör. Þeir sem þurfa að greiða 7 pró- senta vexti af þessu sama láni verða hinsvegar að standa undir tæplega 205 þúsunda króna afborgunum á ári, eða 17.100 krónum á mánuði. Þessi hækkun nemur 57,9 prósenta hækkun á greiðslubyrðinni, miðað við núverandi vexti. Það er hægt að skýra þennan mun á annan hátt. Sá sem greiðir lán til 40 ára með 3,5 prósenta vöxtum mun á endan- um hafa greitt Húsnæðisstofnun um 89,4 prósent ofan á nafnverð lánsins. Með öðrum orðum; sá sem tekur 1.000 króna lán á þessum kjörum greiðir stofnuninni 1.894 krónur til baka. Sé miðað við 2,7 milljóna króna lán, verður endurgreiðslan rúm 5,1 milljón króna. Sá sem tekur samskonar lán með 6 prósenta vöxtum mun hins vegar þurfa að greiða 168,1 prósent ofan á nafnverðið, eða 2.681 krónu. 2,7 milljóna króna lánið verður þá orðið að rúmum 7,2 mitljónum króna þeg- ar kemur að endurgreiðslu. Ef tekið er lán með 7 prósenta vöxtum leggjast hins vegar 202 pró- senta vextir ofan á, og endurgreiðsl- an hljóðar því upp á 3.020 krónur. Lánið sem hljóðaði upp á 2,7 milljón- ir króna verður orðið að rúmri 8,1 milljón króna í þessu dæmi. Hér eru lánin uppreiknuð á föstu verðlagi. Með hækkandi lánskjara- vísitölu munu þessar tölur að sjálf- sögðu hækka að sama skapi. -gse ÞREFÖLD LÁN TIL BAKA 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.