Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 32
Með skrúfjárn, stillilykil og tónkvísl í farteskinu en réð sig óhrœddur til starfa við virtustu hljóðfœraverslun Gautaborgar. Sigurður Kristinsson píanóstillari í viðtali við HP Fólk er kannski ekki almennt komiö í jólaskap. Sumir hér á HP eru þad hins vegar þótt einn hafi dottiö úr því um leiö og hann heyröi auglýsingu um jólakort í útvarpinu. Aörir eru farnir aö gera nokkurs konar jólahrein- gerningu ú vinnustaönum og enn aörir farnir aö huga aö því hvort píanóiö sé aftur oröiö falskt. Um leiö vaknar spurningin hvort ekki sé algjör óþarfi aö lúta stilla píanóiö, þaö var örugglega stillt einhvern tíma og óþarfi aö fikta of mikiö í því. Siguröur Kristinsson er ekki alveg sammála þessu, enda hefur hann að lifibrauði að stilla píanó íslend- inga, jafnt í Reykjavík sem úti á landi. Hann segist síður en svo búa við atvinnuleysi, enda ekki margir sem leggja þetta starf fyrir sig hér á landi. „Píanó á að stilla minnst einu sinni til tvisvar á ári,“ segir Sigurður sem kom heim frá Svíþjóð í fyrra eftir að hafa gert þar garðinn frægan við störf hjá virtustu hljóðfæraverslun Gauta- borgar, Piano MÓUer. Hann segir áhuga sinn á píanóstillingum hafa vaknað „fyrir tilviljun. Föður- bróðir minn gaf mér einhvern tíma stillilykil og þar sem erfitt var á þeim tíma að fá píanóstillara leiddi af sér að maður fór að fikta við þetta sjálfur". ÞORRABLOTSHÆFUR Á FJOLDA HLJÓÐFÆRA Sigurður hefur ekki langt að sækja tónlistaráhuga því hann er sonur Hjördísar heitinnar Sigurð- ardóttur og Kristins Hallssonar söngvara. Ekki hvarflaði þó að honum að feta í fótspor föður síns, en þar sem píanó var til á heimilinu fór hann í stutt píanó- nám, auk þess sem hann spilar á mörg önnur hljóðfæri, svo sem fiðlu, kontrabassa, selló og gítar, „en spila ekki vel á neitt þeirra", segir hann glottandi. „Ég er það sem kallast „Þorrablótshæfur"! Einna lengst lærði ég þó á fiðlu." Hann segir engar frægðarsögur fara af fyrstu píanóstillingum sínum „en pabbi hafði bara alltaf trú á að ég gæti þetta! í píanói ömmu minnar sleit ég streng og í píanói númer tvö sem mér var falið að stilla missti ég lykilinn ofan í píanóið. Snilld. Jú, jú, ég náði honum upp, en það tók langan tíma get ég sagt þér“. Og honum er skemmt við þessa upp- rifjun. En máltækið segir að fall sé fararheill og þrátt fyrir að Sigurður hafi ekki fundið neinn sem gat kennt honum píanóstill- ingar, hvorki hér heima né i Noregi þar sem hann bjó um tíma, var hann ákveðinn í að læra þetta: „Einkum vegna þess að ég gerði mér grein fyrir að það var ekki fyrir hvern og einn að stilla píanó. Þess vegna fannst mér þetta áhugavert." Eftir heimkomuna frá Noregi árið 1979 sá Sigurður auglýst starf sölumanns við hljóðfæraverslun Pálmars Árna, sótti um og fékk starfið. „Ég komst að vísu ekki þar í nám en Pálmar Árni er hins vegar snillingur á þessu sviði, lærður hljóðfærasmiður, og á þeim fjórum árum sem ég starfaði hjá honum lærði ég margt." 32 HELGARPÓSTURINN TIL STARFA HJÁ VIRTUSTU PÍANÓ- VERSLUN GAUTABORGAR Svo lá leiðin til Kaupmanna- hafnar þar sem Sigurður hafði frétt að Samtök píanóstillara tækju menn í nám og þar ætlaði hann sér að ná í próf í þessum fræðum: „En alltaf jafnheppinn. Ég kom þangað 1. júlí og komst að raun um að allir voru í sumarfríi. Ekki von að ná í nokkurn mann fyrr en 18. ágúst!" Sigurður lét ekki deigan síga þótt hann hefði ekki „alltof mikla peninga“ eins og hann orðar það. Staðráðinn í að þrauka fram í ágúst. Það varð hans lán að vinur hans og skóla- félagi, Tómas Gröndal, var búsettur í Gautaborg í Svíþjóð og vissi af vini sínum peningalitlum í Kaupmannahöfn. „Svo einn daginn þegar hann var að ráfa um Gautaborg rakst hann á þessa fínu píanóverslun. Vatt sér inn og spurði hvort vantaði ekki píanó- stillara til starfa. Þeir héldu það nú aldeilis og báðu hann að stilla þarna pianó. Hann var ekki lengi að koma þeim í skilning um að hann ætti ekki við sjálfan sig, heldur vin sinn.“ Sigurður glottir og bætir við: „Sem þá var kominn yfir til Skáns í Svíþjóð til systur sinnar til að fá góðan mat! Ég var ekki seinn á mér að hlýða fyrir- mælum Tómasar, hringdi í versl- unina og var beðinn að koma sem fyrst. Átti þá einn hundrað króna seðil og eyddi honum í lestarfar- gjaldið.” „GÆTI ÉG FENGIÐ FYRIRFRAM??!" I verslunina mætti Sigurður næsta dag og var umsvifalaust settur í að stilla píanó: „Ég vissi ekki alveg hvort ég væri ráðinn eða ekki, vissi ekkert um „systemið" þarna, en meðan ég stillti hljóðfærið hugsaði ég með mér hvernig maður spyrði að því á sænsku hvort maður væri ráð- inn og hvort hægt væri að fá fyrir- fram strax! Var ekkert alltof sterkur í sænskunni og kom mér ekki að því að spyrja. Þegar ég hafði stillt þrjú píanó tók eigandinn upp 450 sænskar krónur og rétti mér. Sagði að þarna væri greitt fyrir vinnu strax. Allt í einu átti ég fullt af peningum!" Sigurður vissi reyndar ekki hvort hann var í föstu starfi eða ekki, en var beðinn að mæta næsta morgun. Þegar hann kom inn í verslunina sá hann gamlan mann vera að stilla píanó: „Þá var ég viss um að ég fengi alls ekkert vinnuna," segir hann. „En eig- andinn vísaði mér inn í annað herbergi og bað mig að stilla hljóðfærin þar.“ „Gamli maðurinri" reyndist vera 73 ára gamall píanó- stillari, sá virtasti í Gautaborg, en var hættur störfum. Kom bara í þessa verslun, sem kom á daginn að var talin sú besta í borginni, og stillti píanó þegar á þurfti að halda. Hann hafði verið fenginn til að yfirfara þau píanó sem Sig- urður hafði þegar stillt, og var svo ánægður með vinnubrögðin að hann mælti undir eins með því að hann yrði ráðinn í vinnu: „Og það var í eina skiptið sem nokkur maður heyrði þennan píanóstillara hæla öðrum!“ segir Sigurður. I' KONSERTHUSI GAUTABORGAR Eitt leiddi af öðru. Áður en Sigurður vissi af var búið að henda öllu út úr lagerplássi versl- unarinnar og þar var sett upp verkstæði fyrir Sigurð, sem hann sá um alveg einn og sér. Gamli píanóstillarinn mælti með honum í öll sín fyrri störf, sem voru mörg og merkileg. Meðal þess sem hann hafði séð um var að stilla fyrir Konserthúsið i Gautaborg og Sigurður fékk það hlutverk líka: „Eg var staddur eina ferðina enn hjá systur minni á Skáni þegar þeir hringdu," segir hann. „Sem betur fer hafði ég stillt símann þannig að hann hringdi þar sem ég var. Frá Skáni til Gautaborgar er tveggja klukkustunda akstur, og þeir hringdu fjórum tímum fyrir tónleikana. Til þess að ég næði þessu ók mágur minn mér á milli á sínum ágæta, gamla Saab. Auðvitað vorum við teknir fyrir of hraðan akstur. Sektin var 650 krónur og ég fékk 280 krónur fyrir að stilla!“ segir hann glott- andi og bætir við: „En svei mér þá ef það var ekki þess virði!!!“ — Auk Konserthússins og fjölda virtra píanóeigenda í Gautaborg sá Sigurður alveg um stillingar fyrir tvö hljóðupptökufyrirtæki, og auk þess gerði Mölndals-bæjarfélagið samning við Sigurð um að hann sæi um stillingar fyrir allt tónleika- hald á vegum þess: „Þar á meðal voru barnaskólar, tónlistarskólar og elliheimili," segir Sigurður. Bara það að starfa hjá „Piano Möller“ vakti óskipta athygli annarra píanóstillara í Gautaborg sem litu til Sigurðar með virðingu og leituðu álits hjá honum: „Það að starfa við þessa verslun þýddi að þú hlaust að vera sérfræðingur. Ég leit hins vegar ekki á mig sem sérfræðing, enda var ég bara að aulast þarna!“ segir hann hlæj- andi. „Ég átti ekki einu sinni verk- færi. Var bara með eitt skrúfjárn, einn stillilykil og tónkvísl með mér! Þá rétti eigandinn mér 4.000 krónur, sagði mér að fara til Kaupmannahafnar og kaupa það sem þyrfti, ég gæti alltaf endur- greitt lánið síðar. Hins vegar lærði ég mikið af höfðingjanum gamla. Honum þótti gaman að heimsækja mig á verkstæðið og þar kenndi hann mér ómetanlega hluti, hand- bragð og annað, enda hafði hann starfað við þetta í meira en fimmtíu ár og átti ýmis sérsmíðuð verkfæri. Það var betra en há- skólanám að kynnast þessum manni," segir Sigurður. HYLLTUR I ÞJÓÐLEIKHÚSINU Sigurður varð einu sinni þess heiðurs aðnjótandi að láta gesti

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.