Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 6
Húsnœdiskerfiö EINUM HAGUR - ÖÐRUM SKATTBYRÐI Guðmundur H. Garðarsson var sem formaður VR um árabil einn helsti sérfræðingur verkalýðshreyfingarinnar um málefni lífeyrissjóðanna. Frá upphafi hefur hann var- að við því að afsala í hendur ríkisvaldinu ákvörðunarrétti um ráðstöfun fjármagns þeirra og ávöxtunarkjör, sem og að þeir yrðu notaðir sem skiptimynt í samningum við stjórnmálamenn. í viðtali við HP skýrir Guðmundur frá skoðunum sínum á þessum málum. EFTIR ÓLAF HANNIBALSSON MYND JIM SMART Ertu sammála því, sem kom fram hjá Pétri Blöndal í síöasta bladi HP, ad nýja húsnœdiskerfid sé nánast dulbúid búsetukerfi undir yfirskini séreignarkerfis? Ég er sammála því, eins og lögin í fyrra eru fram sett. Meginástæð- an er sú, eins og Pétur bendir á, að þegar lánað er allt að 80% til 40 ára verður nettóeignamyndun svo hæg, að það tekur heila starfsævi manns að komast yfir umtals- verða eign. Sumir eru þeirrar skoðunar, að í þessu kerfi verði auðveldara að kaupa og selja. Það er misskilningur. Þegar fram í sækir verður allt slíkt erfiðara, sér- stakiega þegar um er að ræða eignir í strjálbýli, sem aftur mun ieiða til þess, að fjármagn lífeyris- sjóðanna sópist utan af lands- byggðinni til Reykjavíkursvæðis- ins. Kerfið í dag verkar ekki hvetj- andi á fólk til að eignast sem mest sem fyrst, meðan menn bera mest úr býtum. Þetta gerist af því að við stefnum nú inn í svo miðstýrt kerfi með þeim afleiðingum sem Pétur lýsir og gera alla eignatilfærslu til muna erfiðari. En hvernig gat þad átt sér stað ad áhrif Sjálfstœdisflokksins á mótun þessa kerfis urdu ekki meiri en raun ber vitni, þegar haft er í huga, ad hann er valdaadili á öllum þrennum vígstödvum i senn: í ASÍ, VSI og átti fjármála- rádherrann í ríkisstjórninni, sem vid var samið? Hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar voru ekki allir sammála um ágæti þess að samþykkja þessi lög á sínum tíma, þótt meirihluti feng- ist fyrir mörkun þessarar stefnu. Sjálfstæðismenn hafa raunar mikil áhrif í öllum þeim stofnunum, sem þú nefndir, en hvergi þó næg til að marka stefnuna einir. Við verðum að komast að samkomulagi við menn með aðrar lífsskoðanir og úr öðrum flokkum, sem ráðið geta úrslitum, m.a. fulltrúa byggingar- iðnaðarins, sem höfðu sig mjög í frammi við þessa lagasetningu, bæði sveinar og meistarar. OÆSKILEG MIÐSTÝRING Ég var varaþingmaður á þess- um tíma, en ég gerði þá strax opinberlega grein fyrir minni af- stöðu, sem var sú að meginreglan yrði að fjármagni til húsbygginga og húsakaupa yrði veitt gegnum banka, sparisjóði og aðrar viður- kenndar fjármálastofnanir allt í kringum landið, í stað þess að beina því öllu í gegnum eina opin- bera stofnun í Reykjavík, sem á að ráða öllu í þessum efnum. Þetta er vægast sagt mjög óæskilegt, bæði frá sjónarmiði þeirra, sem eru að eignast íbúð, sem og þeirra, sem koma til með að standa að verulegu leyti á bak „Ég hef gengid á allan þingflokk Alþýöu- bandalagsins og óskað honum til hamingju með hinn nýja formann, og fengið misjafnar undirtektir." ólafur Þ. Þórðarson, þingmaöur Framsóknar. „Ég tel að eftir þennan landsfund veröi Alþyöubandalagið róttækari flokkur en áður. Flokkurinn mun bjóða upp á skýrari og aðdráttar- lausari svör og meiri fjöldavirkni á breiðum grundvelli en undanfarin ár." Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins. „Mér finnst ég oft hafa farið heim af landsfundi upptendraðri til að berj- ast fyrir málefnum." Sigriður Stefánsdóttir, fallkandidat til fomannsembættis í Al- þýðubandalaginu. „Ég hef alltaf verið á móti Ólafi. Ég sagði reyndar strax og hann gekk úr Möðruvallahreyfingunni, vegna ágreinings viö Ólaf heitinn Jó- hannesson, að hann myndi drepa Alþýðubandalagið. Og það er nú að koma fram. Sigfinnur Karlsson, formaður Verkalýðsfélags Norðfjarðar. „Hann Þorsteinn Pálsson er ungur, blessaður, og hefur átt á brattan að sækja en sem forsætisráðherra verður hann að sýna þann dug að standa gegn flokkseigendafélag- inu en ekki láta það ráða ferðinni, eins og hann gerði í sambandi við Útvegsbankamálið." Steingrimur Hermannsson, forsætisráðherra. „Ég vil aö vísu breyta Framsóknar- flokknum, gera hann opnari og nú- tímalegri, og neita því ekki að menn eins og Páll Pétursson vilja standa f vegi fyri því." Steingrimur Hermannsson, utanríkisraðherra. „Þaö er alveg Ijóst að viö Stein- grímurerum ekki sammála um alla skapaða hluti. Við erum sammála um afar margt en ekki allt." Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknar. Stéttarfélögin eru réttmætir eigendur fjármagns lifeyrissjóðanna, segir Guð- mundur H. Garðarsson, og þau eiga að ráðstafa því innan ramma almennra laga og reglna. Þurfum ekki miðstýrt húsnæðisbákn. Ávöxtum féð á því land- svæði, sem er uppspretta þess — og ekki síður í atvinnulífi en í húsbygg- ingum. við fjármögnunina, þ.e. lífeyris- sjóðakerfið, sem teygir rætur sínar vítt og breitt um landið. Eins og nú háttar til sogast 55% ráðstöfunarfjár lífeyrissjóðanna — ef menn vilja fullkominn rétt, sem nú er stefnt að því að skerða á grundvelli mats um efni og ástæð- ur — suður til Reykjavíkur, en það- an á síðan að deila fjármagninu eftir skiptingu fólks í forgangs- hópa, sem ekkert er farið að út- færa nánar. Ég vil þó taka það strax fram til að fyrirbyggja misskilning, að ég er fullkomlega sammála því sjón- armiði, að í sameiginlegu átaki verðum við að leysa vandamál þess fólks, sem á að flokkast undir svokallaða forgangshópa. Hver er þá afstada þín til þess frumvarps, sem félagsmálarád- herra, Jóhanna Siguröardóttir, hefur nýlega lagt fram um hús- nœdismálin? Ég sit í efri deild Alþingis, en málið er lagt fram í neðri deild. Það kemur því ekki til okkar kasta í e.d. fyrr en eftir meðferð n.d. og félagsmálanefndar hennar. Ég geri mér glögga grein fyrir því að erfitt er nú að breyta út frá þeim „Presfar eru langt frá þvi að vera heilagar kýr. Þeir eru allir syndarar. Og sumir miklir synd- arar og þar a meðal ég/# Sigurður Arngrimsson, fyrrverandi prestur í Hrisey. „Svavar Gestson er dæmi um hat- ursfullan stjórnmálamann og Davíð Oddsson má passa sig á hrokan- um." Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra. „Kannski er Ólafur Ragnar Gríms- son tákn um heimsborgara í stjórn- málum, hann er fluggáfaður en óþolandi egóisti." Steingrimur Hermannsson, utanrfkisráðherra. „Mér finnst sú niðurstaða biasa viö, að dómarar við Hæstarétt íslands hafi mjög rikar tilhneígingar til að draga taum ríkisins og þrengja vernd mannréttindanna." Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður. Greih í Helgarpóstinum frá 8, 'október siðastliðnum. „Þegar menn velja til forystu mann eins og Ólaf Ragnar taka þeir áhættu." Sighvatur Björgvinsson, þingmaður Alþýðuflokksins. „Það á ekki að vera neitt truaratriði eða sjálfsagður hlutur að ríkið hafi alitaf rangt fyrir sér, fjarri því." Magnús Thoroddsen, forseti Hæstaréttar. „Það er ekki hægt að leyfa helmingi þjóðarinnar að sigla þjóðarskút- unni á slig og segja svo við hinn helminginn: Austu nú." Þórhildur Þorleifsdóttir, þingmaður Kvennalistans. „En mér finnst ég alveg geta talað um mafíu. Mér finnst það ekkert Ijótt." Eyjólfur Konráð Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Allir vilja vera sjálfs sín herrar, en ég held að þaö sé allt of stór hluti þjóðarinnar sem er kominn út í verslun og viöskipti." Ólafur Laufdal, veitingamaður. meginstofni, sem er uppistaða nú- verandi löggjafar. En það er nauð- synlegt samt að gera meginbreyt- ingar á löggjöfinni frá því í fyrra að því leyti, sem hún snýst öndverð gegn sinni eigin grundvallarfor- sendu, sem er séreignarstefnan, og miðast að því að leggja hana í rúst. VÆNTINGAR OG LÖG En það er brýnt að þessi mál fái eðlilegan framgang. En röskun á henni nú má ekki tefla í hættu hagsmunum þeirra hópa, sem höllustum fæti standa í húsnæðis- málum. Það voru vaktar með mönnum miklar væntingar, þegar þessi lög voru sett, og, að mati ým- issa, meiru lofað en nokkurn tíma verður, því miður, hægt að standa við, nema íslendingar séu reiðu- búnir að gangast undir gífurlega skattbyrði vegna þeirra laga. Hér á ég m.a. við niðurgreiðslu vaxt- anna. Varðandi þær breytingar á lög- um, sem frumvarp Jóhönnu gerir ráð fyrir, er m.a. það að segja, að ég er hlynntur því að lögð sé áhersla á, að tryggja stöðu þeirra, sem eru í fyrsta skipti að eignast íbúð, og þann þátt, sem lýtur að öldruðum og því fólki, sem á við erfiðastar aðstæður að búa. Sérstaklega finnst mér það ámælisvert að ekki skuli við und- irbúning málsins hafa verið haft samráð við þá aðila, sem eru veigamiklir samningsaðilar um húsnæðis- og lífeyrissjóðamál. Þó svo að ég hafi haft ýmislegt við það að athuga, hvernig þessir aðil- ar sömdu á sínum tíma um frá- gang þessara mála, þá lít ég á það sem undanbragðalausa skyldu stjórnvalda að virða rétt þeirra til áframhaldandi afskipta af þeim. Það er því réttmæt spurning, hvort ekki beri að vísa húsnæðis- löggjöfinni aftur til samningsaðila um þjóðarsáttina. Ég er sannfærð- ur um, að þeir vilja stuðla að áframhaldandi þróun þessara mála, en með ákveðnum breyting- um að fenginni reynslu og eftir að hafa séð ágalla núverandi löggjaf- ar. í greinargerð frv. Jóhönnu er skýrt tekið fram að vaxtaniður- „Það er ekki hægt að treysta rikis- stjórnum." Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambandsins. „Ég veit ekki hvort þessi kvikindi kallast eðlur eða eitthvaö annað. Enda er ég ekki náttúrufræðingur." Pétur Guðmundsson, flugvallarstjóri á Keflavikurflugvelli. „Það er orðið tímabært að spoma við þessum hávaða." Svanhildur Halldórsdóttir, einn af forkólfum í Samtökum gegn hávaða. "Ég kannast ekki við að nýtt nauta- kjöt sé notað í refafóður." Jóhannes Torfason, stjómarformaður framleiðnisjóðs land- búnaðarins. „Þetta er fínasta nautakjöt sem við erum að hakka ofan i refina... Þetta kjöt er ekki einu sinni frosið." Hatldór Sigurðsson framkvæmdastjóri Fóðurstöðvar vestur- lands 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.