Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 28
sem krotinu veldur og öllu saman heldur? Hvað semi símamálum líður þá er sýningin í FÍM-sal skemmtileg aflestrar og greinilegt að Guðjón Ketilsson er á góðri leið með að móta sérstakan myndheim þar sem barnsleg einlægni virðist vandlega falin á bakvið farða veraldarvanans og fótleggi í þversum kruss. Slíkar hugmyndir voru uppi meðal klumbustílsmanna bæði í París tuttugustu aldar og í Aþenu fyrir Krist þar sem Talía gekk ljósum log- um með framlengda útlimi og magnara á höfði. Snemma á fjórða áratugnum smíðaði súrrealíski teiknarinn Hans Bellmer ,,hina algeru leikbrúðu" sem var einnig í anda þessarar hug- myndar. Sú brúða varð að hlíta öll- um duttlungum meistara síns og hafði lengst af hvorki höfuð né hendur, heldur fimm fótleggi. Brúð- ur Guðjóns hafa bæði höfuð og limi en aðrir líkamshlutar eru ekki eins áberandi. Ahrif frá súrrealisma birt- ast í eldri verkum Guðjóns á sýn- ingunni, t.a.m. í „Draumi" og ,,Bráð“. Sjálfur segir Guðjón þessar myndir að nokkru unnar eins og ósjálfrátt símakrot. Dulrænt yfir- bragð þessara mynda minnir á de Chirico og jafnvel á ýmsa nítjándu aldar rómantíkera. Hið óbeislaða undirvitundarfljót kallar gjarna á virkjunarframkvæmdir og áveitu- skurði út í úthverfin. Mér sýnist Guðjón Ketilsson vera á þeim nót'- um og litanotkun vera orðin hnit- miðaðri í nýrri verkunum sem hefðu að ósekju mátt vera fleiri á kostnað eldri verka. Sömuleiðis mættu formin vera ögn liðugri í klumbudansinum fyrst á annð borð er farið út í þá sálma. Það skortir e.t.v. smádrauma í leikhús Guðjóns. En allt um það þá stendur síminn ávallt fyrir sínu og krot bætir ugg- laust heilsuna burtséð frá virkjunar- framkvæmdum. Ólafur Engilbertsson TÖNLIST Hjardforinginn Herman fallinn frá Dauði hljómsveitarstjórans Woodys Herman í síðasta mánuði kom engum á óvárt er til þekkti. Hann hafði um skeið verið alvar- lega veikur þó hann héldi áfram að blása í klarinettið og altóinn og stjórna stórsveit sinni. Er hann kom síðast fram opinberlega í mars sl. spurði Leonard Feather hann hvers vegna hann héldi áfram að spila^ Herman svaraði að sjálfsögðu: ,,í fyrsta lagi af því ég elska tónlist." Hann hefði trúlega getað bætt við; „og af því ég hef ekki efni á öðru“. Síðastliðin tuttugu ár hefur hann verið hundeltur af bandarískum skattayfirvöldum er héldu því fram að hann skuldaði vel hálfa aðra milljón dala í skatt eða um 66 millj- ónir íslenskar. I sumar var hús hans selt á nauðungaruppboði, en það hafði Humphrey Bogart áður átt. Reynt var að bera Woody út, en vin- um hans, Frank Sinatra, Peggy Lee og Clint Eastwood, tókst að koma í veg fyrir það með því að borga leigu fyrir hann — og í villu sinni bjó hann þar til hann var fluttur í sjúkrahús þann 1. október — og þaðan átti hann ekki afturkvæmt. Ég hlustaði á Woody Herman og sveifluhjörðina hans eitt sumar- Barna- myndatökur í myndatökunum eru 12 til 14 stk., 9x12 sm myndir. Sértilhod fram til jóla. 15 stk. jólakort innifalin í myndatökunni. Pantið tíma strax. LIÓSMYNDASTOFA REYKIAVIKUR HVERFISGÖTU 105,2. HÆÐ, RÉTT VH) HLEMM. SlMI 621166. INHUðHBnnBnMMBniaSESffi&iQB „Það segir sína sögu um bandaríska menn- ingu að einn virtasti hljómsveitarstjóri þjóÖ- arinnar skyldi deyja öreigi — hundeltur af yfirvöldum. Og það er skarð fyrir skildi í stórsveitaheiminum.“ Sjá: Hjarðforinginn Herman fallinn frá. kvöld í Holstebro á Jótlandi. Þar var haldin mikil djasshátíð og var Herman-bandið hápunkturinn og lokaatriðið. Bandið kom í rútu en Woody í hvítum kádilják. Eftir nokkur lög kom svo lögreglan á staðinn og stöðvaði hljómleikana. Kvartanir höfðu borist frá geldum borgurum í villuhverfinu í nágrenn- inu um hávaða. Lækka varð í hljóð- kerfinu, en slíkt kom sem betur fer ekki að sök, því sautján manna stór- sveitin þurfti ekki á slíku að halda. Allir gömlu ópusarnir hljómuðu og nýir líka og eftir að Woody hafði blásið og sungið Caledoniu gátum við íslendingarnir þrammað glaðir í sinni með tjald og svefnpoka niður á lestarstöð. Þó við ættum aðeins fá- einar krónur og yrðum að drekka blávatn á Stórabeltisferjunni á leið til Kaupmannahafnar var gleði ríkj- andi: Caledonia, what make you big head so hot! Woody fæddist fyrir sjötíu og fjór- um árum og byrjaði átta ára gamall að koma fram sem söngvari og dansari. Frá sautján ára aldri lék hann á klarinett og altósax í ýmsum dansböndum, frægast þeirra band fshams Jones. Þegar sú sveit hætti árið 1936 stofnaði Woody eigin hljómsveit og helstu hljóðfæraleik- arar Jones fengu sæti þar. Hljóm- sveitin var þekkt sem bandið sem spilaði blúsinn. Woody sló í gegn með At the Woodchopper’s Ball, 1939, og síðan hefur hann verið á fullu. Ralph Burns og Neal Hefti út- settu fyrir hann og Bill Harris, Candolin-bræður og Flip Philips blésu helstu sólóana. Ryþmasveit- ina skipuðu Billy Bauer, Chubby Jackson og Dave Tough. Svo komu bræðurnir fjórir: Stan Getz, Zoot Sims, Herbie Stewart og Sergie Chaloff. Og nýjar hjarðir og nýir ein- leikarar — en alltaf var Woody Herman-bandið eitt hið besta í djassi. Hann spilaði líka fyrir dansi og söng, gaf meira að segja út Al Jolson-albúm. Svo fékk Frank Sin- atra hann til að leika undir hjá sér á tónleikum eins og í Madison Square- garðinum 1974 og ekki má gleyma að Igor Stravinski skrifaði Ebony- konsertinn fyrir Woody Herman og hjörð hans. Það segir sína sögu um banda- ríska menningu að einn virtasti hljómsveitarstjóri þjóðarinnar skyldi deyja öreigi — hundeltur af yfirvöldum. Og það er skarð fyrir skildi í stórsveitaheiminum. Þrír af stórsnillingum þess listforms horfnir á skömmum tíma: Thad Jones, Buddy Riche og Woody Herman. Þeirra líkar koma ekki aftur — sveiflusveitirnar eru brátt veröld sem var. Það er heldur ekki heiglum hent að vera á flakki um heiminn í hálfa öld og búa í ferðatösku með pen- ingaáhyggjur. Slíkt gerði Woody alla tíð; sex eða sjö kvöld lék hann á viku, 48 vikur á ári. Og það var fjör á sviðinu þegar Apple Honey var á dagskrá og Pete Candolin kom svíf- andi úr himinhæðum til að blása sig þangað upp aftur í einum frægasta háasésóló sögunnar! Vernharður Linnet Höfum á boðstólum borðbúnað fyrir hótel og veitingasali. COMENDA upp- þvottavélar af ýmsum stærðum. Einnig ALUMINOX rafmagns- og gaseldunar- tæki. Síðast en ekki síst MELITTA kaffivélar sem kallaðar hafa verið „Rolls Royce" kaffivélanna, en þær eru nú í notkun á mörgum stöðum, þ.á.m. ESJUBERGI. PTTFTIVT kARsnesbraut ioe HSkLen DUJJIIN sími 91-641418 : |p indretning aps 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.