Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 27
LEIKLIST Alþýöuleikhúsid og Pinter Hvað getur þú gert ef þú hefur mjög lítið pláss, ekkert svið, bókstaf- lega enga aðstöðu og langar til að setja upp tvö algjörlega óskyld leik- rit? Ekkert mál, þú hringir bara í Ingu Bjarnason og Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur og biður þær að sjá um það. Augljóslega (!) er eina leiðin til að fást við næstum ekkert rými sú að skipta því hnifjafnt niður í tvennt. Þá sýnist það miklu stærra. Ekki spyrja mig hvernig þetta má vera. Trúið mér bara, það gengur upp. Leikmyndin í Eins konar Alaska, sem samanstendur af hvítu baðm- ullarefni, býður upp á margs konar túlkun samtimis. Grafhýsi, brúðar- svíta, sjúkrahús, venjulegt svefn- herbergi. Allt frá upphafi til enda var maður bergnuminn af leik Maríu Sigurðardóttur í hlutverki Deboru, konu á fimmtugsaldri sem hugsar eins og sextán ára stúlka. Ekki einu sinni fékk ég á tilfinning- una að þetta væru ekki hennar eigin orð. Þessi meistaralega blekking byggði á sterkum grunni sem er af- bragðsþýðing Jóns Viðars Jónsson- ar. Engin þýðing kemst hjá því að missa niður töluvert af margfeldni frumtextans, og reyndar eru slík vandamál brennandi í verkum Pint- ers. Jóni Viðari tókst mjög vel að glíma við þennan vanda, en það sem mér fannst jafnvel enn betur gert var hvernig honum tókst að þýða málsnilld Pinters yfir á ís- lensku. Næstum allt sem María segir er hrein unun á að hlýða, bæði hvað varðar innihald og framsetningu. Þröstur Guðmundsson er sæmi- lega sannfærandi sem Hornby. Hann er ýmist ástríkur, hræddur, reiður og ruglaður, en hins vegar fannst mér í þeim köflum þar sem hann hefur engar línur að ég gæti bókstaflega séð fyrirmæli leikstjór- ans hangandi yfir hausnum á hon- um. Sumar hreyfingar og stöður voru of lærðar og ég hef ekki getað gert upp við mig hvernig mér fannst það þegar hann stillti sér upp bak- við rúmið og lýsingin á andlitinu á honum lét hann líta út fyrir að vera Frankenstein, hvað sem gildi slíkrar vísunar líður. Margrét Ákadóttir studdi vel við verkið með leik sínum sem Pauline, systir Deboru. Mér virtist þó sem leikstjórinn hefði lagt meira upp úr samleik þeirra Hornbys heldur en að sýna viðhorf Pauline til Deboru. Margir munu án efa eiga erfitt með að leggja trúnað á efni verksins en þeim er beint á að líta í leik- skrána þar sem segir að kveikjan að verkinu sé í bók læknisins Olivers Sacks, í svefnrofum (Awakenings). En það er samt eitthvað í þessu með undralyfið L-DOPA sem ég get ekki lagt trúnað á, þrátt fyrir bókina, en mér er alveg sama, vegna þess að Pinter er alveg sama. Eins og í svo mörgum verkum Pinters er það ekki sennileikinn sem úrslitakostur sem skiptir máli, heldur það hvernig hann er fram settur af persónum sem eiga í valdabaráttu. Með orðum Pinters: „Eitthvað er ekki endilega rétt eða rangt, það getur verið bæði og“ Seinna verkið, Kveðjuskál, er öfgafullt dæmi um þessa valdabar- áttu en þar er hún alveg einhliða. Leikmyndin er óhugnanleg, her- bergi í einhverri stofnun, einhvers staðar. Staðurinn er ekki tiltekinn, á ekki að vera það. „Pyntingar," hefur Pinter sagt í viðtali, „eru daglegt bauð í að minnsta kosti níutíu lönd- um um þessar mundir — teknar sem gefið mál.“ Pinter predikar nánast aldrei og líklegast er þetta pólitísk- asta yfirlýsing sem hann hefur nokkurn tíma sent frá sér. Á hinn bóginn hefur andlegt ofbeldi alltaf verið hluti af verkum hans og i þeim skilningi er þetta verk dæmigert. Arnar Jónsson leikur Nicolas, hugsjónamanninn sem yfirheyrir fórnarlömbin. Hann er sléttur og felldur en undir niðri er hann sturl- aður. Hann þarf að fara milli stíl- færðs kæruleysis, viðbjóðslegrar hörku og ákafrar föðurlandsástar. Arnar fór fulllétt með' þetta allt. Eina skiptið sem ég losnaði við gæsahúðina var þegar hann öskraði svoleiðis að ég var næstum stokk- inn upp úr sætinu. Þór Tulinius og Margrét Ákadóttir (eini leikarinn sem kom fram í báð- um verkum) hafa ekki mikið að segja en þau þurfa að leika þeim mun meira. Sem fórnarlömb Nicolasar þurfa þau að sýna skelf- ingu allan tímann og þegar verkinu lýkur eru þau greinilega orðin úr- vinda. Að verkinu loknu, þegar Arnar seildist eftir hendi Þórs til að hneigja sig, kippti Þór að sér hend- inni. Ég veit ekki hvort þetta var fyrirfram ákveðið en það var ná- kvæmlega í takt við hvernig áhorf- endum leið. Hvað hefur Pinter að segja um þau viðbrögð sem verkið kallar fram? „Áhorfendur finna til ótta — en hvaö óttast þeir? Ekki einungis að verða sjálfir fórnarlömb heldur sprettur óttinn einnig af því að þeir þekkja sjálfan sig í Nicolasi." Þetta er mjög myrk sýn á manniegt eðli, myrkari en nokkur önnur sem hann hefur sett fram. Klappið í lokin var líka mjög feginslegt. Inga Bjarnason sagði mér að lokinni sýningu að leikararnir hefðu haft mikla ánægju af því að fást við Pinter, því hann bæri svo mikla virðingu fyrir þeim, og að þá langaði að gera meira af því. Ég verð síðasti maðurinn til að leggjast gegn Pinter, sérstaklega ef hann fær jafngóða meðferð og þessa. Martin Regal MYNDLIST Samband vid úthverfin Það svífur ævintýraandi yfir vötnum Guðjóns Ketilssonar sem vegfarendum um Garðastrætið gefst kostur á að spegla sig í fram á nk. sunnudag. FÍM-salur Grjóta- þorpsins hentar vel innhverfum myndheimi Guðjóns; úthverfin birt- ast honum svo ósjálfrátt þegar hann hringir eitthvað í blindni og krotar niður sjálfvirkar sambandsmyndir sjálfum sér að óvörum. Þannig hef- ur myndheimur Guðjóns Ketilsson- ar undið upp á sig i gegnum símalín- ur og tekið á sig form eilífðarsnáka og krosslagðra kvenleggja. Gríma hins ósýnilega viðmælanda hinu- megin línunnar tekur á sig ýmsar myndir og umbreytist í sífellu eins og ári af kyni Dantes. Áberandi eru niðurlút kvenandlit, stílfærð í anda íkonmynda miðaldakirkjunnar en þó oftar en ekki með víxlgengi í vöðvabyggingunni svosem tuttug- ustu aldar Pícassóum er tamt. Út- hverfur kúbismi virðist reyndar hafa tekið yfirhöndina í könnunar- ferðum Guðjóns um hin ýmsu hverfi. Drættirnir í nýrri myndunum eru ákveðnari og grófari og formi er velt um og á. Stemmningarnar eru gjarna baðaðar leikrænni og plast- kenndri birtu og madonnurnar eru ekki ósvipaðar ítölskum erkitýpum úr commedia dell’arte. Guðjóni eru Ítalía og leiklistin ekki ókunn, því hann ferðaðist einmitt um stígvélið þvert og endilangt ásamt leikhópn- um Svörtu og sykurlausu fyrir ekki svo ýkja löngu. Guðjón hefur e.t.v. öðrum fremur átt þátt í að skapa erkitýpur hinnar séríslensku mið- sumarnæturkjötkveðju, en það var íekki fyrr en eftir heimsókn katal- ónsku þúsundþjalasmiðanna Els Comediants hingað til lands árið 1980 sem götuspé komst í móð hér á mörnum. Guðjón vill reyndar sem minnst gera úr eigin leikhússtússi og segir að málverkið sé sín „á og kú" hvað sem öðru líður. Á sýning- unni í FÍM-sal eru blýantsteikningar og olíukrítarmyndir í kjallara. Krít- armyndirnar eru að nokkru í helgi- myndaanda nýrri málverkanna, en blær þeirra minnir þó fremur á ís- lenskar þjóðsögur en dýrling Vati- kansins. Litskrúðug olían er í ætt við glys og pluss en litlaus hráslagi hverfisgatnanna er hins vegar svart- hvítur þegar best lætur. Krítin er í höndum Guðjóns bæði hrjúf og hraðfleyg og skilur eftir sig öræfi og akra ekki svo óáþekka þeim sem nítjándu aldar tjástefnumenn eins og Munch plægðu. I neðri sal þykja mér þó snöfurmannlegastar litlu blýantsteikningarnar af lúðrunum. Máske að þar sé símlúður Guðjóns HELGARPÓSTURINN 27 UTVARP SJONVARP Poppfyllerí fyrir bí Adgangur ad börnum til sölu í þessum pistlum hefur það oft verið gagnrýnt að fjöldi útvarps- stöðva skilaði hlustendum ekki þeirri fjölbreytni sem menn ætluð- ust sumir til þegar einkaréttur Ríkisútvarpsins til útsendinga var afnuminn. Stöðvarnar lentu enda allar á poppfyllerii og féllu í þá gryfju að ganga út frá því að allir vildu hlusta á létta tónlist. Tíminn hefur leitt í Ijós að svo er ekki. Tón- listarstöðvar eru skv. könnun með þetta 5—10% hlustun þegar best lætur. í Ijósi þessa hefur Bylgjan komið á fót annarri rás, Ljósvakanum, og Ríkisútvarpið skipt morgunsend- ingum sínum í tvennt. Annars veg- ar hefðbundið morgunútvarp og hins vegar huggulegar sendingar á rás 1, sem útvarpsþulir og aðrir þekktir útvarpsmenn sjá um. Með breytingum þessum eiga hlustend- ur þess kost að stilla viðtækin á sendingar sem eru öðru vísi. Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir þá sem óskuðu eftir fjölbreytni og ekki sams konar sendingum á FM- bandinu öllu. Þetta er jákvæðasta merki „útvarpsfrelsisins". Nú vant- ar bara fleiri sjónvarpsstöðvar. En þetta þýðir vitaskuld að gamli tíminn, þ.e. að allir hlusti á sömu stöð á sama tíma, er fyrir bí og ekki væntanlegur aftur. Stöðv- arnar verða hver fyrir sig að sætta sig við að ná aðeins broti af þeirri hlustun sem Ríkisútvarpið náði þegar það sat eitt að útsending- um. Þeir sem enn rembast eins og rjúpan við staurinn og ætla sér að ná til allrar þjóðarinnar misskilja þessa einföldu staðreynd. Helgi Már Arthursson Við íslendingar erum afar dug- legir að hreykja okkur af ýmsu, sem við teljum annaðhvort mest eða best hér á landi. íslenska vatn- ið er það besta í heimi, Jón Páll er sterkastur, Hófí fallegust, Vigdís fyrsta konan í embætti forseta, loftið er náttúrulega hvergi heil- næmara, fiskurinn hvergi dreginn ferskari úr sjó, skákmenn í sér- flokki og svo mætti lengi telja. Við höfum sem sagt ógurlega gaman af að stæra okkur af öllu, sem þessi litla þjóð hefur fram að færa, og vitum fátt verra en vera sökuð um að herma ósiði eftir útlendum þjóðum. Það er því sárt að horfa upp á sjónvarpsstöðvarnar tvær innleiða hér á landi nokkuð, sem mér finnst vera ljótur blettur á mörgum erlendum stöðvum: sæl- gætis-, gos-og leikfangaauglýsing- ar, sem farið er að setja innan um barnaefni. Án þess að ég hafi fylgst af vísindalegri nákvæmni með þessu sýnist mér auglýsingar af þessu tagi nú birtast í síauknum mæli hjá báðum stöðvum. Börn eru mjög móttækileg fyrir auglýsingum og það gefur eflaust ríkulegan árangur að beina áróðri til þeirra. Þau eru þarna minnt á ákveðnar sælgætis-, djús- og gos- tegundir og þeim eru sýnd leik- föng, sem hægt er að nauða um fyrir afmæli og jól. Og þetta heppnast óskaplega vel — frá áróðurs- og gróðasjónarmiði — og því er skiljanlegt, að framleiðend- ur og heildsalar noti sér þennan sölumáta. Það er hins vegar sár- grætilegra, að íslensku sjónvarps- stöðvarnar skuli ekki geta iitið framhjá peningasjónarmiðum sín- um hvað þetta eina atriði varðar og hreinlega sett sér þá reglu að birta ekki slíkar auglýsingar innan um barnaefni. Tekjurnar af þessu eru tæpast svo miklar að þeir bíði stórkostlegan fjárhagsskaða af. Og þá gætum við íslendingar státað af því, að við værum ein- stakir á enn einn hátt: Þ.e. að við seldum ekki áróðursmeisturum aðgang að börnum! Jónína Leósdóttir

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.