Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 35

Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 35
Konum er þaö alltaf áfall aö missa fóstur. Þaö er þó huggun harmi gegn aö vita, aö fósturlát er langoftast merki þess aö um einhvern galla hefur veriö aö rœöa. Fullkomið fósturlát (til vinstri) og ófullkomið. Reynsla kvenna af fósturláti getur verið afar misjöfn, eftir aðstæðum þeirra og hve langt þær eru gengnar með. Þær upplýsingar, sem konan fær frá lækninum, og sá skilningur, sem hún fær frá sínum nánustu, skipta einnig miklu máli. Við fengum nokkrar konur til að segja frá reynslu sinni og Auöólfur Gunnarsson læknir lagði okkur til faglegan fróðleik um fósturlát. EFTIR JÓNI'NU LEÓSDÓTTUR Fósturlát. Flestir telja sig eflaust vita nokkurn veginn hvað við er átt með þessu orði, en í læknisfræðinni — eins og öðrum vísindagreinum — verður auðvitað að skilgreina hug- tök mjög nákvæmlega. Og sam- kvæmt fræðunum telst það fóstur- lát, þegar fóstur fæðist andvana og er innan við kíló að þyngd. Fóstrið „LAGÐI EKKI í AÐ REYNA AFTUR" Fertug kona, sem missti tæplega þriggja mánaða gamalt fóstur eftir að hafa eignast þrjú heilbrigð börn: „Petta var náttúrulega óskap- lega óraunverulegt fyrir mig, því ég var ekki farin að finna neinar hreyfingar eða slíkt. Samt tók það mig alveg tvo mánuði að jafna mig, því þetta var þrátt fyrir allt nokkurt sjokk. Manni bregður.. . Mér datt fósturlátið a.m.k. í hug daglega í um átta vikur á eftir og jafnlengi fann ég líka til í brjóstun- um, t.d. þegar mér varð kalt. Ég átti þar að auki erfitt með að sofna fyrstu vikuna á eftir. En svo gleym- ist þetta smám saman. Þessi atburður varð til þess, að ég lagði síðan ekki í að reyna aftur við fjórða barnið. Það skiptir auð- vitað öllu máli hvar í röðinni barn- ið er, sem maður missir. Fyrir utan það, hverjar aðstæður konunnar eru og hve langt hún er gengin með. Þetta getur verið allt frá minniháttar óþægindum upp í hræðilegan harmleik. Mín eigin tilfinning var sú, að um leið og blæðingarnar byrjuðu vildi ég að þetta færi. Ég vissi, að það var eitthvað að og þá er betra að svona fari. í raun var versti tím- inn frá því að blæðingar byrjuðu og þar til ég var lögð inn í spítal- ann. Maður hrekkur svo við.“ er hins vegar talið lifandi fætt ef eitt af eftirfarandi einkennum er til stað- ar: öndun, hjartsláttur, æðasláttur í naflastreng eða sjálfkrafa hreyf- ingar. FÓSTURLÁT FLEST í BYRJUN MEÐGÖNGU OG HJÁ ELDRI KONUM Hvað sem öllum vísindum líður er það staðreynd, að margar konur missa fóstur án þess að hafa um það nokkurn minnsta grun. Fósturlátið gerist þá áður en konurnar hafa gert sér grein fyrir þunguninni og af- skrifa þær það sem óvenjulega mikl- ar blæðingar. Læknar telja, að allt að 25% af þungunum endi með fóst- urláti. Hins vegar missa einungis um 10% kvenna, sem fengið hafa þungunina staðfesta, fóstur. Konur á öllum aldri geta misst fóstur, en líkurnar aukast þó mikið eftir því sem þær eldast. Tíðni fóst- urláta hjá ungum konum á aldrinum 15—25 ára er t.d. einungis 4%, en það er annað upp á teningnum hjá þeim sem náð hafa fertugsaldri. Lík- urnar á því að 40—44 ára gamlar konur missi fóstur eru nefnilega 33%. Þar að auki er konum hættara við fósturláti á fyrstu vikum með- göngunnar en á seinni stigum þung- unar, en 80% fósturláta eiga sér stað á fyrstu 14 vikunum. Það er hins vegar sem betur fer ekki sjálfgefið að um leið og ófrísk kona fær blæðingar sé Ijóst að hún missi fóstrið. Margar konur fá blæð- ingar á fyrstu þremur mánuðum meðgöngunnar og eignast síðar fullkomlega heilbrigt barn. Sú er reyndar raunin með 70—80% allra kvenna, sem verða fyrir þessum skrekk fyrstu tólf vikurnar sem þær ganga með. Fæstum þætti víst óviðeigandi að nota orðið „fullkomið" um fósturlát. Það er þó gert, þegar skilgreint er hvernig atburðurinn átti sér stað. Talað er um fullkomið fósturlát, þegar fóstrið og fylgjuvefurinn fæð- ast í heilu lagi og legið hreinsast þar með fullkomlega. Þegar um er að ræða yngra fóstur en átta vikna eða eldra en átján vikna er fósturlátið oftast á þennan veg. Ef kona missir fóstur á 8,—10. viku er hins vegar oftast um svokallað ófullkomið fóst- urlát að ræða. Þá springur fóstur- belgurinn og fæðing á sér stað, en þykktarleifar verða eftir í leginu. ORSAKIRNAR GETA BÆÐI LEGIÐ HJÁ MÓÐURINNI OG FÓSTRINU Kona, sem missir fóstur í byrjun meðgöngu, getur verið nokkuð viss um að það hefur stafað af galla í fóstrinu eða fylgjuvef. Verði fóstur- lát hins vegar seint á meðgöngunni er oft um að kenna einhverjum sjúk- dómi hjá móðurinni. Þessi þumal- fingursregla er þó engan veginn vís- indalega nákvæm, enda er alls ekki alitaf hægt að finna óyggjandi skýr- ingar á fósturlátinu. Sjúkdómar í fóstrinu eða fylgj- unni, sem valdið geta fósturláti, eru ýmiss konar. T.d. sköpunargallar á fóstrinu sjálfu, eða á naflastrengn- um eða fylgjunni. Fóstrið getur lika verið með litningagalla, sem ekki er vitað af hverju stafa, en líkurnar á „VAR ÖSKAPLEGA HRÆDD ÞEGAR ÉG GEKK SÍÐAR MEÐ BARN" Tveggja barna móðir á besta aldri, sem missti um þriggja mán- aða fóstur eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn með fullkomlega eðli- legum hætti: „Þetta var í tvennum skilningi mikið áfall fyrir mig. í fyrsta lagi var ég búin að reyna lengi að verða ófrísk og síðan gerðist þetta í útilegu lengst uppi í sveit. Sem betur fer var hjúkrunarkona þarna líka, sem kunni að bregðast við þessu, en sjokkið var gífurlegt. Það hjálpaði manni mest, að lækn- arnir sögðu að þetta þýddi að eitt- hvað hefði verið að fóstrinu. Það tók mig því miður langan tíma að verða aftur ófrísk, en þeg- ar það hafði tekist varð ég alveg óskaplega hrædd um að missa barnið. Raunar var ég ekki í rónni fyrr en fæðingin var lukkulega yfirstaðin. Það kom svo mikill skrekkur í mig við þetta.“ HELGARPÓSTURINN 35

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.