Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 15
EFTIR JÓNÍNU leósdóttur mynd jim smart reynd, sem vert er að viðurkenna. Ég held, að persónulega geri ég mig alvarlega sekan um að mismuna mínum börnum. Bæði í umhyggju, en þó aðallega hvað varðar tíma. Þó hef ég ekkert meiri tíma núna en oftast áður. En ég finn mér hann betur en fyrr, kannski vegna aukins þroska og skilnings á því að það er „now or never", eins og Eluis sagði. Fyrir nú utan það — svo ég geri alvöru- játningu — að allar líkur eru á því að barni, sem kemur svona í lok barnauppeldistímabils hjóna, verði gjörspillt. Ég tel t.d. að í því efni sé ákaflega litlum vörnum komið við á mínu heimili." — Þú mœlir þá med þessu? ,,Ég mæli hiklaust með þessu og leyfi mér í því sambandi að vitna í margfaldan afa, sem ég þekki. Hann sagði einu sinni við mig: „Það sem situr eftir, þegar menn eru komnir á eliiheimilið, er tvímælalaust ekki afreksskráin í starfi, ekki heiðursmerkin á veggnum eða greinarnar í blöð- unum, né heldur húsið, sundlaugin og fíni bíllinn... heidur börnin! Þau eru númer eitt, tvö, þrjú og fjögur. Og „creme de la creme“: barna- börnin." “ „MIKIÐ ER PABBI ÞINN DUGLEGUR AÐ FARA MEÐ ÞIG ÚT" Næsti faðir, sem tekinn var tali, reyndist líka eiga tvö börn. Þau eru hins vegar fimm og átta ára og faðirinn um þrítugt. Hann er sem sagt á „streðtímabilinu", þegar koma þarf þaki yfir höfuðið, og vinnur því mikið. Hefur hann haft tíma tii að taka þátt í uppeldi barnanna? „Já, ég tel að maður hljóti að gera það. Ég vinn að vísu það mikið, að ég er frekar lítið heima hjá mér. En þegar maður er heima, reynir maður náttúrulega að nota tímann í annað tveggja: að taka þátt í heimilisstörfum eða vera með börnunum. Það er orð- inn svo miklu minni munur á móður- og föðurhiutverkinu núna en áður." — Er þetta kvöb eða finnst þér raunverulega ad þú eigir ad sinna börnunum og heimilinu? „Mér finnst þetta ekki vera nein kvöð. Mig langar til að gera þetta og um leið finnst manni líka, að maður eigi að gera það. Án þess að finnast það vera kvöð, sjáðu til! Það þarf ekki að vera leiðinlegt, þó maður eigi að gera það... Kannski finnst manni stundum, að maður sé alltof lítið með fjöl- skyldunni og þjóðfélagið, eins og það er í dag, bjóði ekki upp á að heimilismenn séu jafnmikið saman og þeir ættu að vera; Það er a.m.k. mín skoðun. Ég vildi óska þess, að fjölskyldur gætu notið fleiri samverustunda, því manni finnst maður í raun vera að missa af einhverju. Oft finnur maður svo greinilega fyrir því, hvað maður þyrfti að vera meira heima. T.d. þegar eldra barnið á í vandræðum í skólanum eða við sambærilegar aðstæður. Börnin þurfa mikið á manni að halda og það er sárt að geta ekki alltaf komið til móts við þær þarfir." — Hvaöa vidbrögd fœrdu frá eldri karlmönnum, þegar þú hefur börnin med þér á fundi eda í einhverjar útréttingar? „Ég finn nú ekkert neikvætt í því sambandi, enda eiga margir þessara eldri manna barnabörn og krakkarnir vekja með þeim afatil- finningar. Það er frekar að það andi köldu frá eldri kvenmönnum, þegar maður er með börnin með sér á fundum eða öðrum manna- mótum fyrir fullorðna. Þeim finnst líklega, að mamman eigi bara að vera heima og passa börnin. Þær segja líka við krakkana „Mikið er pabbi þinn duglegur að fara með þig svona út,“ eða eitthvað álíka fáránlegt, sem aldrei er sagt við mæðurnar. Pabbinn er hins vegar auðvitað ekkert duglegri en mamman, þó hann fari út með börnin. Þetta er hlutverk beggja, þegar þau á annað borð eiga frían tíma. En viðbröð af þessu tagi fæ ég oftast frá fullorðnum konum og það finnst mér merkilegt. Þar að auki er það líka gjarnan kvenfólk, sem spyr eiginkonu mína að því hvort ég ætli að passa fyrir hana. Hugsaðu þér bara!" ÖRVERPI VERÐA SVOLITLAR DEKURDULLUR — Þarf konan þín að biðja þig sérstaklega um að gœta bús og barrja, þegar hún bregður sér frá? „Ég verð nú að viðurkenna það, að það er frekar að hún spyr mig „verður þú heima á fimmtudags- kvöldið" eða „stendur eitthvað til hjá þér um helgina", frekar en að ég spyrji hana áður en ég geri mínar ráðstafanir. Hlutverka- skipanin hefur bara orðið þannig, vegna þess að það er frekar ég, sem fer út á kvöldin og um helgar og snapa upp einhverja vinnu. Ég er þá kannski búinn að ráðstafa helginni í aukavinnu..." — Finnst þér karlmenn, sem eignast börn tiltölulega seint á lífsleiðinni, hegða sér öðruvísi í föðurhlutverkinu en þið ungu mennirnir? „Ja, örverpi verða oft svolitlar dekurdúllur, sem menn finna meiri tíma til að sinna. Mér hefur virst það. Svo er líka annað, sem ég veit ekki hvort er staðreynd. Þ.e. hvort feður gefa dætrum sínum meiri tíma en sonunum. Ég er ekki alveg frá því, að þetta geti verið rétt. Sjálfur eignaðist ég son, þegar ég var mjög ungur og enn í skóla, og þá sinnti ég honum mikið. Nokkrum árum seinna eignuð- umst við síðan dóttur og núna, þegar ég er einn heima með krökkunum, sný ég mér af ein- hverjum ástæðum meira að henni. Ja, hún hefur meira yfir mér að segja. Kannski er það bara vegna þess að hún er yngri og kemst upp með að fá stærri skammt af athygli." FULLKOMIÐ FRELSI FRÁ UMHVERFINU AÐ VERA ÁNÆGÐUR í TRABANT Síðasti viðmælandinn var rúm- lega fertugur lögmaður, sem á bæði uppkomið barn og örverpi. Hann hefur tekið þá ákvörðun að draga úr vinnu til þess m.a. að geta verið meira með yngra barninu. Hvers vegna? „Ég vaknaði allt í einu upp við það að hafa misst af eldra barn- inu. Það er komið yfir tvítugt, í háskólanámi og þarf lítið á mér að halda lengur. Við erum kannski að mynda meiri tengsl núna en áður — og öðruvísi — en uppvöxtur hans fór algjörlega framhjá mér. Yngra barnið er nýbyrjað í barna- skóla og ég hef, af ýmsum orsökum, að verulegu leyti tapað fyrstu árum þess líka. Það sækir þess vegna meira og meira að mér núna, af hverju í ósköpunum ég er að vinna í 16—18 tíma á sólarhring og allar helgar, þegar ég þarf í raun ekkert á því að halda. Nú er maður kominn í þá stöðu að þurfa ekki meira. Ég get í raun dregið veru- lega við mig vinnu, en menn komast inn í einhverja hringiðu og geta ekkert hætt þessu helvítis bulli. Maður gefur sjálfum sér ekki tíma né tækifæri til að gera þá hluti, sem gefa lífinu þó mest gildi. Ég er hreinlega að hugsa um að gera mjög róttækar breytingar í sambandi við starfið, til þess að geta sinnt áhugamálum mínum, eins og t.d. börnunum. Slíkar hugsanir sækja örugglega á marga feður, sem eins er ástatt með og mig, en menn láta ekkert verða úr framkvæmdinni. Þetta er hluti af þjóðfélagsmunstrinu — kapp- hlaupinu, sem við erum öll í. Fólk vill dýrari bíla, stærra hús, meira af þessu og meira af hinu o.s.frv. Mönnum finnst alltaf að þeir séu að missa af einhverju, ef þeir halda ekki áfram í ruglinu. Ég held líka, að karlmenn telji sig setja eitthvað ofan i þjóðfé- laginu, ef þeir láta það eftir sér að vera eins og menn og sinna t.d. börnunum sínum. Ég gæti trúað því, að innst inni væri þetta hræðsla við að færast neðar í almenningsálitinu. En lífsfyllingin fæst ekki í glæsikerrum og stórum húsum. Kannski jafnvel enn síður... Ég held, að menn hafi ekki öðlast frelsi frá umhverfinu fyrr en þeir geta verið ánægðir í Trabant!" ÍSLANDS 27644 box 1464 121 Reykjavík Handmenntaskóli (slands hefur kennt yfir 1250 (slending- um bæði heima og erlendis á síðastliðnum sex árum. Hjá okkur getur þú lært teikningu, litameðferð og skrautskrift - fyrir fullorðna - og föndur og teikningu fyrir börn í bréfaskólafomi. Þú færð send verkfæri frá okkur, sendir okkur úrlausnir þinar og þær eru sendar leiðréttar til baka. Þeim, sem minni tíma hafa, bjóðum við uppá stutt hæfileikapróf á þessum sviðum. - Biddu um kynningu skólans með því að snda nafn og heimilisfang til okkareða hringdu í síma 27644 núna strax, símsvari tekur við pöntun þinni á nóttu sem degi. - Tímalengd námskeið- anna stjórnar þú sjálf(ur) og getur því hafið nám þitt, hvenær sem er, og verið viss um framhaldið. Hér er tækifærið, sem þú hefur beðið eftir til þess að læra teiknun og skrautskrift á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú getur þetta líka. BILEIGENDUR BODDÍHLUTIR! ÖDÝR TREFJAPLASTBRETTI O.FL. AR GERÐIR BÍLA, ÁSETNING STAÐNUM. Á FLEST- FÆST Á BÍLPLAST VhgnhöfM 19, •Imi 688233. Póstsendum. Ódýrir tturtubofnar. Tökum að okkur trefjaplattvinnu. VWjtö l«l#n*kt. ÁTT ÞÚ í ERFIÐLEIKUM MEÐ HÁRIÐ. LEITAÐU RÁÐA HJÁ HÁRGREIÐSLU- MEISTARANUM. SPURÐU HANN UM KERASTASE. FÆST AÐEINS Á HÁRSNYRTISTOFUM. KÉRASIASE 'FRÁ L’ORÉAL PARÍS HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.