Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 30
BÖKMENNTIR
William Heinesen
í fullu fjöri
William Heinesen: Töfralampinn.
Nýjar minningasögur.
132 bls. Forlagid.
Porgeir Þorgeirsson þýddi.
Eins og ísland eru Færeyjar ungt
þjóðféiag með gamla bókmennta-
hefð. Ritaðar bókmenntir í Færeyj-
um eru að vísu fyrst til komnar á síð-
ustu hundrað árum og ekki hafa
fundist þar handrit eða aðrir textar
frá gullöld norrænna bókmennta,
en sögur og kvæði hafa gengið
manna á milli allt frá landnámi. Þeg-
ar byrjað var að festa þessar bók-
menntir á blað kom í ljós að kvæðin
ein voru u.þ.b. 70.000.
William Heinesen er aðeins
tveimur vikum yngri en öldin okkar,
og þess vegna jafngamall rituðum
færeyskum bókmenntum. Fyrsta
bókin hans er Ijóðasafn frá 1921.
Næstu sex áratugina gefur hann út
fjölda ljóðasafna, smásagnasöfn og
skáldsögur. Meiriparturinn af verk-
um hans er til á íslensku í þýðingu
Þorgeirs Þorgeirssonar, sem einnig
hefur þýtt Töfralampann frá 1985.
Töfralampinn rúmar níu sögur af
mismunandi lengd og lítinn for-
mála, sem segir frá göngutúr sögu-
mannsins í Þórshöfn. Það er komið
rökkur og stjörnurnar fara að
kvikna, en út úr myrkrinu heyrist
kliður frá börnum að leik og hróp-
andi kvenrödd: sögumaðurinn
kveikir á töfralampanum og segir
okkur endurminningar frá því
snemma á 20. öld.
Fyrst heyrum við draugasögu um
mállausu spunakonurnar þrjár sem
snúa veraldarhjólinu eins og rokk,
þar næst huggunarríka sögu um síð-
borinn ástarbríma: öldruð prófasts-
dóttir heimsækir fiðlarann á rökk-
urstundum til að hressa upp á
líkama og sál, en ,,nú eru þau trú-
lega búin að vera saman ein hundr-.
að og fimtíu ár, en guðinn Kúpíd
er hjartahlýr, enda spendýrsættar
sjálfur, og hefur aldrei tekið mjög
strangt á neinum tímamörkunum,
og vei þeim sem öfunda vill þessi
unaðarins skötuhjú af gleðskap
þeirra í skjóli kvöldsins1'.
Síðan heyrum við litla sögu af
miklum einmanaleika, söguna um
Stínu stífu sem bíður eftir kærastan-
um sem bað hennar. Og hún heldur
áfram að bíða þó að kærastinn sé
löngu dáinn, og þó ekki skorti hana
aðdáendur né biðla, en vegna þess
að þetta er orðið ávani: „Stína er að
bíða — ekki beinlínis í von um neitt
heldur eiginlega barasta til þess að
bíða."
Svo fylgja þrjár langar sögur. Inn
á milli heyrum við söguna Krafta-
verk, raunalegt sögukorn með
heimspekilegu ívafi um hvernig
djákninn sér Tönnes gamla fljúga til
lofts. Þetta er bæði á móti þyngdar-
lögmálinu og lögmáli drottins, segir
presturinn og biður djáknann setja
lepp fyrir augu og margfalt innsigli
á munn sinn og gleyma þessu, en
við spyrjum eins og djákninn:
„Skyldu tímar kraftaverkanna þá
alveg vera liðnir?"
Óskasteinninn er heil ættarsaga
um frændurna Konráð og Lýð sem
keppa um að vera fremstir í lífs-
gæðakapphlaupinu. Græðgi þeirra
leiðir af sér smánarlegan dauðdaga
þeirra. Syndafall er saga af stöku
góðmenni, Jóhanni sterka, sem
freistast af Fanneyju (í hitanum), en
fær samviskubit og játar tryggðarof
sitt við konuna sína og mann Fann-
eyjar.
&
Kaiandi
Veaturgötu S, Reykjavik, simi 622420
Balladan um bólustrákinn segir
frá harmkvælasyni, sem er svo
óheppinn að verða ástfanginn af
stelpu, er reynist vera systir hans.
Sifjaspell er ekki af hinu góða, segir
viðlagið sem endurtekið er í sög-
unni.
Það virðist eins og höfundurinn
eigi erfitt með að segja skilið við
okkur áður en hann hefur gefið
okkur lýsingu á lífshamingjunni, en
í sögunni, sem heitir Töfralampinn,
lýsir hann tilhlökkun krakkanna
sem ætla í heimsókn til maddömu
Abrahamsen og sjá töfralampann
hennar, Laterna magica. Ekki verð-
ur neitt úr heimsókninni „en blás-
andi alsælubyr tilhlökkunarinnar
hafði manni altént þó hlotnast og
sætleikur þvílíkrar reynslu geymist
djúpt í bláum hyl minninganna, gott
ef ekki til æfiloka".
Svo er hægt að Ijúka þessu ágæta
smásagnasafni með frásögninni af
því þegar brunadælan kom til Þórs-
hafnar. Hátíðahöldin verða fjörug
en margir fá kalda bunu framan í
sig. Hressandi endir.
I Töfralampanum má finna alla
þá þætti sem lengi hafa einkennt
sagnagerð Heinesens: endurminn-
ingar, margskonar ævintýralegar
og furðulegar verur og goðsögur.
Þetta eru hringirnir þrír sem töfra-
maðurinn Heinesen rennir saman
og losar í sundur fyrir framan augun
á okkur án þess að við merkjum
hvernig hann ber sig að. Hann hefur
einstaka stjórn á hitagjöfum tungu-
málsins ogstíllhanskemstmjögvel
til skila í íslenskri endursköpun Þor-
geirs Þorgeirssonar.
William Heinesen hefur sérstöðu í
færeyskum bókmenntum vegna
þess að hann skrifar á dönsku.
Danskan hefur verið honum eðlileg-
asta tjáningartækið. Móðir hans var
dönsk og töluð var danska á heimil-
inu. Fyrstu áratugi þessarar aldar
voru margir í Færeyjum sem höfðu
litla trú á möguleikum færeyskrar
tungu og framtið hennar, þar á með-
al var faðir Heinesens. I skólunum
var kennt á frönsku og kennaranum
var bannað að tala móðurmál sitt.
Það varð mikilvægur partur af
frelsisbaráttu Færevinga að halda
færeyskunni lifandi og sýna að hún
dygði í meira en hversdagslegar
umræður. Rithöfundar eins og
J.H.O. Djurhuus og Chr. Martras
voru brautryðjendur í þessari bar-
áttu, en William Heinesen hélt
áfram að skrifa á dönsku og var
mörgum talinn svikari.
í danskri bókmenntasögu skipar
Heinesen aftur á móti virðulegan
sess og er oft borinn saman við rit-
höfunda eins og Hans Kirk og Hans
Scherfig vegna félagslegs raunsæis
og kimni. Furðusögur hans minna á
ýmsan hátt á verk Karenar Blixen.
Arið 1961 fékk Heinesen inngöngu
í dönsku akademíuna og 1965 fékk
hann bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs.
Það var ekki fyrr en 1975 — í til-
efni af 75 ára afmæli rithöfundarins
— að skáldsögur Heinesens voru
þýddar á færeysku, að undanskil-
inni „Vonin blíð", sem hefur ekki
enn verið þýdd, þó að hún sé af
mörgum talin eitt besta verk hans.
Heinesen skrifar á dönsku en
hann skrifar um Færeyjar, í senn
miðpunkt heimsins og turninn á
heimsenda, eins og hann hefur sjálf-
ur orðað það. í tið Heinesens hafa
Færeyjar tekið stakkaskiptum úr
gamaldags bændasamfélagi í nú-
tímaþjóðfélag þar sem fiskvinnslan
er tölvustýrð. Verk hans spegla þró-
un sem að mörgu leyti er samsvar-
andi þróuninni á íslandi, þróun sem
annars staðar hefur átt sér stað á
fleiri öldum.
Færeyingar hafa stokkið inn í nú-
tímann, en hafa tekið með sér ýmis
fyrirbæri og hjátrú fyrndarinnar. í
mörgum verka Heinesens koma fyr-
ir tröll, draugar, grýlur og huldufólk,
en slíkar verur hafa frá bernsku
hans verið partur af heimsmyndinni
og hafa ósjaldan runnið saman við
ýmsa furðufugla í Þórshöfn.
Heinesen er sósíalisti og dreymir
um nýjan og siðmenntaðan heim,
en hann gerir sér líka ljóst að hið
dulræna hefur mikla þýðingu í lifi
einstaklinga. Eins og vinurinn
Jorgen-Frantz Jacobsen var hann
alsæll þegar mýfluga drukknaði í
bjórglasi hans, því „sjaldan kemur
fluga í feigra manna fat".