Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 8
Sjálfstœöisflokkur ÚR TENGSLUM VIÐ LÍFIÐ I LANDINU Gustmikiö viötal viö Matthías Bjarnason Matthías Bjarnason er löngu þjóðkunnur stjórnmála- maður. Hann var sjávarútvegsráðherra á lokaspretti landhelgisbaráttunnar og aðsópsmikill forystumaður í Sjálfstæðisflokknum. Hann hefur þó aldrei fallið í kram fjölmiðlunga, e.t.v. fyrir það að honum er tamara að skoða veröldina ofan af Kaldbak en Arnarhólnum, sem er nafli heimsins, eins og allir eiga að vita — miðja vegu milli Moskvu og Washington. Matthías er samgróinn vestfirskum fjöllum, fjörðum og dölum. bar er misvindasamt og getur slegið fyrir af öllum áttum í senn, einkum í suðvestanátt, sem á Isafirði er kölluð básaveður. í þessu viðtali er Matthías í veðra- ham — það er suðvestan 7—9! EFTIR ÓLAF HANNIBALSSON MYND JIM SMART Matthías Bjarnason talar hér tæpitungulaust um: Ósynilega ráöherragengiö, óhóflega auö- og markaöshyggju í Sjálfstæöisf lokknum, flokkspólitískar ráön- ingar bankastjóra, „fáránlegar skoöanir Morgunblaösins", heilaþvott kvóta- liðsins og dapurlega stjórn fiskveiðanna. Nýlega sagdi Davíö Oddsson t vid- tali við HP, að ráðherradómur vœri bara hálfsdagsvinna. Ná hefur þá verið ráðherra í átta ár. Gastu unnið þetta starf með annarri hendinni? Ég held, að þetta séu bara sleggju- dómar manns, sem ekki hefur reynslu af þeim vandmeðförnu mál- um, sem ráðherrar oft fá til úrlausn- ar. Allan þann tíma, sem ég gegndi störfum ráðherra, var ég með tvö ráðuneyti samhliða. Ég hafði full- komlega nóg að gera allan þann tíma ásámt þingmennsku, vinnu fyrir kjördæmi mitt og aðrar þær skyldur sem þessi störf kalla á. Að einu leyti má þó koma til móts við þessi orð Davíðs: Eftir því sem ráðherrum fjölgar sé ég ekki brýna ástæðu til, að hver ráðherra sé með einn eða fleiri aðstoðarmenn. Það er ágætis starfsfólk í þeim ráðuneyt- um, sem ég þekki til, og það þarf að nýta krafta þess sem best. Ég gerði það með góðum árangri. Mér telst til, að það séu 15 pólitísk- ir aðstoðarmenn þessara 11 ráð- herra í ríkisstjórnihni og finnst það ekki bera vott um það aðhald, sem menn tala um sýknt og heilagt hver um annan þveran. Ná stendur fyrir dyrum mikill fundur hjá Sjálfstœðisflokknum til að gera áttekt á þeim vanda, sem við blasir eftir kosningaúrslitin í vor. Hverjar eru þínar skoðanir í þessu efni? Ég gæti haft margt að segja um þetta, því að vandamálin eru mörg og ég held, að svokallað naflaskoð- unarfólk sé víðsfjarri því að komast að kjarna málsins: Þessi flokkur var fyrir alla lands- menn og stefna hans tók til landsins alls. Hann var frjálslyndur umbóta- flokkur og lagði sitt þunga lóð á vog- arskálina til að bæta kjör og aðstöðu þeirra, sem minnst mega sín í þjóð- féiaginu. Hann var lengst af sam- stæður og það var gaman að starfa í honum og fyrir hann, eiga þátt í að móta skoðanir hans og stefnu á hverjum tíma. Á síðustu árum hafa vaðið þar uppi menn, sem allir hafa þóst kunna og geta og viljað sveigja flokkinn til óhóflegrar markaðs- hyggju. Þeir hafa krafist þess, að frammámenn í flokknum — þar með taldir þingmenn — færu eftir ákveðnum kennisetningum, sem sóttar eru til hundrað eða þúsund sinnum stærri samfélaga en okkar. þingmenn mættu ekki aðstoða ein- staka kjósendur við lausn vanda- mála þeirra. „Kunningjasamfélag- ið“ skyldi lagt fyrir róða og hrein og köld viðskiptatengsl koma í staðinn. Þeir fóru niðrandi orðum um þá 8 HELGARPÓSTURINN þingmenn, sem reyndu að greiða fyrir úrlausn á vanda fjölmargra ein- staklinga og fyrirtækja í samskipt- um þeirra við „kerfið", og á þennan hátt er er enginn vandi að slíta stjórnmálaflokk úr tengslum við líf- ið í landinu, atvinnuvegi og félags- málastarfsemi. Þetta hávaðasama fólk hefur að mínum dómi hrætt fólk frá því að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn, sérstaklega í síðustu kosn- ingum. Nú höfðu Vestfirðir sérstöðu, hvað kosningaárslitin varðar, þar sem flokkurinn hélt sínum hlut og vel það. Hvað er öðru vísi hjá ykkur? Náin tengsl við atvinnulífið, frammámenn i byggðarlögunum og fólk almennt hafa mikið að segja. Ég finn að vísu til þess, að ég þekki ekki nógu mikið til unga fólksins, þótt mér falli alltaf vel innan um ungt fólk, og unga fólkið á Vestfjörðum stóð mjög vel með okkur frambjóð- endum Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum. Hins vegar tel ég að menn verði að gæta sín, hversu lengi þeir standa i fremstu víglínu, og sjálfur hef ég gert upp minn hug: Síðusu kosningar voru jafnframt þær síðustu, sem ég býð mig fram í. Aldur segir hins vegar ekki allt. Til eru aldraðir menn, sem eru sí- ungir, og ungir menn, sem gamlast fyrir aldur fram. Best og farsælast er nú að þroskast með árunum og vera opinn fyrir nýjungum og nauðsyn- legum breytingum, sem alltaf verða að eiga sér stað. Varðstu fyrir vonbrigðum með að hljóta ekki sœti í ríkisstjórn eftir þessar kosningar? Nei, það veit heilög hamingjan, að það var ég ekki. Ég hafði meira að segja hugsað mér, þegar ég tók sæti í síðustu ríkisstjórn í maí 1983, að sitja bara tvö ár, en sá mikli órói, sem var í Sjálfstæðisflokknum, og síendurteknar tilraunir til að ýta mönnum út, gerðu það að verkum að ég ákvað að sitja í ríkisstjórninni til loka kjörtímabilsins. Það kom því aldrei til greina, að ég kærði mig um að taka sæti í nýrri ríkisstjórn. Hins vegar varð ég fyrir miklum von- brigðum með þröngt val manna til setu í ríkisstjórninni, og ekki síður fyrir vonbrigðum með skiptingu ráðuneyta milli stjórnarflokkanna. Ég tel ekki bera vott um mikla víð- sýni, að af hálfu Sjálfstæðisflokksins skuli engir nema lögfræðingar velj- ast í ráðherraembætti og þar af þrír, sem kosið var um til formannsemb- ættis á sínum tíma og mörgum fannst þá bera vott um takmarkaða breidd í forystunni. Sá fjórði var sóttur til Hafnarfjarðar. Ég tel það í rauninni furðulegt, að Sjálfstæðis- flokkurinn skuli ekki fara með neitt af þeim ráðuneytum, sem fara með landbúnað, fjármál, sjávarútveg eða viðskiptamál. Það vekur einnig undrun mína, að formenn þriggja flokka skuli í raun og veru taka í sínar hendur ákvörð- unarvald um mikilvægar lagabreyt- ingar, sem Alþingi á að fjalla um, en þar á ég við breytingar á Stjórnar- ráði íslands. Ég er sammála um nauðsyn þess að gera breytingar og það margar og sumar róttækar, en ég hef ekki séð sett fram nein skyn- samleg rök fyrir því, að mylja niður viðskiptaráðuneytið og færa stóran hluta þess undir utanríkisráðuneyt- ið. Útflutningsleyfin, samskiptin við Evrópubandalagið og EFTA voru fyrst og fremst í höndum mjög góðra starfsmanna, sem höfðu á löngum ferli aflað sér mikillar og staðgóðrar sérfræðiþekkingar á þessum málum, og það var fljótræði að færa þetta verksvið í hendur ut- anríkisráðuneytinu, þar sem menn eru hreyfðir eftir klukkunni eins og menn og peð á skákborði. Þingflokkurinn fylgdist ákaflega lítið með þessum stjórnarmyndun- arviðræðum. Það getur verið að for- maðurinn hafi haft samráð við ein- hverja fáa útvalda, en ef á að skapa og viðhalda góðum starfsanda í ein- um stjórnmálaflokki og þingflokki held ég að betra sé að ræða hrein- skilnislega og opinskátt um hlutina. Staða ríkisbankanna er ná mjög á dagskrá. Hver er þín afstaða í þeim málum? Að þessu sinni ætla ég ekki að fjöl- yrða um þau mál í heild, en láta nægja að viðra skoðanir mínar um einn þátt þessara mála, sem að vísu er nú í brennidepli. Það hefur löngum þótt sjálfsagt mál, að stjórmálaflokkarnir til- nefndu menn í bankastjórastöður í ríkisbönkunum. Reynslan í þróun bankamála síðustu árin: Ólán í rekstri Útvegsbankans, Hafskips- málið o.fl., o.fl. hefði átt að kenna okkur, að nú er nauðsynlegt — næstum óhjákvæmilegt — að taka upp ný vinnubrögð. Við höfum á þessum síðustu árum sett nýja, og að mörgu leyti góða, bankalöggjöf, þótt einstök atriði þurfi ævinlega að vera til endurskoðunar. Það hefur myndast harðnandi samkeppni milli bankanna og ég tel því mun meiri nauðsyn á því, að bankarnir séu undir faglegri stjórn. Það er því umbúðalaust mín skoðun, að ríkis- bankarnir eigi að velja hæfa menn innan bankakerfisins í stöður bankastjóra. Ekki endilega alfarið að það eigi alltaf að vera menn inn- an sama banka, því að það gæti ver- ið hollt, að það væri hreyfing á mönnum milli banka líka. Flestir bankarnir eiga tvímælalaust full- hæfa menn til þessara starfa innan sinnan vébanda. Þetta gildir ekkert síður um ríkisbankana og ég sé því síður en svo nokkra þörf á því að sækja til uppgjafastjórnmálamanna eða kaupfélagsstjóra til að manna æðstu stöður þessara mikilsverðu stofnana. Ein af niðurstöðum endurskoð- unarnefndar naflaskoðunarnefnd- arinnar er sá að flokkurinn og Morgunblaðið stilli saman streng- ina til sóknar fyrir sjálfstœðisstefn- una. Það hefur nú heldur lítið farið fyr- ir vilja Morgunblaðsins undanfarin ár til að stilla saman strengi við Sjálf- stæðisflokkinn. Blaðið hefur verið á hraðleið að fjarlægjast flokkinn og úti á landsbyggðinni urðum við ákaflega lítið varir við stuðning Morgunblaðsins í síðustu kosning- um. Blaðið hefur beinlínis afneitað Sjálfstæðisflokknum og teflt fram sínum eigin sjónarmiðum og talið þau hin einu réttu ogsönnu. Hinu er ekki að neita, að sumir sjálfstæðis- menn hafa átt vináttu að fagna þar, en aðrir orðið fyrir barðinu á því blaði. Ég taldi einu sinni að það væri málgagn mitt, en það er löngu liðin tíð. Ef einhver stjórnmálamaður, sem nú er í forystu, getur talið Morg- unblaðið sitt málgagn, þá er það for- maður Alþýðuflokksins. Hann má vel við una og vera blaðinu þakklát- ur. Mér finnst Morgunblaðið gott fréttablað, en stjórnmálaafskipti þess innan þröngra marka. Það tek- ur oftast upp hanskann fyrir auð- hyggjuna og er stundum með fárán- legar skoðanir. Það hefur t.d. haldið uppi öðru hvoru linnulausum áróð- ursherferðum gegn viðskiptum okkar við Sovétríkin, sérstaklega olíuviðskiptunum. Það hefði vissu- lega verið gaman að vita, hversu mikla síld við hefðum selt þangað á síðustu árum, ef Morgunblaðinu hefði tekist að losa okkur við olíu- viðskiptin við þau. En það hefði orð- ið dýrt gaman. Annars er það min skoðun að við eigum að kappkosta að ná vinsam- legum samskiptum við flestar þjóðir og viðskiptum við allar án tillits til stjórnarfars. Viðskiptin við Sovétrik- in hafa verið okkur til góðs þótt það blindi okkur ekkert fyrir því að stjórnarfarið mætti vera frjálslegra þar á bæ. Ná fer að líða að því að frumvarp um endurskoðun laga um fiskveiði- stjórnun verði lagt fyrir þingið... Já, ég hef orðið þess heiðurs að- njótandi að vera í ráðgjafarnefnd „ . . . engir nema lögfrœðingar ueljast í ráðherraembœtti og þar af þrír, sem kosið var um til formannsembœttis á sínum tíma og mörgum fannst þá bera vott um takmarkaða breidd í forystunni. Sá fjórði var sóttur til Hafnarfjarðar.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.