Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 36

Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 36
Það eru kerlingabœkur, að ófrískar konur eigi ekki að hjóla, synda eða hafa samfarir. Hreinsun eftir fosturlat. þeim aukast með aldri kvennanna. Trufluð hormónamyndun getur líka að öllum líkindum orsakað fósturlát og þegar um fjölbura er að ræða eykst hættan einnig. Pegar orsök fósturláts má rekja til móðurinnar getur verið um ýmis- legt að ræða. Það geta t.d. verið vöðvahnútar undir slímhúðinni í leginu. Legið getur líka verið van- skapað á einhvern hátt, eða þá að leghálsinum er um að kenna. Sé or- sök ítrekaðra fósturláta sú, að leg- hálsinn er opinn, er stundum hægt að sauma fyrir opið eftir að konan er orðin ófrísk. Undir lok meðgöng- unnar er saumurinn síðan fjarlægð- ur, svo fæðingin geti gengið eðlilega „VORKENNDI FOLKINU, ÞVÍ ÞAÐ VARÐ SVO VANDRÆÐALEGT" Tveggja barna fráskilin og fertug móðir í stjórnunarstöðu: „Það var nú ekkert smátt áfall fyrir samstarfsmenn mína, vini og ættingja, þegar ég missti fóstur. Ég held að það hafi næstum hjálpað mér, hvað þetta var erfitt fyrir fólkið í kringum mig. Svei mér þá. Menn voru nefnilega rétt að ná sér eftir það sjokk, að ég skyldi vera ófrísk — eldgömul, einstæð móð- ir! Þegar fór að sjá á mér átti fólk afskaplega erfitt með að horfa nema beint í augun á mér og það var látið næstum eins og ekkert væri athugavert við að ég þykkn- aði undir belti. Ef ég minntist á þetta sjálf urðu aðrir greinilega vandræðalegir. Það hefur eflaust verið pabbaleysið og aldurinn á mér, sem setti fólk út af laginu. Þó töluðu mínir nánustu auðvitað yfir hausamótunum á mér, svona í ein- rúmi. Síðan varð ég mjög veik og missti fóstrið, sem var það erfið- asta sem ég hef gengið í gegnum, bæði andlega og líkamlega. Ég var farin að finna hreyfingar barnsins og hlakka svo óskaplega til að sjá það og halda á því. Það var þess vegna hræðileg sorg sem gagntók mig, og ég var í marga mánuði að ná mér. Þó nær maður sér kannski aldrei. . . En ég held að það hafi gert mig sterkari að sjá hvað öðru fólki leið illa í sambandi við þetta. Það urðu aliir svo vandræðalegir og vissu hreinlega ekkert hvernig þeir áttu að koma fram við mig. Atti að láta á engu bera? Átti að tala um þetta? Átti að samhryggjast? Eða hvað? Ætli fólk hafi ekki verið hrætt um að ég brotnaði saman, ef það vekti máls á barninu ... Ég hugsa alltaf um þetta sem „barn"." fyrir sig. Konur, sem eru með lykkj- una þegar þær verða ófrískar, eiga fósturlát einnig frekar á hættu en aðrar. Sjúkdómar eins og rauðir hundar, sárasótt, sykursýki, skjaldkirtils- sjúkdómar, of hár blóðþrýstingur og nýrnasjúkdómar eru einnig taldir geta orsakað fósturlát í sumum til- vikum. Þótt ótrúlegt megi kannski virðast missa konur hins vegar sjaldan fóstur eftir að hafa orðið fyr- ir höggum eða öðrum áverkum. Þess vegna er óhætt að skoða konu, sem fengið hefur blæðingar á með- göngunni, með innvortis þreifingu, án þess að auka líkurnar á því að hún missi fóstrið. Það er nefnilega ekki jafnviðkvæmt þarna inni í móðurkviði og maður kynni að halda. Þær gömlu kerlingabækur, sem segja að ófrískar konur eigi að ganga um eins og brothættar postu- línsdúkkur, eru líka alrangar. Kona, sem gengur með barn, getur aiveg haldið sínu striki og hegðað sér á sama hátt og hún er vön — hvort sem það er að synda, hjóla, stunda göngur eða eitthvað annað. Kyn- mök hafa heldur ekki skaðleg áhrif á fóstrið. ANDLEGA HLIÐIN Þegar kona hefur verið lögð inn í sjúkrahús og ljóst er að fósturlát er óumflýjanlegt eða hefur þegar gerst er henni gefið lyf til að örva samdrætti í leginu og draga úr blæð- ingunni. Konan er síðan deyfð eða svæfð á meðan legið er tæmt, en það er annaðhvort gert með skröp- un eða með því að nota til þess sog- kraft. Fósturlát hefur hins vegar ekki einvörðungu áhrif á líkama þeirra kvenna, sem ganga í gegnum þessa reynslu. Það vita fjöldamargar kon- ur, sem reynt hafa, og flestir læknar hafa eflaust á því nokkurn skilning. I grein um fósturlát eftir prófessor Sigurd heitinn Magnússon og Aud- ólf Gunnarsson, kvensjúkdóma- og fæðingalækni (Læknaneminn, 4. tbl. 1978), er m.a. fjallað um hinn geðræna þátt fósturíáts: „Mikilvægt er að hafa í huga þau sálrænu áhrif, sem fósturlát getur haft á konur. Mjög mismunandi er, hvernig konur bregðast við því. Sumum konum getur fósturlát jafn- vel verið kærkomið, t.d. ef þungun er ótímabær eða óvelkomin, en miklu oftar hefur fósturlát neikvæð áhrif á sálarástand þeirra og veldur miklu andlegu álagi. Sumum kon- um finnst að um sé að ræða hörmu- legt áfall. Á þetta sérstaklega við um konur, sem átt hafa við ófrjósemis- vandamál að stríða eða orðið fyrir síendurteknum fósturlátum. Kon- um getur fundist fósturlátið vera merki um kvenlega vanhæfni þeirra eða litið á það sem refsingu gagn- vart sér. Því seinna á meðgöngu sem fósturlát verður, þeim mun meiri hætta er á andlegum eftirköst- um. Þetta á sérstaklega við eftir að konan er farin að finna fósturhreyf- ingar, en frá þeim tíma skynjar hún fóstrið sem lifandi einstakling. Kon- ur eru yfirleitt tilfinninganæmar og viðkvæmar á meðgönguskeiði og verður því meira en ella um þau vonbrigði, sem fósturlát veldur. Sér- stök nærgætni í framkomu og and- leg aðhlynning eru því nauðsynleg við hjúkrun þessara sjúklinga. Greinargóðar upplýsingar og út- skýringar geta komið í veg fyrir margra vikna eða mánaða vanga- veltur og áhyggjur. Bretar orða þennan þátt meðferðar með hug- takinu „tender loving care" (TLC).“ „FATTAÐI EKKERT HVAÐ VAR AÐ GERAST" Rúmlega tvítugur og barnlaus háskólanemi í sambúð: „Það er nú hálfasnalegt, en ég vissi bara ekkert hvað var að ger- ast þegar ég missti fóstur. Ég var tiltölulega nýbyrjuð að vera með kærastanum mínum, sem ég bý með, og við notuðum alltaf getn- aðarvarnir. Ólétta var þess vegna ekki inni í myndinni hjá mér. Blæðingarnar hafa alltaf verið ofboðslega óreglulegar hjá mér, svo ég hafði litlar áhyggjur af því þó það liði langur tími á milli. Mér stóð hins vegar ekki á sama um magnið, þegar þetta kom loksins. Það var vonlaust að stöðva blæð- ingarnar og ég varð satt að segja skíthrædd, þó ég fattaði ekkert hvað var að gerast. Kærastinn minn var úti á landi og ég hringdi í hann, en auðvitað gagnaði það lítið. Hann sagði mér þó að fá vin- konu mína til mín og hún kallaði á neyðarlækni um leið og hún kom. Mér brá alveg óskaplega, þegar hann sagði að ég væri að missa fóstur. Aðallega, held ég, af því að ég vissi ekkert að ég væri ófrísk. Það fannst mér eiginlega meira sjokk en að missa fóstrið — svona fyrst. Þetta var líka í fyrsta skipti, sem ég kom í spítala og fór í sjúkrabíl. Ætli það hafi ekki verið þess vegna sem ég grenjaði mig hása? Ég býst við því. Annars segja þeir að maður verði voðalega við- kvæmur fyrst á eftir . . 36 K-LGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.