Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 19
EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON MYND JIM SMART * A næstu dögum kemur út fyrsta skáldsaga Vigdísar Grímsdóttur, Kaldaljós. Vigdís er í HP-viðtali. er engin hetja Ég Við höfum aldrei sést áður, bara talað saman í símann, og ég ueit ekki við hverju ég á að búast. Er ekki einu sinni viss um að hverju ég œtla að spyrja hana. Þetta er stefnumót við óvissuna. Þegar ég kem upp er hún í símanum, en svo kemur hún fram og heilsar mér með handabandi, kveður unglingspilt sem er á förum og hann segir við hana: Gangi þér vel. Það er eitthvað öfugt við þetta allt, það er ég sem á að vera hræddur við hana, ekki hún við mig. Hún er heillandi kona, svarthœrð og svartklœdd, grönn og nett, brosið er stundum eins og feimnislegt en oftar sterkt og ákveðið. Þetta svarta yfirbragð gerir hana dálítið dularfulla en um leið einkar forvitnilega. Hún segist sjálf vera forvitin um fólk og kannski hafði hún meira upp úr mér en ég upp úr henni, hún segist vera anti-hetja en ég er einhvern veginn viss um að það er ekki rétt. Við reynum að fóta okkur í sameiginlegri for- tíð, áhugamálum eða bara einhverju sem gæti tengt okkur saman. Ég segist ekki vera ljóð- skáldið sem hún þekkir með sama nafni, segist hins vegar hafa talað við hana í símann fyrir ein- hverjum árum í þeim tilgangi að fá hana til að lesa upp á samkundu. Hún vildi það ekki, les ekki upp á samkundum, fékk annan til að lesa, svo veiktist hún og kom bara alls ekki neitt... ,,Ég held ég hafi verið veik, ég man það ann- ars ekki, ég hef sjálfsagt orðið hrædd, ég verð það oft. Annars les ég ekki upp, ég legg það ekki á sjálfa mig né aðra. Ég hef einu sinni reynt það og það fór í vaskinn. Eg var búin að undirbúa mig vel — kannski var það þess vegna — og þeg- ar ég kom í stólinn byrjaði ég á að segja að ég myndi nú sennilega vera óstyrk og reyndi að vera frjálsleg fyrir sjálfa mig. Svo þegar ég ætl- aði að byrja að lesa þá helltist eitthvað yfir mig, hendurnar byrjuðu að titra og röddin hækkaði og hækkaði. Svo ég sagði bara takk fyrir. Síðan hef ég ekki reynt að lesa fyrir fólk, ég er samt farin að koma þegar verið er að lesa upp úr bók- unum mínum; en upplesturinn er ekki fyrir mig og mér finnst að maður eigi ekki að leggja svona lagað á sig þegar það veldur slíkum óþægind- um. En ég hef samt gaman af þegar ég heyri aðra rithöfunda lesa, þegar þeir kunna að fara með þetta hljóðfæri sem röddin er. Það hljóð- færi kann ég hins vegar ekki að spila á. En ég er að reyna að venja mig af þessu...“ — Hræðslu við að koma fram? „Nei, bara að vera hrædd yfirleitt — ert þú aldrei hræddur? (Spurningin kemur flatt upp á mig og lítið um svör.) Guðbergur segir að þetta sé bara hræðslan við textann og hann sagði við mig einhvern tíma þegar hann frétti að ég væri hrædd við að lesa upp: Þú skalt ekki vera það Vigdís, það slítur þér svo. En þetta gefur mér líka kraft, það gerir það, að vera hrædd, en það er náttúrulega verra þegar hræðslan verður ávani, bara eins og dóp, og maður ræður ekkert við hana.“ — Við hvað ertu hrædd, bara alla skapaða hluti? ,,Já, já, en það er eitt sem ég er ekki hrædd við og það eru vélar. Margir eru t.d. mjög hræddir að koma fram í sjónvarpi og segja eitthvað, það verður eitthvað svo skrýtið og varirnar fara að skjálfa, en þar eru bara þessar vélar sem eru afar ópersónulegar og geta ekkert gert manni. Ég er ekkert hrædd við það og mér er alveg sama þó ég sé asnaleg í einhverju sjónvarpi, það er svo ópersónulegt. En að missa sjálfan sig fyrir fram- an fullt af fólki — bara einhverjar langar leiðir — það er meira en ég ræð við.“ HVER SKILUR NÚTÍMANN? — Vigdís vill velta fyrir sér viðtalinu, hún heldur að höfundar hafi ekkert að segja og alls ekkert um það sem þeir skrifa. „Kannski er þetta bara klisja að segja svona," segir hún og bætir við: „Eða kannski er það bara klisja að segja að þetta sé klisja því það segir þetta enginn lengur." Við veltum fyrir okkur aðgengileika nú- tímalistar og í framhaldi af því aðgengileika bóka hennar, sem hafa það orð á sér að vera erf- iðar: „Já, þessi bók er það ekki, hún er allt öðruvísi, enda er þetta skáldsaga. Mér finnst það sem ég hef skrifað ekki erfitt en ég skil það svo sem al- veg núna, eftir dálítinn tíma, að fólki skuli hafa fundist það. Og mér þótti það afar leiðinlegt fyrst, en ég held samt að ég skilji það núna. Þetta þótti kannski of nútímalegt, en hver skilur þenn- an nútíma. Ef menn trúa því að bækur skipti máli og eigi jafnvel að geta lýst nútímanum þá er það gagnrýnisvert ef enginn skilur það sem verið er að segja. En kannski er þetta líka spurn- ing um það hver maður vill að sé máttur bók- anna. Hvað maður vill að bókmenntirnar segi og það þýðir ekkert annað en að viðurkenna að menn ætla sér alltaf að hafa einhver áhrif. Ef menn ætla að lýsa nútímanum af því þeim finnst hann ljótur og andstyggilegur og bókin verður svo sama kaosin og nútíminn, kannski ennþá meiri kaos, þá þjónar hún ekki tilgangi, ef undir er óskin að hafa einhver áhrif. Maður væri ekki að þessu ef undir byggi ekki þessi þörf að reyna að segja eitthvað, maður væri ekki að skrifa og gefa út annars, því að það fylgir því þjáning." — Hluti af þessari hræðslu? „Já, og ég held að hún sé mörgum sameigin- leg, þessi hræðsla eða ótti. En ég væri ekki að þessu ef ég teldi mig ekki hafa eitthvað að segja, væri alls ekkert að koma því út. Ég gæti bara bundið þetta inn sjálf og lesið það fyrir sjálfa mig. — Legið uppi í rúmi og lesið í eigin bók? „Já — hin fullkomna sæla, hin fullkomna existentíalíska sæla, liggja upp í rúmi og lesa í eigin bók og gráta yfir henni og eymd heimsins." HEFÐIN — Þú segir að þessi bók sé öðruvísi, ertu búin að gefast upp við að fá fólk til að lesa fyrri bæk- urnar? „Nei, nei, ég er ekkert búin að gefast upp, það eru margir sem hafa getað lesið þær. Seinni bók- ina las ég fyrir krakka og þeim fannst það mjög gaman, þau skildu alveg hvert ég var að fara. Ég var t.d. alls ekkert í þeirri bók að eiga við nein tákn, ég var ekki að því. Það var miklu persónu- legra en svo að það ætti nokkuð skylt við tákn. En einhvern veginn fór það svo að allir lásu bók- ina þannig. Að þarna væru mörg og mikil tákn. En þetta voru bara ævintýri, ævintýri. Auðvitað má fólk alveg segja það sem það vill, maður á ekkert í þessu þegar það er farið, maður má ekki einu sinni eyða tíma í að láta sér sárna, móðgast eða hafa nokkra hugsun um verkið. Og ég undr- ast það svo sem ekki að fólk finni tákn í texta þar sem höfundurinn hefur alls ekki hugsað sér nein tákn, ég tala nú ekki um í þessu frelsi nútímans, þar sem allt má.“ — Finnst þér erfitt að láta verkin frá þér, vit- andi að fólk mun afbaka þau, segja um þau hvað sem því sýnist? „Mér fannst það erfitt, ég get samt ekki leyft mér að finnast það núna. Ég get það ekki, ég hef rökrætt um þetta við sjálfa mig og ég veit að ég get það ekki. Það er svo sem ágætt ef einhver nennir að tala um bækurnar mínar, það má líta á það þannig, og því ekki. En ef maður er að segja eitthvað, eins og ég er að gera í þessari bók, segja eitthvað sem skiptir máli fyrir persón- una í bókinni og aðra og ég vil endilega að kom- ist til skila, þá verð ég að segja það, og ég vil gera það, á skýran hátt — af því ég er að reka erindi fyrir þessa persónu. Ég vil endilega að erindi Gríms Hermundssonar sé skýrt en ekki óskýrt. Þessi saga er bara hefðbundin saga.“ — Punktur og basta? „Já já, eða eins og ég skil hefðina. En hún er líka flókin, hún er ekki hrein og bein. Hver og einn getur nýtt sér hana og það gera allir rithöf- undar, þeir hljóta að ganga til hennar. Verða að lúta henni. — Sama þó þeir segist ekki gera það? „Já sama hvað sagt er, en þeir ganga auðvitað ekki beina leið, hver gengur sína leið. Þetta er eins og túlkun á hvað er raunsæi, sem menn eru alltaf að reyna að túlka á einhvern einn hátt, sem er auðvitað fjarstæða. Það er raunsæi að lýsa því að maður gangi niður götu og það er raunsæi að segja hvernig skóm hann er í, hvern- ig hár hans er og hvernig jakkinn hans er. En órarnir og allt sem er manninum svo mikið raunsæi, það flokkast ekki undir raunsæi, samt er það það auðvitað." EINSEMDIN — Þú talaðir áðan um að rökræða við sjálfa þig, gerirðu mikið af því? „Já, ég geri það. Ég verð að gera það. Öðruvísi kemst ég ekkert. Maður verður að efast um það sem maður vill og maður veit allan tímann samt að ef til vill er maður að gera vitleysu og að öll einræðan er hjákátleg. En maður verður að taka þátt í lífinu; þó einsemdin sé spennandi þá verð- ur maður að taka þátt í lífinu, og það geri ég m.a. með því að rökræða við sjálfa mig og aðra.“ — Finnst þér einsemdin vera spennandi? „Kannski ekki spennandi í þeirri merkingu að hún sé æsandi en ég held að hún sé mjög sterk í fólki, einsemdin. Þessi tilfinning manneskjunn- ar, að hún sé raunverulega ein, er bæði góð og vond. Kannski þegar best lætur þá skiptir hún akkúrat engu máli en hún er alltaf þarna. Við erum venjulega ein en svo er mismunandi hvað við upplifum það sterkt. Ef við upplifum ein- semdina sterkt þá hverfum við inn, lokumst af, endum inni á stofnun í versta falli en deyjum í besta falli." — Er einmanalegt að skrifa? „Nei, alls ekki, maður hefur alltaf þennan möguleika að fara út á meðal fólks. Standa upp og ganga út úr húsinu. En því miður er ekki næði til að skrifa annars staðar en lokaður af einhvers staðar, þó ég sé þess fullviss að margir rithöfundar myndu vilja sitja úti í garði, almenn- ingsgarði meira að segja, og skrifa ef þeir fengju næði til þess." — Skemmtilegt? „Já, mjög skemmtilegt, það skemmtilegasta sem ég geri. Þetta er það besta sem hefur komið fyrir mig, að geta sest niður og gert ekki annað en að skrifa." KALDAUÓS — Segðu mér svolítið af Kaldaljósinu. „Þessi saga er um Grím Hermundsson. Fylgir honum frá því hann er strákur og langa leið. Kaldaljós er byggt á sögu manns sem var til og ég heillaöist af ævi þessa manhs í gegnum heim- ildalestur. Ég varð sem sagt heilluð af mannin- um og ákvað að skrifa um hann bók, þar sem ég reyndi að lýsa ævi hans og tilfinningum. Þetta var stórkostlegur maður, ég varð ástfangin af honum á meðan ég var að skrifa bókina. Ég varð verkfæri hans. Persóna hans gagntók mig, ég fór inn í hann og varð hann (verð að játa að mér stendur ekki alveg á sama um svona tal, hún sér það og hlær að mér). Þetta var samt enginn geð- klofi eða neitt því um líkt, ég vissi alveg hvað var að gerast (anda léttar). Margir hafa spurt mig að því hvort þetta sé pabbi af því söguhetjan heitir Grímur, en það er auðvitað fjarstæða. Þetta er bara persóna sem ég heillaðist af, ég er að segja sögu þessa manns því mér finnst hún eiga er- indi. Til þess að geta lýst tilfinningum hans og upplifunum prófaði ég ýmislegt á mér sjálfri sem hann hafði gengið í gegnum til þess að geta gert mér í hugarlund hvernig ég átti að geta lýst til- finningum hans og viðbrögðum. Eins og það var skemmtilegt að skrifa um þennan mann, þá var það óþægilegt að reyna margt af því sem ég reyndi, en ég varð að gera það. Mig langaði að segja eins satt og mér var unnt.“ — Gerist sagan í nútímanum? „Það skiptir eiginlega ekki máli á hvaða tíma hún gerist. Ég blanda líka ýmsum tímaskeiðum saman í bókinni en hins vegar er hugmyndin um tíma mjög mikilsverð, hann skiptir miklu máli en ekki þannig að það skipti máli hvaða ár er eða hvaða dagur.“ EFINN — Efastu um bókina núna þegar hún er að koma út? „Þetta er í fyrsta skipti sem ég efast ekki um að ég hafi gert eins vel og ég gat. Ég veit það. En það er kannski bara ekki nóg, það veit ég ekki, og þá þykir mér það auðvitað leiðinlegt. En bet- ur gat ég ekki elt þennan mann, ég gat ekki sinnt honum meir. Ég er sátt við þessa bók eins og hún er.“ — Skrifarðu kvennabókmenntir? „Ég er kona og ég skrifa bækur, ég er ekki

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.