Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 29
árum síðar er komin frá honum plat- an Cloud Nine, sem einfaldlega er ein sú besta sem hann hefur sent frá sér. í fljótu bragði man ég ekki eftir nema tveimur betri plötum frá hon- um. Nefnilega All Things Must Pass og Living in the Material World. Harrison hefur greinilega ekki anað að neinu við gerð þessarar plötu. Upptökustjóri var valinn af kostgæfni og heitir hann Jeff Lynne, sá sami og gerði um hríð garðinn frægan með ELO. Raunar má heyra svolítil ELO-áhrif á Cloud Nine, en það gerir bara ekkert til þar sem Lynne og hljómsveit hans voru jú alltaf undir miklum áhrifum frá Bítl- unum. Þá nýtur Harrison hér aðstoðar margra góðra vina sinna og má nefna menn eins og Eric Clapton, Elton John, Ringo Starr, Jim Keltner o.fl. Ánægjulegast er þó að Harrison er loks hættur að skammast sín fyrir aö hafa hér í eina tíð verið einn af Bítlunum og má jafnvel heyra áhrif þess víða á plötunni en hvergi þó betur en í laginu When We Was Fab, þar sem hann hreinlega vitnar, í tón- listarflutningnum, í gömul Bítlalög. Cloud Nine er umfram allt skemmtileg plata, sem raunar hefur verið öðrum plötum oftar á fóninum hjá mér síðustu daga. Jethro Tull — Crest of a Knave ★★★ Það er merkilegt að á þessu ári hefur hvert „gamalmennið" á fætur öðru í rokkinu risið upp á afturlapp- irnar og sent frá sér góðar plötur. Sumir þessir listamenn og hljóm- sveitir hefði maður nú helst haldið að væru búin að vera en svo hefur sem sé ekki verið. Eitt dæmi þessa er hljómsveitin Jethro Tull, sem sendi síðast frá sér plötuna Under Wraps, sem kom út árið 1984. Þar var, í sem skemmstu máli sagt, um mikinn gallagrip að ræða og ég var þeirrar skoðunar þá að lan Ander- son og félagar hans ættu sér ekki viðreisnar von. Þeir hafa hins vegar svo sannar- lega afsannað þessar hrakspár, því nú hafa þeir sent frá sér alveg ágæta skífu, sem Crest of a Knave heitir. Raunar gætir á plötu þessari nokk- urra Dire Straits-áhrifa, en það má nú svo sem leiða það að mestu hjá sér. Þar sem þessi plata rís hæst, svo sem í lögum eins og Steel Monkey, Said She Was a Dancer og Budapest, er hún bara ansi góð. Að vísu dettur hún svolítið niður á milli, en þó aldrei niður fyrir meðallag. Ian Andersen stendur fyrir sínu sem lagasmiður, söngvari og hljóð- færaleikari en ljósasti punktur plöt- unnar er þó gítarleikur Martins Barre, sem aldrei hefur verið betri og þó hefur hann skilað sínu fram að þessu. Þetta er plata fyrir gamla Tull-að- dáendur til að gleðjast yfir, en það ættu ekki síður að bætast nýir í hóp- inn. Gunnlaugur Sigfússon Sirius Hverfisgötu 37. Símar 91-21490 og 91-21846. Víkurbraut 13. Sími 92-2121. Franskt fyrir þá, ra kröfur. ★★★★★ Á plötuumslagi plötunnar Tunnel of Love gefur að líta Bruce Spring- steen íklæddan svörtum jakkaföt- um, hvítri skyrtu og kúrekalakkrís um hálsinn. Þetta er heldur ólíkt manninum sem stakk afturendan- um, íklæddum Levi’s-buxum, fram- an i heiminn á plötuumslagi Born in the USA. En Springsteen hefur svo sem aldrei endurtekið sig, þó laga- smíðar hans hafi lengi verið með svipuðu sniði. Hann fylgdi t.d. The River eftir með drungalegri ein- menningsplötu. Þá kom stóri smell- urinn, Born in the USA, sem var kröftug rokkplata. Henni var fylgt eftir með fimm platna hljómleika- albúmi og nú er komin Tunnel of Love og hún er öðruvísi. Bruce Springsteen sér að mestu sjálfur um hljóðfæraleikinn á þess- ari plötu en nýtur þó á einstaka stað aðstoðar félaga sinna í E Street Band og þá einkum trommuleikar- ans, Max Weinberg. Tunnel of Love er ekkert svipuð Nebraska. Þetta er einfaldlega mun þægilegri skífa, sem bæði getur runnið í gegn án þess að virkilega verði eftir henni tekið og á hinn bóginn er hægt að setja sig í stellingar til þess að hlusta. I textunum er fjallað um ástina og er það ekki að undra því síðan Born in the USA kom út, árið 1984, hefur Springsteen orðið fyrir ör úr boga Amors og fyrir um tveimur árum gekk hann í hjónaband. Fyrir mig sem gamlan Spring- steen-aðdánda var Born in the USA engin draumaplata. Raunar er þar um að ræða þá Springsteen-plötu sem ég sætti mig einna síst við. Hins vegar er ég hæstánægður með Tunnel of Love, þar sem gamli Brús- inn sýnir að hann er enn tilbúinn að taka áhættu. Tilbúinn að gera ann- að en við er búist af honum og það sem er auðvitað best af öllu er að dæmið gengur upp. Tunnel of Love er með öðrum orðum góð Spring- sieen-piata, sem þýöir í raun þetta er mjög góð plata. Bee Gees — E.S.P. ★★★ Nú eru Bee Gees komnir á kreik á nýjan leik eftir fjögurra ára hvíld. Þá eru nú liðin tólf ár síðan þeir sendu frá sér plötuna Main Course, sem var upphafið að miklu velgengnis- tímabili hljómsveitarinnar, sem stóð í fjögur ár. Main Course er að margra mati besta plata sem Bee Gees hafa sent frá sér en upptöku- stjóri á þeirri skífu var Arif Mardin. Vegna flókinna samninga sem Mardin var bundinn gat hann ekki stjórnað upptökum á fleiri plötum Bee Gees á þessu gullaldartímabili þeirra. Bee Gees eru nú hins vegar komn- ir með nýja plötu, sem heitir E.S.P., og upptöku henr.ar stjórnar enginn annar en Arif Mardin. Það er engum blöðum um það að fletta að Mardin nær alltaf því besta út úr þeim Gibb- bræðrum sem söngvurum. Á þess- ari nýju plötu er t.d. mikið skrúfað niður í háum falsetturöddum þeirra, en þessar raddir voru orðnar svo yf- irgengilegar að það var orðið nær óþolandi að hlusta á þá. Það er greinilegt að þeir bræður eiga enn sem fyrr auðvelt með að setja saman góðar laglínur, því nóg er af þeim á þessari nýju plötu. Það sem hins vegar er stór galli á E.S.P. er að mikill hluti undirleiks er fram- leiddur af vélum. Það eru notaðir trommuheilar og þar fram eftir göt- unum. Þetta gerir það að verkum að Bee Gees missa mikið af sjarma sín- um, því þessi undirleikur gæti t.d. allt eins hafa verið notaður á plötu með Chaka Khan, sem Mardin hefur líka séð um að stjórna upptökum hjá. Á heildina litið er þetta sem sé þokkaleg afurð frá þeim Gibb- bræðrum. Lagið You Win Again hef- ur þegar náð vinsældum og eflaust fylgja fleiri í kjölfarið, það er svo sem af nógu að taka. George Harrison — Cloud Nine ★★★★ Bruce Springsteen — Tunnel of Love Að því er ég best veit telur aðdá- endaklúbbur George Harrisons á islandi tvo meðlimi, nefnilega þá Gunnar Salvarsson og Georg Magn- ússon. Þessir menn geta svo sannar- lega gengið stoltir um götur bæjar- ins um þessar mundir, því átrúnað- argoðið hefur sent frá sér nýja plötu. Það sem er meira um vert: hér er um góðan grip að ræða. Aldrei þessu vant, liggur mér við að segja, því í sannleika sagt hafa Harrison verið ákaflega mislagðar hendur á mörgum þeim plötum sem hann hefur sent frá sér. Eftir hræðilega útreið sem platan Gone Troppo hlaut réttilega þegar hún kom út árið 1982 voru menn helst þeirrar skoðunar að réttast væri fyrir Harrison að snúa sér að einhverju öðru en hljómplötugerð og hljóðfæraslætti. Sem betur fer gafst hann þó ekki upp og nú fimm HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.