Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 24
 Akureyringar hafa nýlega opnaö Gluggann sinn út á við í myndlistar- málum en erfiðlega hefur gengið í gegnum tiðina að halda úti mynd- listarsal í höfuðstað norðlendinga. Gluggi þessi er staðsettur í háu húsi, þar sem áður var galleríið Háhóll, nema hvað eitthvað er Glugginn skör neðar í húsinu. Á laugardaginn kemur opna þar sýningu Hafsteinn Austmann og Kristinn G. Harðar- son, sem er HP að góðu kunnur, enda útlitsteiknari hér i eina tíð. Þeg- ar menn hafa barið myndirnar aug- um fara þeir í Samkomuhúsið nyrðra og sjá Lokaæfingu hjá LA, ágæta sýningu, enda hafa þau um- mæli leikhússtjórans sést á prenti, að höfundur verksins, Svava Jak- obsdóttir, hafi laumað því að sér að þetta væri besta uppfærslan á verk- inu sem hún hefði séð. Myndlistarsýningar sem sérstak- lega eru ætlaðar börnum eru fátíðar, reyndar vafamál hvort nokkur slík hefur verið haldin fyrr. Sú sem ætlar að ríða á vaðið er Ragnheiður Gestsdóttir en hún er kunn af myndskreytingum sínum við barna- bækur. Sýningin, sem er í Hafnar- galleríi, verður opnuð í dag og er fólki ráðlagt að koma með börnum sínum svo hægt verði að hafa hemil á athafnaþrá þeirra innan um lista- verkin. Sinfónían er ómissandi þáttur í lifi margra, jafnvel þó sumir segi að menn fari bara á tónleika þar til að sýna sig og sjá aðra, sem er auðvitað mesta vitleysa. í kvöld, fimmtudags- kvöld, verða 4. áskriftartónleikar sveitarinnar og kennir þar forvitni- legra grasa. Stjórnandi verður Frank Shipway en hann stjórnaði einnig 1. áskriftartónleikunum og kemur til með að stjórna næstu tvennum líka. Það sem mesta forvitni vekur er þó að í fyrsta sinn mun Guðni Franzson klarinettleikari leika einleik með hljómsveitinni. Hann ætlar að spila klarinettkonsert nr. 2 eftir Weber. Þetta verður mjög skemmtilegt, því Guöni er skemmtilegur maður og mikið fínn klarinettspilari. í kvöld, fimmtudagskvöld, ættu atlir unnendur spennumynda, breskra og framúrskarandi þ.e., að setjast sem fastast fyrir framan imb- ann kl. 22.35 og horfa á Stöð 2. Þá verður nefnitega sýnd myndin Til varnar krúnunni (Defence of the Realm) sem reyndar var sýnd í Regn- boganum fyrir ekki svo ýkja löngu. Á láugardagskvöldið kemur siðan eitt það versta af öllu vondu og hallæris- legasta af öllu hallærislegu, íslenski listinn, á skjáinn. Styrkt af Sól hf. en dugar engan veginn til. Handboltamennirnir okkar erlend- is, sem eru nokkuð margir, standa sig mjög vel eftir þvi sem blöð og út- varp segja. Ekki er hægt að segja það sama um fótboltamennina, þeir sem ekki eru meiddir eru á bekknum og þeir sem ekki eru á bekknum eru í stríði við þjálfarann eða bara ein- hvern sem er til í tuskið. Á meðan á þessu öllu gengur erú heimakærir handboltamenn á fullu og standa sig líka vel, í það minnsta er Ijóst að fólk- ið sem áður var á skemmtistöðum hefurfærtsig yfir í handboltann. Um helgina ferfram heil umferð í 1. deild karla, Víkingarnir þurfa að fara til Akureyrar sem getur ekki verið til- breyting frá Dönum því Akureyri er danskasti bær á landinu. Aðrir leikir eru Stjarnan — Fram, KR — KA, FH — Valur, stórleikur, og ÍR — UBK. í kvöld á rás 1 les Jón Júliusson kafla úr bókinni Knut Hamsun geng- ur á fund Hitlers. Bókin er eftir danska rithöfundinn Thorkild Hansen og fjallar um uppgjör Norð- manna viö þetta fræga skáld, en eins og kunnugt er þótti hann vilhallur nasismanum, sem þótti ekki fínn pappír í Noregi eftir stríðið þó annað væri upp á teningnum þegar Þjóð- verjarnir deildu þar og drottnuðu á meðan þeir héldu landinu her- numdu. Kaflinn sem lesinn veröur fjallar um orðaskipti Hamsuns og Hitlers og segir frá hvernig Hamsun mótmælti framferði Þjóðverja í Noregi. En það er líklegast alveg sama hvernig menn reyna að sanna og sýna fram á að Hamsun hafi ekki verið jáfnhandgenginn þýskum og sagt hefur verið, sagna hefur kveðið upp sinn dóm og honum verður tæplega breytt. Nú fer hver að verða síðastur að sjá Föðurinn eftir þann fræga mann August Strindberg, i uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur. Á þeim bæ hafa menn auglýst næstsíðustu sýn- ingu á laugardagskvöldið. Strind- berg var auðvitað mikið skáld og skrifaði þessi fínu verk en sennilega er hann svo frægur sjálfur, svona prívat, að hann skyggir á þau. Sig- urður Karlsson fer meö aðalhlut- verkið í Föðurnum og hann fer sömuleiðis með eitt stærsta hlut- verkið í Degi vonar eftir Birgi Sig- urðsson, leikriti sem gengur og gengur. Reyndar er fullt annað að sjá í leikhúsum borgarinnar, má þar nefna sýningu Eih-leikhússins á Sögu úr dýragarðinum, sem fer fram i Djúpinu, það eru að renna út mögu- leikarnir á að sjá Yermu eftir García Lorca í Þjóðleikhúsinu, aðeins þrjár sýningar eftir. Það þýðir hins vegar minna að ætla að drífa sig á Bíla- verkstæði Badda á Litla-sviðinu, það er uppselt fram í miðjan des- ember. Meira um myndlist en ekki fyrir Reykvíkinga heldur fyrir allan al- menning á Neskaupstað og gjörvöll- um Austfjörðum. Þorlákur Kristins- son, líka stundum kallaður Tolli, ætl- ar að sýna heimamönnum verk sín í safnaðarheimilinu á staðnum í viku, frá 15,—22. nóv. Nokkrar athyglisverðar sýningar eru í gangi um þessar mundir í borg- arinnar virðulegu listsýningarsölum. Má þar m.a. nefna að Margrét Auð- uns sýnir í Gallerí Svörtu á hvítu, Jó- hanna Kristín Yngvadóttir í Gallerí Borg, Guðjón Ketilsson í FÍM-saln- um v/Garðastræti og er þá fátt eitt nefnt af því sem prýðir sali. Ef menn vilja ekki lokast inni geta þeir alltjent fariö í göngutúr um Grjótaþorpið eða Breiðholtið í vetrarhúminu. Eftir óumdeilanlega ládeyðu að undanförnu hafa kvikmyndahúsin bætt nokkuð úrvalið hjá sér, nú er t.d. hægt að fara og sjá góða stríðs- mynd, ekki þá bestu sem gerð hefur verið eins og reynt er að halda fram, Full Metal Jacket í Bíóhöllinni. Woody Allen er enn í Regnboganum Fólk þreytt á þriggja mínútna smálögum Spjallaö viö Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld Nýveriö tók til starfa á vegum Is- lenska útvarpsfélagsins ný útvarps- rás. Enn ein, myndu kannski ein- hverjir segja, en þessi á nú samt ad veröa eitthvaö ödruvtsi en þær poppstödvar sem fyrir eru. Stödin hefur hlotid nafniö Ljósvakinn og einn þeirra sem hafa þar haft hönd í bagga er Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld. Hann er hér í stuttu spjalli um þessa útvarpsstöö, hlutverk hans þar og fleira því tengt. Hjálmar, hvaöa hlutverk hefur þú meö höndum á þessari stöö? „Ég er ráðgjafi um klassíska tón- list á meðan verið er að hrinda stöð- inni af stað. Ég er ekki umsjónar- maður eins og fram hefur komið, það er misskilningur, það er ágætt ef það kemst til skila. Ég er þeim til aðstoðar meðan verið er að hrinda þessu í framkvæmd." Hvað þýðir það, velurðu tónlist- ina? „Nei, ég sé um innkaup á efni, plötum, og svo er ég með í ráðum um hvernig á að standa að einstök- um dagskrárliðum, upptökum af hljómleikum og slíku og sérstökum þáttum sem verða með klassískri músík, og ég mun hafa hönd í bagga með t.d. að finna fólk til að vinna að þessum þáttum. Við erum einmitt að vinna að því að finna þetta fólk núna.“ Segðu mér annað, það er alltaf verið að tala um léttklassíska tón- list, hvað er þetta fyrirbrigði eigin- lega? „Já — þetta er kannski það sem fremur mætti kalla þekkt klassísk tónlist. Þetta er tónlist sem fólk þekkir fremur en þessa klassísku tónlist — sem reyndar er óskaplega mikið til af — sem er fólki ekki eins kunnugleg. Oft er þessi tónlist mjög lagræn en hún er raunverulega ekk- ert léttari, þetta er mjög misvísandi. Það hefur bara tíðkast að nota þetta, þetta er bara tónlist sem hefur verið mikið leikin.“ Haldið þið að fólk hafi verulegan áhuga á að hlusta á þessa tónlist í út- varpi, vill það ekki bara popp og meira popp? „Stöðin er fyrst og fremst stöð mildrar tónlistar og þar eru mörkin oft mjög óskýr milli popps og dæg- urlaga, slagara, djass og klassískrar tónlistar. Mörkin eru óljósari í þess- um geira tónlistarinnar og ég held að það sé mjög mikill áhugi hjá fólki að hlusta á bitastæðari tónlist held- ur en þessi þriggja mínútna smálög alltaf hreint. Ég er ekki að segja að fólk hafi áhuga á að hlusta á þessa tónlist daginn út og inn, en að hluta samt.“ En íslensk nútímatónlist, fær hún þarna inni? „Já, en meinið er bara að það er svo lítið til af nýrri íslenskri tónlist á plötum. Hún er einna helst til í segulbandasafni ríkisútvarpsins og meðan ekki eru neinir samningar til um not af þessu safni er það engum öðrum aðgengilegt. Það er eigin- iega tómt mál að tala um að útvarpa íslenskri fagurtónlist — við viljum gjarna nota það orð eins og gert er um bókmenntir — fyrr en við höf- um aðgang að þessu safni á einn eða annan hátt. Hvort það verður hægt er komið undir velvilja Ríkisút- varpsins. Þessar upptökur eru eign þess." Sérðu fram á að frjálsar útvarps- stöðvar geti hjálpað eitthvað upp á með flutning á fagurtónlist í framtíð- inni? „Það er auðvitað undir þeim mönnum komið sem stjórna þess- um stöðvum en mér finnst að það hljóti að vera þeirra siðferðislega skylda. Það er kannski ekki hægt að ætlast til að þeir taki jafnstóran þátt í því og ríkisstyrkt útvarp, en ein- hvern þátt ættu þeir að taka í því samt." Þú sérð semsagt fram á að geta beitt þér fyrir því. „Að einhverju leyti, en það verður auðvitað í minna mæli, bara af praktískum ástæðum, og svo þarf þessi stöð að bera sig og þar mun auðvitað veljast inn tónlist sem er aðgengileg fyrir eyrað, það er alveg ljóst, hvort sem það er ný tónlist eða gömul.“ KK með Radio Days og fyrir þá sem ekki hafa séð Blue Velvet þá er ennþá séns, þó það geti varla staðið lengi héöan af. Menn ættu að taka daginn snemma um helgina og kveikja á nýjustu útvarpsstöðinni, Ljösvakan- um. Stundvíslega kl. 9.00 byrjar nefnilega hann Egill Ólafsson að kynna og velja tónlist, ekki í þessari röð. Það er forvitnilegt að vita hvað þessi fjölhæfi listamaður telur heppilegt að bjóða mönnum að hlýða á í morgunsárið. Þegar hann hættir og flýtir sér á æfingu í Þjóð- leikhúsinu tekur annar leikari við, Helga Thorberg. Hún gerir hlust- endum lífið létt segir í dagskránni og ekkert nema gott um svoleiðis fólk að segja. Dýr myndi Hafliði allur stendur einhvers staðar. Þetta er kannski rétt og kannski ekki, en fólk getur fengið að kynnast því í Norræna húsinu um helgina hversu dýr Hafliði Hall- grímsson er. Einhvern tíma þegar Hafliði var í Gagnfræðaskólanum á Akureyri var tekin mynd af honum og félögum hans. Þá sagði Hafliði að þeir skyldu geyma myndina og nota þegar hann yrði frægur. Það var síð- an gert í veglegt rit um skólann, þeg- ar hann var 100 ára gamall fyrir ein- hverjum árum. Og nú er Hafliði fræg- ur, svo frægur að Norræna húsið efnir til Hafliðadaga um helgina þar sem haldnir verða tvennir tónleikar á verkum tónskáldsins og auk þess sýning á ýmsum munum sem tengj- ast ferli hans. Fyrir tuttugu og þremur árum tóku menn sig saman í andlitinu í leikarastétt og niðri á Ríkisútvarpinu, sem hét nú bara útvarpið með litlu ú-i í þá daga, og tóku upp framhalds- leikrit fyrir börn og unglinga um hetj- una sígildu David Copperfield. Þarna komu fram valinkunnir menn, Gísli Alfreðsson, Þjóðleikhússtjóri núver- andi, lék t.d. David þennan, Jónas Jónasson lék einhvern herra Dick, síðan hefur Jónas verið í því að biðja fólk að passa sig á myrkrinu. Erling- ur Gíslason lék hins vegar Uriah Heep, líklegast ekki rokkhljómsveit- ina. Þessu verður útvarpaö á nk. laugardagsmorgun kl. 9.05 og komið er að þriðja þætti. Djassdagar Ríkisútvarpsins, sem er þá ekki alls varnað þegar allt kem- ur til alls, standa enn í fullum blóma og aldrei blómlegri kannski. Föstu- dagsmorgun á þeim óguðlega tíma 9.05 verður til að mynda bein út- sending frá tónleikum sem fram fara í Saumastofunni. Það verður djass- kvintett Sinfóníunnar sem spilar en það hefur víst sannast að þessir klassísku haukar eru ekki síðri djass- arar en alvarlegir músíkantar. Á laug- ardaginn ætla menn svo að vígja nýj- an flygil, líka í beinni útsendingu, en nú frá Heita pottinum í Duus-húsi sem er orðiö mekka djassins hér á landi. Það spillir ekki að Vernharður Linnet kynnir, hann veit allt um jass og meira. 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.