Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 2
Gulnar línan? Árni Zóphaníasson starfsmaöur Miðlunar „Þessi spurning kemur flatt upp á mig, eins og sjálfsagt fleiri sem svara þessum spurningum hjá ykkur. Þessi lína gulnar ekki því hér erum viö aö leggja af staö meö línu sem á mikla framtíð fyrir sér en er ekki á visnunarleiðinni. Því til sönnunar viljum viö draga þjónustu sem Póstur og sími veitir í gegnum 03, þar sem hringja þúsundir á hverjum degi. Við vitum þaö aö eftir nokkur ár verður Gula línan jafngróin í þjóöarsálinni og 03 hjá Pósti og síma, þannig aö hún gulnar ekki." — Hvaða þjónustu veitið þið? „Við erum meö á skrá hjá okkur fyrirtæki og einstaklinga sem selja vörur eöa veita þjónustu. Aö því leyti er þetta líkt hefðbundnum upplýsingaskrám eins og t.d. gulu síöunum í símaskránni. En við notum nýjan miðil sem er síminn og þetta er miðill sem er til á hverju einasta heimili, allir kunna aö nota og nota í síauknum mæli, fólk er farið aö kaupa þetta tæki í bílinn og bílskúrinn. Þannig að þetta er byggt á hefðbundnum grunni en notuð ný leið til að miöla upp- lýsingunum." — Þannig að ef mann vantar einhverja vöru getur mað- ur hringt í ykkur og fengið upplýsingar um hver selur hana? „Já, einmitt, þaö ér galdurinn. Ef þig vantar einhverja vöru eöa þjónustu, pípulagningarmann, blómaskreyting- armann eöa einhverja tiltekna vöru, regnhlíf eða skó, þá hringirðu í Gulu línuna." — Er þetta mikið notað? „Það eru á annað hundrað manns sem hringja á hverjum degi." — Og hverjum þjónið þið helst, fyrirtækjum eða ein- staklingum? „Við þjónum mönnum eins og mér og þér, einstaklingum sem eiga í einhverjum vanda varðandi bílinn sinn, heimilið eða vinnuna." — Og þetta kostar ekkert eöa hvað? „Nei, þetta kostar ekkert fyrir þá sem hringja i okkur, heldur greiða fyrirtækin sem setja þjónustu sína á skrá." — Rekið þið þetta á þeim peningum? „Já." — Svo eruð þið að fara af stað með þjónustu í turnin- um í Lækjargötu, hvað ætlið þið að hafa þar? „Það er nákvæmlega sama kerfið, nema þangað kemur fólk í heimsókn til að spyrja okkur. Eftir sem áður þarf ekk- ert að greiða fyrir það og við gerum ráð fyrir að svara þar fyrst og fremst spurningum varðandi þjónustu í miðbæn- um. Við getum þannig vísaö fólki á það sem það veit ekki hvar er, t.d. hver selur ferðir til Thailands eða hvar er hægt að kaupa einhverja tiltekna vöru. Hins vegar er þetta byggt á sama gagnagrunni og símaþjónustan svo við getum svarað öllum almennum spurningum." — Eruð þið með eigin upplýsingabanka? „Já." — Er það ekki mikið fyrirtæki að hafa? „Jú, það er töluvert mikið af upplýsingum sem þarna er. Núna eru þarna tæplega 600 fyrirtæki og allt upp í nokkra tugi af leitarorðum fyrir hvert fyrirtæki, þannig að þetta er umtalsvert magn af upplýsingum." — Eru svona fyrirtæki ekki óhagkvæm til lengdar fyrir þjóðfélagið, er þetta nokkuð annað en tilfærsla á fjár- munum? „Þeir sem trúa þessu, þeir trúa greinilega ekki á mátt þessarar byltingar sem okkar tímar eru kenndir við, upplýs- ingabyltingarinnar. Það er hægt að tiltaka fjölmörg dæmi um það að upplýsingar spara mönnum tíma, fé og fyrir- höfn." — Sækið þið fyrirmyndir út í heim, eða er þetta frá ykkur sjálfum komið? „Við höfum fengið nákvæma fyrirmynd að utan. Þjón- usta eins og þessi, þar sem síminn er notaður sem upplýs- ingamiðill, er samt mjög vinsæl erlendis, en við eigum eng- ar beinar fyrirmyndir." — Af hverju heitir þetta Gula línan? „Þetta nafn er fengið úr alþjóðaheiti, samanber Vellow pages, sem er nafn yfir erlendar uppflettiskrár. Hins vegar á ég enga skýringu á upphaflegu nafngiftinni, ég geri ráð fyrir að það hafi verið notaður gulur pappír í þessar skrár og þannig hafi þetta orðið til." Ami Zóphaníasson er starfsmaöur Miölunar. Aö undanförnu hefur Miðlun verið aö auglýsa nýtt fyrirtæki, þjónustufyrirtæki sem á að þjóna öllum almenningi. Þessi þjónusta hefur hlotiö nafniö Gula línan. FYRST OG FREMST ÞAÐ hefur víst eitthvað farið fyrir brjóstið á einhverjum bæjar- fulltrúum á Akureyri hver kostn- aðurinn var við 125 ára afmæli bæjarins. Bæjarstjórinn hefur fyrir sitt leyti gefið vilyrði fyrir því að fulltrúarnir megi skoða reikning- ana ef þeir telja að eitthvað sé á því að græða, hann telur svo ekki vera sjálfur. En það eru fleiri en bæjarfulltrúarnir sem ekki eru ánægðir með framkvæmd í kringum afmælið; einhverjir bæjarstarfsmenn þykjast hafa verið sniðgengnir þegar öðrum var boðið á skemmtikvöld með þeim eina sanna Ingimari Eydal. Þeir sem ekki fóru þangað fengu, að því er segir í Degi, lapþunnt hvítvín og eina eða tvær snittur á skrifstofunni og urðu að láta sér það duga meðan aðrir gæddu sér á krásum í Sjallanum... GUÐMUNDUR Sæmundsson hefur nú tekið að sér að ritstýra Stúdentablaðinu og fer mikinn um ritvöllinn. Hann hefur þegar í öðru tölublaði lagt niður leiðara blaðsins og breytt honum í það sem hann kallar dálk ritstjórans. Hann hótar að fylla þennan dálk af allskyns flími, orðavali, teikn- ingum, myndum og hverju sem er og klykkir síðan út með að hóta að skrifa um málfræði ef honum hitnar í hamsi. Guðmundur tekur hressilega á málum eins og honum er tamt, hvort sem hann talar í útvarp, skrifar bækur um kvennaframboð, þýðir Morgan Kane eða keyrir öskubíl norður á Akureyri. Guðmundur endar síðan á því í dálkinum sínum að birta mynd af nýfæddum syni sínum sem hann segir vera fimmta barn sitt og bætir svo við: „Engin meðaltöl þar maður minn...!“ Enginn meðalmaður, Guðmundur. I Degi á þriðjudag er grein um menningarviðburði helgarinnar, þar sem greinarhöfundur rekur sorgarsögu menningarviðburða á Akureyri. Hann segir aö menn þar þurfi hreint ekki að kvarta yfir framboðinu en hitt sé undarlegt hvað Akureyringar eru daprir í aðsókninni. Akureyringar hafa heyrt þennan tón áður, líklega hundrað sinnum, enda eru þeir með endemum slappir þegar menningin er annars vegar. Sagan segir reyndar að þeir fari helst ekki í leikhús nema gegnum helgarpakka til Reykjavíkur og tónleika sækja þeir alls ekki nema Kristjún Jóhannsson mæti á heimaslóðir. Þá er yfirleitt allt fullt út úr dyrum og menn belgja sig í einhverjum rembingi og ættjarðar- ást. Þetta ástand er undarlegt, í Reykjavík er fullt á menninguna alls staðar og alltaf, á Akureyri er alltaf tómt. Kannski það þurfi byggðastefnu í fleiru en atvinnu- málum. MEÐALALDUR leigubílstjóra í Reykjavík er með hæsta móti, a.m.k. ef borið er saman við bíl- stjóra í öðrum borgum. Og í sumum tilvikum eru bílstjórar háaldraðir við akstur. Ekki alls fyrir löngu leigði kunningi okkar sér bíl hjá BSR og lenti þá með öldruðum bílstjóra og miðaði hægt í fimmumferðinni. Það er út af fyrir sig ekki fréttnæmt heldur hitt að þegar á leiðarenda kom og vinurinn ætlaði að fara að borga veitti hann því eftirtekt að bíl- stjórinn dró fram stækkunargler til að geta lesið af gjaldmælinum og brá óneitanlega í brún . .. KRINGLAN yfirtekin af einni fjölskyldu? Það mætti ætla. Við opnun Kringlunnar ráku mæðgur þar verslanir sínar, móðirin Bára verslunina Lilju og samnefnda dóttirin Lilja verslunina Cosmo. Og nú hefur sonurinn Hrafn keypt verslunina California og hafið rekstur verslunarinnar Jazz. Bára á að minnsta kosti tvö önnur börn og plássið er svo sem nóg . . . SAMRÆMD tollskrá tekur gildi um næstu áramót og má fræðast um hana í nýjustu Stjórnartídindum. Yfirleitt eru tollar 0—40%, en undantekningarnar eru athyglis- verðar þegar litið er á hæstu toll- flokkana. Hæsta hlutfallið, 90%, gildir um fjórhjólin alræmdu og 80% tollur er á bifhjólum. Sama hlutfall gildir um hreinlætis- og snyrtivörur eins og baðker, salerni, rakvélablöð, hárlakk, sjampó, varalit og svitalyktareyði, sem og búsáhöld og skrautmuni. En það er ekki nema 60% tollur á hernaðarvopnum, skammbyssum, sprengjum, tundurduflum, flug- skeytum og tundurskeytum. Og af einhverjum ástæðum er „aðeins" 45% tollur á skriddrekum og „öðrum brynvörðum stríðs- vögnum“ . . . HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR Ólafur Rex I kútinn tókst ekki að kveð'ann, né kom'onum burtu héðan. Það er Ijótt, en mér finnst sem þeir láti af minnst, sem hafa heyrt'ann og séð'ann. Niðri „Pad verdur ad fara voöalega varlega med kjötid í refinn því þad er eins og hann sé vidkvœmari en við mennirnir." HALLDÓR SIGURÐSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI, ( DV 11 NÓVEMBER VEGNA UMRÆÐNA UM NAUTAKJÖT í REFAFÓÐUR. 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.