Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 17
ÍEikki alls fyrir löngu mætti Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur í menningarþátt í sjónvarpinu, þar sem hann og Pétur Gunnarsson rithöfundur ræddu um íslensku- nám og -kennslu í Menntaskólan- um í Reykjavík. Báðir voru þeir í skóla þar í gamla daga. í þættinum lagði Þorgeir mikla áherslu á það, að hann hefði hreint ekkert lært í móðurmálinu í þessari stofnun og sagði frá því með nokkrum gorgeir, að hann hefði aldrei fengið meira en 1 í stíl í MR. Sannleikurinn mun hins vegar sá, að Þorgeir var hinn prýði- legasti nemandi, stílhæfni hans metin að verðleikum og hann fékk ávallt yfir 7 í stíl, sem er meira en sumir aðrir stórrithöfundar þessar- ar aldar geta stært sig af. . . s Æ^Pmáfréttaritara okkar varð heldur betur á í messunni í síðasta tölublaði Helgarpóstsins í frásögn af kapalvæðingu á Höfn í Horna- firði. Þar var sagt, að eitthvað stæði á þvi, að Hallgrímur Guðmunds- son sveitarstjóri beitti sér fyrir greftri fyrir sjónvarpsköplum! Þarna var hlutunum aldeilis snúið við, því málinu er akkúrat öfugt far- ið. Það er Sjónvarpsfélag Horn- firðinga, sem vill grafa, en má ekki nema að uppfylltum ákvæðum samnings, sem félagið gerði við Hall- grím sveitarstjóra. Þennan samning brutu þeir sjónvarpsmenn með því að hefja gröft án samráðs við Hall- grím. Og einn af forsprökkum sjón- varpsfélagsins er Páll Björnsson sýslumaður þeirra Austur-Skaftfell- inga (ekki Björgvinsson). Þannig stendur sveitarstjórinn frammi fyrir því vandamáli að þurfa e.t.v. að kæra sjálfan sýslumanninn, sem er bæði æðsta lögreglu- og dómsvald í sýslunni. Svona geta nú hlutirnir brenglast á leið sinni um símalínur landsins og biðjum við röggsaman sveitarstjóra þeirra Hornfirðinga velvirðingar á „umsnúningnum", sem varð hjá smáfréttaskrásetjara vorum í HP. . . FISHER 1o^- BORGARTUNI 16 REYKJAVÍK. SÍMI 622555 SJÓNVARPSBÚÐIN Hvaðfá fyrrverandi þingmenn aðgera? NOVEMBER 1987 ÞJÓÐLÍF ER VÆNTANLEGT! SYKURMOLARNIR „ÞETTA ER SLYS" SEGIR BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR UM VELGENGNI HLJÓMSVEITARINNAR. FENGU ÞAU VINNU? ÞJÓÐLÍF LEITAR UPPI FYRRVERANDI ÞINGMENN. LEYNIST METSÖLUBÓKIN í ÞJÓÐLÍFI? 16 SÍÐNA VEGLEG BÓKAKYNNING. UNGIR HEIMSPEKINGAR Á NÁMSKEIÐI í REYKJAVÍK. ÍSLENDINGURINN ÓLAFUR INGÓLFSSON VERÐUR MEÐ SÆNSK- UM VÍSINDALEIÐANGRI ÁSUÐURSKAUTSLANDIÍVETUR. BRETUM ERSAMAUM KJARNORKUNA. ÁSGEIR FRIÐGEIRSSON í LUNDÚNUM. GRÆNINGJAR í KREPPU. ARTHÚR BJÖRGVIN BOLLASON RÆÐIR VIÐ OTTO SCHILY, TALSMANN GRÆNINGJA í ÞÝSKALANDI. ÞJÓÐLÍF FYRIR ÞÁ SEM VILJA FYLGJAST MEÐ! HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.