Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 12
STJORNARSKRAIN LÖGÐ Á HILLUNA Stjórnarskrá íslands, sem í mjög veigamiklum atriðum er hin sama og tók gildi fyrir 113 árum, hefur verið í end- urskoðun síðastliðin 15 ár. Eini sýnilegi árangurinn af þessu starfi hingað til varð 1983—1984, þegar þingmönn- um var fjölgað um 3 með bættri dreifingu þeirra kjör- dæma á milli og lækkun kosningaaldurs í 18 ár. Stjórnar- skrárnefnd hin nýrri er enn við störf, sem hún hóf 1978, en fundir eru stopulir, verkefni bundin við kosningalög, t.d. hvernig flokkarnir geta losnað við prófkjörs- og for- valsumstangið. EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON MYND JIM SMART I stjórnarskrárnefnd sitja nú 11 fulltrúar stjórnmálaflokkanna. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn eru Matthías Bjarnason, formaður nefndarinnar, Gunnar G. Schram og Tómas Tóm- asson. Fyrir Framsóknarflokkinn eru Pórarinn Þórarinsson og Sig- urdur Gizurarson sýslumaður. Fyrir Alþýðuflokkinn eru Gylfi Þ. Gísla- son og Magnús Torfi Olafsson. Fýrir Alþýðubandalagið eru Ragnar Arn- alds og Olafur Ragnar Grímsson. Með tilkomu Kvennaiistans settist í nefndina Sigrídur Dúna Krist- mundsdóttir, fyrrverandi þing- maður, og í síðustu viku var sam- þykkt tilkoma sr. Gunnars Björns- sonar fyrir Borgaraflokkinn. STOPULIR FUNDIR Fyrst var kjörin endurskoðunar- nefnd um stjórnarskrána 1972, en hún lauk ekki einu sinni störfum. Núverandi nefnd er frá því 1978 og átti að skila af sér fyrir árslok.1980, en fundir voru stopulir og oft leið langur tími á milli. 1982 kom þó fram sérstök álitsgerð um kosninga- ákvæði stjórnarskrárinnar og í janú- ar kom skýrsla um annað efni henn- ar. 1983 voru kosningaákvæðin tek- in sérstaklega fyrir, þingmönnum fjölgað um 3 með bættri dreifingu þingmanna og kosningaaldurinn lækkaður. Síðan hefur fátt eitt gerst og að sögn Matthíasar Bjarnasonar, formanns nefndarinnar, fundir enn stopulir og fremur dauft yfir nefnd- inni. KOSNINGALÖGIN ENN ,,En í samræmi við ákvæði í stjórnarsáttmála rikisstjórnarinnar hefur nefndin fengið nýtt hlutverk, en það er að endurskoða kosninga- lögin öll. Þetta starf er að hefjast, fagleg vinna er í gangi og við ætlum að ráða nefndinni starfsmann. Fundur var reyndar haldinn síðast fyrir nokkrum dögum, meðal ann- ars var sérstaklega rætt um per- sónukjör, hvernig auka mætti val kjósenda á þingmönnum. Þar kem- ur ýmislegt til greina, en viðhorf manna eru mismunandi og ekki vit- að um afstöðu þingflokkanna í heild. Um annað efni stjórnarskrár- innar er auðvitað áfram fundað." ÁTÖK TEFJA Ragnar Arnalds sagði að skýrsl- unni frá 1983 hefðu fylgt sérstakar athugasemdir og viðbætur frá Al- þýðubandalaginu og Alþýðuflokki. ,,En það hefur staðið á hinum flokk- unum að gera nánar grein fyrir sín- um sjónarmiðum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Um sjálfstæð- ismenn má segja að á þeim tíma hafi flokkurinn lítið viljað taka á þessu máli vegna innbyrðis átaka og síðan hafa þeir sjálfsagt verið uppteknir við eitthvað annað." Ragnar sagði menn yfirleitt sammála um nauð- syn þess að taka upp persónukjör, að leita að einhverju kerfi í staðinn fyr- ir hið ótæka prófkjör og forval. A-FLOKKAR RÓTTÆKARI Ekki virðist fyrir hendi pólitísk samstaða um að flýta störfum nefndarinnar og samþykkja nýja stjórnarskrá sem fyrst. Virðist fátt standa í veginum fyrir mikilsverð- um breytingum á stjórnarskránni, þótt allir nefndarmennirnir hafi áskilið sér rétt til að gera fyrirvara um einstakár greinar. Ljóst er að Al- þýðubandalag og Alþýðuflokkur vilja í ýmsum efnum ganga lengra í breytingunum en hinir ,,gömlu“ flokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, og Kvennalisti og Borgaraflokkur hafa sín sér- áhugamál. En um fjölmargar breyt- ingar eru nefndarmenn sammála og í öllu falli hægt að leggja fram frum- varp og flytjá þá breytingatillögur. LIGGUR Á BORÐINU Þannig er breið samstaða um nauðsyn þess að þrengja ákvæði um þingrofsréttinn og um réttinn til útgáfu brádabirgdalaga, að þingið starfi í einni deild, að til þjóðarat- kvæðagreiðslu kömi ef fimmtungur til fjórðungur kjósenda óskar eftir þvi, um aukið rannsóknarvaldþing- nefnda, um bann uid afturvirkni skatta og um ármann Alþingis til að- stoðar borgurunum. Þá má og geta um þá tillögu að forseti landsins hafi heimild til skipunar utanþings- stjórnar eftir 8 vikna stjórnarkreppu stjórnmálamanna og ýmis ákvæði koma fram um réttaröryggi borgar- anna, náttúruvernd og fleira. Á nokkrum sviðum ríkir óeining og má þá sérstaklega geta eignarréttar- ákvœdisins, þar sem A-flokkarnir vilja draga úr friðhelginni. LANGT f LAND Sr. Gunnar Björnsson kom af fjöll- um þegar HP tilkynnti honum að hann væri orðinn stjórnarskrár- nefndarmaður! „Ég hef ekki haft tækifæri til að ígrunda þetta náið, en ýmsar óskir hafa komið fram í umræðum innan Borgaraflokksins," sagði Gunnar og tiltók nokkur atriði sem hann kvað sína persónulegu skoðun fyrst og fremst. Þessi atriði voru keimlík fyrirliggjandi tillögum, utan að tvennt nýtt kom fram hjá honum: Annars vegar minntist hann á embætti varaforseta og hins vegar að búast mætti við tillögu um verndun lífs, í anda stefnu Borgara- flokksins gegn fóstureyðingum. 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.