Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 10
VETTVANGUR HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ritstjórnarfulitrúi: Blaðamenn: Prófarkir: Ljósmyndir: Útlit: Framkvæm dastjóri: Skrifstofustjóri: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Dreifing: Afgreiðsla: Sendingar: Ritstjórn og auglýsingar Útgefandi: Setning og umbrot: Prentun: Halldór Halldórsson, Helgi Már Arthursson Egill Helgason Anna Kristine Magnúsdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Gunnar Smárii Egilsson, Jónína Leósdóttir, Kristján Kristjánsson, Ólafur Hannibalsson, Páll Hannesson. Sigríður H. Gunnarsdóttir Jim Smart Jón Óskar Hákon Hákonarson Garðar Jensson Hinrik Gunnar Hilmarsson Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir Garðar Jensson, Guðrún Geirsdóttir Bryndís Hilmarsdóttir Ástríður Helga Jónsdóttir eru í Ármúla 36, Reykjavík, sími 68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru í Ármúla 36, sími 68-15-11 Goðgá hf. Leturval sf. Blaðaprent hf. í flokki í fimmtíu ár Matthías Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðis- flokksins og alþingismaður Vestfirðinga, lýsir í viðtali í Helgarpóstinum í dag hvernig flokkurinn hefur breyst á þeim fimmtíu árum sem hann hefur starfað í honum. Á sinn skemmtilega og á stundum kjaftfora hátt lýsir hann flokknum eins og hann var — og er. Rauði þráðurinn í gagnrýni hans er að honum þykir núverandi forystu- menn hafa sniðið honum þröngan stakk. Enda þótt penir menn og skaplausir geti ekki skrifað undir sumt af því sem Matthías Bjarnason segir hlýtur álit hans að vega þungt, þegar þessi stærsti flokkur lands- ins kemur saman til að ræða stöðu sína og þjóðmála al- mennt. Hér talar maður með reynslu, reyndasti þing- maður Sjálfstæðisflokksins. „Ressi flokkur var fyrir alla Iandsmenn og stefna hans tók til landsins alls. Hann var frjálslyndur umbótaflokkur og lagði sitt þunga lóð á vogarskálina til að bæta kjör og aðstöðu þeirra, sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Hann var Iengst af samstæður og það var gaman að starfa í honum og fyrir hann, eiga þátt í að móta skoðanir hans og stefnu á hverjum tíma. Á síðustu árum hafa vað- ið þar uppi menn, sem allt hafa þóst kunna og geta og viljað sveigja flokkinn til óhóflegrar markaðshyggju. beir hafa krafist þess, að frammámenn í flokknum — þar með taldir þingmenn — skuli fara eftir ákveðnum kennisetn- ingum, sem sóttar eru til hundrað — eöa þúsund sinnum stærri samfélaga en okkar ... Þetta hávaðasama fólk hefur að mínum dómi hrætt fólk frá því að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn, sérstaklega í síðustu kosningum." Þetta er harður áfellisdómur frá Matthíasi Bjarnasyni um Sjálfstæðisflokkinn. Og vafalaust endurspeglar hann að einhverju leyti viðhorf þess hluta kjósenda, sem sneri baki við Sjálfstæðisflokknum í síðustu kosningum. Matt- hías er þekktur fyrir að hafa gott samband við flokksfólk, a.m.k. í kjördæmi sínu. I viðtalinu kemur fram, að þessi forystumaður Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum hefur ákveðnar efasemdir um að fundur flokksins sem boðað er til í næstu viku muni breyta ástandinu, enda þótt vonir hans og vilji standi til að svo verði. Og fyrir sjálfstæðisfólk hljóta um- mæli Matthíasar að vera nokkurt áhyggjuefni, enda fram sett af því þingmaðurinn hefur áhyggjur af því hvert stefnir í flokknum. Skoðanakannanir sem gerðar hafa verið upp á síðkast- ið benda til þess að stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn sé sveiflukenndur og endurspeglar e.t.v. að skoðanir að- spurðra og Matthíasar Bjarnasonar fari að einhverju leyti saman, enda þótt erfitt sé að slá einhverju föstu um nið- urstöður skoðanakönnunar. Það er hins vegar ljóst, fari svo að þrengingar Sjálfstæðisflokksins verði framlengd- ar, að þá er komin upp í stjórnmálum ný og óvenjuleg staða. Flokkurinn gæti hæglega minnkað enn, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum í stjórnmálaheiminum. Það er þetta sem Matthías Bjarnason er að vara við með orðum sínum. Það er þetta sem hin unga forysta Sjálf- stæðisflokksins þarf að ígrunda vandlega. Hún gæti hæglega klofið flokkinn öðru sinni. — íslenska tengingin Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur heldur betur komist á dagskrá fjölmiölanna þessa dagana. Rœtt er um leyniskjöl ár safni Harrys Tru- man, Bandaríkjaforseta, sem sanni mjög náid samband Stefáns Jó- hanns Stefánssonar, þá forsœtisrád- herra og formanns Alþýduflokks- ins, viö útsendara CIA med adsetur í bandaríska sendirádinu á upphafs- árum Kalda strídsins 1947—1949. Hins vegar viröist heldur klént með skjallegar sannanir fyrir því, sem þeim fór á milli, sem aftur gefur get- spökum mönnum frítt spil til að geta í eyðurnar. Hins vegar er kannski ekki úr vegi að rifja upp andrúmsloft þessara ára, ef verða mætti þeim til skiln- ingsauka, sem ekki þekkja til þeirra nema af afspurn. Taugaspennan milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna byggðist upp í brattri kúrfu á árunum þremur fyrir og eftir 1950. Helstu punktana á kúrfunni mætti auðkenna með byltingunni í Tékkó- sióvakíu, Berlínardeilunni, spreng- ingu fyrstu kjarnorkusprengju Sov- étríkjanna, Kóreustríðinu, spreng- ingu vetnissprengju í Sovétríkjun- um, dauða Stalíns. Kjörorð tímans var: Sá, sem ekki er með mér, er á móti mér og mótsvörun stalínism- ans var mccarthyisminn í Banda- ríkjunum, sem teygði anga sína vítt og breytt um hinn vestræna heim, sem sumir voru svo bíræfnir að kalla „hinn frjálsa heim“ á þessum árum og áttu þá meðal annars við hina og þessa mannætuhöfðingja, sem sátu á valdastóli í ríkjum sínum í skjóli böðla og byssustingja, en for- dæmdu sams konar athæfi kollega sinna austan landfræðilegrar markalínu. McCarthyisminn gaf frítt spil til of- sókna gegn öllum þeim, sem ekki sáu heiminn í tilskildum svart/hvít- um lit, og hlaut því eðli málsins sam- kvæmt að beinast gegn öllum þeim, sem höfðu einhvers konar andlega iðju með höndum; rithöfundum, fréttamönnum, leikurum og lista- mönnum hvers konar, kennurum, stjórnmálamönnum og félagsmála- frömuðum o.fl o.fl. Lítilfjörlegustu grunsemdir voru oft nægar, og á sama hátt og gerst hafði í Sovétríkj- unum í ofsóknaræði Stalíns á 4. ára- tugnum notaði fjöldi fólks tækifærið til að losa sig við keppinauta sína með vísbendingum eða ásökunum til yfirvalda. (Einn, sem á þessum ár- um hafði náið samband við CIA, var Ronald nokkur Reagan, sem þá var formaður leikarafélagsins Actors Guild.) Þetta voru blómadagar bandarísku leyniþjónustunnar og hún jókst og margfaldaðist og upp- fyllti jörðina. Jafnvel hér á heimsins nyrstu nöf/ hún náði þrælataki á heimskum lýð, eins og Steinn Stein- arr orðaði það í öðru samhengi. í þessu andrúmslofti tóku íslensk stjórnvöld ákvörðun um inngöng- una í NATO og síðar beiðni um bandaríska hersetu. Pólitísk hyster- ía lá í loftinu og meira en líklegt að ýmsir forystumenn svokallaðra lýð- ræðisflokka hafi verið gripnir ,,Forestall-veiki“, sem svo var nefnd eftir þeim hermálaráðherra Banda- ríkjanna, sem 1948 steypti sér út um glugga hermálaráðuneytisins á 13. hæð æpandi: „Rússarnir eru að koma.“ Sérstaklega virðast þeir hafa verið illa haldnir af þessum sjúk- dómi þáverandi forystumenn Al- þýðuflokksins; Stefán Jóhann og Guðmundur í. Guðmundsson, en jafnframt stóð líka svo á fyrir þeim, að það var hentugt að losna við keppinauta, Gylfa Þ. Gíslason og Hannibal Valdimarsson, með því að klína á þá kommastimpli, sem gerði þá pólitískt réttdræpa með hvaða aðferðum sem var. Á þessum árum var róið að því öll- um árum af bandarískri hálfu að innlima stjórnmálaflokkana og sem flest félagasamtök, þá ekki síst verkalýðshreyfinguna, í hið heilaga bandalag og krossferðarhreyfingu gegn kommúnismanum. Um tíma var öllum skrifstofum þríflokkanna, sem kenndu sig við lýðræðið, breytt í ráðningarskrifstofur fyrir setuliðs- vinnuna á Keflavíkurflugvelli. Atvinnuleysi var mikið. Ungt fólk þyrptist suður og vænlegt til at- kvæðaveiða, að geta útvegað sínum mönnum vinnu. Fyrir menntamenn og verkalýðs- leiðtoga voru utanferðir í boði og mjög eftirsóttar, enda fáir þá, sem gátu veitt sér þann munað að kom- ast til útlanda. Jafnframt voru menn náttúrlega heilaþvegnir eftir föng- um og hertir í baráttunni gegn kommúnismanum. Þríflokkarnir misstu ASÍ úr hönd- um sér 1954 þegar hannibalistar og sósíalistar tóku höndum saman og náðu meirihluta í miðstjórn, sem ekki hefur verið hrundið síðan, þótt kaldastríðsandstæðurnar séu horfn- ar. Um skeið var þá fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík not- að sem tengill við ameríska sendi- ráðið, bæði hvað snerti utanfarir og dreifingu andkommúnísks áróðurs af amerískum uppruna. Þegar fauk í það skjólið voru stofnuð einhver gervisamtök til að sjá um þessi verk- efni og skorti aldrei fé, sem var þó heidur sjaldgæft um félagasamtök á þessum árum. Um miðjan síðasta áratug var mccarthyisminn nægilega runninn af Bandaríkjamönnum til þess að rannsóknarblaðamenn fóru að taka CIA í gegn og fletta ofan af þeim sovésku KGB-aðferðum, sem stofn- un þessi hafði innleitt í bandarískt þjóðfélag og öll ríki því vinveitt. Kom þá í ljós gífurlegt fjárstreymi til ýmissa erlendra aðila gegnum alls lags sýndarsamtök og góðgerðar- stofnanir, sem undir fölsku flaggi sáu um laun fyrir greiðasemi við CIA. Bárust þá böndin býsna nærri ýmsum norrænum almannasam- tökum og forystumönnum þeirra, þ.á m. stjórnmálamönnum. Nýjar upplýsingar koma því varla á óvart, en sýna að þarna er óyrktur akur fyrir sagnfræðinga og aðra áhuga- menn um þetta tímabil til að komast að hinu sanna. Hitt ættu menn að varast að snúa þessum upplýsingum upp í andmccarthyískar nornaveið- ar í samtímanum vegna synda í for- tíðinni. Ljósasti punkturinn í allri þessari atburðarás er svo sá, að CIA tókst ekki að umhverfa bandarísku samfélagi meira en svo að þegar þessum svartagaldri linnti, þá er til- tölulega auðvelt að afla frumgagna og upplýsinga um gang mála. Því er hægt að rekja vítin til að varast þau. Á meðan er hægt að gera sér vonir um að einhvern tíma standi „Hinn frjálsi heimur" undir nafni. Ólafur Hannibalsson 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.