Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 23
Þórhildur Þorleifsdóttir Stjórnmálamönnum kemur ekki við í hverju menningin birtist Pórhildur Porleifsdóttir, þingmaöur og leikstjóri, Þórhildur Þorleifsdóttir hefur árum saman gagnrýnt stjórnvöld fyrir stefnuleysi í menningarmálum. Hún hef- ur sagt að almennt afskiptaleysi einkenni afstöðu þing- manna til menningarmála og fjárveitingar til lista og menningar hafi frekar verið í formi ölmusu en myndar- legra úthlutana. Er það sama upp á teningnum nú þegar Þórhildur er orðin þingmaður kvennalista? EFTIR FREY ÞORMÓÐSSON MYND JIM SMART í uiötali við HP um menningarstefnu og stefnuleysi. „Ég ætlast til þess aö stjómmálamenn skilji aö þú stofnanagerir ekki kúnst." I raun vil ég ekki kalla þetta stefnuleysi, afskiptaleysi ráða- manna gagnvart menningu er ein- mitt stefna. Þegar stjórnmálamenn ganga ár eftir ár að þessu máli með nákvæmlega sama hugarfari þá er ekki lengur hægt að kalla það stefnuleysi. Þetta á við þá ríkisstjórn sem nú situr jafnt og aðrar fyrri. Hún veitir að vísu örlítið meira fjár- magni til lista en verið hefur, en flyt- ur ástandið einungis aftur t það horf sem var fyrir nokkrum árum. En eft- ir stendur að það eru engar stefnu- breytingar. Hér er einungis um að ræða framreiknuð fjárlög. Það er nákvæmlega engin umhugsun um þessi mál. Eitthvað kemst inn á fjár- lög, listastofnanir til dæmis, sem hanga svo bara þar. Tökum sem dæmi Þjóðleikhúsið og Sinfóníuna, gagnvart þeim ríkir það viðhorf að þar sé verki lokið, stofnanirnar eru staðreynd, pg þá þurfi ekki að bæta um betur. í stað- inn koma fram kröfur um árangur í aðsókn og afkomu. En því stofnana- gerðari sem Iistirnar verða því minni líkur eru á því að þar eigi sér stað nýsköpun og formleit, leit að nýjum tjáningarmáta. Þar er líka lít- ið svigrúm fyrir ungt fólk að feta sig áfram, yfirbyggingin og tilkostnað- urinn eru orðin svo mikil að mönn- um hættir til að fara hina „öruggu leið“. Nú hlýtur það að vera svo með listina, að fyrirfram veit maður ekki fyrir hvern hún er. Hún lýtur ekki venjulegum markaðslögmálum. Þar ríkir óvissan ein. Þá áhættu verður hver listamaður að taka hverju sinni og ábyrgðina verður þjóðin að axla með honum, þ.e.a.s. ef hún vill vera að burðast með listir og menningarlíf á annað borð. Á fjárlögum er ekkert svigrúm fyrir slíka hluti. Allar fjárveitingar til lista og menningar sem liggja ut- an stofnana eru enn í formi ölmusu. Launasjóður rithöfunda er þar eina umtalsverða átakið, en það verður ekki hrakið að rithöfundar afla þess fjár sjálfir með sölu verka sinna, þ.e. söluskattur af bókum rennur í ríkis- sjóð og reyndar miklu hærri upp- hæð en rithöfundar fá. í HVERJU MENNINGIN BIRTIST? YKKUR KEMUR ÞAÐ EKKI VIÐ! Hvererþá menningarstefnan sem þú vildir sjá í stað afskiptaleysis, hvað áttu við með menningar- stefnu? Menningarstefna stjórnvalda á að- eins að birtast í tvennu; veitingu fjármagns og skiptingu þess. Skipt- ingin má síðan aldrei vera of mikið í höndum hins opinbera. Eg ætlast til þess að stjórnmálamenn skilji að þú stofnanagerir ekki kúnst, þú finnur henni aldrei endanlegan far- veg og þeir verða að sýna skilning á því að það vantar fjármagn í grasrót- ina. í þessu birtist menningarstefna. Útfærsla menningarinnar, í hverju hún birtist, við því segi ég bara við stjórnmálamenn því miður, ykkur kemur það ekki við. Látum lista- mennina um það. En hver á aö ráða yfir fjármagn- inu sem veitt yrði til lista og menn- ingar? Listamenn eiga sem mest að fjalla um það sjálfir, þeir skulu útdeila því, þeir hljóta að hafa mestan skilning á því hvar þörfin er brýnust. Við hljót- um að vera á móti íhlutun hins opin- bera í sköpun. Við skyldum samt hafa í huga að það er tvennt sem stjórnvöld vilja alltaf koma lögum yfir og það birtist mismunandi hast- arlega eftir því hvernig staða þjóð- félaga er. Við megum ekki halda að hlutirnir geti ekki breyst hér. Þetta eru listin og ástin. Á þessu vilja ráða- menn hafa stjórn, sem er afar hættulegt, því hvort tveggja felur í sér sköpun. Sköpun er sá kraftur sem felur í sér afl breytinganna. Þetta afl vilja stjórnmálamenn hafa í hendi sér. Við kvennalistakonur höfum alltaf lagt á það áherslu að valddreifing sé meðal annars í því fólgin að fólk hafi sjálft sem mestan umráðarétt yfir eigin lífi og stöðu. Eg get ekki séð að listamenn geti vikist undan þeirri skyldu að hafa töluvert um útdeilingu fjármagns til lista að segja, en við höfum viljað af- nema öll pólitísk ráð og nefndir yfir listastarfsemi og menningu. Er ekki hœtta á að þetta úthlutunar- ráð, eða nefnd... Þú ert strax farinn að stofnana- gera hana... Jú, jú, en er ekki hœtta á að „það" verði miðstýrandi afl í menningarlíf- inu? Auðvitað er alltaf hætta á því, en í fyrsta lagi sé ég það fyrir mér að fjárveitingin yrði sundurliðuð til vissra málaflokka. Ég sé enga ástæðu til að rithöfundar fari að deila fé til málara eða málarar til leikara. Við hljótum að fara fram á það að innan hverrar stéttar sé skilningur á þvi hvar þarf að taka á málum. Það geta stjórnmálamenn ekki vitað. Því nær sem útdeilingin kemur notkun fjármagnsins því betra. í öllum ráðum og nefndum þarf auðvitað að vera sífelld hreyf- ing, ef við tryggjum hreyfingu verð- ur öll hyglun í lágmarki. Ef útdeiling verður óréttlát geta listamenn ekki öðrum um kennt en sjálfum sér. RÖKSTYÐ EKKI LISTINA ÚT FRÁ EFNAHAGS- LEGUM FORSENDUM / stefnuskrá Kvennalista taliö þið um ákveðna hlutfallstölu fjárlaga, hafið þið skoðun á því hversu há hún œtti að vera? Þetta er fyrst og fremst sett þarna inn til að vekja athygli á því að alltaf þegar á að draga saman segl í fjár- málum er höggvið fyrst þar sem ekki er hægt að mæla arðsemina í krónum. Þar liggja listirnar ákaflega vel við höggi og öll menningarmál. Þetta sjáum við líka í félags- og menntamálum. Þessi klausa er fyrst og fremst ítrekun á því að þarna megi ekki alltaf fyrst hirða peninga. Listamenn myndu væntanlega gjarna vilja fá hlutfallstölu fjárlaga, sem tryggingu. Prósenta er alltaf varasöm, þar fer allt eftir því hvað tekið er inn í töluna. Ég held hins vegar að það sé miklu nær að binda þetta við ákveðinn fjölda árslauna, miðað við einhvern flokk, þannig að það fylgi almennum launahækk- unum fremur en að vera opið til geðþóttaákvarðana við hver fjár- lög. Það er ekkert erfitt að rökstyðja föst fjárframlög til lista og menning- ar, en maður veigrar sér við því, vegna þess að maður vill ekki fara út í efnahagslegan rökstuðning fyrir listinni. ÉG SEGI EKKI AÐ ALLIR SEM VILJA VERA LISTAMENN FÁI FÉ TIL AÐ FROÐSA MEÐ Hvað með áhugalistamenn og þá sem eru að hefja listferil sinn, hvern- ig verður best hlúð að þeim? Gagnvart listalífi á landsbyggðinni er misbresturinn hvað alvarlegast- ur, án þess að ég segi að listastofn- anirnar séu stríðaldar. I áhuga- mennskuna vantar fé. Og er það lausnin að dœla fé út til áhugaleikfélaga, kóra, og hver veit hvað út um landsbyggðina? Menningarlíf á landsbyggðinni er fyrst og fremst áhugastarf. Við meg- um ekki gleyma því hvaðan menn- ing okkar sprettur. Hún sprettur úr og hefur lifað í islensku bændasam- félagi. Þar hlýtur að vera grunnur- inn að þeim geysilega áhuga sem hér er á listum. Ég er ekki að tala um að þarna þurfi fjárfúlgur að koma til, en fyrir hvert hérað, hvert leikfélag eða kór getur smáupphæð skipt sköpum, til dæmis gagnvart því að fá sæmilegan leiðbeinanda. Þetta er líka mjög mikilvægur hluti byggðastefnu, því maður lifir ekki á brauði einu saman. Við verðum að gera fólki bærilegt að búa út um hin- ar dreifðu byggðir landsins, félags- lega og menningarlega, ekki síður en efnahagslega. Annar þáttur er afskaplega mikilvægur, það eru heimsóknir listamanna sem starfa á Reykjavíkursvæðinu út á lands- byggðina. Grasrótin er líka nýgræðingar í svokölluðum atvinnugeira og þar er ástandið alvarlegast. Þar ég vil sjá miklu myndarlegri fjárupphæðir til einstaklinga og hópa. Síðan eru húsnæðismál listalífs í Reykjavík slíkt fár að þar er hreint og klárt neyðarástand. Sameiginleg listamiðstöð fyrir smærri hópa og einstaklinga gæti vel verið lausn á þeim vanda, byggð af hinu opin- bera. Maður þorir ekki orðið að gjóa augum að gömlum húsum sem hentað gætu fyrir slíkt, því þau eru þá rifin um leið. Sérðu þetta fyrir þér í svipuðu formi og Kvikmyndasjóöur starfar nú, umsóknir um styrki og jafnhliða því starfslaun og viðurkenningar? Starfslaun geta haft á sér margvís- legan blæ. Listamenn starfa bæði einir og í hópum, allir verða að hafa sama aðgang að fé. Eins verða að koma til laun sem hreinlega eru ekki bundin verkefnum. Við verð- um að sjá til þess að fólk sem þegar er búið að sanna sig á sviði ein- hverrar listgreinar eigi þess kost að njóta tímabundinna launa, án þess að gerð sé sú krafa til þess að það útskýri hvað það ætlar að gera við féð. Síðan er sjálfsagt að þeir sem eru að byrja fái tækifæri. Það er ekkert sem vinsar úr góða lista- menn nema tíminn og við verðum að gefa tímanum það svigrúm. Ég er ekki að segja að allir þeir sem vilja vera listamenn fái peninga upp í hendurnar svo þeir geti froðsað eitt- hvað að vild. Auðvitað verður að vera sía. En einmitt í neðstu lögun- um verðum við að taka mestu áhættuna, þar er fjöldinn, þeir óreyndustu og óskrifuðu blöðin. Síðan siast úr, þangað til við fáum upp einhvern „píramída" góðra listamanna. Það er gömul rómantík að listabrautin eigi að vera þyrnum stráð. Listamenn eiga ekki að þurfa að vinna ókeypis árum saman. Kröf- urnar eru meiri, listamenn eru eins og annað fólk, þeir geta ekki lifað utan samfélagsins. MENNING, LISTIR OG KVENNAPOLITÍK EIGA SAMLEIÐ Ég hef ekkert á móti því að í ráð- um og nefndum sitji einn eftirlits- maður fjárveitingavaldsins... Svona eins og lottódómari? Já. En menn á vegum fram- kvæmdavalds mega aldrei hafa úr- slitavald í listum, aldrei. Það geta svo sannarlega komið upp þær að- stæður að hægt sé að misbeita því valdi. Sérðu fyrir þér að listnemar fái sérstaka styrki til að halda utan til náms. Þeir hafa nú þegar aðgang að námslánum eins og aðrir nemendur í æðri menntastofnunum. Ferða- styrki og dvalarstyrki listamanna þarf að efla mikið, því fáum er nauð- synlegra en listamönnum að viðra sig, sækja sér þekkingu og safna í sarpinn. Við viðurkennum þetta í öðrum geirum þjóðlífsins. Hins veg- ar hef ég áhyggjur að því hvað list- menntun barna kostar. Einhvers konar samtvinnun grunnskóla og þessa fornáms í listgreinum hlýtur að vera mál sem þarf að skoða ræki- lega, hvort hægt sé að samtvinna listnám grunnmenntun barna. Með því gætum við viðhaldið sköpunar- krafti þeirra og ímyndunarafli. Ég held að í þjóðfélagi sem breytist örar og örar, eins og það sem við lifum í, sé fátt eins bráðnauðsynlegt og frjó sköpun og ímyndunarafl til að sjá fyrir breytingar, flýta þeim og að- lagast þeim. Þannig myndi listnám nýtast (ef við viljum tala um nyt- semi,) atvinnulífinu og þar höfum við svo sannarlega þörf fyrir mikla hugmyndaauðgi. Þið í Kvennalista talið um að veita meira fjármagni til ríkisútvarps, til innlendrar dagskrárgerðar, en er nóg að veita einungis meira fjár- magni. Það er undarlegt að sjá í lögum hvað eftir annað að ríkisútvarpið er svipt tekjustoínun, það gerist líka núna. Á sama tíma er þörfin fyrir öfluga innlenda dagskrárgerð mikil. Við getum ekki snúið þróuninni við. Við getum ekki ráðið við erlent af- þreyingarefni sem flæðir yfir. Mót- vægi gegn því er okkar eini skyn- sami leikur í stöðunni og þar hlýtur innlend dagsrárgerð að vera mikið höfuðmál. Það er mjög leiðinlegt að sjá hvað eftir annað ódýra spjall- þætti í beinni útsendingu sem í raun geta varla flokkast undir dagskrár- gerð. Þar er auðvitað á ferðinni hámarksframleiðsla við lágmarks- kostnað. íslenskt tal á allt erlent barnaefni er líka sjálfsögð krafa. Þú hefur barist fyrir markvissari menningarstefnu sem listamaður. Hvaö gerist við það að þú ert oröin þingmaður, hverju breytir sú stað- reynd? Ég er nú svo heppin með það að kvennapólitík samræmist afskap- lega vel mínum hugmyndum sem listamanns. Mér gengur mjög vel að sameina þessi tvö hjartans mál mín. Ég mun að sjálfsögðu berjast fyrir málefnum kollega minna á þingi, án þess að ég viiji líta þannig á að þar sé einhver hagsmunabarátta á ferð í þröngum skilningi þess orðs. Ég get eklci séð annað en að listin innihaldi það sem konum er afskaplega hug- leikið. Listin er oftast boðberi nýrra hugmynda sem ganga i mannúðar- átt. Menningarstig hverrar þjóðar er undirstaða alls annars lífs. Oðruvísi geturðu ekki tileinkað þér það sem til framfara horfir. Mér gengur af- skaplega vel að 'sameina það að vera listamaður og kvennapólistísk. Við leggjum áherslu á aukið vægi hinna mjúku gilda og þar erum við nú aldeilis samstiga listinni. LISTAMENN Á VÖRUSÝNINGUM Sœirðu fyrir þér, líkt og I Hollandi, markvissa fjárfestingu hins opin- bera á listaverkum, til notkunar á almannafœri og í byggingum, þ.e. utan listastofnana? Ég vildi síður sjá ríkið vasast í að leggja dóm á listaverk, heldur sjái um fjármagnshliðina. En listaverka- kaup hins opinbera, til notkunar á almannafæri, gætu vel komið til greina. Hvað varðar allar vörusýn- ingarnar og markaðskynningar erlendis, því í ósköpunum eru aldrei sendir listamenn? Þarna gæti hið opinbera komið inn í. Ríkið gæti sent listamenn sem brautryðjendur til þess að sýna væntanlegum vöru- kaupendum að þetta er land sem býr yfir einhverjum verðmætum. Hver sýnist þér vera framtíð ís- lenskrar menningar og listsköpunar með sama áframhaldi? Það getur tvennt gerst. Annað- hvort rennur íslensk menning sam- an við alþjóðastrauma, þynnist út og hverfur sem eitthvað sérstakt. Þá hættir íslensk þjóð aö vera til, það er kannski ekki svo voðalegt slys. Ann- að eins hefur gerst í mannkynssög- unni. Hitt getur líka gerst að þörf fólks aukist fyrir sköpun, menningu og listir sem spretta úr umhverfinu. Ég er bjartsýnismanneskja og vona auðvitað að það gerist. Én af þess- um tveimur leiðum er það aðeins önnur sem stjórnvöld hafa skyldur við. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.