Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 31
Skaöabótamál Karuels Pálmasonar á hendur lœknum Borgarspítalans komiö í borgardóm Karvel Pálmason alþingismaður hefur nú formlega höfðað mál á hendur Borgarspítalanum og krefst 12 milljóna króna í bætur. í stefnunni, sem Iögð hefur verið fram í borgardómi, eru læknar spítalans ásakaðir um „seinagang, hirðuleysi og kæruleysi". EFTIR JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR Eins og fyrr segir krefst lögmaður Karvels Pálmasonar tólf milljóna króna í skaðabætur vegna meðferð- arinnar í Borgarspítalanum fyrir rúmum tveimur árum. Karvel hafði gengist undir hjartaskurðaðgerð í London um mánaðamótin júlí/ágúst árið 1985 og gekk hún að óskum. Þegar hann flaug til Islands eftir uppskurðinn höfðu starfsmenn Bbrgarspítalans hins vegar gleymt að senda eftir honum sjúkrabíl og er það talið hafa getað átt sinn þátt í því, sem á eftir fór. í stefnu þingmannsins segir m.a. um þetta atriði: „Fór stefnandi eftir nokkuð langa bið á flugvellinum til spítalans sárþjáður í venjulegum leigubíl. Gerðar hafa verið athugan- ir á sýkingum sjúklinga eftir hjarta- skurðaðgerðir í london og reyndust 32% hafa sýkingu. íslendingar hafa oftar en aðrir fengið sýkingu og er það að einhverju leyti rakið til hins erfiða flutnings heim eftir aðgerð. Sjúkrahúspresturinn í London, Jón Þorsteinsson, hefur staðfest að hann sá um að spítalinn í London léti Borgarspítalann vita um heimför stefnanda og að sjálfsögðu að séð yrði um að sjúkrabill sækti sjúkling- inn.“ ÓSTÖÐVANDI BLOÐNASIR URÐU „SMÁNEFBLÆÐING" Eftir heimkomuna var Karvel í spítalanum í nokkra daga, en fimm vikum síðar var hann aftur lagður inn — fárveikur. Það var upphafið að mikilli martröð, sem við höfum áður sagt frá á síðum Helgarpósts- ins. í stefnunni er atburðarásin í eft- irfarandi samantekt: „Þá höfðu fyrir löngu komið í ljós óþægindi í skurð- sári, það hafði opnast, gengið út úr því, samfara vaxandi slappleika, hita og blóðmigu. Aðgerð var svo framkvæmd á Borgarspítala 1. októ- ber 1985, en vegna óviðráðanlegrar blæðingar var stefnandi fluttur í skyndi aftur í St.Thomas^sjúkrahús- ið í London og þar fór fram læknis- aðgerð hinn 3. október, sem dugði stefnanda til lífs." I stefnu Karvels Pálmasonar er að vonum deilt hart á lækna Borgar- spítalans. Sagt er frá blóðmælingu í septemberbyrjun, sem sýndi að ástand sjúklingsins var orðið „stór- hættulegt“ og að minnka hefði átt lyfjagjöf. Það var ekki gert. Einnig er sagt frá viðbrögðum læknis, þeg- ar þingmaðurinn kvartaði yfir breytingu á hjartaskurðinum. „Læknirinn sagðist „ekki vera neinn skurðlæknir" en sagði skurð- inn vera í lagi.“ í skrá læknis á Bolungarvík, sem skoðaði sjúklinginn, segir eftirfar- andi: „Getur ekki stöðvað blóðnasir sínar, sem byrjuðu í morgun." í sjúkraskrá Borgarspítalans er þess hins vegar getið, að Karvel hafi haft „smánefblæðingu". ÁSÖKUN UM HIRÐULEYSI OG KÆRULEYSI Samkvæmt stefnu þeirri, sem lög- maður Karvels Pálmasonar hefur lagt fram í borgardómi, dróst það alltof lengi að gerð væri blóðmæl- ing á sjúklingnum. Samt sem áður var ástand hans þannig „að hann var með blóðnasir, það blæddi úr skurði, hann pissar blóði, gröftur vall úr skurði og hann var með verki og 38,5 stiga hita“. í stefnunni segir m.a. um meðferð Karvels á þessum tíma: „Ekki fór þá heldur fram blóð- mæling og er það fyrir neðan allar hellur þegar svona er komið. Það er Karvel Pálmason alþingismaöur sagöi alþjóð frá hrœöilegri lífsreynslu sinni í minnisveröu viötali viö Helgarpóstinn fyrir tœpum tveimur árum. Hann lét hins vegar ekki þar við sitja og hyggst nú sækja lœkna Borgarspítalans til saka og fá 12 milljónir í skaðabætur frá borgar- sjóöi. einróma álit lækna að hver dagur sem líður án þess að hafist sé handa um lækningu getur skipt sköpum þegar ígerð og blæðing eru fyrir hendi. Læknarnir vissu einnig að þegar um síðbúna ígerð er að ræða eftir hjartaaðgerð er hún djúpstæð." Spítalinn er líka sakaöur um að hafa glatað niðurstöðum bakteríu- ræktunar, sem gerð var í Bolungar- vík. Tíu dögum eftir sýnistökuna „hafði Borgarspítalinn líklega týnt upplýsingunum. Þurfti því að rækta nýtt sýni og þegar niðurstaða úr því lá fyrir ... var loks hafin fúkkalyfja- gjöf". Lyfjagjöf er hins vegar talin „gagnslítil nema til komi skurðað- gerð“, eins og segir í stefnunni. Slík aðgerð var þó ekki framkvæmd þá, þrátt fyrir að læknir, sem nafn- greindur er í dómskjalinu, hafi ítrek- að lagt áherslu á nauðsyn þess við kollega sína á hjartadeild og skurð- deild sjúkrahússins. Lögmaður Karvels kemst að þeirri niðurstöðu að „hirðuleysið hafi leitt til þess að ekki var unnt að framkvæma skurð- aðgerð" og segir að vandinn hafi orðið til „fyrir kæruleysi í læknis- meðferð". UMSÖGN SIÐANEFNDAR LÆKNARÁÐS NEIKVÆÐ FYRIR LÆKNANA Skurðaðgerð sú, sem í stefnunni er sagt að þurft hefði að gera mun fyrr, var síðan framkvæmd 1. októ- ber. „Kom þá út blóð með miklum þrýstingi. Átti skurðlæknirinn einskis annars úrkosta en stöðva blæðinguna til bráðabirgða með „pökkun“ og þrýstingsumbúðum og flytja stefnanda í ofsaflýti til London í St. Thomas-sjúkrahúsið til læknis- meðferðar." Um það bil tveimur mánuðum eft- ir að Karvel Pálmason kom heim frá London í síðara skiptið birti Helgar- pósturinn við hann viðtal um þá óhugnanlegu reynslu, sem hann hafði orðið fyrir. „Spunnust af því nokkur blaðaskrif og orðaskak í fjöl- miðlum," eins og segir í stefnunni, og „leiddi þetta til þess að Siðamála- deild Læknaráðs tók málið fyrir". Helstu niðurstöður siðanefndarinn- ar eru raktar í dómskjalinu, en þær eru í fjórum liðum. Kemur orðalagið ,,að of langur tími hafi liðið" fyrir í þremur af liðunum. Umsögn siða- deildar læknaráðs virðist þannig styrkja verulega stöðu Karvels gagnvart læknum Borgarspítalans. Nú er hins vegar biðstaða í málinu á meðan stefndi, þ.e. borgarstjórinn í Reykjavík fyrir hönd borgarsjóðs, fær tækifæri til að semja greinar- gerð sína. Hefur hann frest fram í desemberbyrjun, en möguleiki er á því að sá frestur verði framlengdur. Það getur þess vegna jafnvel dregist fram á næsta ár að málið verði feng- ið ákveðnum borgardómara í hend- ur, sem þá myndi ákveða dagsetn- ingu fyrir réttarhöldin. Og að niður- stöðu fenginni er síðan ekki ósenni- legt að dómnum verði áfrýjað til hœstaréttar, hvernig svo sem hann hljóðar. Það er því enn afar langt í að endanlega verði séð hvernig þessu máli lýkur, sem hófst með „venjulegri" hjartaskurðaðgerð í London síðsumars 1985. HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.