Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 9
um þessi mál, ásamt fjölda fólks frá
öllum hagsmunaaðilum. Það hefur
verið skipulagður mikill langloku —
erindaflutningur, aðallega til að
sýna fram á ágæti stjórnunar síð-
ustu ára. Ti! þessa erindaflutnings
völdust menn frá háskólanum og
öðrum ríkisstofnunum auk þess
sem sóttur var til Noregs prófessor,
íslenskur maður. Ég hélt stundum,
að ég hefði villst og væri kominn á
kúrsus. Þrátt fyrir allan erindaflutn-
inginn og margvíslegan lestur hefur
ekki tekist að heilaþvo mig varð-
andi ágæti núverandi fiskveiði-
stjórnunar.
Undir lokin hafði ráðuneytið sam-
ið drög að frumvarpi um áframhald-
andi fiskveiðistjórnun og var þá
svokölluð þingmannanefnd kölluð
saman. Við höfum átt tvo rabbfundi
með sjávarútvegsráðherra. Ég tel
það ámælisvert af ráðuneyti og rík-
isstjórn að hafa ekki farið löngu fyrr
í þessa endurskoðun. Það eru varla
meira en sex vikur þar til Alþingi
lýkur störfum fyrir jóí. Með þessu er
teflt á tæpt vað og sjálfsagt vilji mið-
stýringaraflanna, að tími sé sem
stystur til þess að unnt sé að stilla
þingmönnum upp við vegg, þegar
að afgreiðslu kemur.
Ég tel, að miðstýringarstefnan og
forréttindi til þeirra manna, sem eru
í útgerðinni nú — að þeir einir eigi
fiskinn í sjónum — og það, sem verst
er, að ákveðnir einstaklingar geti
selt fiskinn í sjónum — sé í hróplegri
mótsögn við stefnu Sjálfstæðis-
flokksins um frelsi einstaklingnum
til handa og minnir á haftabúskap-
inn í þjóðfélaginu á millistríðsár-
unum. Að öðru leyti er höfuðatriði
þess fyrirkomulags, sem nú er, að
það minnir á veldi lénsherra mið-
alda, sem var útdeilt forréttindum frá
krúnunni, og það þarf varla að
minna á, að þegar veldi þeirra var
brotið niður voru þeir ekki spurðir
ráða.
Mér er ljóst, að við verðum að
halda uppi fiskveiðistjórnun, tak-
marka þann afia, sem við tökum úr
sjó, og gæta þess, að haldist í hendur
nýting afla milli fólksins og þeirra
stóru og fjölmörgu dýra, sem í haf-
inu eru og taka sinn toll af nytjafiski.
Við unnum stóra og fræga sigra í
landhelgismálinu og leiddum það til
lykta á tiltölulega skömmum tíma.
Lokaspretturinn, útfærslan í 200
mílur og brotthvarf útlendinga af
fiskimiðunum, er stærsti og mesti
sigur, sem við höfum unnið í sjálf-
stæðisbaráttunni, að undanskilinni
einungis lýðveldisstofnuninni 1944.
Ef brotthvarf útlendinga af miðun-
um hefði dregist öllu lengur byggj-
um við hér nú við fátækt og at-
vinnuleysi.
Ég tel nauðsynlegt að ná sáttum
um fiskveiðistjórnunina. Ég og aðrir
svipaðrar skoðunar erum reiðubún-
ir til að slá talsvert af þeim kröfum,
sem við hefðum helst viljað sjá
framgengt. En hinn hópurinn,
kvótamennirnir, verður þá líka að
vera til þess búinn að slá verulega af á
móti.
Það er margt dapurlegt við þessa
stjórnun fiskveiðanna. Eitt lítið
dæmi er, að vestur á ísafirði liggur
nýr bátur, Siggi Sveins, og fær ekki
að veiða, vantar kvóta. Togari, sem
farinn er til margra mánaða við-
gerðar í útlöndum, á eftir talsverð-
an hlut síns kvóta. Nýi báturinn fær
samt ekki að veiða. Undarlegt þjóð-
félag, sem við búum í.
í beinu framhaldi af þessu er ekki
úr vegi að minnast á kvótamál land-
búnaðarins. Ég veit að þar þarf
margt að gera til að stemma stigu
við offramleiðslu. En sá vandi verð-
ur ekki leystur með ofstjórnun eða
ofsastjórnun, þar sem ekkert tillit er
tekið til aðstöðu, svo sem að beitar-
lönd eru nóg og hóflega beitt,
markaðssvæði nálæg og góð, en bú
svo lítil að minnsta skerðing verður
til að kippa undan þeim löppunum.
Ég sé ekki annað en heilu afskekktu
sveitirnar séu að leggjast í eyði
vegna skilningsleysis ráðamanna.
Það hefur sjaldan verið ríkari þörf
en einmitt nú á auknum skilningi á
lífi og störfum þeirra, sem búa vítt
og breitt um landið og kjósa að búa
þar áfram.
Þess vegna er það þjóðarnauð-
syn, að víðsýni og skilningur hins
gamla góða Sjálfstæðisflokks hefði
átt að ríkja í sjávarútvegi og land-
búnaði og þar þurftum við á að
halda ráðherra, sem hefði yfirsýn
og þekkingu á þessum málaflokk-
um. Launafólkið, sem vinnur hörð-
um höndum í atvinnulífi okkar, þarf
á meiri skilningi að halda en nú er.
Ríkisstjórnin boðar fastgengis-
stefnu, sem út af fyrir sig er ágæt.
En það fer ekki saman að boða fast-
gengisstefnu á verðlagi útflutnings-
vara og láta framleiðendur þeirra
búa við um 30% verðbólgu. Ef fast-
gengisstefnan á að haldast verður
að sporna við þeim gífurlegu hækk-
unum, sem eiga sér daglega stað í
allri þjónustu og þeim framleiðslu-
greinum, sem velta öllum hækkun-
um af sér út í verðlagið hér innan-
lands. Til þess að þetta nái fram að
ganga þarf aftur samstillt átak, en
ekki meting milli stjórnarflokka og
ráðherra í ríkisstjórninni, eins og nú
er. Tíminn hælir utanríkisráðherr-
anum fyrir frábær störf daglega.
Alþýðublaðið og Morgunblaðið
hæla alþýðuflokksráðherrunum.
Mér finnst lítið bera á ráðherrum
Sjálfstæðisflokksins, en það er
óhætt að segja að það ríkir ekki
nein sérstök gleði meðal óbreyttra
sjálfstæðismanna.
Var klofningurinn í vor óhjá-
kvœmilegur, eda hefði mátt komast
hjá honum med markvissari vinnu-
brögöum?
Ég tel, að það hefði mátt komast
hjá þessum klofningi. En það er allt-
af hægt að segja, að auðvelt sé að
vera vitur eftir á. Þetta hafði býsna
langan aðdraganda. En það var
margt klaufalegt í meðferð málsins.
Hefði þetta ekki komið fyrir værum
við núna með tveggja flokka ríkis-
stjórn, sem ætti auðveldara með að
vinna saman eins og allir skilja, þótt
ég vilji ekki gera upp á milli þeirra
flokka, sem nú eiga aðild að ríkis-
stjórn, hvor væri æskilegri.
Víkjum aftur aö fundi miðstjórnar
og þingflokks eftir viku. Telurdu ad
menn muni þar leggja sig fram um
aö ná lausn á vandamálum flokks-
ins?
Eins og þú heyrir er ekki mikil
bjartsýni ríkjandi hjá mér. Ég vona
að menn nái áttum. Það er þó fyrst
og fremst hlutverk formanns, vara-
formanns og formanns þingflokks
að sjá um að þar fari fram hrein-
skilnislegar umræður og menn
mæti til þess leiks með jákvæðu
hugarfari.
I þessum mánuði á ég 50 ár að
baki í Sjálfstæðisflokknum, gekk í
hann 16 ára gamall og hef starfað í
honum síðan, samfellt og mikið.
Mér finnst andrúmsloftið núna lævi
blandið. Ég gæti sagt þér miklu
meira af starfseminni og öllum
vinnubrögðum, en ég ætla að láta
þetta nægja núna og sjá til, hvað
næstu mánuðir bera í skauti sínu. Ég
á ákaflega marga og góða vini í
Sjálfstæðisflokknum, og þá ekki síst
í heimakjördæmi mínu á Vestfjörð-
um. Ég' hef litið á mig sem starfs-
mann þessa fólks og þann tíma, sem
ég á eftir að vera á Alþingi, held ég
áfram að vinna fyrir það eftir bestu
getu — ekki fyrir sérstaka hags-
munahópa, heldur almenning í því
kjördæmi og alla þá annars staðar á
landinu, sem við svipuð kjör búa og
eiga samleið með okkur.
„Þaö hefbi vissulega verid gaman aö vita,
hversu mikla síld við heföum selt þangaö á
síöustu árum ef Morgunblaöinu heföi tekist aö
losa okkur viö olíuviöskiptin viö þau. En þaö
heföi oröiö dýrt gaman."
YFIRSÝN
eftir Magnús Torfa Ólafsson
Japan og Evrópa ætla sér
að hnekkja veldi dollars
I þessari viku býður ríkissjóður Bandaríkjanna til
sölu skuldabréf að fjárhæð 23,75 milljarðar dollara.
Með þeim ríkisskuldabréfum hyggst Bandaríkjastjórn
fjármagna hallarekstur sinn næsta mánuð.
mynt, og ráða því þannig sjálfir á
hverju gengi þeir endurgreiða.
Fjögur stærstu tryggingafélög Jap-
ans hafa þegar orðið að afskrifa af
eignum sínum upphæð sem nem-
Noboru Takeshita tekur við forsæti Japansstjórnar á afdrifaríkum tímum,
en hefur reyndan fjármálaráðherra sem veit hvað hann vill.
Söluskilyrði skuldaviðurkenn-
inga bandarískra stjórnvalda eru
ekki hagstæð, þegar dollarinn fell-
ur frá degi til dags, langt niður fyr-
ir þau viðmiðunarmörk, sem talið
var að stjórnir sjö helstu iðnríkja
Vesturlanda hefðu komið sér sam-
an um. Því var Reagan forseti
gerður út af örkinni í fyrradag, til
að lýsa yfir að nú þætti sér gengis-
fallið orðið nóg. Við það tók
bandaríski gjaldmiðillinn smákipp
upp á við á heimsmarkaði, en það
dugði ekki til að forða verðlækk-
un yfir daginn á hlutabréfum í
kauphöllinni í Wall Street. Af því
var sú ályktun dregin, að nú væri
svo komið að meira þyrfti til af
bandarískri hálfu en nokkur orð
frá Reagan til að snúa við óheilla-
þróun undanfarinna vikna á al-
þjóðlegum gjaldeyris- og fjár-
magnsmörkuðum.
Fyrir skuldabréfaútboð Banda-
ríkjastjórnar tóku að berast frá
Tokyo fregnir sem hermdu, að
allsendis væri óvíst að japönsk
stjórnvöld héldu áfram að hvetja
þarlenda fjármagnseigendur til að
kaupa slíka pappíra. Fyrir þessu
voru bornir heimildarmenn í jap-
anska fjármálaráðuneytinu, sem
ekki vildu láta nafna sinna getið.
Kíji Míjasava, fjármálaráðherra i
fráfarandi stjórn Nakasones og
skipar sama embætti í nýrri stjórn
Takeshitas, fór ekki í launkofa
með sína skoðun. Hann lýsti yfir,
að Bandaríkjastjórn mætti ekki
lengur láta reka á reiðanum í ríkis-
fjármálum. ,,Það sem nú skiptir
máli er að forsetinn verður að taka
ákvörðun og fallast á skattahækk-
un,“ mælti hann.
Míjasava verður enn frekar en
hingað til sterki maðurinn í mótun
japanskrar fjármálastefnu við for-
sætisráðherraskiptin. Nakasone
var óvenju frakkur til foringjatil-
burða af japönskum stjórnmála-
manni að vera og leikinn á al-
þjóðavettvangi. Takeshita er aftur
á móti hefðbundinn, japanskur
samstöðustjórnmálamaður og lítt
reyndur í alþjóðasamskiptum.
Og japanski fjármálaráðherrann
talaði ekki upp úr eins manns
hljóði. Áður hafði Thatcher, for-
sætisráðherra Bretlands, látið
vitnast að hún hefði ritað Reagan
bréf, sem ímyndarsmiðir járnfrú-
arinnar vildu að fjölmiðlar nefndu
,,eldflaug“, og brýnt fyrir honum
að hagur vestræns heims ylti á að
stjórn hans tæki á sig rögg og
sýndi ótvíræða viðleitni til að fást
við hallann á bandarískum ríkis-
fjárreiðum. Áður hafði vikum
saman ríkt opinbert taugastríð
milli James Baker, fjármálaráð-
herra Bandaríkjanna, og vestur-
þýskra stjórnvalda, bæði ríkis-
stjórnarinnar í Bonn og seðla-
bankastjórnarinnar í Frankfurt.
Allt frá því óráðsíustjórn Ron-
alds Reagan tók að hrúga upp rík-
isskuldum í Washington hefur að
mestum hluta komið á banda-
menn Bandaríkjanna í Vestur-
Evrópu og Austur-Asíu að borga
brúsann. Sparnaður í Bandaríkj-
unum er með því lægsta sem
þekkist í iðnvæddum löndum, og
skattalækkanir Reagans hafa enn
aukið á neyslugleðina. Með kaup-
um á bandarískum ríkisskulda-
bréfum og annarri fjárfestingu í
Bandaríkjunum hafa sparifjáreig-
endur í Japan og Vestur-Evrópu
borið kostnaðinn af hallabúskap
Bandaríkjamanna.
Nú er svo komið að þetta dæmi
gengur ekki lengur upp. Ráðs-
mennska Bandaríkjastjórnar hef-
ur verið með þeim hætti, að
bandamenn hennar handan Atl-
antshafs og Kyrrahafs sætta sig
ekki við afleiðingarnar af einhliða
ákvörðunum hennar, þar sem
meira mið er tekið af bandarísku
innanlandsástandi og pólitískum
viðhorfum en ráðdeild og lang-
tímaþörfum sameiginlegs heims-
markaðar. Og vegna þess að
Bandaríkin eru orðin skuldugasta
ríki heims geta Bandaríkjamenn
ekki lengur látið umheiminn
dansa eftir sinni pípu.
Fyrst var gengi Bandaríkjadoll-
ars látið stíga upp úr öllu valdi. Síð-
an tók það að falla, og hefur dollar
nú misst um það bil helming af
verðgildi sínu gagnvart vestur-
þýsku marki og japönsku jeni á
tveim og hálfu ári. Síendurteknar
yfirlýsingar frá fundum fjármála-
ráðherra iðnveldanna um sameig-
inlegar aðgerðir til að stjórna þró-
uninni á gjaldeyrismörkuðum
hafa raknað upp í tímans rás. Um
þverbak keyrði í síðasta mánuði,
þegar James Baker tók að
skamma Vestur-Þjóðverja fyrir
opnum tjöldum. Afleiðingin varð
hrun á hlutabréfamarkaði 19.
október, og síðan hafa markaðirn-
ir um heim allan verið í uppnámi.
Ekki hafa borist fregnir af að
nafnlausar hótanir japanskra
embættismanna um að kippa að
sér hendinni í kaupum á banda-
rískum ríkisskuldabréfum hafi
orðið að alvöru. Enda gerast hlut-
irnir ekki með svo skjótum hætti í
æðri milliríkjafjármálum. Fregnin
af að þessi möguleiki sé til athug-
unar á æðstu stöðum í Tokyo er
aðvörun til Bandaríkjastjórnar.
Rökstuðningur japönsku
embættismannanna er sá, að í
þetta skipti verði Bandaríkja-
mönnum ekki látið það líðast að
lifa um efni fram á kostnað ann-
arra, eins og þeir komust upp með,
þegar kostnaðinum af Víetnam-
stríðinu var velt yfir á viðskipta-
þjóðir Bandaríkjanna með frá-
hvarfi stjórnar Nixons frá fastri
gullskráningu. Þar að auki hafa
Bandaríkjamenn skákað í því
skjóli, að einir þjóða eiga þeir er-
lendar skuldir skráðar í eigin
ur 13 milljörðum dollara út af
orðnu gengisfalli þeirrar myntar.
Þegar James Baker sagði í við-
tali við Wall Street Journal í síð-
ustu viku, að sama væri sér þótt
dollarinn félli enn frekar, ef þess
þyrfti með til að afstýra afturkipp
í bandaríska hagkerfinu, var hann
í raun og veru að hóta þvi að halda
áfram að afskrifa erlendar skuldir
með þessum hætti. Slík ráða-
breytni er meðal annars gerleg
vegna þess, að helstu hráefni og
olía eru verðlögð í dollurum á
heimsmarkaði. Framleiðendur
þessa bera þvi að sinum hluta
verðfall myntarinnar og létta þeim
þunga af bandarískum notendum
innflutts varnings af því tagi.
Aðstoðarfjármálaráðherra Jap-
ans, Tojú Gjothen, kemur opin-
skátt fram í viðtali í fyrri viku, og
segir að ríkjandi ástand leiði í ljós
að ekki verði lengur búið við það
fyrirkomulag, að Bandaríkjadoll-
ar sé viðmiðunar- og viðlagagjald-
miðill í heimsviðskiptum. Með
samkomulagi aðila verði að binda
svo um hnúta, að jenið og vestur-
evrópskir gjaldmiðlar komi einnig
við sögu. Þetta sé orðið eina leiðin
til að skapa á ný traust markaðar-
ins á ráðsmennsku stjórna iðn-
veldanna.
Ekki fer milli mála, að stjórnir
ríkja Vestur-Evrópu eru á sama
máli og japanski aðstoðarfjár-
málaráðherrann. Það vottar þvert
nei stjórnar Vestur-Þýskalands við
kröfum James Baker. Bandamenn
Bandaríkjanna eru því sýnilega
staðráðnir í að láta Reagan og
hans menn vorkennast að þessu
sinni, knýja þá til að ganga til sam-
komulags á jafnréttisgrundvelli
um nýjan grundvöll heimsvið-
skipta, eða horfa upp á frekara
markaðshrun og afturkipp eða
jafnvel kreppu af þess völdum.
Ekki hefur bætt úr skák, að enn
dragast viku eftir viku samkomu-
lagsumleitanir Bandaríkjaþings
og stjórnar Reagans um marktæk-
ar aðgerðir til að vinna á fjárlaga-
hallanum. Niðurstaða í því máli, á
þá leið að markaðurinn telji að nú
sé mönnunum alvara, gæti gefið
stjórnum iðnveldanna ráðrúm til
að leggja grundvöll að sameigin-
legum úrræðum.
HELGARPÓSTURINN 9