Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 25
Afsökun fyrir því að grafa ekki skurði Hálfkœringslegt viötal viö myndlistarmennina Grétar Reynisson og Þórunni Sigrídi Þorgrímsdóttur. Á morguri, föstudag, opna í Ný- listasafninu v/Vatnsstíg sýningu á verkum sínum þau Grétar Reynis- son og Þórunn Sigrídur Þorgríms- dóttir. Þessi sýning kemur á nokkuð skemmtilegum tíma því þau hafa einnig verid í sviðsljósinu aö undan- förnu fyrir leikmyndir sinar. Sem stendur eiga þau saman fjórar leik- myndir í leikhásum borgarinnar; Grétar í Skemmu LR v/Meistara- velli, þar sem Djöflaeyjan er sýnd, og á Litla sviði Þjóðleikhássins, við Bílaverkstœði Badda. Þórunn á hins vegar leikmyndirnar við Dag vonar eftir Birgi Sigurðsson, sem LR hefur lengi sýnt, og sömuleiðis við Brúðarmynd Guðmundar Steins- sonar í Þjóðleikhúsinu. HP hitti þau í Nýlistasafninu og bað þau segja eitthvað spakt um myndlistina og mismunandi form hennar, málverk- ið og leikmyndirnar. Þau hafa komið sér fyrir í sátt og samlyndi í Nýlistasafninu, Þórunn á jarðhæðinni og Grétar uppi á lofti. Þau eru reyndar vön því að deila saman plássi því þau hafa haft sam- an vinnustofu í þrjú ár eða fleiri, þau þykjast ekki muna það svo glöggt. Þetta er fyrsta einkasýning Þórunn- ar og hún segist hafa málað mynd- irnar á síðustu þremur árum þó uppistaðan sé frá síðastliðnu sumri — rigningarsumri á Reyðarfirði. Myndir Grétars eru hins vegar blaut- ar ennþá, sumar hverjar, en hinar málaðar í sumar og haust, margar á Norðfirði og í Hrísey. Þau gefa samt lítið út á það hvort þarna ríki ein- hvers konar austfirsk stemmning. Það er þetta sama með þetta við- tal og öll önnur, myndlistarmenn þykjast aldrei hafa neitt að segja. Islenskir menningarvitar farnir að bíða með öndina í hálsinum eftir myndlistarmanni sem hefur eitt- hvað að segja til tilbreytingar. Hugmyndin þróast út í að hafa þetta klisjuviðtal og það vantar ekki: Grétar: ,,Já, þetta er skemmtilegt, spennandi og líka gaman.“ Þórunn: „Gefur manni útrás..." Þá þótti þetta ekki fyndið lengur og ákveðið að sleppa þessu með klisjurnar og fara yfir í alvarlegra: Grétar: ,,Það sem ég er að hugsa er að fella sýninguna inn í það rými sem ég hef, láta hana passa húsinu. Ég er að vinna hér með form sem endurtaka sig — þau eru að vísu sjálfsprottin en haldast samt innan þessa ramma." Þórunn: „Mitt framlag er hins vegar skrautlegra, ég held að þetta sé frekar skrautleg sýning, sterkir litir, ég hef verið að vinna mikið með sterka liti að undanförnu. Mað- ur verður alltaf að vera að reyna eitthvað nýtt og leika sér.“ Grétar: „Þetta er bara föndur, af- sökun fyrir að vera ekki að grafa skurði, maður er svo mikill aum- ingi. Það er kosturinn við listina að maður getur bæði verið latur og duglegur. Áður fyrr var alltaf verið að segja manni að letin væri versti óvinur listarinnar, fólk kemur og hrífst og segir mikið ertu duglegur eða það skammast yfir letinni. Fyrir manni sjálfum er þetta samt engin formúla." — En Þórunn, skyldi hún líka vera aumingi? Þórunn: „Ja, ég vil frekar gera þetta en að vinna í fiski. Auðvitað eru það líka forréttindi að fást við það sem manni þykir gaman að.“ Grétar: „Kannski má segja að við gröfum okkar skurði, menningar- skurði, og þá þarf að grafa líka. En auðvitað er þetta fyrst og fremst leikur. Það er þegar menn fara að taka sig of alvarlega og stilla sér upp á einhvern stall sem hlutirnir fara að floppa." — Einmitt, förum þá aðeins yfir í leikmyndirnar. Þórunn, þú ert menntuð í leikmyndagerð er ekki svo? „Jú, ég er það reyndar, en það er líka myndlistarnám. Ég lít svo á að ég sé að vinna myndir, bara miklu stærri, þegar ég er í leikhúsinu." — Myndirnar á sýningunni bera keim af leikmyndinni við Brúðar- myndina... „Já, stundum held ég að maður hafi bara eina mynd í hausnum á sér sem maður er sífellt að fást við...“ Grétar: „Það er ekki þannig hjá mér. Ég blanda leikhúsinu aldrei saman við myndirnar mínar. Eða það held ég ekki. Ég rembist miklu frekar við að mála myndir í leikhús- inu.“ Þórunn: „Ég er nú ekki sammála þessu, mér finnst vera greinileg tengsl milli málverkanna þinna og þess sem þú gerir í leikhúsinu, þetta er allt sami grauturinn." (Fer út í smáþras.) — Burtséð frá þessu, hver er meginmunurinn á þessu tvennu? Þórunn: „Málverkið er miklu áþreifanlegri afrakstur. Það er alltaf til en leikmyndin stendur þarna bara í einhvern tíma og þegar sýn- ingar hætta hefur maður ekki meira um hana að segja. En það getur líka verið gott því þá þarf maöur ekki að burðast með hana í höfðinu lengur en hún stendur uppi." Grétar: „Það sem ég er að gera í leikhúsinu tengist kannski frekar skúlptúr en málverki. Maður er að reyna að fá þennan skúlptúr til að fúnkera sem stórt þrívíddarverk. Mér finnst erfiðara að fá mynd til að fúnkera heldur en leikmynd, það er erfiðara að mála myndir en að gera leikmyndir. í málverkinu byrjar maður frá núlli og er engum háður nema sjálfum sér, öfugt við leikhús- ið þar sem þú ert háður texta annars manns og svo öllum sem koma ná- lægt verkinu. Það er meira frelsi í málverkinu en það er líka erfitt að fara með þetta frelsi." Þórunn: „Ég er ekki sammála því að það sé erfiðara að mála málverk en gera leikmynd. Hins vegar má segja að kosturinn við málverkið sé sá að maður getur alltaf farið með mynd heim til sín og klárað hana, jafnvel þó hún hafi verið á sýningu. Þetta er nokkuð sem maður gerir ekki með leikmynd, þar verður maður að reyna að gera betur en maður gerði síðast." Grétar: „Já, maður málar líka bara hverja mynd fyrir sig og um leið er maður engum háður og það er þess vegna allt annar tilgangur sem býr að baki. Það er líka allt ann- að vinnulag í leikhúsinu, öll orkan fer i að koma sér niður á hugmynd en svo þegar hún er komin þá eyðir maður megninu af tímanum í að gera ýmsa praktíska hluti sem ekki eru beint viðkomandi listinni." — Þá var þessu óformlega spjalli við myndlistarfólkið lokið og ekki meira um það að segja. Fólk verður svo bara að drífa sig í Nýlistasafnið til að sjá myndirnar. KK TÍMANNA TAKN Hvílíkar framfarir Kenningin sem sett verður fram í þessari grein er einföld: Sjónvarpið (og myndbandið) er á góðri leið með að fremja menningarmorð ó íslandi. Leikhúsið er búið að missa einn þriðja af áhorfendum sínum á árunum milli 1982 og 1986. Reglubundið missir leikhúsið 15.000 áhorfendur á ári. Áhugamannaleikhúsið er í rúst. (Rúmlega 40% minni að- sókn á sama tíma og fyrr er get- ið). Færri leikrit, færri sýningar, færri áhorfendur á hverri sýn- ingu. Á síðustu átta árum hafa kvik- myndahús misst helminginn af áhorfendum sínum. Tónabíó og Bíóhúsið lokuðu í ár. Úti á landi eru kvikmyndahús víðast orðin að sælum minningum. Á síðustu sex árum hefur fjöldi kvikmynda sýndra hérlendis fækkað um 68% (190 kvikmyndir 1986 á móti 600 myndum 1980). Til var íslenskt menningar- kraftaverk sem vakti aðdáun út- lendinga og hægt var að mæla með tölum: íslendingar voru miklu duglegri en nágrannaþjóð- irnar að sækja bíó og leiksýn- ingar. Þá höfðu íslendingar fá- tækt og dálítið spennandi sjón- varp. Það var besta sjónvarp í heimi. I dag er íslenskt sjónvarp á sama stigi og í öðrum Evrópu- löndum. Menningar- starfsemin er í hættu. Allt sem ég hef að segja er ég búinn að segja í innganginum. Ef þið lesið eins mörg blöð og ég þá eruð þið kannski líka vön að líta bara á fyrirsögnina, fimm fyrstu línurnar og tíu síðustu. Það er reyndar óþarfi að lesa þessa grein áfram, best er að lesa fyrstu línurnar aftur. Þar stendur allt. Efnið á samt skiliö að nánar sé um það fjallað og ég ætla að skrifa tvær greinar um hrun leik- hússins og bíómenningarinnar. Óþarft er að taka fram að ég er ekki með sjónvarp. Mér finnst samt gaman þegar ég er í heimsókn hjá einhverjum aö sjá auglýsingarnar svona tvisvar eða |3risvar á ári. Fyrst og fremst vegna þess að þar sér maður eina leikna efnið sem íslenska sjónvarpið hefur upp á að bjóða. En líka til þess að vita hvaða vörur ég ætla aldrei að kaupa af því að ég vil ekki stuðla að því að fjármagna þetta menningarút- rýmingartæki sem sjónvarpið er. Sjálfum mér samkvæmur drekk ég þá bara vín og vatn en aldrei gos. Þessi hörmulega þróun hefur hingað til ekki fengið neina alvarlega umfjöllun. Af tveimur meginástæðum kannski: a) Hagstofan hætti 1980 að taka saman tölulegar upplýs- ingar um menningarstarfsemi. Hún byrjaði aftur 1986, en töl- urnar hafa enn ekki verið birtar. b) Þeir sem eiga hagsmuna að gæta hafa engu að tapa í þessari þróun og þegja þess vegna. Kvikmyndahúsin hafa snúið sér að vídeóbransanum. Nýir fjölmiðlar veita leikhús- og kvikmyndafólki meiri vinnu en það hefur átt kost á hingað til. Og sennilega er þægilegra að lána ofurmenni í erlendri kvikmyndaseríu rödd sína en að leikstýra Fjalla-Eyvindi á Hvammstanga. íslenska sjónvarpið hefur efni á að framleiða 3—4 leiknar myndir á ári. Hvort til er ein stöð, tvær eða fleiri breytir litlu. Verum bjartsýn og ímyndum okkur að framleiðslan verði tvöfölduð í næstu framtíð. Samt ætti eftir að fylla dag- skrá þessi 357 sjónvarpskvöld sem eftir eru á árinu. Á síðustu árum hafa stór lönd í Evrópu orðið fyrir dapurlegri reynslu. Með tvær stöðvar réðu þessi lönd við sjónvarp sitt. Með fimm stöðvar eða fleiri geta þau ekki mætt eftirspurninni. Þau fylla upp í skörðin með engilsaxnesku drasli. Stöð tvö er ruslatunna. Ríkissjónvarpið er litlu skárra. Minnumst ársins 1974, þá var bandarískt efniekkinema 14,7% af heildardagskrá íslenska sjónvarpsins. Hvílíkar framfarirl Gérard Lemarquis HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.