Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 14
Pabbar eru að breylasl, jafnl á íslandi og annars staðar á Vestur- löndum. Karlmenn hafa nefnilega uppgötvað, að fjöldi þeirra hefur hingað til klúðrað föðurhlut- verkinu. Af ýmsum ástœðum. Samt er það líklega besta rulla sem nokkur maður getur fengið, enda streyma nátimafeðurnir ná fram á (sjónar-) sviðið. Fyrir þremur árum gaf breski rithöfundurinn Frederick Forsyth út bók, sem á frummálinu nefnist „The Fourth Protocol". Á síðunni fyrir aftan titilblað reyfarans stendur eftirfarandi: „Bók þessi er tileinkuð Shane Richard, fimm ára, en án blíðuhóta hans og umhyggju hefði ég verið helmingi fljótari að skrifa hana.“ Þessi skemmtilega áritun er dæmigerð fyrir NYJA PABBANN, sem ver meiri tíma með börn- unum sinum en áður var algengt. Og... hann skammast sín ekkert fyrir það! Feður eru nefnilega hættir að vera þessar bældu fyrir- vinnur, sem umgengust krakkana lítið, komu aldrei nálægt bleyju- skiptum og áttu oft erfitt með að tjá börnunum tilfinningar sínar. Eða er ekki svo? Við fengum þrjá pabba á besta aldri til að lýsa sjálfum sér í föður- hlutverkinu. BÖRNIN VERÐA FÓRNARLÖMB STREÐTÍMABILSINS Fyrsti viðmælandi okkar var rúmlega fertugur karlmaður í ábyrgðarstöðu í þjóðfélaginu. Ffann á tvö börn, annað nálægt tvítugu og hitt þriggja ára, og hefur því reynslu af föðurhlutverk- inu á tveimur mismunandi tíma- bilum. En fann hann mikinn mun á því að vera með smábarn fyrir um fimmtán árum og svo nú í dag? „Ég trú því, þar til annað reynist sannara, að á þessu tímabili hafi ég tekið gífurlegum þroska," sagði hann brosandi, en með háalvar- legum undirtón. — Þú hefur sem sagt tekið miklum framförum sem faðir? „Það skal ósagt látið, en ég finn greinilega fyrir auknum þroska," hélt hann áfram á léttu nótunum. „Hins vegar er það aldeilis makalaust, að ég skuli ekkert hafa elst á þessu sama tímabili!" — Sirinir þú seinna barninu mun meira en því fyrra? „Ég geri það, já. Hitt er líka annað, að þegar fólk eignast svona örverpi um fertugt nýtur það þess á allt annan hátt. Vonandi fær síðara barnið ekkert yfirgengilega meiri umhyggju — þó mig gruni raunar að svo sé — en það er tvímælalaust mun meiri nautn fyrir þann, sem er í uppeld- ishlutverkinu. Og þar kem ég einmitt að þessum þroska, sem hefur aukist svo mikið! Viðkomandi er líka oftast kom- inn í meira jafnvægi og orðinn yfirvegaðri í tilveru sinni. Á þeim árum, þegar fólk eignast venju- lega sin fyrstu börn, eru allir i streðinu. Þetta þekkja flestir af eigin raun, þetta streðtímabil. Auðvitað ætlar enginn að láta börnin verða neitt fyrir því, en þau eru bara saklaus fórnarlömb í þessu. Þetta er einfaldlega stað- 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.