Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 20
þeirrar skoðunar að konur eigi sér sína sérvitund, ég hef aldrei lesið eða heyrt nokkuð sem sannfærir mig um það. Ég trúi þvi að það sé til sammannleg vitund og það er vont þegar verið er að tala um að karl- menn geti ekki skrifað um konur og öfugt. Ef ég heyri það að Grímur Hermundsson hafi kvenvitund, þá verð ég brjáluð. Rithöfundar skrifa um það sem þeim finnst þeir hafa eitthvað að segja um, ef karlmenn vilja skrifa um stráka þá gera þeir það og ef konur vilja segja eitthvað um konur þá gera þær það." — Þú byrjaðir ekki mjög snemma að gefa út bækur. „Nei, en ég hef alla tið skrifað, þegar ég var barn og unglingur skrifaði ég dagbækur. Ég á þær enn- þá og lít stundum í þær, þær eru afar skemmtilegar, fullt af skrítnum hug- myndum — svo eru þær líka svo barnslega einlægar. Þannig að ég hef alltaf skrifað án þess að það hafi orðið markvisst fyrr en síðustu ár.“ — Hvað með erótík? „Þessi bók er mjög erótísk, eins og öll ást er erótísk. í mínu tilfelli er það ástin á persónunum. Erótík er ekki fólgin í samlífslýsingum, hún er fólgin í ást sem getur verið á hverju sem er. Það er ógurlega þröngt að skilgreina erótík sem það að ein- hver káfi á buxnastreng og að vera að deila á höfunda fyrir eitthvað sem ekki er í bókunum þeirra, það er aldeilis fáránlegt. Kannski er það erótískt í sjálfu sér að skrifa." ÁSTIN OG TRÚIN — Þú talar um ástina á persónun- um, hvernig tilfinning er ástin? „Ástin er fyrst og fremst góð finnst mér, hún er hlý og góð.“ — En getur hverfst í andhverfu sína.... „Já, hún getur líka verið eyðandi. Eins og allt hefur hún tvær hliðar, alveg eins og maðurinn, hann er bæði góður og vondur. Stundum er hann kvikindi, stundum er hann góður, þetta er eðli tilverunnar." — Ert þú stundum kvikindi? „Já, ég er það, eins og aðrir rnenn." — Hvernig ertu þá? Langar þig til að skjóta einhvern eða.... „Nei, ég finn nú ekki fyrir miklu hatri, hef aldrei gert það. Þetta brýst út í reiði, ég verð reið og öskra og æpi.“ — Þú segist oft vera spurð að því hvort þú sért trúuð? „Já, kannski er það vegna þess að í bókunum mínum eru ýmis fyrir- bæri sem fólki finnst ekki vera af þessum heimi. Þau eru það hins vegar, það er ekkert trúarlegt eða yfirnáttúrulegt við neitt sem ég hef verið að skrifa. Allt sem ég er að gera er að vitna til íslenskrar hefðar, þar sem það þótti eðlilegt að fleira væri á sveimi en allir festu auga á.“ — Þú trúir þá ekki í hefðbundnum skilningi? „Ja, ég trúi að það sé til eitthvað meira en manneskjan, eitthvað full- komnara, en hversu mikil völd það hefur það veit ég ekki. En ég leggst ekki á bæn og bið til guðs kirkjunn- ar, ég er ekki trúuð í þeim skilningi." — Úr trúmálum í stjórnmál. Þú ert í Alþýðubandalaginu og átt að vera á landsfundi núna, af hverju ertu það ekki? „Mér fannst ég ekki eiga neitt er- indi þangað, ég hef ekki unnið neitt fyrir flokkinn. Þó ég væri kosin á fundinn fannst mér fullt af fólki hafa þangað miklu meira að gera heldur en ég.“ — Þú varst samt á lista fyrir síð- ustu kosningar. „Já, ég var sögð svona skrautfjöð- ur og fólk fann sig knúið til að segja mér það, það er þá bara allt í lagi ef það vill hafa það svoleiðis. Ég er til- finningasósíalisti, var alin þannig upp og líklega verð ég alltaf svoleið- is. Ég hef aldrei getað skilið af hverju allir eru ekki sósíalistar, það undrar mig ekki að menn séu ann- að, en ég hef samt aldrei getað skilið það.“ AÐ VERÐA ANNAR — Ertu brothætt manneskja? „Ég hugsa það. Ætli ég viðurkenni það ekki. Já, ætli ég sé ekki bara ósköp viðkvæm, ef ég væri það ekki væri ég ekki að óttast að brotna fyr- ir framan fólk. En mér finnst líka að ef maður er brothættur, eða hvað á að kalla það, þá verði maður bara að lifa við það og virða það en ekki ganga á það endalaust og pína sig til að sýnast öðruvísi. Maður er alltaf að leika — og kannski verður maður að gera það — en svo getur maður bara ekki leikið á sumar tilfinningar sínar og það er allt í lagi. Lengi hélt ég að það væri ekki í lagi og þóttist vera minni manneskja fyrir vikið og kannski er ég það. En það er þá bara allt í lagi líka. Stundum hugsa ég til þess hvað það gæti verið gott að vera annar en maður er, þó ekki væri nema í einn einasta dag. Þá gæti maður skoðað heiminn upp á nýtt og fengið nýja sýn á hann. Ekki endilega til að skoða sjálfan sig heldur bara til að skoða heiminn á annan hátt." — Þegar þú verður sjötug, verð- urðu þá virðuleg kona sem fólk umgengst af lotningu og segir: Þarna er hún Vigdís, hún er hluti af bókmenntasögunni? „Ég veit það ekki, ég hef ekki neinn metnað í þá áttina, ég stefni ekki að því að verða einhver hilla í lífi fólks. Ég hugsa að ég verði ánægð ef ég get litið til baka og sagt með einhverri vissu að ég hafi verið sæmilega góð manneskja, ég er engin hetja." — Þegar ég fer eftir að hafa setið lengi og talað við hana, eftir að við slökktum á segulbandinu, segir hún að sér hafi ekki fundist þetta óþægi- legt. Það fannst mér ekki heldur. ALVÖRU STURTUKLEFAR Við höfum fengið nýja sendingu af ítölskum sturtuklefum og hurðum í ýmsum stærðum og gerðum. Hert öryggisghler í hvítlökkuðum ál- ramma. Hringbraut 120 sími 28600 Stórhöfða sími 671100 ShatuiH> GULLNA LINAN I r.HM'i' islcnsK shnrnpo /í^í’O <i íonni'iln, scm tV*l<J< . voiólaun í stiinke|)pni l.eruslu sérlr.eóinga i Veslur I vt'f)|)u. I innií’ djupiM’iing sem ,.i. Lerir hari ov’ h.irsverói LolLigen oj’ vílnmín. SJÖFN 0 DAGBÓKIN HENNAR DÚLLU Kæra dagbók. Það er ferlega fúlt að vera kominn til íslands aftur, eftir fjörið með mömmu í New York. Nú er það bara skólinn og gamla grámyglan, mað- ur. Ég var nú eiginlega búin að fá nóg af kjaftæði um pólitík fyrir alla æv- ina þarna úti, en daginn sem við komum voru kommarnir að kjósa sér formann og mamma datt sko beint inn i það. Hún fór ekki einu sinni að sofa, þó það væri að byrja nótt í hausnum á okkur. (Ferlega er asnalegt að fljúga af sér nóttina og mæta hérna á Islandi alveg eins og draugur, þegar allir eru að vakna...) Það varð alveg gasalegt ástand á heimilinu, vegna þess að mamma hélt með konunni en pabbi með kallinum og þau voru að þamba fri- hafnarbjórinn á meðan beðið var eftir úrsíitunum. Glætan! Þau héldu vöku fyrir mér með þessu, enda er aldrei tekið neitt tillit til manns hérna. Mamma sagði að það væru tima- mót ef kona yrði formaður í flokki, en pabbi spurði þá af hverju Kvennó (mamma brjálast þegar hann notar þetta orð) hefði ekki drifið í því að kjósa svo sem einn eða tvo. Það finnst mömmu náttúrulega ekki það sama, því hjá þeim eru allir jafnir... eða jafnar. Pabbi hrósaði þessum Ólafi alveg rosalega, mest til að stríða mömmu, og sagði að hann væri eitthvað „á heimsmælikvarða". En mamma hélt því fram að hann hefði notað „brútal" aðferðir til að komast til valda. Hún hefði ekki átt að segja það, því hún fékk bara einu sinni enn gamla fyrirlesturinn um að konur föttuðu ekki út á hvað póli- tík gengur. Pabbi er nefnilega sann- færður um að fólk komist ekkert áfram í stjórnmálum nema nota alls konar trikk og að mamma og hinar konurnar séu svo ógeðslega barna- legar að það verði endalaust „keyrt yfir þær“. Ég held að hann meini, að þær komist aldrei í þessa stóla, sem allt snýst um. Pabbi var búinn með alltof marga bjóra og fór líka að gagnrýna lands- fundinn hjá Kvennalistanum, sem fer að byrja. Hann gerði meiriháttar grín að einhverri „yfirskrift" fyrir þennan fund, sem hann las um í Mogganum. (Fyndið, því venjulega segir hann að allt sé haugalygi í Morgunblaðinu. En hann gleymir því alveg, þegar það passar honum að trúa því!) Pabbi sagði sem sagt, að kellingarnar ætluðu aðallega að tala um það, hvernig þær gætu skapað sér betri stöðu... nei, SÉRstöðu var það víst. Og það fannst honum hryllilega vitlaust. Hann var alltaf að spyrja mömmu af hverju þær færu bara ekki í aðra flokka, fyrst þær þyrftu að leita sér- staklega að þessari sérstöðu. Ég meina það! Eins og allir viti ekki hvernig er farið með konur í hinum flokkunum. Þær eru látnar búa til kaffi og halda kökubasara, en það nennir aldrei neinn að hlusta á þær. Mamma segir, að þær séu bara hafð- ar upp á punt. (Þá segir pabbi, að hann skilji af hverju Kvennó varð til. Þar séu einmitt allar kellingarnar, sem ekkert punt er í! Mér finnst þetta soldið hlægilegt hjá honum, en ég myndi fyrr deyja en láta mömmu sjá mig brosa að þessu.) Bless, Dúlla. 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.