Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 21
bandalagsins, eð_a 3. nóvember, sagði Ragnar Arnason, áhrifa- maður í Svavars-armi flokksins og formaður Útgáfufélags Pjóðvilj- ans, sig úr Alþýðubandalaginu í mótmælaskyni við að vera ekki kos- inn sem fulltrúi á fandsfundinn. Ragnar telst til alþýðubandalagsfé- lagsins á Seltjarnarnesi þar sem Olafur Ragnar Grímsson er sterk- ur fyrir. Ragnari mun hafa verið boðið að verða varamaður til að af- stýra úrsögn hans úr flokknum en hann þáði það ekki. . . Fjölmiðlastarfinu hefur oft ver- ið líkt við bakteríu. Eitt skýrasta dæmið um þetta eru fjórir bræður úr Svarfaðardal og allir starfandi í fréttamennsku. Tveir þeirra, Atli Rúnar Halldórsson og Jón Bald- vin Halldórsson, eru fréttamenn á Fréttastofu útvarpsins. Þriðji bróð- irinn, Óskar Þór, er starfandi á dag- blaðinu Tímanum og sá fjórði, Jó- hann Ólafur, er fréttamaður á Degi á Akureyri. Er þetta einsdæmi í 90 ára sögu blaðamennsku í land- inu. . . D ■ mio Tinto Zink mun koma hingað tii lands í byrjun desember til að taka upp á nýjan leik viðræður um kísilmálmverksmiðju. Menn eru þó svartsýnir á að þær viðræður leiði til nokkurra aðgerða, þar sem ytri aðstæður hafi lítið breyst. Hins vegar hafa orðið miklar skipulags- breytingar á Rio Tinto Zink, þar sem Bristol-skrifstofan, sem Islendingar áttu viðskipti við, hefur verið iögð niður og færð undir aðalskrifstofu í London. Þessu hafa fylgt manna- skipti, þannig að e.t.v. kann þetta að breyta afstöðu þeirra Rio-manna. . . AUÐVELDUM VIÐ a/7 /7 s CrownePlaza Atlantik hefur gert samning við þetta stórglæsilega fimm stjörnu hótel í hjarta Hamborgar, við Aussenalster vatnið. Hótelið var opnað í sumar og býður uppá 200 herbergi. Stórkostleg aðstaða er til heilsuræktar og skemmtana. Má nefna sundlaug, nuddpotta, gufuböð, sólbekki, veitingasali, krá og kokteilbar. Flogið er með Arnarflugi sem nú hefur aukið rými í vélum sínum, farþegum til þæginda. Hamborg iðar af mannlífi, menningu og skemmtunum. Ekki hika lengur Skelltu þér til Hamborgar Yerð á mann í 2ja manna herbergi m/flugi kr. 22.570.- 3 nætur. Brottfarir alla fimmtudaga og sunnudaga dtuxvm Ferðaskrifstofa. Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstíg 1 símar 28388 og 28580 Jöfur hf. býöur kaupendum nýrra Peugeot, Chrysler og Alfa Romeo bifreiða ný og betri greiðslukjör en áður hafa þekkst. Útborgun aðeins 25% og eftirstöðvar greiðast á allt að 30 mánuðum. Komið eða hringið og kynnið ykkur málin. JOFUR HF NÝBÝLAVECI 2 • SÍMI 42600

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.