Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 33

Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 33
Pað veröur að vera svolítil stígandi í lífshlaupinu segir Hjörtur Hjartarson, adalféhirðir Ferðaskrifstofu ríkisins, sem sagt hefur upp störfum til að geta helgað sig guðfrœðinámi. Hjörtur Hjartarson, aðalféhirðir Ferðaskrifstofu ríkisins, yfirgefur öruggt ábyrgðarstarf og skemmti- lega samstarfsmenn um næstu mán- aðamót, til þess að helga sig guð- fræöinámi. A skrifstofunni hans er kort frá einum vinnufélaganum, sem á stendur: „Age is mostly mind over matter. If you don't mind, it doesn't matter." (Því miður er orðaleikurinn illþýðanlegur.) EFTIR JÓNiNU LEÓSDÓTTUR MYND JIM SMART Madur er nefndur Hjörtur Hjart- arson. Hann er adalféhirðir Ferða- skrifstofu ríkisins. Eftir fimm ár kemst hann á eftirlaun... eða hefði komist. Hjörtur hefur nefnilega sagt upp starfi sínu hjá ríkinu frá og med nœstu mánaðamótum til þess að geta gefið sig allan að háskólanámi. Hann innritaðist í öldungadeild þeg- ar hann uar fimmtugur og er nú kominn á þriðja ár í guðfrœðideild Háskóla íslands. SÖNGUR OG PÓLITÍK „Sú ákvörðun, sem ég stend frammi fyrir í dag — að hætta í vinn- unni og helga mig guðfræðinámi — á sér auðvitað einhverja grundvall- arforsendu. Það umhverfi, sem maður elst upp í, hlýtur að hafa mót- að mann og þar liggja ræturnar. Ég ólst upp vestur á Isafirði og gekk þar í KFUM og skátafélagið sem kornungur piltur. Þetta hefur allt sín áhrif... Afi minn, Finnbjörn Hermannsson, og faðir minn, Jón Hjörtur Finnbjörnsson, stunduðu líka mikið söng undir handleiðslu Jónasar Tómassonar og sungu oft í kirkjum. Þegar maður elst upp í svona andrúmslofti, söng og kirkju- legum athöfnum, þá fylgir það manni áfram. Hvað sjálfan mig varðar, þá fylgdi mér t.d. að vestan bæði áhugi á söng og stjórnmálum og í þessu hef ég hrærst óskaplega mikið. Skólastjórinn minn á ísafirði var Hannibal Valdimarsson og í mínu ungdæmi voru í bænum miklar póli- tískar hræringar, sem maður drakk í sig. Það var óskaplegur hiti í mönn- um — nánast trúarlegur. Ég get nefnt afa minn sem dæmi, en hann var mikill sjálfstæðismaður. Hann fékk slag og lagðist náttúrulega í rúmið, en þegar Ólafur Thors kom til þess að halda fund stóð gamli maðurinn upp úr veikindum sínum til að hlusta á Ólaf. ÞÓRARINN EINS OG KLUKKA Ég gifti mig 18 ára gamall og tókst á við lífsbaráttuna, eins og gerist og gengur. Konan mín heitir Unnur Axelsdóttir og við fluttumst í Kópa- voginn, þar sem við byggðum okkur hús. Það leið ekki á löngu áður en ég var farinn að taka þátt í pólitík og ekki dofnaði áhuginn, þegar ég hóf störf við prentverk og setningu á Tímanum. Þar kom ég inn í hápóli- tískt andrúmsloft, sem átti mjög vel við mig. Það var líka afskaplega merkilegt og þroskandi fyrir svona kornungan mann að umgangast þá stjórnmálamenn, sem þarna voru. Þórarinn Þórarinsson var ritstjóri blaðsins, þegar ég kom þarna, og eitt af fyrstu viðfangsefnum nýliða var einmitt að læra að lesa skriftina hans. Hann handskrifaði allt og ég átti eftir að setja marga leiðara og erlend yfirlit eftir hann, þau tuttugu ár sem ég vann á Tímanum. Það var skemmtilegt að fylgjast með því hvernig Þórarinn vann. Þar var allt eins og stafur á bók! Maður gat alltaf bókað það, að klukkuna vantaði fimm mínútur í tólf þegar hann kom með leiðarann. Og á slaginu hálf- fjögur kom hann til að lesa yfir bæði leiðarann og útlendu fréttirnar. Svona gekk þetta öll þessi ár, sem ég var þarna. HREIFST AF PERSÓNUM FREMUR EN FLOKKUM Þegar ég vann á Tímanum fór ég að taka þátt í pólitísku starfi í Kópa- voginum — stofnaði þar m.a. félag ungra framsóknarmanna og tók virkan þátt í uppbyggingu flokksins í bænum, þegar Jón Skaftason var að hefja sinn þingmennskuferil. Ég hygg nú að Framsóknarflokkurinn hafi orðið fyrir valinu vegna áhrifa þeirra, sem ég varð fyrir á Tíman- um. En ég er afskaplega öfgalaus maður til hægri eða vinstri, svo flokkurinn átti vel við mig. Hins vegar hefur það alltaf háð minni pólitísku baráttu — kannski vegna þess hve við búum í litlu þjóð- félagi — að mér hætti til að taka af- stöðu með ákveðnum persónum, ef mér fannst þær skara fram úr. Þegar Finnbogi Rútur Valdimarsson var t.d. upp á sitt besta var ég eindreg- inn stuðningsmaður hans í bæjar- málum í Kópavogi. Ég hef alltaf átt erfitt með að staðsetja mig fyrir fullt og fast. Þetta áttu félagar mínir oft erfitt með að skilja, því það var númer eitt að fylgja flokknum gegn- um þykkt og þunnt. Jafnhliða pólitíkinni stundaði ég mikið söng með Karlakórnum Fóst- brœðrum, en á þessum tíma var lífið með þessu hefðbundna formi að maðurinn vann úti en konan heima. Við eignuðumst fjögur börn, svo Unnur hafði nóg að gera við að stjórna heimilinu. Hún ól börnin afgjörlega upp! HALDA SIG GETA STJÖRNAÐ ÖLLUM HEIMINUM Þegar ég hafði verið í tvo áratugi á Tímanum fór mig að langa að breyta til í lífinu og mér bauðst starf sem framkvæmdastjóri blaðaútgáfu Samtaka frjálslyndra og vinstri- manna. Ég var nú ekki félagi í sam- tökunum, en fannst stefnan sam- rýmast vel mínum þankagangi, þvi mér hafði t.d. alltaf fundist Alþýðu- flokkurinn og Framsóknarflokkur- inn eiga að vera einn flokkur. Út frá þeirri forsendu tók ég starfið og þar með sogaðist ég töluvert inn í hring- iðuna í stjórnmálunum. Það fylgdi því vissulega nokkurt óöryggi að fara frá Tímanum eftir tuttugu ár, en HELGARPÓSTURINN 33

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.