Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 34

Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 34
maður verður stundum að taka áhættu í lífinu. Þá kemur svolítil stígandi í lífshlaupið. Persónulega fékk ég heilmikið út úr því að taka þátt í þessu. Ég sat t.d. tvisvar þing Sameinudu þjódanna, sem var mikill skóli. En það sýnir kannski það sem ég sagði um að fylgja ekki alltaf hreinum flokkslín- um, að á þessu tímabili var ég tvisv- ar kosningastjóri fyrir Karvel Pálmason vestur á ísafirði. í fyrra skiptið bauð hann sig fram fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri- manna, en í það síðara (1978) var hann óháður. Þetta sýnir, að ég hef aldrei getað bundið mig. En þarna réð það, að Karvel er einn minna bestu vina. Það spilaði auðvitað inn í þetta. Þrátt fyrir þetta er ég alltaf að verða harðari í því, að ég er fram- sóknarmaður í eðli mínu. Ég tók líka sjálfur virkan þátt í pólitík, var á sameiginlegum lista framsóknarmanna og samtakanna í Kópavogi og sat í bæjarstjórn og bæjarráði í þrjú, fjögur ár. Það rann fljótt upp fyrir mér, að það er ekkert nema þjónusta að vera í pólitík. Mér finnst mikið vanta á, að stjórnmála- menn geri sér grein fyrir að þeir eiga ekki að RAÐA. Það eiga að ÞJÓNA. Um það snúast stjórnmál. En margir ungir pólitíkusar fyllast ofmetnaði og hroka og halda sig geta stjórnað öllum heiminum. Lífið er bara ekki þannig. Gríski heim- spekingurinn Plató hafði lög að mæla, þegar hann sagði menn þurfa að ná ákveðnu þroskastigi til þess að geta tekið þátt í pólitík. Hann setti markið við fimmtugt og sagði að þjálfa ætti fólk skipuiega í því að geta tekið að sér pólitísk störf. VERÐUGT VIÐFANGS- EFNI AÐ AFLA SÉR ÞEKKINGAR Mönnum liggur hins vegar of mikið á nú til dags. Þetta unga fólk er svo óþolinmótt að það vill kom- ast í æðstu embætti strax á fyrstu stigum í stað þess að þjálfa sig. Mig langar til að nefna Steingrím Hermannsson i þessu sambandi. Hann er lifandi dæmi um mann, sem tekur út þroska og nær því að geta stjórnað án alls hroka og með þá þjónustulund, sem Plató vitnaði til. Ég get iíka tekið Ólaf Ragnar Grímsson sem dæmi, en ég vann með honum i Samtökum frjáls- lyndra og vinstrimanna og kynntist honum þá töluvert náið. Það þarf auðvitað enginn að fara í grafgötur með það, að Ólafur Ragnar er af- skaplega fær og hæfur maður, ljón- greindur og allt það... En það er spurning, hvort hann hefur til að bera það umburðarlyndi og þá þjónslund, sem nauðsynleg er til þess að gera stóra hluti í íslenskri pólitík. Menn mega ekki ganga að því gruflandi, að maðurinn einn sem slíkur getur ekki borið allar heimsins byrðar. Til þess að ná ár- angri í lífinu þarftu nefnilega að fá hjálp og þar kemur kristin trú inn í spilið. Menn, sem takast á við svona stór verkefni og ætla sér að vinna fyrir fjöidann, koma ekki bara fram á sjónarsviðið og segja „Hér kem ég og ég get allt, einn og óstuddur!" En þetta finnst mér þó há alltof mörg- um af þeim, sem eru að vasast í póli- tík í dag. Þeir þurfa hjálp til þess að gera stóra hluti og þar höfum við fengið vegvísinn gegnum margar aldir: Menn, sem hafa risið upp úr og tekið að sér verkefni í þágu fjöld- ans, hafa stuðst við kristna trú. Trú- in er grundvöllurinn að öllum fram- förum. Eftir að ég hafði lokið þessu póli- tíska tímabili, sem varði í um tíu ár, fór ég að hugsa æ meira um þetta. Mér fannst það verðugt viðfangs- efni fullorðins manns að afla sér þekkingar á þessum kenningum, sem komu fram fyrir botni Miðjarð- arhafs fyrir árþúsundum. Þegar ég. varð fimmtugur ákvað ég að láta verða af þessu og fara í skóla. Þess vegna fór ég í öldungadeildina. FÉKK ENGA KÖLLUN Ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á sögu, heimspeki og trúmálum og fór í Menntaskólann við Hamrahlíd til þess að afla mér þekkingar á þessu. Maður þurfti auðvitað að ganga í gegnum önnur fög, svo sem stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, líffræði og slíkt, en þau höfðuðu ekki til mín. Þetta var bara skylda, sem ég varð að sinna. Hins vegar hafði ég ánægju af félagsfræði, sál- fræði, trúarbragðasögu og heim- speki. Þangað leitaði hugurinn. Þegar ég útskrifaðist sem stúdent átti ég í töluverðri baráttu með það hvort ég ætti að halda áfram eða láta þetta gott heita. Ég var í ágætri stöðu, sem aðalféhirðir Ferðaskrif- stofu ríkisins, og líkaði mjög vel, enda hef ég unnið hér með afskap- lega góðu fólki. Átti ég að halda áfram sem opinber starfsmaður með fallega og bjarta skrifstofu, gott skrifborð og stól og allt það? Sem sagt, það sem maður hefði haldið sem ungur maður að væri nokkuð eftirsóknarvert: öryggi, sæmileg laun, börnin búin að hasla sér völl úti í lífinu og ósköp huggulegt líf framundan. Þetta hefði verið nokk- uð átakalaust. En ég lét slag sta.nda... Ég hugsaði með mér: „Nei, þú- hættir ekki. Þú afiar þér meiri þekk- ingar." En einn erfiðasti þátturinn í því að taka svona ákvörðun er sá, að yfirvinna vissa óæskilega eigin- leika, sem maður býr yfir. Það er hrokafull afstaða! Þegar maður er kominn þetta langt og hefur komið þó nokkuð víða við í lífinu heldur maður að það sé nú ekki mikið sem á vantar að maður sé alfullkominn. Maður viti í raun allt og geti allt. Það er erfitt að standa frammi fyrir því, að maður veit afskaplega lítið og er ósköp takmarkaður. Þessi hroki vill fylgja fólki og ég þurfti að gera mér grein fyrir því, að þekking mín var afskaplega tak- mörkuð á því, sem ég hafði áhuga á. Þ.e. heimspeki og trúfræði. Eftir stúdentspróf ákvað ég þó að lokum að fara í háskólann og ég valdi guð- fræði, sem ég hugsa að hafi verið afleiðing af þessu, sem ég sagði um barnæsku mína, og þeim áhrifum sem ég hef orðið fyrir gegnum tíð- ina. Ég hef ekki fengið neina sér- staka köllun eða vitrun til þess að fara í guðfræði, þó ég beri afskap- lega mikla virðingu fyrir þeim sem segjast hafa orðið fyrir því. En þessu var ekki þannig háttað hjá mér. HAGVAXTARHUNGRIÐ AÐ DREPA OKKUR Nú er þriðji veturinn minn í guð- fræðinni hafinn, en ég hafði ákveð- ið að nota fyrstu tvö árin til að kynna mér námið. Eftir þessi ár hef ég komist að því, að guðfræðideild- in er þannig byggð upp — á hávís- indalegan hátt — að hún fulinægði alveg þeim kröfum og óskum, sem bærðust með mér. Þarna eru af- skaplega færiri kennarar og þeir hafa gert þessa deiid þannig úr garði, að hún spannar yfir allt það svið, sem snertir manninn. Allt frá árdögum fram til dagsins í dag. Þegar maður hefur verið þarna í tvö ár fer áhugi manns að beinast að ákveðnum viðfangsefnum. Kristin siðfræði og pólitík eru t.d. fag, sejn höfðar ákaflega sterkt tii mín. Ég var einmitt að koma úr tíma, þar sem til umfjöllunar var ný pólitísk stefna, sem er að ryðja sér til rúms í heiminum í dag. Hún nefnist „hag- fræði stöðugleikans" og byggist á því að setja manninn númer eitt og fjármagnið til þess að þjóna honum — ekki öfugt. Það er nauðsynlegt að láta af þessu hagvaxtarhungri og þessu kapphlaupi til að framleiða sem mest og græða sem mest á sem stystum tíma. Afleiðingarnar eru nefnilega þær, að við göngum á þær birgðir, sem náttúran hefur látið okkur í té, svo sem olíu og jarðgas, og eyðileggjum andrúmsloftið. Við verðum líka að hætta að hugsa í of litlum einingum og huga að jörðinni sem heild, því við erum eiginlega á geimskipi! Við getum ekki enda- laust sóað. Það leiðir bara til glöt- unar. DEN TID DEN SORG Ég er mikið spurður að því núna á hverju ég ætla að lifa. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem ég hef orðið að taka mikilvægar ákvarðanir í lífinu, og ég lifi enn. Nú fer ég úr þessari stöðu og dett út af iaunaskrá hjá rík- inu, en hefði annars átt fimm ár í að komast á eftirlaun. Ég fórna því. Og á hverju ég ætla að lifa... ja, „den tid den sorg". Ég á húsið mitt í Kópavog- inum skuldlaust. Ef í harðbakka slær myndi ég bara selja það og minnka við mig. Þessi veraldlegu verðmæti verða einfaldlega að koma aftar í forgangsröðinni. Fjár- málin eru í öðru sæti hjá mér og ég hef lítið velt þeim fyrir mér. En ég get vel borið út blöð á morgnana, eða eitthvað slíkt, ef dæmið gengur ekki upp. Viðbrögð fólks skiptast annars mikið í tvö horn. Sumum finnst þetta áhugavert og margir hafa sagt: „Mikið vildi ég gera þetta líka, en ég er orðinn svo gamall." Þetta segir bæði fólk á mínum aldri og þaðan af yngra. Svo eru auðvitað aðrir, sem segja að það sé óðs manns æði að fara úr svona góðri stöðu og örygginu og ætla að demba sér út í nám á þessum aldri. Öldungafræðslan svokallaða hef- ur hins vegar gert það að verkum, að unga fólkinu í dag finnst þetta ekkert tiltökumál. Maður er tekinn sem einn af hópnum, sem er óskap- lega gott fyrir fólk á mínum aldri, því ósjálfrátt samlagast maður hugs- unarhætti þessa unga fólks. Þetta eru krakkar, sem tjá sig og láta skoð- anir sínar í ljós, og það er jákvætt af fá að umgangast þau. Ég hlakka afskaplega mikið til að geta loksins stundað þetta alfarið og þetta leggst vel í mig. Það er þó ekki langur tími eftir; Iíklega tvö og hálft til þrjú ár. En hvað tekur við að nám- inu loknu... það veit enginn." STJÖRNUSPÁ HELGINA 13.-15. NÓVEMBER Þú átt eftir að verða heppni aðnjótandi, sem ef til vill felst í aðstoð frá öðrum. Á laug- ardag ættirðu að leggja hart að þér líkam- lega, því það veitir vellíðan. Láttu ástvin þinn ekki fá þig ofan af þessu, en gættu þín þó á öllum öfgum, sem stofna heilsunni í hættu. NAUTIÐ (21 /4—21/51 Tilfinningasambönd eru undir álagi, en um leið og ákvörðun hefur verið tekin verður miklum áhyggjum af þér létt. Passaðu aur- ana betur en þú hefur gert undanfarið, dust- aðu rykið af gömlum áformum og komdu þeim í framkvæmd. Best er þó að bíða þar til í lok mánaðarins. TVÍBURARNIR (22/5-21 /6] Notaðu töfrana til að hressa upp á skap ástvinar þíns. Það er ekki þrjóska og leiðindi, sem að honum amar. Enn ríkir óvissa í einka- lífinu og þú ættir að láta hlutina þróast áfram í rólegheitunum. Það gengur mikið á í tilfinn- ingalífinu, en fjármálin eru a.m.k. skárri. imsaHEHi Þú færð óheppilega ráðgjöf, því það er auðvelt að gefa ráð þegar aðrir taka áhætt- una. Laugardagurinn er heppilegur til hvers kyns ferðalaga og til að sinna bréfaskriftum og símtölum. Þú gætir þurft að fresta áætl- unum þínum á sunnudag af heilsufars- ástæðum. LJÓNIÐ (21/7-23/8] Einhver aðili hundsar skoðanir þínar og til- finningar, en láttu það ekki koma þér úr jafn- vægi. Þú treystir fólki og tekur tillit til þess, en nýfengin reynsla ætti að hafa kennt þér sýna meiri varúð í umgengni við aðra. Ekki trúa öllu, sem þér er sagt. MEYJAN (24/8-23/9] Reyndu að slaka svolítið á fram yfir 21. nóvember, því annars áttu á hættu að taka ekki eftir ákveðnum tækifærum, sem upp koma. Sýndu frumkvæði og gleymdu erfið- leikum undanfarinna mánaða. Það er ekki heppilegt að festast í sama farinu núna. Snúðu þér fremur að nýjum verkefnum. L'/.iHi! Þú verður mikillar hjálpsemi aðnjótandi á föstudag, en ef þú sækist eftir launahækkun færðu neitun. Fjölskylduvandamál geturðu leyst með því að vera öðrum snjallari þakvið tjöldin. Ástvinum þínum finnst þú úti á þekju, en umhugsun um fortíðina ýfir bara upp gömul sár. SPORÐDREKINN (23/10-22/n Núna nýturðu uppskeru fyrri vinnu og ef þú leggur eitthvað aukalega á þig þessa dagana muntu líka njóta þess síðar. Vinur þinn þarf á fijálp að halda, sem þú ættir að veita honum. Hún gæti verið í ýmsu formi. Eitthvað verður til þess að auka útgjöldin á sunnudag. nsgQT.iUiiigiJiwiiwfiw Það er vonlaust að endurheimta liðna tíð og þú verður að sætta þig við breytingar. Vertu tilbúinn til málamiðlana í tengslum við fyrirkomulag heima hjá þér. Nú er hafið lang- besta tímabil ársins í lífi þinu, ef þú hefur kjark til að taka fyrsta skrefið í nýja átt. Föstudagurinn er vel til þess fallinn að endurnýja gamlan kunningsskap, sem teng- ist fjármálum, og félagslyndar Steingeitur njóta sín á laugardag. Vinir þínir eru hressir og skemmtilegir og öll ferðalög takast vel. Tengdafjölskyldan er til einhverra vandræða á sunnudag. VATNSBERINN (22/1-19/21 Vertu ekki hræddur við að taka mark á hugboðum þínum og láttu þá, sem fara yfir strikið, finna fyrir því. Sama hver á í hlut. Ákveðin sambönd eru mjög viðkvæm þessa dagana og ef til vill verður þú að taka af skarið og þræða óhræddur nýjar brautir. FISKARNIR (20/2-20/3! Það eru engar ýkjur, að peningavandamál þín séu gífurleg. Sannleikurinn er þó sá, að þau lagast ekkert nema þú teflir djarft. Og brátt færðu tækifæri til að minnka skuldirnar eitthvað. Næsta vika verður fróðleg fyrir þig. MÁL OG MENNING Um áfengi Mér býður í grun, að meirihluti íslendinga, sem komnir eru til vits og ára, hafi einhvern tíma á æv- inni bragðað áfenga drykki. Blöð- in segja jafnvel, að börnum innan við fermingu séu slíkir drykkir ekki með öllu ókunnir. I því sam- bandi mætti minna á, að frá því segir í Egils sögu, að Egill Skalla- grímsson brá sér í drykkjuveizlu, þegar hann var þriggja vetra. Raunar var föður hans ekki vel við það. Svo segir í sögunni: „Ekki skaltu fara,“ segir Skalla-Grímr, ,,því at þú kannt ekki fyrir þér at vera í fjölmenni, þar er drykkjur eru miklar, er þú þykkir ekki góðr viðskiptis, at þú sér ódrukkinn." ÍF 11,81. Vitanlega trúir enginn þess- ari sögu bókstaflega, en hún kann að benda til, að unglingadrykkja hafi ekki verið ókunn fyrr á öld- um. Allt um það eru orð eins og unglingavandamál og áfengis- vandamál ung orð í málinu. Orðið unglingr finn ég ekki í fornritum, og þótt forfeður okkar hafi allt frá landnámsöld neytt áfengra drykkja er orðið áfengi ekki kunnugt fyrr en á 19. öld. Elzta dæmi, sem ég þekki um orðið áfengi, er úr Skuld, blaði sem Jón Ólafsson, ritstjóri og al- þingismaður, gaf út á Eskifirði og í Reykjavík á árunum 1877—1883. í Skuld 1880 segir svo: í tilliti til áfengis sem undirrótar til ótal- margs íls (bls. 211), og síðar í sömu grein stendur: Oss dettur að vísu eigi í hug að gjöra áfengið útlœgt með verzlunarbanni (bls. 211). Orðið er þarna notað athuga- semdalaust, svo að hæpið er að gera ráð fyrir, að ritstjórinn, Jón •lafsson, hafi smiðað orðið, að minnsta kosti í tiiefni þessarar greinar. En þótt orðið áfengi sé svo ungt í málinu á það sér þó gamlar rætur eða öllu heldur gamla ætt- feður. Skal nú reynt að rekja þetta mál, enda þykir mér ekki líklegt, að fólk geri sér rellu út af því, hvernig orðið áfengi er hugsað eða til komið. I Heimskringlu Snorra Sturlu- sonar og raunar víðar í fornum rit- um kemur fyrir orðiö áfenginn, notað um drykk. Þar segir svo: En drykk skorti þar eigi um kveldit svá áfenginn, at allir váru full- drukknir ok höfuðverðir ok út- verðir sofnuðu. ÍF XXVII, 288, þ.e. veittur var svo sterkur drykkur, að allir urðu dauðadrukknir, svo að varðmenn úti við og inni við sofn- uðu. Ekki er þó líklegt, að áfengi sé myndað af orðinu áfenginn, þótt skylt sé. Það er vafalaust myndað af orðinu áfengur, sem einnig er kunnugt úr fornritum, sbr. t.d.: Drykkr var þar áfengr ok lítt sparðr. ísl.sögur III, 337 (útgáfa Guðna Jónssonar frá 1946). Orðið áfengur er myndað af orðasambandinu fá á. I Orðabók Menningarsjóðs er það þýtt „hafa áhrif á“. Ég vil þó taka fram, að ég er því vanari, að orðasambandið sé haft um „óþægileg áhrif", og kemur það heim við dæmið slysið fékk á hann, sem tilgreint er í orðabókinni. Þessi merking kem- ur einnig mjög greinilega fram í orðasambandinu láta ekki eitt- hvað á sig fá, „verða ekki miður sín af einhverju". En hvað sem þessu iíður er orðasambandið fá á bæði notað um góð áhrif og vond í fornu máli. Um hið fyrra mætti minna á vísu- part úr Hávamálum (93. vísu): opt fá á horskan, er á heimskan né fá, lostfagrir litir. SæE 54 (útg. Bugges). í lauslegri endursögn mætti segja, að þetta merkti „kynþokka- sælt útlit hefir oft áhrif á hinn næma, þótt það hafi ekki áhrif á hinn sljóa". Dæmi þess, að orðasambandið tákni vond áhrif, er einnig að finna í fornu máli í mjög svipuðu sambandi og ég tók áður úr nú- tímamáli. Þetta dæmi rakst ég á í Njálu: Njáll mœlti: „Lát þú lítt á þik fá, því at þetta mun þér verða til innar mestu sœmðar.." Hér merkir orðasambandið greinilega „láttu þetta ekki raska ró þinni". Þá eru einnig dæmi þess úr fornu máli, að orðasambandið fá á eftir Halldór Halldórsson sé haft um þau áhrif, sem menn verða fyrir af áfengum drykkjum. Vafalaust eru menn ekki á eitt sátt- ir um það, hvort slík áhrif séu góð eða vond. Vafalaust þykir þeim, sem áfengis neyta, áhrifin vera góð. En eftirköstin þykja mönnum ill. Það dæmi, sem ég hefi úr fornu máli, segir ekkert til um það, hvort um góð eða ill áhrif er að ræða, heldur aðeins, að á þann, sem drykkjarins neytti, hafi runnið víma. Dæmið er úr Orkneyinga- sögu: Þóra gekk sjálf um beina ok bar jarli drykk ok hans mönnum... Ok er drykkr fekk á jarl, þá gekk Þóra fyrir hann. ÍF XXXIV, 112. Ef ég skil undanfarandi dæmi rétt merkir áfengur „sem fær á“ í merkingunni „sem hefir ölvunar- áhrif á“ eða með öðrum orðum „sem veldur því, að maður verður drukkinn". Hugtökin „góður" og „vondur" skipta hér ekki máli. Fornmönnum hefir ekki þótt nauðsynlegt að hafa orð yfir það, sem veldur vímu. En á 19. öld hef- ir einhver orðhagur maður — hvort sem það var Jón Ólafsson eða einhver annar — búið til orðið áfengi. Þetta orð hefir síðan getið af sér mörg afkvæmi, svo sem áfengismál, áfengisvandamál, áfengisverzlun, áfengissýki o.s.frv. Þetta orð, áfengi, er eitt af þeim nýyrðum, sem menn taka ekki eftir að séu nýyrði. Svo vel fellur það inn í málið. 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.