Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 5
Beiðni Enteks um undanþágu frá reglum um eignarhlut erlendra fyrirtækja hér á landi verður væntanlega tekin til afgreiðslu hjá dómsmálaráðuneytinu bráðlega. Karland corp. vill kaupa 50% hlutafjár i Entek, en reglur leyfa aðeins minnihlutaaðild erlendra fyrirtækja í islenskum. SLÖN6UVERKSMWJU BJARGAD Á ELLEFTU STUNDU Fyrirtœkiö Entek á íslandi hf. í Hveragerði, framleiöandi áveituslangna, stendur nú á tímamótum. Það er á bjarg- brún, efsvo má að orði komast. Spurningin er hvort það hefur sig til flugs með stórum samningi við bandaríska fyrirtœkið Karland corp. eða tekur dýfuna niður á við. EFTIR PÁL H. HANNESSON MYNDIR JIM SMART Fyrirtækið var stofnað 27. ágúst 1983 og var Þorsteinn Pálsson, nú- verandi forsætisráðherra, fyrsti for- maður stjórnar þess og átti auk þess 1% hlutabréfa. í október var Þor- steinn hins vegar kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins og sagði þá af sér formennsku og seldi sinn hlut. Þann 22. nóvember sama ár var síð- an formlega tilkynnt um stjórnar- skipti og settist þá Ingvar J. Karlsson í sæti Þorsteins Pálssonar. Reyndar mun seta Þorsteins t formannssæt- inu aðeins hafa staðið í nokkra daga og Jón Gunnar Zoéga, sem sæti á í stjórn Enteks, sagði í samtali við Helgarpóstinn að áhugi Þorsteins hefði fyrst og fremst komið til vegna þess að hann vildi fá fyrirtækið til starfa í sínu kjördæmi. Rekstur Enteks hefur löngum gengið erfiðlega. Velta fyrirtækisins fyrsta starfsárið var samkvæmt upp- lýsingum Jóns Gunnars um 1.200.000 $ en sé miðað við álögð aðstöðugjöld á þessu ári var velta fyrirtækisins í fyrra nálægt 625 þús- undum, og hefur því dregist saman um nánast helming. Álögð aðstöðu- gjöid í ár voru samkvæmt upplýs- ingum Hverageröishrepps 250 þús- und krónur, en þau hafa ekki verið greidd og er sú skuld komin í hend- urnar á lögfræðingi. Þá skuldar fyr- irtækið Hveragerðishreppi um 750 þúsund krónur frá fyrri árum. Þá er í Lögbirtingi frá 30. október birt krafa um uppboð á Sunnumörk 4, eign Enteks. Kröfurnar eru frá nokkrum aðilum, samtals um 22 milljónir króna, og er þar krafa iðn- lánasjóðs langstærst, eða um 19 milljónir króna. Þessar upphæðir eru þó misvísandi, þvi þó t.d. iðn- lánasjóður geri kröfu upp á 19 millj- ónir króna er alls ekki öll sú upp- hæð gjaldfallin, heldur aðeins af- borgun þessa árs, sem reyndar átti að greiða í aprílmánuði síðastliðn- um. Fyrirtækið hefur því átt í erfiðleik- um með rekstrarfé, eins og sést kannski best á því að það hefur fengið pantanir upp á eina milljón dollara, en hefur ekki haft nægilegt fjármagn til að geta keypt hráefni svo framleiða megi upp í þá pöntun. En nú er hins vegar útlit fyrir betri tíma þar sem bandaríska fyrirtækið Karland corp. hefur áhuga á kaup- um á hlutabréfum í Entek á íslandi. Karland corp. hefur þegar keypt móðurfyrirtæki Enteks í Bandaríkj- unum og hefur staðið í nokkurn tíma í samningaviðræðum við Entek á íslandi. Að sögn Jóns Gunn- ars Zoéga eru samningar að mestu frágengnir, enn á þó eftir að semja um hvernig staðið verður að greiðsl- um. Áhugi Karland corp. á samning- um við Entek á íslandi skýrist aðal- lega af þeirri staðreynd að Entek á Islandi hefur einkamarkaðsrétt á slönguframleiðslu sinni í Evrópu, Afríku, Asíu og Ástralíu. Karland hefur hins vegar söluréttinn í Ameríkunum en vill nú samræma söluátak um allan heim. Því vill fyrirtækið eignast helm- ing hlutafjár í Entek á Islandi, með þeim atkvæðisrétti sem þeirri eign fylgir. Segjast forráðamenn Enteks ekki hafa áhyggjur af því þó lögum samkvæmt megi erlendir aðilar að- eins eiga 49% hlut í atvinnurekstri. Undanþágur hafi oft verið veittar og eflaust fari svo nú. Hlutafé Enteks var upphaflega 4 milljónir króna, en var síðan hækk- að í 14 milljónir. Fyrirtækið á ónýtta þriggja ára jöfnunarheimild, þannig að hlutaféð er í dag metið á um 20 milljónir króna. Verði af kaupum Karland corp. verður hlutaféð því hækkað í 40 milljónir króna. Kar- land mun hins vegar borga gott bet- ur fyrir þessar 20 milljónir í hlutafé, eða 80 milljónir króna — og er þar i raun og veru verið að borga fyrir aðgang að mörkuðum þeim sem Entek á íslandi hefur hingað til eitt haft aðgang að. Entek á Islandi mun þó halda öllum sínum réttindum og framleiðsluleyfum óbreyttum. Hér er þó ekki öll sagan sögð, því Entek-menn standa nú í samningum um að fá aðgang að markaðsfyrir- tæki í Bandaríkjunum sem Karland hyggst stofnsetja, og nefndi Jón Gunnar að þar með'fengi Entek á íslandi allt að jafnvirði 160 milljóna króna út úr þessum samningum. Sagði Jón Gunnar að samningarnir gerðu gott betur en að losa fyrirtæk- ið út úr skuldum, því þeir tryggðu framtíð þess einnig þar sem Karland tryggði þeim sölusamning að upp- hæð 800 þúsund dollarar, 32 millj- ónir króna með bankatryggingum, við undirskrift samnings. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra NEITAR AFSKIPTIIM ,,Eg vard raunverulega aldrei hluthafi, þad stóð til þegar þetta var á undirbúningsstigi og þá tók ég þá ákvörðun að fara inn í stjórn, en það gekk nú aldrei svo langt að ég fengi hlutabréfí hend- ur né sœkti fundi í því góða félagi," sagði Þorsteinn Pálsson í samtali við Helgarpóstinn. „Þegar ég var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, tveimur eða þremur vikum seinna, tók ég þá ákvörðun að vera ekki í neinu slíku félagi. Ég var í upphafi skráð- ur fyrir hlut í fyrirtækinu, en það kom aldrei til framkvæmda. Hvorki fékk ég né keypti þau hlutabréf né tók sæti í stjórninni. Ég var reyndar skráður formaður í félaginu í einhverjar vikur, en það kom aldrei til að það yrði haldinn stjórnarfundur þar til ég ákvað að segja af mér. En upphaf- lega ætlaði ég mér að vera með í þessu," sagði Þorsteinn Pálsson. HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.