Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 39

Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 39
FRETTAPOSTUR Ólafur Ragnar formaður Allaballa Ólafur Ragnar Grímsson var um síðustu helgi kjörinn for- maður Alþýðubandalagsins, sigraði Sigríði Stefánsdóttur nokkuð örugglega (60%—40%) í slagnum um stól Svavars Gestssonar á landsfundi flokksins. Mikil harka var í for- mannskjörinu og í kjörinu til framkvæmda- og miðstjórna flokksins. Stuðningsmenn Ólafs sváfu á verðinum i kjörinu til framkvæmdastjórnar, þar sem í meirihluta sitja and- stæðingar hans. Varaformaður var kjörin Svanfríður Jónasdóttir, ritari er Björn Grétar Sveinsson og gjaldkeri Bjargey Einarsdóttir. Af ályktunum landsfundarins vakti mestu athyglina verkalýðsmálaályktunin, þar sem Birna Þórðardóttir og fleiri fengu samþykktar viðbótartillögur sem gengu á skjön við fyrri drög og fólu í sér alvarlega gagn- rýni á flokkinn og verkalýðshreyfinguna, þótt um leið væri í fyrsta skiptið ítrekað að flokkur er eitt en hreyfingin ann- að og engin forskrift þar á milli. Meðal þess sem Birna fékk framgengt sem stefnu flokksins var að stöðva bæri samstarf vinstri manna og sjálfstæðismanna í æðstu stjórn ASÍ. For- seti ASÍ kallar ályktunina einföld mistök og varaforseti ASÍ, sjálfstæðismaðurinn Björn Þórhallsson, kallar hana rugl. Enn usli kratanna í stjórninni Nýrri sprengju hefur verið varpað inn í stjórnarheimilið og enn eru það kratar sem uslanum valda. í þetta sinn var það Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sem tók þá ákvörðun að veita sex fyrirtækjum leyfi til að selja frystan fisk til Bandaríkjanna næstu mánuðina. 4 samtök höfðu leyfi fyrir, aðallega þó Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og SÍS, sem brugðist hafa ókvæða við því að einokun þeirra sé ógn- að. Þorsteinn Pálsson og Steingrímur Hermannsson hafa tekið upp hanskann fyrir þessi samtök og bent á að til stæði að svið þetta félli brátt undir utanrikisráðherra. Mogginn hins vegar furðar sig á afstöðu Þorsteins, formanns Sjálf- stæðisflokksins, „þess stjórnmálaafls sem helst hefur barist fyrir viðskiptafrelsi og afnámi hafta“, og telur Jón ganga of skammt. Steingrímur varar aðilana 6 við því að nýta sér leyfið og hótar afturköllun þeirra. Hæstiréttur vilhallur stjórnvöldum? Einn reyndasti hæstaréttarlögmaður landsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, heldur því fram í nýrri bók, Deilt á dómarann, að Hæstiréttur sé helst til vilhallur stjórnvöld- um i dómum sinum, láti það að mestu vera að rökstyðja dóma sína og taki sér þar með óeðlilegt vald í túlkun á mann- réttindum. I bókinni fjallar Jón um 6 nýleg mál, þeirra á meðal frjálst útvarp í Valhöll og upptöku á eintökum Speg- ilsins án dómsúrskurðar. Magnús Thoroddsen, forseti Hæstaréttar, vísar gagnrýni Jóns á bug og segir hana ekki eiga við rök að styðjast. Bendir hann á að ekkert sé nýtt við það að menn greini á um dóma og bendir hann á að sjálfur hafi Jón flutt 3 af þessum málum og tapað þeim. Að ekki sé alltaf þörf á því að rökstyðja dóma í löngu máli. Um að Hæstiréttur sé vilhallur stjórnvöldum segir Magnús órétt- mætt að miða eingöngu við þessi einstöku mál á takmörkuð- um tíma, réttara væri að fara yfir alla áratugasögu Hæsta- réttar. Fréttapunktar • Ný samtök, Tjörnin lifir, hafa verið stofnuð til að sporna gegn hugmyndum um ráðhúsbyggingu út í Tjörnina og sam- farandi flutningi á húsi af svæðinu. • Sildarverksmiðjur rikisins töpuðu nálægt 100 milljónum króna á síðasta reikningsári og þar sem vertíðin hefur ekki farið vel af stað er útlitið framundan slæmt. • Fallið hefur verið frá frjálsu fiskverði í Verðlagsráði sjáv- arútvegsins, sjómönnum til mikilla vonbrigða. Töldu þeir að aðeins nokkurra mánaða reynsla væri ekki nóg til aftur- hvarfs. • Fyrsta verslunin í Kringlunni hefur verið seld. Verslunin California, sem Ásgeir Ebenezerson átti, heitir nú Jazz og er í eig_u Hrafns Haukssonar. • ,,Ég vil að vísu breyta Framsóknarflokknum, gera hann opnari og nútímalegri, og neita því ekki, að menn eins og Páll Pétursson vilja standa í vegi fyrir því,“ segir Stein- grímur Hermannsson í Heimsmynd. • Fyrsta umræðan á þingi um bjórfrumvarpið nýja hefur farið fram. Eru bjórsinnar nokkuð bjartsýnir að þessu sinni um framgang málsins, eru taldir í vænum meirihluta. • 41 árs maður lést um helgina eftir átök við annan mann, um þrítugt, og hefur sá játað í yfirheyrslum og verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 6. febrúar. • Mikla athygli hefur vakið vægur dómur yfir kynferðis- afbrotamanni. Hinn dæmdi var í Sakadómi Reykjavikur fundinn sekur um kynferðismök önnur en samræði við ungan dreng og fékk 2ja mánaða dóm. • Ný útvarpsstöð hefur hafið útsendingar á FM 95,7. Það er Ljósvakinn, í eigu sömu manna og Bylgjan. BÖN- OG ÞVOTTASTÖÐIN ÖS veitir eftirtalda þjónustu: tjöruþvott, djúphreinsun teppa og sœta, mótorþvott. Mössum lökk, ' bónum og límum ö rendur. Opið virka daga kl. 8—19. Opið laugardaga kl. 10-16. Bón- og þvottastööin Ós, Langholtsvegi 109 Sími 688177 LÉLEGASTA BÚDIN i B4NUM Nei, nei, þetta er bara smágrín viö erum ágœt VÖRULOFTIÐ SKIPHOLTI 33 FISLÉTTIR - MJÚKIR OG ÓTRÚLEGA ÞÆGILEGIR KULDASKÓR ÚR VATNSHELDU EFNI SEM HLEYPIR RAKA FRÁ HÚÐENNI FAST HJÁ: Reykjavík: Axel Ó., Laugavegi 11 - Hvannbergsbræðrum, Laugavegi 71 - Rímu, Laugavegi 89 - Rímu, Aust- urstræti 6 - Skóbæ, Laugavegi 69 - Skóvali, Óðinstorgi - Skóversl. Helga, Völvufelli 19 - Steinari Waage, Kringlunni, Egilsgötu 3 - Toppskónum, Veltusundi - Skóversl. Kópavogs, Hamraborg 3 - Skóhöliinni, Hafnar- firði. Staðarfelli, Akranesi - Kaupfél. Borgfiröinga, Borgarnesi - Skóbúð Leós, ísafirði - Óskalandi, Blönduósi - Kaupfél. Skagfirðinga, Sauðárkróki - Skótiskunni, Akureyri - Skóbuð Húsavíkur - KASK, Höfn, Hornafiröi - Skóbúð Selfoss - Fatavali, Keflavik - Skóbúð Keflavikur - Axel Ö„ Vestmannaeyjum. HVAÐER \á TOP DRY? %(( VATNSHELT EFNI SEM HLEYPIR RAKA FRÁ HÚÐINNI Gore-tex er hið dýrmæta efni sem er notað innan á hlaupaskó, safariskó, göngu- og fjallaskó og nýtískulega útivistarskó. HELGARPÓSTURINN 39

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.