Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 38

Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 38
KANINN TAPAR OLLU Tvær greinar sem birtust í hinu virta íþróttariti Sports Illustrated í Bandaríkjunum í september síðastliðnum vöktu athygli mína. Önnur sökum þess að hún benti á ákveðna þróun í íþróttaheiminum, sem er Bandaríkja- mönnum ekki að skapi, og hin fyrir það að segja skemmtilega sögu um það hversu erfitt það getur verið að komast til að fylgjast með íþróttaviðburði þar vestra. EFTIR ÞÓRMUND BERGSSON Þaö er ekki hlaupið að því að fá að fylgjast með Kelvin Bryant og öðrum leik- mönnum Redskins. amerískan fótbolta gegn Dan- mörku, Bangladesh og Líbýu og vinni stóra sigra. Já, stórveldið er farið að missa tennurnar eins og for- setinn leikhæfileikana. Það er ekki ofsögum sagt að það er erfitt að komast á völlinn til að fylgjast með ameríska fótboltanum í Bandaríkjunum. Eins og áhorfend- ur Stöðvar 2 hafa séð er nánast hvert sæti skipað þegar leikir fara fram og þá skiptir ekki máli hversu skins spila gegn San Francisco eða Chicago. RFK-leikvöllurinn tekur ekki nema 55.750 áhorfendur og síðan 23. október 1966 hefur verið uppselt á hvern einasta leik eða í 159 skipti í röð. í dag er algengt að foreldrar komi með börn sín um leið og þau fæðast og setji nöfn þeirra á listann yfir þá sem bíða eftir miðum á völlinn. í skilnaðarmálum þykja miðar á Iþróttafréttamaðurinn Jack Mc- Callum skrifar grein í SI þar sem hann bendir á ófarirnar sem Banda- ríkjamenn hafa orðið fyrir í heimi íþróttanna á undanförnum árum. Hann byrjar á tennis en Bandaríkja- menn voru nær einráðir á þessum vettvangi fyrir nokkrum árum. Nú er staðan orðin sú að þingmaður frá Connecticut sá sér ekki annað fært en að leggja fram í bandaríska þing- inu tillögu þess efnis að Ivan Lendl fengi bandarískan ríkisborgararétt hið fyrsta. Lendl er fremsti tennis- leikari heims en fast á hæla honum fylgja Svíar og svo allra þjóða kvik- indi. Bandaríkjamenn eiga ekki mann fyrr en í 6. sæti, en þar er aldna kempan Jimmy Connors. Lendl er tékkneskur og þaðan er einnig Martina Navratilova, sem nú er þó orðin bandarískur ríkisborg- ari. Hún hefur lengi verið fremst tenniskvenna en nú er það þýska stúlkan Steffi Graf sem vermir efsta sætið í tennis. 1 golfinu er svipuð staða og í tenn- is. Greg Norman frá Ástralíu er efst- ur en síðan koma Ballesteros frá Spáni og Langer frá Þýskalandi. Enginn Kani í efstu sætunum. Að vísu býr Norman í Flórída og Lendl býr í Connecticut en þeir eru samt útlendingar. Bandaríkjamenn hafa lengstum verið manna fljótastir að hlaupa en nú er fljótasti maður heims frá tveimur útlöndum, ef svo mætti að orði komast. Ben Johnson er fædd- ur á Jamaica en býr í Kanada. Þá má nefna að sigurvegarinn í 1500 m hlaupi á HM í Róm hleypur fyrir George Mason-háskólann í Banda- ríkjunum en hann er nú samt frá Sómalíu og heitir Abdi Bile — hljómar ekki amerískt. Það keyrði þó um þverbak hjá Bandaríkjamönnum á Pan Am-leikj- unum í Indianapolis í Indiana í Bandaríkjunum í sumar. Þá létu þeir Kúbumenn berja sig í klessu í hnefa- leikunum og í þjóðaríþróttinni, hornabolta, voru Kúbumenn einnig sterkari. Þetta voru slæm úrslit fyrir Kanana en ekkert var þó eins slæmt og að tapa úrslitaleiknum í körfu- knattleik á Pan Am-leikunum fyrir Brasilíumönnum — og það í lndi- ana, hjarta bandarísks körfuknatt- leiks (Larry Bird er frá French Lick í Indiana). Til að bæta gráu ofan á svart var það lið frá Taiwan sem sigr- aði bandarískt lið í „Little League'- hornabolta, sem er keppni yngri flokka í þjóðaríþróttinni. Til að bjarga málunum í bili legg- ur McCallum til að Kaninn spili Greg Norman, sá besti í golfinu. stór völlurinn er. Flestir áhorfendur á leikvöngunum eiga svokallaða ársmiða sem gilda á alla leiki ársins í viss sæti í stúkunum. Að komast yfir ársmiða hjá sumum liðum getur kostað nokkra bið. Á því fékk hún Penny Moser í Washington að kenna. Hún flutti til Washington á þessu ári og að sjálfsögðu fór hún strax á Robert F. Kennedy Memori- al-leikvanginn til að ná sér í miða á leiki heimaliðsins, Washington Red- skins. Þegar hún bar upp erindi sitt við miðasölustúlkuna var svarið: „Því miður eru engir miðar til en ég get sett þig á biðlista eftir ársmið- um.“ Sá böggull fylgdi þó skammrifi að Penny lenti númer 17.447 á list- anum og ef ársmiðar gefast með sama hraða og nú gerist hjá Red- skins þarf hún að bíða í 353 ár til að komast á völlinn. Það er engin furða að þessir mið- ar eru eitthvað það dýrmætasta í lífi fólks í Washington. Svartamarkaðs- brask er algengt og miði á leik með Redskins kostar um 10.000 krónur á völlinn gjarnan jafnverðmætir og börnin og húsið. Nokkur skilnaðar- mál í Washington hafa leitt það í ljós. 1 júlí á þessu ári munaði ekki miklu að móðir sendi son sinn í fangelsi vegna þess að hann hafði stolið ársmiðum fjölskyldunnar. Pilt- ur neitaði að skila miðunum og var á leið í fangelsið þegar móðirin miskunnaði sig yfir hann og fékk honum tvo miða til eignar gegn því að hann skilaði hinum tveimur. Sem dæmi um hversu stíft menn leita eftir miðum má benda á piltinn frá Maryland sem var að skoða leik- völlinn að hausti til og kom auga á smápláss í stúkunni þar sem setja mátti niður nokkur sæti. Hann benti vallarvörðunum á þessa kæruleysis- legu notkun á plássi í stúkunni og á svipstundu voru sett niður nokkur sæti á svæðinu og fékk piltur tvö þeirra að launum fyrir athyglina. Nú má sjá menn á RFK-leikvellinum reyna að finna pláss fyrir það dýr- mætasta í lífi sínu — sæti á Redskins- leikjum. SLAGURINN UM LOTTOFEÐ íþróttafélögin fá nú aura sem koma aö góöum notum — en er rétt skipt? í heimabæ mínum, Selfossi, er nú komið upp nokkuð merkilegt mál ef svo mætti að orði komast. Þannig er að menn þar um slóðir greinir nú á um þá ákvörðun Héraðssambands- ins Skarphéðins (HSK) að verja öll- um peningum sem það fær úr Lottó 5/32 fram að áramótum til að greiða niður gersamlega misheppn- að ævintýri í sumar er nefndist Gaukurinn '87. Styrinn stendur fyrst og fremst á milli Ungmennafélags Selfoss (UMFS) og HSK. Reyndar er rétt að taka strax fram að ekki eru allir stjórnarmenn eða frammá- menn innan UMFS á sömu skoðun hvað þettá varðar. Eins og sennilega flestir vita sem fylgjast með íþrótta- málum er HSK samansett úr mis- stórum ungmennafélögum í Árnes- sýslu. Þannig verður hlutur UMFS í greiðslunni á Gaukstapinu stærstur af eðlilegum ástæðum en það er þó ekki aðalástæða óánægjunnar. Það eru stóru deildirnar innan UMFS, knattspyrnudeild, handknattleiks- deild og aðrar, sem ekki eru á eitt sáttar um þessa aðferð HSK. Þessar deildir þurfa mikið fjármagn til starfsemi sinnar og þegar lottópen- ingar, sem létta áttu sífellt betl um peninga, komast ekki til skila sárnar það mörgum. Hafa sumir forráða- menn í UMFS á Selfossi jafnvel drep- ið á það að UMFS segi sig úr HSK og gerist beint aðili að ÍSÍ og þiggi lottópeninga þaðan. Það er einmitt þetta atriði sem vert er að skoða aðeins frekar. Eins og á öðrum sviðum í þessu litla þjóð- félagi á íslandi settum við heimsmet í kaupum á lottómiðum strax í fyrstu tilraun. Lottó 5/32 hefur þannig skilað til þeirra sem aðild eiga að því, Öryrkjabandalagsins, ÍSÍ og UMFI, mun meiri peningum en gert var ráð fyrir og víst er óhætt að segja að fyrirtækið sé stórgróðafyr- irtæki sem veltir milljónum viku- lega. Eins og eðlilegt er með millj- ónafyrirtæki vilja allir komast með fingurna í kökuna. Fyrir fátæk íþróttafélög þýðir þetta smáhlé frá endalausu betli og mjálmi um pen- inga til að geta rekið heilbrigða starfsemi. Lottópeningarnir eru því vel þegnir hjá öllum þeim er aðild eiga að íþróttahreyfingunni á ís- landi. En það er ekki algjörlega á valdi litlu klúbbanna hvernig pen- ingarnir skiptast. Þannig ráðskast héraðssamböndin með það fé sem þau fá og skipting teknanna er háð ýmsum duttlungum forráðamanna svo og skiptingu allra félaganna í deildir. Hjá HSK er það svo að frjáls- ar íþróttir eru nær það eina sem stundað er til sveita í smáum félög- um, sem þó eru stór að félagatölu vegna þess að allir í sveitinni eru skráðir í ungmennafélagið. Þannig finna stórar deildir innan UMFS sig engan veginn innan HSK og hafa ekkert þangað að sækja. Vegna þessa heyrast nú þær raddir innan UMFS að félagið eigi að segja sig úr HSK. Séu þessar raddir skoðaðar í peningum þýðir það að UMFS fengi á þessu ári vel á aðra milljón frá lott- óinu en eins og staðan er i dag nema greiðslur frá HSK um 300 þúsund- um og rúmlega það fæst frá ÍSÍ. Hér munar ansi miklu — ekki síst fyrir þær deildir sem ekkert hafa aö sækja til HSK. Það kæmi mér ekki á óvart þó þessar óánægjuraddir ættu eftir að heyrast víðar á landinu og að um- ræða um fyrirkomulag íþróttamála á skerinu fylgdi að einhverju leyti í kjölfarið. Spurningar eins og sú hvort ekki væri nóg að hafa eina yf- irstjórn allra íþróttamála á landinu í formi ÍSÍ en leggja héraðssambönd- in niður í núverandi mynd og þar með UMFÍ. Sennilega velta ein- hverjir sér við í gröfinni við þessi orö og það þykir nálgast guðlast að nefna slíkt í sum eyru. Það er hins vegar alveg ljóst að allur sá pening- ur sem rennur til íþróttamála á ís- landi frá Lottó 5/32 þarf að geta skilað sér sem best og fljótast til starfsemi deilda sem þurfa mikið fjármagn og eru að sligast undan ei- lífu betli í heimabyggð sem og ann- ars staðar. Fækkun á „apparötum" sem stjórna þessari peningadreif- ingu er sennilega til hins betra. í öll- um peningastrauminum má ekki gleyma að lSl-„apparatið“ var búið að kanna margsinnis möguleikana á því að setja upp lottó á íslandi. „Framsýnir" menn innan þess sáu þó ekki ástæðu til að koma því í gegn enda gaman að skreppa utan til að kynna sér málið við og við. Að lokum var það þriggja tíma ræða Ellerts Schram á Alþingi sem kom í veg fyrir að íþróttahreyfingin missti lottóið algerlega úr hendi sér. Já, stundum verður hugsjónastarf að hreinu „apparati" þegar menn finna mjúka stólana. 38 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.