Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 7
MARKLAUST PLAGG ALÞÝÐUBANDALAGSINS í ályktun landsfundar Alþýðubandalagsins um verka- lýðsmál er æðsta stjórn Alþýðusambands Islands gagn- rýnd harðlega. Segir í ályktuninni að afsprengi ríkis- stjórnar Gunnars Thoroddsen sitji þar enn við völd „með hörmulegum afleiðingum". Alþýðubandalagið vill sam- kvæmt þessu Björn Þórhallsson af sem varaforseta, en í staðinn komi samfylking „vinstri aflanna". Á hinn bóginn afgreiða lykilmenn í flokknum ályktunina sem mark- laust plagg! EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON OG ÓLAF HANNIBALSSON MYNDIR JIM SMART greiðslurnar geri kerfið gjaldþrota innan 4—5 ára. Ekkert getur verið eðlilegra en að vísa málinu þá aft- ur til samningsaðilanna, þegar í ljós er komið, að samið hefur verið um atriði sem ekki fær staðist. Annað mjög veigamikið atriði er það, hvernig hagað er skilgrein- ingu forgangshópa og hvernig þeim er skipað í röð. Menn verða að gera sér grein fyrir því, að þótt lífeyrissjóðirnir hafi töluvert mikið fé til ráðstöfunar — m.a. í þessum tilgangi — þá færa menn ekki til tugi milljarða innan þjóðfélagsins eins og verið sé að skrúfa frá vatni í krana. Þeir sömu peningar, sem bundn- ir eru í húsnæðiskerfinu, verða ekki jafnframt notaðir í annað. Ég legg því gífurlega áherslu á, að áður en endanlega er gengið frá þessum málum á Alþingi nú náist um það samkomulag allra aðila, hvað skuli teljast forgangshópar, og að þeirra vandi verði þá leystur á félagslegum grundvelli, sem og að gera sér glögga grein fyrir um hvaða stærðir hér er að ræða. SKATTUR Á FRAMTÍÐINA Tæpitungulaust verða menn að þora að viðurkenna, að með nið- urgreiðslu vaxta fyrir forgangs- hópana erum við að skattleggja fram í framtíðina og eins gott að menn viti um hvaða skattbyrði er. að ræða. Stjórnmálamenn verða að láta af þeim leiða sið, þegar ver- ið er að taka ákvarðanir um mál,. að þeir séu að gera eitthvað fyrir aðra. Við erum að taka ákvarðan-. ir, sem leiða af sér skuldbindingar gagnvart öðrum, skuldbindingar, sem fólkið í landinu verður að greiða með einum eða öðrum hætti. Við stjórnmálamennirnir. eigum ekki þessa peninga, sem verið er að ráðstafa í húsnæðis- kerfið. Eigendur þeirra eru sjóðfé- lagar í lífeyrissjóðunum, sem í framtíðinni eiga að fá úr þeim líf- eyrisgreiðslur. Það þarf líka aðlíta til fleiri átta en bara húsnæðismála, þegar ver- ið er að ráðstafa þessum fjármun- um. Okkur er hollt að minnast að uppspretta þessa fjármagns — og þegar til lengdar lætur eina hald- bæra baktrygging þess, er í starfi fólksins sjálfs í þróttmiklu og fram- sæknu atvinnulífi. Þann grundvöll þarf ekki síður að styrkja með því fjármagni, sem hér er um að tefla. Glöggar skilgreiningar eru lykil- atriði við lausn þessara mála, ekki bara fyrir húsbyggjendur, heldur eru þetta spurningar um fjár- magnsnotkun og skuldbindingar, sem hafa gífurleg áhrif um þjóðfé- lagið allt. í þeim efnum verðum við að geta staðið við það, sem sett er í lög, en ekki nota löggjöfina til að gefa fyrirheit, sem að gleggstu manna yfirsýn er vitanlegt að við munum aldrei geta efnt. Með þessum hætti ætti einnig að vera unnt að tryggja að lífeyris- sjóðirnir séu ávaxtaðir innan þess landsvæðis, sem er uppspretta þeirra — þar sem fjármagnið verð- ur til. Ef húsnæðisstofnun sér eingöngu um forgangshópana þarf enga milliliði fyrir hina, nema hvað lífeyrissjóðurinn á svæðinu semur við stofnanir innan þess um ráðstöfun fjárins. Einnig tel ég ástæðulaust varð- andi íbúðarbyggingar fyrir aldraða og öryrkja að vera með óþarfa milliliði. Það getur tví- mælalaust samrýmst tilgangi og hlutverki sjóðanna að lána þess- um aðilum beint á lægri vöxtum en öðrum sjóðfélögum og jafna vaxtamun með hærri vöxtum á önnur útlán. Þarna þarf ekki af- skipti opinberrar skömmtunar- skrifstofu. Ég held, að eftir því sem af- skiptum stjórnmálamanna eru meiri takmörk sett, því betur sé borgið hagsmunum þess fólks, sem hverju sinni er um að ræða. í þessum efnum, eins og öðrum, er okkur áreiðanlega fyrir bestu að valddreifing sé sem mest og öll umfjöllun mála sem næst þeim, sem eiga hlut að máli. í þessu til- felli eru það íbúðareigendur og all- ir þeir, sem eiga aðild að lífeyris- sjóðum og stéttasamtökum, sem eru eigendur fjárins og hinir réttu samningsaðilar um öll atriði þessa máls. Á blaðamannafundi í vikunni sagði Björn Grétar Sueinsson, ritari flokksins og talsmaður hans í launa- og kjaramálum, að hann hefði viljað orða ýmislegt í ályktuninni öðruvísi og tiltók sérstaklega dóminn um hinar hörmulegu afleiðingar. Var greinilegt á Birni Grétari að hann var ósammála þessu og öðru því í ályktuninni sem rakið er til Birnu Þóröardóttur og fleiri. BURT MEÐ ÍHALDIÐ! Verkalýðsmálaályktun lands- fundar Alþýðubandalagsins er hin kostulegasta. Hún hefst á því að flokkurinn ítrekar að flokkur og verkalýðshreyfing séu óháð hvort öðru en búi í e.k. óvigðri sambúð, þar sem niðurstaða þverpólitískrar verkalýðshreyfingar verði aldrei sjálfkrafa að stefnu flokksins. Á sama hátt geti flokkurinn ekki kraf- ist þess að verkalýðshreyfingin hegði sér eftir forskrift frá flokkn- um. Viðbótartillögur Birnu Þórðar- dóttur, sem samþykktar voru, ganga á skjön við þennan tón. Skyndilega er ályktunin orðin herská og tæpitungulaus. Samstarf við „íhaldið" er fordæmt: ,,! sam- stjórn íhalds og verkalýðsflokka hefur það verið hlutverk verkalýðs- flokka að hafa hemil á verkalýðs- hreyfingunni og beita áhrifum sín- um og ítökum til þess. Skemmst er að minnast ríkisstjórnar Gunnars Thor. en afsprengi hennar situr raunar enn við völd í æðstu stjórn ASÍ með hörmulegum afleiðing- um.“ Eru afleiðingarnar raktar nánar og verkalýðshreyfingunni skipað fyrir: „Þetta verður að stöðva." MISTÖK — SEGIR FORSETINN Á fyrrnefndum blaðamannafundi kom fram hjá Birni Grétari og Ólafi Ragnari Grímssyni, hinum nýja formanni flokksins, að með æðstu stjórn væri átt við framkvæmda- stjórn og miðstjórn Alþýðusam- bandsins og að hjá flutningsmönn- um hefðu komið fram sú skilgrein- ing á hinum hörmulegu afleiðingum að stórir hópar launafólks hefðu set- ið eftir á „strípuðum" kauptöxtum. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, hefur lýst því yfir að samþykkt þessa kafla, sem rakinn er til Birnu, hafi verið mistök, að landsfundar- fulltrúar hafi ekki gert sér grein fyr- ir hvað ályktunin þýddi. Fleiri við- mælendur HP lýstu því yfir að hin sögulega ályktun flokksins um verkalýðsmál væri eftir viðbótina marklaust plagg. ÍTREKAÐ — SEGIR BIRNA En Birna bendir á, að ekki einasta voru viðbótartillögurnar samþykkt- ar, heldur var því ótvírætt hafnað síðar að vísa þeim til miðstjórnar og henni enn fremur sýnt það traust að vera kosin í framkvæmdastjórn flokksins. í æðstu stjórn ASÍ situr 21 verka- lýðsforingi. Ályktun fundarins er ekki hægt að skilja öðruvísi en að Alþýðubandalagið beiti sér fyrir því að á næsta ASI-þingi, sem fram fer um þetta leyti næsta ár, að sjálfstæð- ismaðurinn Björn Þórhallsson, varaforseti ASI, verði settur af og aðrir sjálfstæðismenn einangraðir. Alþýðubandalagið býður krötum upp á samfylkingu, væntanlega að Karl Steinar Gudnason fái sæti Björn Þórhallsson, varaforseti ASÍ. „Þetta er rugl... Björns. í þessu sambandi má rifja upp, að varaformaður Verkamanna- sambandsins í stað Karls Steinars er orðinn Karvel Pálmason, sem á sínum tíma varð undir í forsetakjör- inu gegn Ásmundi þegar alþýðu- bandalagsmenn og sjálfstæðismenn tóku saman höndum í ASÍ 1980. Hinu má ekki gleyma að síðar fengu kratar uppreisn æru er Gudrídur Elíasdóttir var gerð að öðrum vara- forseta ASÍ. RUGL — SEGIR BJÖRN „Þetta er hreint og beint rugi," sagði Björn Þórhallsson þegar hann var inntur álits á þeirri gagnrýni á verkalýðshreyfinguna sem fram kemur í ályktun Alþýðubandalags- ins. „Alþýðubandalagið er ekki beinn aðili að Alþýðusambands- þingi. Það er þing félaga í verkalýðs- hreyfingunni sem velja sér á hverj- um tíma þá forystu sem þeir vilja. Það hefur verið gott samstarf allra í forystunni og þar er enginn meiri- hluti eða minnihluti, þótt skoðanir geti verið skiptar. Ég á ekki von á því að verkalýðshreyfingin fari að dansa eftir einhverjum flokkspóli- tískum línum, ég vona að hún sé endanlega búin að öðlast þann þroska,“ sagði Björn. Af 21 manni í æðstu stjórninni telj- ast 6 eyrnamerktir Alþýðubanda- laginu, þeim hefur fækkað um einn eftir að Gudmundur J. Gudmunds- son sagði sig úr flokknum. Til Al- þýðuflokksins teljast 5 menn, 4 eru merktir Sjálfstæðisflokknum, 3 Framsóknarflokknum, Aöalheidur Bjarnfreösdóttir taldist óháð en er nú þingmaður Borgaraflokksins og Óskar Vigfússon telst óháður. ALLT GETUR GERST Af þessu má ráða að í raun getur allt gerst og voru viðmælendur HP sammála um að of snemmt væri um að spá hvað gerist á ASÍ-þinginu á næsta ári. Þróun mála innan Verka- mannasambandsins væri ekki vís- bending til að ganga út frá, þar hefði uppgjöri einmitt verið frestað og engar línur dregnar. Allt bendir því til þess að ítrekuð skilaboð Birnu- samþykktarinnar verði höfð að engu. Um leið hefur „verkalýðs- flokkurinn" Alþýðubandalagið af- skrifað sína mikilvægustu stefnu- mótun! TVÍSAMÞYKKT OG ÍTREKAÐ MEÐ KJÖRI MÍNU Áttir þú uon á því aö tillögur þínar yröu samþykktar? Ég lagði þessa breytingartillögu fyrst og fremst fram til þess að fá fram umræður um verkalýðsmál á landsfundinum. Ég reiknaði satt best að segja ekki með að hún yrði samþykkt óbreytt. En svo merki- legt sem það var féll tillagan í góð- an jarðveg, lítil mótmæli komu fram við gagnrýni á verkalýðsfor- ystuna og hún var samþykkt um- ræðulítið. Lenti ykkur Asmundi ekkert saman út af þessu? Nei, hann lét ekkert til sín heyra í þessum umræðum. Það voru svo margir uppteknir við annað en fundarstörf á þessum fundi. Svo komu þeir dolfallnir, þegar búið var að samþykkja ýmsar tillögur. í lok fundarins var svo gerð tillaga um að vísa verkalýðsmálaálykt- uninni til miðstjórnar en hún var felld með 46 atkvæðum gegn 11. Ertu ánœgö meö þína stööu eftir fundinn? Jú, ég er ánægð með að fundur- inn skyldi ótvírætt ljá samþykki þessa pólitíska mati með sam- þykkt tillögunnar og kjöri mínu í framkvæmdastjórn. Helduröu aö ykkur Ásmundi komi uel saman í framkuœmda- stjórninni? Ég reikna með að við tökumst á stefnulega eins og verið hefur. Hann tekur áreiðanlega engum skoðanalegum stökkbreytingum, þótt hann hafi verið svo heppinn að fá mig sér við hlið. Birna Þóröardóttir „Ásmundur heppinn aö fá mig sér viö hlið." ÁRÁS Á FLOKKINN — EKKI MIG Nú féllst þú í kjöri á landsfund Alþýöubandalagsins — á fundinum var tuísamþykkt tillaga, sem felur í sér fordœmingu á allri forsetatíö þinni í ASI — en fékkst svo góöa kosningu í framkuœmdastjórn. Huer er eiginlega staöa þín innan flokksins aö loknum landsfundi? Ég tel að staða mín sé einmitt mjög sterk eftir þetta. Ég hlaut mjög góða kosningu í fram- kvæmdastjórnina. Ég átti veru- legan þátt í þeirri málefnavinnu og stefnumótun, sem fór fram á fundinum, m.a. frágangi á stjórn- málaályktun og framtíðarsýn, sem hvort tveggja hlaut mjög góð- ar undirtektir landsfundarins. Stefnumótun í aðalmálum lands- fundarinsvar því að verulegu leyti mitt verk og ég fékk góða stöðu til að framfylgja þeim stefnumálum í framkvæmdastjórninni. Varðandi breytingartillögu Birnu Þórðardóttur vil ég ítreka það, sem ég hef sagt annars stað- ar: Samþykkt hennar var einföld mistök. Eg var ekki í verkalýðs- málanefnd og var önnum kafinn við vinnu í öðrum nefndum og þetta fór fram hjá mér. Þegar fellt var í lok fundarins, að vísa verka- lýðsmálaályktuninni í heild til miðstjórnar til frágangs, var búið að loka mælendaskrá og svo fátt orðið eftir á fundinum að hann var vart ályktunarfær. Auk þess tel ég rangt, að tillaga Birnu sé einhver sérstök fordæming á mér eða mín- um störfum. Mér sýnist hún frekar vera árás á starf flokksins í ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsen. Teluröu þetta hafa einhuer áhrif eöa eftirköst inn í uerkalýöshreyf- inguna? Nei, svona eða svipaðar álykt- anir hafa verið samþykktar áður og aldrei haft minnstu áhrif. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ. „Mistök, var upptekinn i annarri nefnd." HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.