Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 19.11.1987, Qupperneq 5

Helgarpósturinn - 19.11.1987, Qupperneq 5
FYRIRGREIÐSLA ALBERTS TIL RANNSÓKNAR Skuldabréf upp á hundruö milljóna króna samþykkt sem greidslur á skattaskuldum, söluskatti og viðurlögum við skattsvikum. I fjármálaráðuneytinu vinna menn nú hörðum hönd- um við að viða að sér upplýsingum um fyrirgreiðslu til fyrirtækja og einstaklinga, einkum frá ráðherratíð Al- berts Guömundssonar. Astæðan er sú, að Kjartan Jó- hannsson hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi þar sem hann fer þess á leit að fjármálaráðherra upplýsi hvaða aðilar hafa fengið að greiða opinber gjöld með útgáfu skuldabréfa. EFTIR FRIÐRIK GUÐMUNDSSON, GUNNAR SMÁRA EGILSSON OG HELGA MÁ ARTHURSSON I svari við fyrirspurn Kjartans á síðasta þingi kom fram að árlega hefur tollstjóraembœttiö veitt greiðslufrest á aðflutningsgjöldum að upphæð allt að 5 milljörðum króna. Slíkur frestur styðst við tolla- lög, þar sem fjármálaráðherra er veitt heimild til að veita greiðslu- frest á aðflutningsgjöldum á tiltekn- um vörutegundum með útgáfu reglugerðar. Albert Guðmundsson rýmkaði þessa reglugerð á sínum tíma, en auk þess veitti ráðuneytið greiðslufrest utan hennar. En fyrirspurn Kjartans beinist nú að öllum opinberum gjöldum, ekki einungis aðflutningsgjöldum. Til frestunar á innheimtu þeirra hefur ráðherra mun þrengri heimildir og í sumum tilfellum engar. Samkvæmt heimildum Helgarpóstsins er hér um háar fjárhæðir að ræða; 200—300 milljónir að lágmarki. SKATTSVIK BORGUÐ MEÐ SKULDABREFUM Þó það hafi lengi verið opinbert leyndarmál að fyrirgreiðsla fjár- málaráðuneytisins fór langt fram úr öllum fordæmum í tíð Alberts Guð- mundssonar munu þær upplýsingar sem nú eru að koma fram í dagsljós- ið jafnvel koma starfsmönnum ráðu- neytisins á óvart. Samkvæmt heimildum Helgar- póstsins er hér um að ræða greiðslu- frest á söluskatti, sem þó hafði þeg- ar verið innheimtur af skattgreið- endum, og jafnvel viðurlög við skattsvikum og vanskilum. Helgarpósturinn greindi frá því fyrir nokkrum mánuðum að Land- vélar hf. hefðu þannig fengið að gefa út skuldabréf til greiðslu á skatti og álögum vegna skattsvika. Töggur hf. mun sömuleiðis hafa greitt söluskatt og viðurlög með út- gáfu skuldabréfs, að upphæð um 7 milljónir króna að núvirði, snemma á árinu 1985. Þá mun ráðherra hafa samþykkt kaup á tveggja milljóna króna skuldabréfi frá Skemmtigard- inum hf., þeim er rekur Tívolí í Hveragerði, til lúkningar skuldar vegna söluskatts er kominn var í vanskil. Meðal annarra fyrirtækja má nefna J. Þorláksson og Norð- mann, sem fékk bréf að andvirði hátt á aðra milljón samþykkt sem greiðslu opinberra gjalda. TRÚNAÐARUPP- LYSINGAR Eftir að Þorsteinn Pálsson tók við af Albert mun hann hafa dregið verulega úr þessari fyrirgreiðslu og nánast lagt hana af. Þorsteinn mun þó hafa afgreitt slík erindi og þá sum er voru eftirhreytur frá tíð Alberts. Þannig mun skuldabréf Veitinga- mannsins, sem gefið var út til greiðslu á opinberum gjöldum á ár- inu 1986, vera tilkomið. Helgarpósturinn ritaði fyrir stuttu fjármálaráðherra bréf og fór fram á að ráðuneytið veitti upplýsingar um þessi mál. Ráðuneytið vísaði á til- vonandi svar við fyrirspurn Kjart- ans í svarbréfi sínu. Þegar leitað var til Karls Th. Birgissonar, upplýsingafulltrúa fjár- málaráðuneytisins, bar hann því við að þessi fyrirgreiðsla flokkaðist til trúnaðarmála og að hann teldi sig í þessu máli ekki skuldbundinn til að veita Helgarpóstinum umbeðnar upplýsingar, enda væri um trúnað- arupplýsingar einstaklinga að ræða, og þar sem fram væri komin fyrir- spurn um þetta efni á Alþingi þætti ráðuneytinu eðlilegt að upplýsingar almenns eðlis kæmu fyrst fram þar. Sigurdur Þorkelsson ríkisféhirdir innheimtir skuldabréf í eigu ríkis- sjóös. Helgarpósturinn sneri sér til hans og spurðist fyrir um hvort hann heföi á árunum eftir 1983 tek- iö á móti slíkum bréfum, sem hluta afskilum innheimtuaðila ríkissjóös. ,,Eg hef ártölin ekki í kollinum, en ég hef fengið skil á innheimtu frá embættum með skuldabréfum. En hvernig þau eru til komin veit ég ekki, ég kann ekkert um upprunann að segja." En viö erum aö tala um greiöslu á opinberum gjöldum meö skulda- bréfum til langs tíma? „Spurningin er hvað þú kallar til langs tíma, ég held að þetta sé til mjög skamms tíma, án þess þó að ég hafi farið í saumana á því. Þetta eru örugglega ekki bréf til 10—15 ára, þau eru að ég hygg til 3—4 ára.“ Hvernig koma slík skuldabréf til? ALBERT VARAÐUR VIÐ Eins og áður sagði dró verulega úr þessari fyrirgreiðslu í tíð Þorsteins Pálssonar sem fjármálaráðherra og samkvæmt upplýsingum inn- heimtumanna ríkissjóðs er nú orðið langt síðan þeir hafa fengið svipuð erindi. Fyrir tíð Alberts Guðmunds- sonar mun sömuleiðis hafa verið lít- ið um þessi skuldabréfakaup ríkis- sjóðs. Nokkrum mánuðum eftir að Al- bert settist í stól fjármálaráðherra, sumarið 1983, sáu lögfræðingar ráðuneytisins ástæðu til að vara ráð- herra við að fella niður, eða veita samþykki sitt fyrir því, að einstakl- ingum og fyrirtækjum væri gefinn kostur á að greiða beina skatta og önnur opinber gjöld með útgáfu skuldabréfa til langs tíma. Samkvæmt heimildum Helgar- póstsins ofbauð embættismönnum ráðuneytisins á þessum tíma sá mikli þrýstingur, sem var frá ein- „Ég fer ekki ofan í uppruna þeirra, heldur kanna aðeins hvort það er heimild fyrir móttöku á þess- um bréfum og ef hún er fyrir hendi þá skipti ég mér ekki frekar af því, en reyni bara að innheimta þau.“ Hafa þessi bréfborist frá einhverj- um sérstökum embœttum frekar en öörum? „Nei, ég hef ekki fylgst með því, þótt eitt og eitt bréf komi. Þetta er sáralítið sem þetta kann að hafa verið. Það hefur komið fram í blöð- um að ég man að fyrirtæki einu var gefinn slíkur kostur á þeim forsend- um að málum væri betur komið með þessum hætti. Vegna þess að fyrirtækið var gjaldþrota var talið betra aö gera þetta en að fá ekkert. Ég hygg að þetta sé einmitt það sjónarmið sem ríkt hefur þegar slík skuldabréf hafa komið upp.“ Samkvœmt okkar heimildum staklingum og fyrirtækjum um nið- urfellingu opinberra gjalda. Var Al- bert varaður við slíkri afgreiðslu og afleiðingunum sem hún gæti haft fyrir ríkissjóð. Töldu þeir að ein- staklingsbundin afgreiðsla stæðist ekki fyrir lögum. En þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir frá embættis- mönnum sínum lét ráðherra þær ekki á sig fá og hélt fyrirgreiðslu áfram. FYRIRGREIÐSLA UTAN LAGA OG RÉTTAR Mun fjármálaráðherra þannig hafa undirritað tilskipanir til bæjar- fógeta og annarra innheimtumanna ríkissjóðs víða um land þess efnis að felld yrðu niður opinber gjöld, skattaskuldir og dráttarvextir, án þess að hafa til þess lagalega heim- ild. Skattalög kveða á um, að niður- felling opinberra gjalda sé í höndum ríkisskattanefndar. Úrskurði hennar er ekki hægt að áfrýja til fjármála- ráðherra, eins og gert var í tíð Al- berts Guðmundssonar. Varðandi tekju- og eignarskatt gildir að ríkis- skattstjóri einn getur tekið ákvörð- un um breytingar, lækkun eða nið- urfellingu þessara gjalda. Fjármála- ráðherra er lögum samkvæmt óheimilt að hlutast til um þessi mál. Eina lagaheimildin, sem fjár- málaráðuneyti getur skotið sér á bak við í „niðurfellingarmálum", er þegar fullvíst er talið að opinberar skattskuldir séu nánast tapaðar. í slíkum tilvikum er ráðuneytinu heimilt að semja svo við skuldara að fella niður hluta skuldar gegn því að sett sé trygging fyrir því sem eftir stendur. Þó þetta hafi verið tilfellið í sumum þessara mála fer því fjarri að hér sé um algilda reglu að ræða, eins og sjá má af dæmunum hér að ofan. Albert Guömundsson, fyrrverandi fjármálaráöherra. Fyrirspurn Kjartans Jónssonar um fyrirgreiðslu Alberts hefur lagt mikla vinnu á herðar starfsmanna fjármálaráðuneytisins. Þar eru menn að taka saman þykka skýrslu. EKKI VÍSAÐ í LAGAHEIMILDIR Sigurður Þorkelsson ríkisféhirðir. „Ég man í þessu sambandi eftir fyrir- tækinu Tögg, Skemmtigarðinum og Veitingamanninum, vegna þóss éín- faldlega aö þau lentu í Váhskilum" römbuöu þessi fyrirtœki ekki öll á barmi gjaldþrots, þótt þau kynnu aö hafa verið í greiðsluerfiðleikum. Samkvœmt sömu heimildum eru þetta fyrirtœki eins og J. Þorláksson og Norömann, Skemmtigarðurinn, Töggur, Askur, Veitingamaöurinn og r/iörg fleiri. „Ég man í þessu sambandi eftir fyrirtækinu Tögg, Skemmtigarðin- um og Veitingamanninum, vegna þess einfaldlega að þau lentu í van- skilum. Ég man ekki eftir J. Þorláks- son og Norðmann, en það getur vel verið að þetta eigi við um það fyrir- tæki án þess að ég muni það. Hing- að hafa t.d. borist bréf í tengslum við skuldbreytingu í sjávarútvegi og Iánafyrirgreiðslu. í landbúnaði." HváÖ 'er þá gert vjö þessi bréf þeg- ar 'þáu berasl þínu embœtti sem hluti afskilurn innheimtuaöilanna? „Þá innheimti ég þau.” mmm HELGÁRPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.