Helgarpósturinn - 19.11.1987, Page 12
SKOÐANAKÖNNUN HELGARPÖSTSINS OG SKÁÍSS
Í MIKILLI FRAMSÓKN
Tap Borgaraflokksins og Alþýðubandalagsins staðfestist
Stjórnarflokkarnir hreyfast lítið
Kvennalistinn heldur enn áfram aö bœta við sig fylgi,
samkvæmt skoðanakönnun Helgarpóstsins, sem fram-
kvœmd var um síðustu helgi. Samkvæmt könnuninni
fengju kvennalistakonur tíu þingmenn ef gengið yrði til
kosninga í dag.
Borgaraflokkurinn tapar hins vegar jafnt og þétt við
hverja könnun. Lítil hreyfing er á fylgi annarra flokka.
Framsókn og Alþýðuflokkur bœta lítillega við sig. Sjálf-
stæðisflokkur og Alþýðubandalag tapa.
Sé miðað við dreifingu atkvœða Þjóðarflokksins í síð-
ustu kosningum œtti hann að fá mann inn á Vestfjörðum,
samkvœmt könnuninni.
EFTIR GUNNAR SMÁRA EGILSSON
Samkvæmt henni fengi Kvenna-
iistinn rúm 15 prósent atkvæða og
tíu þingmenn kjörna. Við það yrði
flokkurinn jafnstór Alþýðuflokki.
Aðeins Framsóknarflokkur og Sjáif-
stæðisflokkur væru stærri. Kvenna-
listinn hefur því samkvæmt þessari
könnun skotið Alþýðubandalaginu
vel aftur fyrir sig.
Samkvæmt könnuninni er
Kvennalistinn orðinn næststærsti
stjórnmálaflokkurinn í þéttbýlis-
kjördæmunum. Aðeins Sjálfstæðis-
flokkur er stærri í Reykjavík og á
Reykjanesi.
BORGARAFLOKKURINN
MINNKAR ENN
Borgaraflokkurinn heldur áfram
að tapa. Hann fær 7 prósent í könn-
uninni, en fékk 10,9 prósent í síð-
ustu kosningum. Ef gengið yrði til
kosninga í dag myndi hann tapa
þremur af núverandi þingmönnum
sínum. Þá er athyglisvert hversu lít-
ið fylgi flokkurinn hefur samkvæmt
könnuninni í Reykjavík, eða aðeins
6,5 prósent. I síðustu kosningum
fékk hann 15 prósent atkvæða í
Reykjavík.
Tap Alþýðubandalagsins virðist
sömuleiðis vera nokkuð vel stað-
fest, þó það komi betur út í þessari
könnun en flestum öðrum sem
gerðar hafa verið eftir kosningar. En
flokkurinn tapar samt tveimur pró-
sentum og einum þingmanni frá
kosningunum í vor. Landsfundur
flokksins virðist ekki hafa aukið
honum mikið fylgi, sem kannski er
ekki furða.
Sjálfstæðisflokkurinn tapar einn
stjórnarflokkanna frá síðustu kosn-
ingum, samkvæmt þessari könnun.
Hann missir um tveggja prósenta
fylgi og einn þingmann. Þetta tap
flokksins kann að koma mörgum á
óvart þar sem hann hefur virst vera
í uppsveiflu í fyrri könnunum.
ÞJÓÐARFLOKKUR INN
OG STEBBI ÚT
Bæði Alþýðuflokkur og Fram-
sókn bæta lítillega við sig frá því í
kosningunum. Samkvæmt útreikn-
ingum reiknimeistara Helgarpósts-
ins nægir það Framsókn til þess að
bola Stefáni Valgeirssyni af þingi og
heimta aftur sæti hans. Þingmanna-
tala Alþýðuflokksins stendur hins
vegar í stað, en kratar mega þó
fagna því að þeir hafa nú rétt úr
kútnum miðað við eldri kannanir.
Þó fylgi Þjóðarflokksins sé lítið er
það nokkuð stöðugt og mælist nær
undantekningarlaust í könnunum. í
síðustu kosningum munaði ekki
nema hársbreidd að flokkurinn
næði manni inn á Vestfjörðum.
Reiknimeistarar Helgarpóstsins
telja því að hin smávægilega fylgis-
aukning flokksins nú ætti að nægja
til þess að koma þessum manni inn.
Það er; ef gengið yrði til kosninga
í dag.
VONARÞINGMENN OG FALLKANDÍDATAR
Miðað við niðurstöður skoðanakönnun-
ar Helgarpóstsins mé gera ráð fyrir þvi að
Kvennalistinn ynni fjóra nýja þingmenn ef
gengið yrði til kosninga i dag. Borgara-
fiokkurinn tapaði hins vegar þremur. Aðrir
flokkar ýmist ynnu eða töpuðu einum
þingmanni.
Reiknimeistarar Helgarpóstsins hafa
kafað ofan í niðurstöður könnunarinnar og
lagt þær saman við hin nýju kosningalög.
Hér að neðan verður útkoman rakin miöað
við að flokkarnir byðu fram óbreytta lista
frá síðustu kosningum. Það skal þó tekið
fram að vegna þess hversu nýju kosninga-
lögin eru viðkvæm fyrir lítilli hreyfingu
fárra atkvæða er hér um að ræða reikni-
kúnstir sem ekki byggja á ströngustu kröf-
um vísindanna.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir (S) félli út af
þingi í Reykjavik, en í hennar stað kæmi
Guðrún Halldórsdóttir (V), skólastjóri í
Námsflokkum Reykjavíkur.
Hreggviður Jónsson (S) félli af þingi
sem þingmaður Reykjaneskjördæmis, en
Anna Ólafsdóttir Björnsson (V) sagnfræð-
ingur tæki stól hans.
Ingi Björn Albertsson (S) félli sömuleið-
is út af þingi á Vesturlandi og við það
missti kjördæmið einn þingmann, þar
sem „flakkarinn" flytti sig um set.
Á Vestfjörðum kæmi inn eini þingmað-
ur Þjóðarflokksins og yrði það Jóna Val-
gerður Kristjánsdóttir skrifstofumaður,
samkvæmt framboðslista flokksins í síð-
ustu kosningum. Jóna Valgerður yrðí þess
valdandi að Sighvatur Björgvinsson (A)
yfirgæfi sinn stól.
Engar breytingar yrðu á þingliði Norður-
landskjördæmis vestra, en Stefán Val-
geirsson (J) félli af þingi og þar með
heyrðu Samtök um jafnrétti og félags-
hyggju sögunni til. I hans stað kæmi Jó-
hannes Geir Sigurgeirsson (B) bóndi.
Egill Jónsson (D) félli út af þingi, sam-
kvæmt niðurstöðum könnunarinnar og
kemur fáum á óvart. Egill situr nú sitt
þriðja þing, en hefur aldrei verið spáð
þingsæti. I hans stað kæmi Kristin Karls-
dóttir (V), fóstra frá Seyðisfirði.
Á Suðurlandi bættist einn þingmaður
við þar sem kjördæmiðfengi „flakkarann",
sem yrði Óli Þ. Guðbjartsson (S). Magnús
H. Magnússon (A), fyrrverandi ráðherra,
og Kristin Ástgeirsdóttir (V) kennari
kæmu inn sem nýir þingmenn kjördæmis-
ins. Margrét Frimannsdóttir (G) félli hins
vegar af þingi.
Það skal enn tekið fram að þessi skoð-
anakönnun gefur í raun vart tilefni til eins
nákvæmra útreikninga og hér hafa verið
tiundaöir, heldur eru þessar breytingar á
þingliði sýndar til skemmtunar og frekari
glöggvunar.
LANDIÐ ALLT
Ef kosið væri til Alþingis núna, hvaða flokk myndir þú kjósa?
% af þeim
% af þeim sem tóku
Fjöldi sem náðist i afstöðu Kosn.
Alþýðuflokkur 76 10,5% 16,3% (10) 15,2% (10)
Framsóknarflokkur 93 12,9% 19,9% (14) 18,9% (13)
Sjálfstæðisflokkur 121 16,8% 25,9% (17) 27,2% (18)
Alþýðubandalag 54 7,5% 11,6% ( 7) 13,4% ( 8)
Kvennalisti 73 10,1% 15,6% (10) 10,1% ( 6)
Borgaraflokkur 33 4,6% 7,0% ( 3) 10,9% ( 7)
Aðrir flokkar 7 0,9% 1,5% ( 0) 4,0% ( D
Kjósa ekki/skila auðu 32 4,4%
Óákveðnir 102 14,1%
Svara ekki 121 16,8%
GREINARGERÐ SKÁÍSS
Þessi skoðanakönnun var gerð
laugardag og sunnudag 14. og 15.
nóvember 1987.
Valið var handahófsúrtak 1.008
einstaklinga yfir allt landið skv.
tölvuskrá yfir símanúmer. Spurn-
ingum var beint til þeirra sem svör-
uðu og voru 18 ára eða eldri.
Þeim sem svöruðu var greint frá
því að þeim væri ekki skylt að svara
og að úrtakið tengdist ekki nöfnum
heldur tölvuúrtaki yfir símanúmer.
Spurt var:
1. Ef kosið væri til alþingis núna,
hvaða flokk myndir þú kjósa?
2. Styður þú ríkisstjórnina eða ekki?
3. Getur þú nefnt einn til þrjá stjórn-
málamenn, sem þú vilt styðja eða
sem þú styður?
Eins og um allar kannanir ber að
hafa vissa fyrirvara um þá sem ekki
næst í (þ.e. þeir gætu á einhvern hátt
verið öðruvísi en hinir sem voru
heima við). Þó er að óreyndu ekki
sérstök ástæða til að ætla að þeir
breyti niðurstöðu á einhvern hátt,
síst af öllu andstæðum viðhorfum í
vil.
RÍKISSTJÓRNIN
Styður )ú ríkisstjórnina eða ekki?
Fjöldi % af þeim sem náðist í % af þeim sem tóku afstöðu ágúst júlí
Já Nei Óákveðnir Svara ekki 323 256 95 122 40,6% 32,2% 11,9 12,1% 55,6% 44,2% 63,8% 36,2% 54,6% 45,4%
Alls voru 1008 manns í úrtakinu. Þar af náöist í 796, eöa 79,0%. Af þeim tóku 579 afstööu, eöa 72,7%.
STJÓRNIN MEÐ RÚMAN MEIRIHLUTA
Ríkisstjórnin nýtur fylgis meiri-
hluta þjóöarinnar, samkuœmt skoð-
anakönnun Helgarpóstsins. Þetta
fylgi er þó engan veginn afgerandi;
56 prósent styðja stjórnina en 44
prósent gera það ekki.
í skoðanakönnun Helgarpóstsins
stuttu eftir stjórnarmyndunina naut
stjórnin svipaðs fylgis. í annarri
könnun stuttu fyrir þingbyrjun hafði
stuðningsmönnum hennar hins
vegar fjölgað og sögðust þá um 64
prósent aðspurðra styðja stjórnina.
Nú bregður svo við að fylgismönn-
unum hefur aftur fækkað. Stjórnin
nýtur um 10 prósentum minna fylg-
is en þeir flokkar sem að henni
standa.
REYKJAVÍK REYKJANES ÖNNUR KJÖRDÆMI
—Ef kosið væri til Alþingis núna, hvaða flokk myndir þú kjósa?
% af þeim
% af þeim sem tóku
Fjöldi sem náðist í afstöðu Kosn.
Alþýðuflokkur 38 10,3% 17,5% 16,0%
Framsóknarflokkur 23 6,3% 10,6% 9,6%
Sjálfstæðisflokkur 67 18,2% 30,9% 29,0%
Alþýðubandalag 30 8,2% 13,8 % 13,8%
Kvennalisti 41 11,1% 18,9% 14,0%
Borgaraflokkur 14 3,8% 6.5% 15,0%
Aðrir flokkar 4 1,1% 1,8% 2,6%
Kjósa ekki/skila auðu 21 5,7%
Óákveðnir 50 13,6%
Svara ekki 80 21,7%
Alls voru 535 manns i úrtakinu. Þar af
náðist i 368, eða 683%. Af þeim tóku 217 afstöðu, eða 59,0%
Ef kosið væri til Alþingis núna, hvaöa
flokk myndir þú kjósa?
Fjöldi % af þeim sem náðist í % af þeim sem tóku afstöðu Kosn.
Alþýðuflokkur 21 12,3% 17,9% 18,2%
Framsóknarflokkur 13 7,6% 11,1% 19,8%
Sjálfstæöisflokkur 38 22,2% 32,5% 28,9%
Alþýðubandalag 11 6,4% 9.4% 11,7%
Kvennalisti 24 . 14,0% 20,5% 9,1%
Borgaraflokkur 9 5,3% 7,7% 10,9%
Aðrir flokkar 1 0,6% 0,9% 1,4%
Kjósa ekki/skila auðu 6 3,5%
Óákveðnir 25 14,6%
Svara ekki 23 13,5%
Alls voru 228 manns i urtakinu. Þar af náðist i 171, eöa 750%. Af þeim tóku 117 afstööu, eða 68,4%
Ef kosiö væri til Alþingis núna, hvaða flokk myndir þú kjósa?
% af þeim
% af þeim sem tóku
Fjöldi sem náðist í afstöðu Kosn.
Alþýðuflokkur 27 8,7% 12,4% 12,6%
Framsóknarflokkur 63 20,4% 29,0% 28,1 %
Sjálfstæöisflokkur 60 19,4% 27,6% 24,1 %
Alþýðubandalag 21 6,8% 9,7% 13,9%
Kvennalisti 19 6,1% 8,8% 6,8%
Borgaraflokkur 14 4,5% 6,5% 6,5%
Aðrir flokkar 4 1,3% 13% 4,4%
Kjósa ekki/skila auðu 11 3,6%
Óákveðnir 41 13,3%
Svara ekki 40 12,9%
Alls voru 390 manns i úrtakinu. Þar af
náöist í 309, eða 79,2%. Af þeim tóku 217 afstöðu, eða 70,2%
12 HELGARPÓSTURINN