Helgarpósturinn - 19.11.1987, Side 38
ER ATVINNUMENNSKA Á LEIÐINNI?
Það virðist ekki fara á milli mála að við Islendingar
stefnum inn í einhvers konar atvinnumennsku í a.m.k.
sumum íþróttagreinum á næstu árum. Vandamálið við
þessa stefnu er hins vegar það að það má enginn vita af
henni og síst má hún spyrjast til erlendra aðila sem um
leið myndu stimpla okkur sem atvinnumenn og þá færi
bragurinn af mörgum ágætum afrekum. Reyndar væri
það alls ekki óheppilegt ef árangurinn yrði á atvinnu-
mannamælikvarða. Á undanförnum árum hefur það
orðið æ algengara að góðum leikmönnum (og stundum
bara þokkalegum) eru boðnir peningar eða að minnsta
kosti hlunnindi fyrir að skipta um félag.
EFTIR ÞÓRMUND BERGSSON
Félög bjóða leikmönnum gull og græna skóga
Auglýsendur gleypa við íþróttum
Samkvæmt mínum bestu heimild-
um færist það í vöxt að knattspyrnu-
félög bjóði leikmönnum hreinlega
peningaupphæðir fyrir að skipta
yfir í sínar raðir og hafa heyrst tölur
er skipta tugum ef ekki hundruðum
þúsunda. Um nokkurra ára skeið
hefur þessi „styrkur" venjulega ver-
ið í formi launa fyrir þjálfun ein-
hverra flokka hjá viðkomandi félög-
um og einnig i útvegun húsnæðis
og bíis. Nú virðist meira vera lagt
undir og leikmönnum boðin „vel
launuð vinna“ ásamt lánum eða
öðru því er hjálpað gæti mönnum
við ýmsar aðstæður auk hreinna
peninga eins og áöur er getið.
Nú er eðlilegt að menn vilji velta
sér upp úr ástæðum þessa. Hvers
vegna hafa félögin meiri peninga úr
að moða nú eða eru það eingöngu
„ríku“ félögin sem geta leyft sér að
ráða til sín sterka leikmenn með
peningaboðum? Astæðurnar fyrir
þessum sífelldu búferlaflutningum
leikmanna eru eflaust margar og
eiga sér ekki alla peningalegar
skýringar. Svo er bara sennilegt að
félög sem hafa metnað til að ná
árangri verði hreinlega að leggja á
sig að „kaupa“ leikmenn til að svo
veröi.
Um nokkurt skeið var það svo að
leikmenn sóttu í þau lið sem þóttu
líklegust til að hreppa meistaratitil
eða önnur verðlaun. A undanförn-
um árum hefur titilmöguleiki ekki
verið helsta ástæðan fyrir tilfærslu
manna á milli félaga. Félög í 2. deild
hafa ekki síður veriö iðin við að
lokka til sín leikmenn en lið í 1. deild
og venjulega hafa nýliðar í 1. deild
hvert ár fengið til sín góða leikmenn
Þeir sem hafa átt leið um Laugar-
dalinn nýlega hafa tekið yfir
þeim framkvæmdum sem eiga sér
stað við gervigrasvöllinn. Þar er nú
verið að reisa stærðarstúku til að
hýsa þá áhorfendur sem koma til að
fylgjast með Reykjavíkurmótinu í
knattspyrnu — eða eigum við ekki
frekar að segja þeim þremur eða
fjórum leikjum sem skipta máli í því
móti. Fyrirtæki þetta er eflaust fok-
dýrt og þjónar þar að auki sáralitl-
um tilgangi. Ég er reyndar einn
þeirra sem eru forfallnir knatt-
spyrnusjúklingar en samt er ég ekki
sáttur við þá forgangsröð sem höfð
er á framkvæmdum í Laugardaln-
um.
Stúka við gervigrasvöllinn er
sennilega einhver mesti óþarfi sem
um getur í vallarframkvæmdum.
Gervigrasið er aðeins notað á vet-
urna og vorin undir alvöru kapp-
leiki. Stúkan gerir það gagn eitt að
hlífa mönnum við rigningu. Hún
heldur ekki á mönnum hita nema
að ákaflega litlu leyti. Hún er þar að
auk það stór að sennilega verður
hún aðeins einu sinni full á hverju
vori — þegar úrslitaleikurinn í
Reykjavíkurmótinu fer fram. Önnur
mál eru miklu brýnni í Laugardaln-
um en þetta skrautmannvirki.
Valbjarnarvöllur, sem er eina að-
staða frjálsíþróttafólks í Reykjavík
þó ekki hafi verið stefnt að öðru en
að halda sér I deildinni. Þá hafa
menn meira að segja yfirgefið lið sín,
þó líkleg væru til afreka, og jafnvel
haldið á loft Islandsmeistaratitli árið
áður. Hvort þetta sannar þær sagnir
að peningar séu í spilinu og þá
hversu miklir læt ég ósagt en vissu-
lega styrkir það þær.
Nú þegar er farið að tala um að
félög hafi á sínum snærum menn
sem vinna hörðum höndum við að
ná í leikmenn og þá sérstaklega
menn í stöður sem vantar í. Þetta
hefur aftur á móti orðið til þess að
yngri leikmönnum er ýtt til hliðar
og þeir leita þá gjarnan annað til að
fá að spila knattspyrnuleiki. A þessu
hafa síðan önnur lið hagnast og
þannig er hugsanlegt að segja að
liðin sem t.d. spila í 2. deild hafi jafn-
ast og keppnin þar er þvi orðin mun
meira spennandi en áður var. Lið í 2.
deild leggja nú allt kapp á að tryggja
sér góða leikmenn fyrir komandi
keppnistímabil og ekki sakar að nú
er sennilega ódýrara fyrir flest lið í
2. deild að leika þar en áður.
Einn hluti af þessum boðum til
leikmanna um að koma og spila hjá
öðrum liðum er auglýsingar. íþróttir
eiga nú miklum vinsældum að
fagna hjá fyrirtækjum, sem sést best
á því að færri komast að en vilja til
að styrkja okkar vinsælustu iþrótta-
greinar, handknattleik og knatt-
spyrnu. Þá má ekki gleyma því að
fjölmiðlar gera íþróttum nú enn
meiri skil en áður, sem einnig heillar
auglýsendur. Til skamms tíma þótti
samstarf auglýsenda og íþróttafé-
laga heldur félögum til minnkunar
en hitt og auglýsendum var boðið
og þó víðar væri leitað, þarf á mikilli
endurnýjun að halda til að teljast
þokkalegur. Það sýndi sig á C-
keppninni í frjálsum íþróttum fyrir
rúmu ári að áhorfendur mæta til að
sjá nöfn. Það hefur einnig sýnt sig
að áhorfendur hafa mætt til að fylgj-
ast með köppum eins og Einari Vil-
hjálmssyni og Oddi Sigurðssyni
vegna þess að þeir eru í fremstu röð.
Aðstaða frjálsíþróttafólks er svo lé-
leg í Reykjavík að sennilega sjáum
viö ekki fram á að eignast afreks-
menn sem æfa hér á landi ein-
göngu. Það ætti að vera forgangs-
upp á heldur litla „sýningu" á vöru-
merkjum sínum. I dag er staðan allt
önnur. Stóra ástæðan er Stöð 2. Þeg-
ar fyrirtæki hefur möguleika á að fá
þætti um sitt mót tvisvar í viku er
þetta ekki spurning um peninga.
Þannig fengu Samvinnuferðir/
atriði að laga hlaupabrautina á Val-
bjarnarvelli og hafa á vellinum góða
aðstöðu fyrir frjálsíþróttamenn —
það getur einnig komið öðrum
íþróttagreinum til góða að hafa
góða frjálsíþróttaaðstöðu í Laugar-
dalnum.
Auk aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir
er brýnt að koma upp góðri aðstöðu
við Laugardalsvöll fyrir fréttamenn
og vallargesti almennt. Gleymum
ekki atvikinu í leik Vals og Wismut
þegar kastað var dós í leikmann
a-þýska liðsins.
Landsýn mjög góða auglýsingu í
sumar vegna styrks við knattspyrn-
una í 1. deild og ef marka má upp-
töku Stöðvarinnar á leikjum Vals í
nýja íþróttahúsinu þeirra, þar sem
myndavélinni var rennt yfir allar
auglýsingar í húsinu, þurfa auglýs-
ORÐ í EYRA
Hingað til hefur undirritaður
fengið nokkur og stundum veruleg
viðbrögð við skrifum sínum i HP.
Viðbrögð eru það sem blaðamaður
sækist eftir — oft á tíðum. Því vil ég
hvetja lesendur til að senda mér línu
ef þeim dettur eitthvað t hug sem
viðbót við greinar mínar eða ef þeir
vilja skamma mig eða hrósa. Þá eru
vel þegnar ábendingar um efni sem
menn telja að þurfi á umfjöllun að
halda. Skrifið til:
HP — íþróttir
c/o Þórmundur
Stangarholti 5
105 Reykjavík
eða hafið beint samband í síma
20256.
endur þar ekki að kvarta. Af eðlileg-
um ástæðum getur ríkissjónvarpið
ekki leyft sér þennan „munað“.
Það var Handknattleikssamband
íslands sem fyrst varð til þess að
gera stóra samninga við fyrirtæki
og voru (og eru) þeir fyrst og fremst
byggðir á mjög góðum árangri
landsliðsins í handknattleik á und-
anförnum árum. í dag er handknatb
leikurinn hér á landi á mikilli upp-
leið sem sést best á því að uppselt er
í íþróttahúsin trekk í trekk og fjöl-
miðlarnir gera handboltanum ótrú-
lega góð skil. Þetta hefur skilað sér
til félaganna — eins og það gerir til
HSÍ — í auglýsingafé og gjöfum sem
koma fram í hinum og þessum
myndum. Víkingar fengu bíl fyrir að
vinna Kolding frá Danmörku í
Evrópukeppninni og nú eru fyrir-
tæki meira að segja farin að auglýsa
á gólffjölum íþróttahallanna.
Með meira samstarfi fyrir-
tækja og íþróttafélaga má búast við
að félögin verði enn betur í stakk
búin til að „kaupa" sér leikmenn og
um leið eykst „hættan" á því að við
íslendingar siglum inn í eitthvert
form af atvinnumennsku í einhverj-
um íþróttagreinum.
UM FORGANGSRÖÐ
— hvers eiga frjálsíþróttamenn að gjalda?
38 HELGARPÓSTURINN