Helgarpósturinn - 25.02.1988, Qupperneq 8
LOGREGLUSTJORI A
Onákvæmni lögreglustjóra Málið til ríkissaksóknara i dag RLR hefur sent lögreglustjóra upplýsingar frá byrjun
Aðfaranótt laugardagsins 13. febrúar henti það ungan
mann á gangi í Reykjavík að slangra utan í bíl. Afleiðing-
in var handtaka og tvíbrotinn handleggur. Fyrir því stóðu
feðgar, starfandi lögreglumenn í Reykjavík, en í för með
þeim voru aðrir félagar í lögreglunni. Til þess að flytja
manninn var notuð bifreið lögreglunnar í Reykjavík og
iíkamsmeiðingarnar fóru fram í fangageymslu lögregl-
unnar. Ekkert hefur enn komið fram annað en að hand-
takan hafi verið ólögleg. Hins vegar liðu sjö dagar frá at-
burðinum þar til feðgunum var vísað úr starfi og þá var
það gert eftir fyrirmælum dómsmálaráðherra sjálfs. Lög-
reglustjórinn í Reykjavík, Böðvar Bragason, hefur því
orðið ber að ósannindum þar sem hann hefur ítrekað
haldið því fram að hann hafi einn tekið þessa ákvörðun,
án nokkurra tilmæla ofan frá, auk þess sem hann hefur
haldið þannig á málum að spurningar hljóta að vakna.
EFTIR PÁL HANNESSON
Hinn ólánsami Eskfirðingur, sem
lenti svo óþyrmilega í höndum lög-
reglunnar aðfaranótt laugardags og
hlaut beinbrot af, kærði atburðinn
til Rannsóknarlögreglu ríkisins
strax á laugardag. Samkvæmt upp-
lýsingum Boga Nílssonar rannsókn-
arlögreglustjóra bárust RLR skýrsl-
ur frá yfirmönnum Lögreglunnar í
Reykjavík strax sama dag. Eins
sagði Bogi, að Böðvari Bragasyni,
lögreglustjóra í Reykjavík, hefðu
verið sendar upplýsingar um gang
málsins „að minnsta kosti frá byrjun
vinnuvikunnar, þ.e. á mánudag".
Hafi yfirmenn lögreglunnar í
Reykjavík ekki haldið upplýsing-
um um málið frá lögreglustjóra þeg-
ar skýrslur voru sendar til RLR á
laugardag, sem er ástæðulaust að
ætla í jafnalvarlegu máli og þessu,
ætti Böðvar að hafa haft upplýsing-
ar um málið frá laugardegi eða
a.m.k. frá mánudegi. A grundvelli
þessara skýrslna vísar RLR málinu
síðan til ríkissaksóknara í dag. Því
verður að álykta sem svo að Böðvar
Bragason hafi haft nægar upplýs-
ingar til að geta tekið ákvörðun um
að vísa mönnunum tímabundið frá
starfi meðan málið væri í rannsókn,
annaðhvort sjö dögum áður en sú
ákvörðun var tekin eða þá a.m.k.
fimm dögum fyrr. Það er því eðlilegt
að spyrja: Hvað tafði Böðvar í að
taka þessa eðlilegu ákvörðun?
SKRÖKVAR LÖGREGLU-
STJÓRI VÍSVITANDI?
I viðtali við HP sagði Böðvar að
hann hefði haldið nokkra fundi um
málið með yfirmönnum og farið yfir
Mynd Magnús Reynir
Jón Sigurðsson dómsmálaráðherra:
„Þennan blett á heiðri lögreglunnar veröur aö afmá.
fyrirliggjandi skýrslur. Hann minnti
að lögreglan hefði haft þessar
skýrslur í þrjá daga og er þá væntan-
iega að tala um skýrslur frá RLR
sem hann fékk afrit af „senni-
lega á mánudag eða þriðjudag". Síð-
an hafi ákvörðun verið tekin. Sam-
kvæmt þessu ætti ákvörðunin að
hafa legið fyrir á miðvikudag eða
fimmtudag, nema ónákvæmni gæti
í frásögn lögreglustjóra, þar sem
ákvörðun var ekki tekin fyrr en
föstudaginn 19. febrúar. Þegar HP
bar undir lögreglustjóra að af frétt-
um að dæma virtist svo sem um
ólöglega handtöku hefði verið að
ræða sagði Böðvar: „Ég vil ekki út-
tala mig um þetta á annan hátt en
þann, að benda á þá ákvörðun mína
að mennirnir hætti tímabundið."
Aðspurður hvort hann hefði ekki
fengið nein fyrirmæli varðandi
þessa ákvörðun svaraði Böðvar
neitandi. I sjónvarpsfréttum ítrekaði
Böðvar að hann hefði tekið þessa
ákvörðun og í frétt í DV laugardag-
inn 20. febrúar segir: „Böðvar sagði
að ákvörðunin um tímabundna
brottvísun væri alfarið frá sér komin
og að ráðherra hefði ekki haft nein
afskipti af ákvörðuninni."
í viðtali við Jón Sigurðsson dóms-
málaráðherra, sem birtist hér í blað-
inu, kemur hins vegar skýrt fram að
hann hafði, um leið og hann frétti af
málinu í dagblöðum, samband við
Böðvar Bragason, lögreglustjóra
Böðvar Bragason, lögreglustjöri í
Reykjavík.
með þeim fyrirmælum að umrædd-
um lögreglumönnum skyldi strax
vikið tímabundið úr starfi, á meðan
að málið væri í rannsókn. Hafi ráðu-
neytisstjóri borið þessi boð fyrir ráð-
herra til lögreglustjóra á föstudags-
morgun og síðar um daginn hafi
ráðherra sjálfur rætt við Böðvar
Bragason. Lögreglumönnunun var
Jón Sigurðsson dómsmálaráðherra
BLETTUR SEM VE
Alvarlegl atvik átti sér stað fyrir
stuttu þegar ungur maður varsóttur
á heimili sitt án handtökuheimildar,
fœrður í fangageymslur og hand-
leggsbrotinn.
„Ég ætla ekki að segja annað um
það mál en að það var ákaflega
alvarlegur atburður sem þarna
varð. Atburður sem ég og dóms-
málaráðuneytið lítum mjög alvar-
legum augum. Það var ekki um
neitt annað að ræða en víkja þess-
um tveimur lögreglumönnum úr
starfi."
Vbr það ákvörðun ráðuneytisins?
„Við hvöttum til þess, já. En ég ef-
ast ekkert um að lögreglustjóri —
hann hefur sagt það sjálfur — hafi
ætlað að víkja mönnunum úr starfi.
Það verður að vera hægt að treysta
því að lögreglan taki ekki lögin i sín-
ar hendur. En ég vil taka það fram
að hér er um að ræða atburð sem er
í rannsókn og mönnunum vikið frá
starfi á meðan á rannsókn stendur
og fyrr en sú rannsóknarskýrsla
liggur fyrir er ekki hægt að dæma
neinn. Gögnin verða send til ríkis-
saksóknara þegar þau eru komin
fram og hann mun síðan senda
dómsmálaráðuneytinu skýrslurnar,
því þannig á að fara með mál þegar
um meint brot í opinberu starfi er að
ræða.“
Ná liðu sjö dagar frá því maður-
inn var handleggsbrotinn þar til lög-
reglumönnunum var vikið úr starfi.
Hvers vegna leið svona langur tími
þar til ráðuneytið tók ákvörðun í
þessu máli?
„Ég er nú ekki viss á dagsetn-
ingum."
Maðurinn var handleggsbrotinn
aðfaranótt 13. febrúar og mönnun-
um var vikið úr starfi þann 19. febr-
úar samkvœmt upplýsingum lög-
reglustjóra.
„Um leið og ég hafði vitneskju
um þetta mál hafði ég samband við
lögreglustjóra og sagði við hann og
lét reyndar bera honum um það orð
fyrst af mínum embættismönnum,
að þarna yrði að fara að fyllstu gát
og víkja rnönnunum úr starfi á með-
an rannsókn færi fram. Ég sá þetta
í blöðunum á fimmtudag og hringdi
um kvöldið í ráðuneytisstjóra og
bað hann að hafa samband við lög-
reglustjóra strax að morgni með
þessi skilaboð. Seinna á föstudaginn
talaði ég svo sjálfur við Böðvar og
mönnunum var vikið úr starfi."
HP rœddi við Böðvar Bragason
lögreglustjóra og þá hélt hann því
fram, sem hann hefur reyndar gert
annars staðar í fjölmiðlum, að þessi
ákvörðun hefði verið algjörlega
sín og að það hefðu ekki komið
nein fyrirmœli um það annars stað-
ar frá.
„Ég vil ekkert úr því draga að
þetta hafi verið hans ákvörðun en
það er jafnljóst að ég hafði samband
við hann og minn ráðuneytisstjóri,
með þau tilmæli eða ábendingu
sem fyrr segir."
En hann tók enga ákvörðun þar
að lútandi fyrr en þú og ráðuneytið
höfðuö ýtt við honum.
„Ég ætla ekki að segja neitt meira
um þetta annað en að um leið og
mér varð málið Ijóst hafði ég sam-
band við lögreglustjóra."
/ sama viðtali segir lögreglustjóri
að grundvöllur lögreglu sé samstarf
borgaranna og liðsins og að trúnað-
ur ríki þar á milli og að efþetta sam-
starf og trúnaður séu ekki fyrir
hendi sé starf lögreglu hálfgagns-
laust. Ertu sammála þessu?
„Eg tek að sjálfsögðu undir það,
því við höfum vanist því hér á okkar
landi að lögreglumenn væru ekki
fyrst og fremst valdsmenn heldur
lögregluþjónar, eins og það hét nú
yfirleitt áður, þ.e. samverkamenn og
vinveittir þjónustumenn samborg-
aranna. Það er svo sannarlega mín
stefna í lögreglumálum og ég veit
reyndar að það er líka hjá lögreglu-
stjóra og samtökum lögreglumanna
að þessi einkenni íslenskra lög-
gæslumanna geti verið sem allra
ríkust."
En þegar lögreglumenn á vakt og
utan vaktar fara án heimildar og
handtaka mann og handleggsbrjóta
hann á lögreglustöð, er þetta þá
ekki farið að líta út eins og í S-
Ameríku?
„Sé þetta rétt er ekkert sem afsak-
ar það. Ætli verði ekki að segja að
þetta séu stórkostleg mannleg mis-
tök, ef þetta er eins og þú lýsir því,
8 HELGARPÓSTURINN
hbebmbbb^bb