Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 34
PENINGAR & MARKAÐUR
FRYSTIIÐNAÐURINN
GENGISFELUNG EÐA GAGNG
ER VANDI FRYSTINGARINNAR MEIRI EN SVO AÐ HANN VERÐI LEYSTUR MEÐ EINU PENNASTRIKI?
Þad hefur víst ekki farið framhjá neinum að vandi fisk-
vinnslunnar og þá einkum frystiiðnaðarins er stórfelldur
um þessar mundir. Verð á Bandaríkjamarkaði, okkar
stærsta og öruggasta markaði um langt árabil, hefur að
vísu hækkað nokkuð, en þó ekki nándar nærri nóg til að
vega upp á móti þeirri rýrnun á verðgildi dollarans, sem
orðið hefur á sama tíma. Þegar þar við bætist stórfelld
kostnaðarhækkun innanlands, á bilinu 30—40%, þarf
engan að undra að frystihúsin eru farin að ganga stór-
lega á eignir sínar, þ.e.a.s. þau, sem ekki báru skuldahala
fyrir, en þau eru einfaldlega komin að lokun og gjald-
þroti.
Það þarf því engan að undra, að
frystiiðnaðurinn hefur sótt hart eftir
því mánuðum saman, að gengið
yrði fellt til að jafna þennan mun.
22 HELGARPÓSTURINN
Ríkisstjórnin hefur hins vegar varist
af hörku, enda byggt fiest sín efna-
hagsmarkmið á því að halda gengi
stöðugu. Útgerðin, sem nú hefur um
tveggja ára skeið búið við það
óvenjulega ástand að vera rekin
með hagnaði, hefur líka bent á, að
með gengisfellingu, sem nægði til
að leysa vanda frystihúsanna, væri
bara verið að flytja vandann yfir á
útgerðina: Erlendar skuldir hennar
mundu hækka að sama skapi svo og
olía og önnur aðföng. Ef fiskverði
yrði haldið niðri mundu siglingar
með fiskinn og gámasala á upp-
boðsmarkaði í Evrópu stóraukast
svo og sala gegnum fiskmarkaði
hér. Samhliða opinberri ákvörðun
um fiskverð yrði semsé að loka
landinu og banna frjálsar sölur er-
lendis. Hinn raunverulegi vandi
væri með öðrum orðum sá, að okk-
ar hefðbundni Bandaríkjamarkaður
stæðist ekki lengur samkeppni við
aðra fiskmarkaði og ósanngjarnt að
skipa útgerðinni að selja afurðir sín-
ar sér í óhag. Þar með væri líka far-
inn sá vísir að frelsi, sem hefur
óneitanlega gert gæfumuninn fyrir
útgerðina sl. tvö ár, og ólíklegt ann-
að en að þeir útgerðarmenn, sem
eru sjálfstæðir og ekki í tengslum
við fiskvinnsluna, mundu verja það
með kjafti og klóm og hafa tak-
markaðan áhuga á að hverfa aftur
til þess tíma þegar ríkisvaidið gat
nær einrátt skammtað þeim afurða-
verðið.
Röksemdir ríkisstjórnarinnar
gegn því að grípa til skjótra aðgerða
til lausnar vanda frystingarinnar
voru lengi vel þær að sjá yrði til
hvort alþjóðlegar aðgerðir til styrk-
ingar dollarnum bæru ekki árangur.
Allar slíkar tilraunir hafa reynst
árangurslausar. Síðan þær, að sameig-
inlegur hagur fiskvinnslu og útgerð-
ar væri nægjanlega góður til að
draga mætti aðgerðir á langinn þar
til kjarasamningum væri lokið. Lík-
legt má telja að þeir verði komnir í
höfn eða upp úr viðræðum slitnað
um það leyti sem þetta kemst á
prent. En nú bendir allt til að stjórn-
völd telji vanda fiskvinnslunnar
flóknari og dýpri en bara samspil
gengisbreytinga og innlendrar
þensluverðbólgu.
í síðasta Reykjavíkurbréfi Morg-
unblaðsins eru leidd rök að því að í
núverandi samkeppni um fiskinn
með siglingum, gámasölu og ís-
lensku uppboðsmörkuðunum sé
Bandaríkjamarkaður einfaldlega