Helgarpósturinn - 25.02.1988, Side 43
Finnbogi við rörin sem meö ákveðnu millibili dragast frá veggnum og skella svo í hann aftur og hljóma eins og kirkjuklukkur.
HLJÓÐMYNDIR — HLJÓÐTEIKNINGAR
Komið inn í anddyri Nýiistasafnsins og á móti manni
svotil auðir veggir, sem er óvenjulegt nú á tímum mál-
verksins. Eingöngu hátalarar á veggjunum, litlir en frá
þeim berast sérkennileg hljóð sem láta samt ekki illa í
eyrum og þegar maður stendur í miðju anddyrinu er eins
og maður sé staddur í hljóðbylgju, kannski ekki ósvipað
og heyra flugvélardyn í ,,heddfónum“, þjótandi úr öðrum
í gegnum hausinn og yfir í hinn. Hljóðið nær einhvern
veginn utan um mann. Þetta er „installation" Finnboga
Guðmundssonar sem mætir gestum Nýlistasafnsins um
þessar mundir.
í neðri salnum eru þrjú rör sem
hanga í spottum og öðru hverju
kemur lítil maskína, þræll, og færir
þau frá veggnum — sleppir svo aftur
og rörin skella á veggnum og
hljóma eins og kirkjuklukkur og
hvítkalkaðir veggirnir auka enn á
einhvers konar helgistemmningu.
Rörin skella í miðpunkt Ijósgeisla,
mæta sínum eigin skugga og hljóðið
berst frá þeim yfir í hátalarana. Það
er sama hljóðið í báðum sölum en
unnið með mismunandi aðferð til
að koma þeim til skila.
„Aðalpælingin er sú," segir Finn-
bogi, „að koma áhorfandanum,
hlustandanum, fyrir inni í hljóð-
bylgjunni og setja hann þannig í
ástand sem er honum áður óþekkt.
Reyna að koma honum inn í rörin ef
svo má segja."
— H vernig tengist þetta my ndlist?
,,Ég vinn með hljóð út frá mynd-
list, meðhöndla það sem mynd og
þetta eru því eins konar hljóðskúlp-
túrar. Þeim hefur verið gefið það
heiti. Það er verið að vinna með
hljóðið í þrívíðu formi, hljóðmynd
eða hljóðteikningu. Sem skúlptúr
innan steríósviðsins og form hljóðs-
ins fundið. Maður finnur fyrir form-
um hljóðs þegar hlustað er á það t.d.
í heddfónum. Auk þess er hljóð líka
mynd. T.d. rigningarhljóð, ef maður
heyrir slíkt hljóð, þó svo maður sjái
ekki rigninguna, kviknar myndin
samt. Ég er hér að vinna með rýmis-
verk og þess vegna lít ég á mig sem
myndlistarmann."
— Nú er þetta nokkuð óvenjulegt
hér á landi. Hvernig hafa viðbrögð
verið?
„Þau hafa verið mjög góð, í það
minnsta það sem ég hef heyrt. Fólk
virðist vera fljótt að detta inn í
stemmninguna sem ég er að reyna
að framkalla. Margir hafa einmitt
nefnt þetta með kirkjuklukkurnar
en það er nú ekki svo að ég sé að
reyna að ná fram einhverri trúar-
legri stemmningu."
— Hefurðu verið lengi í þessum
pælingum?
„Ég hef verið að vinna með hljóð
frá þvi 1982 og um þessar mundir er
ég að vinna enn frekar með hljóð
sem mynd. Það sést ekki svo mikið
á þessari sýningu eins og það kemur
til með að gerast síðar. Hugmyndin
er kannski sú að nota segulband
sem ljósmyndavél og finna enn frek-
ar form hljóðanna. Viðhorfið til
hljóðsins er fyrst og fremst sjón-
rænt."
— Þú segist hafa sýnt þetta verk
víðar, breytist það ekki algerlega
eftir aðstæðum hverju sinni?
„Jú, það gerir það. Ég var t.d. með
það í Noregii kjallara húss frá 16du
eða 17du öld. Þar var moldargólf,
hlaðnir veggir og þetta varð allt
saman mjög „mýstískt".
KK
Gallabuxur
og gott betur
Yfirlitssýning í Þjódminjasafni
Gallabuxur eru líklega algengasta flík nútímamanna.
Enginn maöur er suo til ad hann eigi ekki einhverjar slík-
ar hangandi inni í skáp. En það hefur ekki alltaf ueriö
suo. Það eru ekki mörg ár síðan gallabuxur töldust ekki
uel sómasamlegur klœðnaður hér á landi. Krakkar áttu
sérstök skólaföt og þar uoru gallabuxur ekki í náðinni.
fþœr uar hins uegar farið þegar átti að fara að atast utan-
dyra. Allt í lagi að skíta út níðsterkar gallabuxurnar sem
þoldu hundrað ferðir í þuottauélina.
Bítlarnir voru nú yfirleitt vel klæddir á fyrri hluta ferilsins, hér eru þeir samt
í gallabuxum og framteiðendurnir hafa verið fijótir að nota sér auglýsingagild-
ið.
Saga gallabuxnanna hefst í
Ameríku. Það var gullæðið mikla
sem skapaði þörf fyrir sterk vinnu-
föt og tveir Evrópubúar, sem flust
höfðu búferlum til Ameríku, fengu
einkaleyfi á framleiðslunni 1873. í
fyrstunni voru þær saumaðar úr
brúnum striga en um aldamótin var
farið að hafa þær úr bláu denim,
níðsterku efni, og ennþá eru þær
framleiddar úr svipuðu efni.
Skömmu síðar hófu fleiri aðilar
framleiðslu slíks fatnaðar, m.a. H.D.
Lee, en framleiðsla hans er vel
þekkt enn þann dag í dag. Þessi fyr-
irtæki áttu það sameiginlegt að
framleiða vinnufatnað en það var
ekki fyrr en upp úr síðari heims-
styrjöldinni að gallabuxur urðu al-
gengur klæðnaður í Ameríku, eink-
um meðal unglinga.
En gallabuxur hafa í gegnum tíð-
ina þróast frá því að vera eingöngu
buxur og hafa orðið tákn fyrir
ákveðinn lífsstíl, fyrir ungdóminn
og jafnrétti milli kynja og kynslóða.
Þær hafa orðið tákn fyrir uppreisn
yngri kynslóðanna gegn hefð-
bundnu fatavali eldri kynslóða og
þarmeð uppreisn gegn gildum hefð-
arinnar og vanans. Kannski ótrúlegt
þegar litið er til þess hversu sjálf-
sagður hlutur þær þykja í dag, afar
og ömmur eiga gallabuxur jafnt og
börn og unglingar. Þær hafa þannig
þróast frá því að vera einvörðungu
flíkur yfir í menningarlegt og þjóð-
félagslegt fyrirbrigði. Hafa öðlast
ákveðna ímynd. Komist í og úr há-
tísku en alltaf haldið sínu og innan
ákveðinna þjóðfélagshópa eru þær
nánast skylduklæðnaður. Rokkar-
arnir illræmdu, mótórhjólaofbeldis-
flokkur, — alltaf í gallabuxum. Og
ólíkt öðrum flíkum tapa þær ekki
gildi sínu þó þær snjáist og missi lit,
jafnvel rifni. I eina tíð var það meira
að segja tíska að vera í svo viðgerð-
um gallabuxum að upprunalegu
buxurnar heyrðu sögunni til.
Um þessar mundir stendur ein-
mitt yfir sýning í Þjóðminjasafninu
Hér sóst kynbomban Marilyn Monroe
i gallabuxum þrétt fyrir að konur
gengju almennt ekki í slíkum fatnaði.
Hún er ekki sérlega „sexí" en menn
komust fljótt að því að gallabuxur
gátu verið sexí eins og hvað annað.
sem kemur frá Svíþjóð, undir heit-
inu Gallabuxur og gott betur. Sýn-
inguna setti upp Inge Wintzell, sem
m.a. hefur skrifað heillanga bók um
gallabuxur sem hún kallar Jeans-
kultur og í henni færir hún rök að
menningarlegu giidi og hlutverki
gallabuxna. Þessa hversdagslega
fyrirbrigðis sem á sér sennilegast
miklu merkilegri sögu en menn
gera sér almennt grein fyrir. KK
HELGARPÓSTURINN 31