Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 47
TÓNLIST
laust aö amast við því þó fólk hafi
gaman af einhverju ööru en klassík-
inni. Guðdómlegir farsar og ærsla-
leikir eru víða á boðstólum og leikn-
ir af yfirnáttúrulegum snillingum,
kómedíur og kroppasýningar og
eru þá söngleikirnir ótaldir.
,,42. Street" er eitt stórkostlegasta
stepp-mjúsíkal (fyrirgefið orðbragð-
ið) allra tíma, og er búið að ganga
árum saman, enda meira en lítið líf
í þeim fáu tuskum sem valið lið hef-
ur til að hylja sárustu nektina.
Þarna koma fram ofboðslega góð-
ir dansarar og söngvarar og hópat-
riðin eru óviðjafnanleg.
„Vesalingarnir" eru þarna enn og
alltaf uppselt einsog hér heima. Þá
er verið að sýna ósköp snotran og
hrekklausan söngleik, „Song and
Dance", og hefur hann gengið lengi.
„Blues in the Night" er notaleg sýn-
ing fyrir þá sem gaman hafa af blús-
inum og fögrum konum þegar farið
er að skyggja, og svo mætti lengi
telja.
Tæplega verður skilið við London
án þess að geta þeirra manna sem
hafa „sigrað heiminn", ef svo má að
orði komast í söngleikjabransanum.
Þetta eru þeir Andrew Lloyd Webb-
er og Charles Hart, höfundur Jesus
Christ Superstar, Evítu, Cats, Song
and Dance, Starlight Express og nú
síðast þess söngleiks sem virðist
ætla að slá öll aðsóknarmet, en það
er j,The Phantom of the Opera".
Eg hef í gegnum tíðina rambað
inná flest sem þessir sjónhverfinga-
menn hafa brallað og verður að
segja einsog er að það er lífsreynsla
útaf fyrir sig.
Mikið er lagt uppúr ytri búnaði,
ekkert til sparað, frábæru listafólki
teflt fram og sýningarnar síðan röð
af fyrirburðum sem áður hefði þótt
óhugsandi að koma í kring í leik-
húsi, hljóð- og Ijósagaldrar, trikk og
allskonar aðferðir, sem ekki geta tal-
ist billegar, þó sumum geti ef til vill
fundist þær svolítið simplar (afsakið
orðbragðið).
Þekking, vitsmunir, hæfni og af-
burðagáfur eru virkjaðar til að
rannsaka hvaða graut blessuð jarð-
arbörnin helst vilji éta og borga fyr-
ir. Síðan hóa kokkarnir sig saman,
ná sér í gamlan skyrhræring og
matreiða hann þannig að milljónir
leikhúsgesta halda að þeir séu að
gæða sér á dýrindis rommbúðingi
eða einhverju þaðanaf kræsilegra.
Þessar sýningar eru undur sam-
BJARGVÆTTIR
Það er ekki af tilviljun að ég hef
gert mér svo tíðrætt um hæfni
enskra leikara í þessum þankabrot-
um. Eg sagði það áðan og segi það
enn, að varla er til svo ómerkilegt
leikverk í atvinnuleikhúsum í Lond-
on að maður sjái eftir að hafa keypt
sig inn.
Leikararnir skila sínu jafnan með
þeim hætti að maður heillast.
Eg gerði mér tíðrætt um Maggie
Smith, sem lék Heddu Gabler hjá
Ingmar Bergman.
Þessi frábæra leikkona hefur á
ferli sínum lagt leikhúsfólk að fótum
sér með frábærri túlkun á flestum
helstu dramatísku hlutverkum leik-
bókmenntanna.
Ég er mikill aðdáandi hennar og
þess vegna fór ég að sjá hana leika
í fremur atkvæðalítilli kómedíu,
„Lettice and Louage".
Og það brást ekki. Þessi drama-
tíska íeikkona var þarna komin í
gervi trúðsins og hún hafði í hendi
sér að leika ærslakómedíuna af
þeirri fullkomnun, að allir heims-
meistararnir komu uppí hugann:
Chaplin, Michel Marceau, Dario Fo
ogjafnvel Buster Keaton.
A móti henni lét Margaret Tyzack,
sem var drottningin í ,,Ég Claudius"
í sjónvarpinu um árið, og sú lét sitt
ekki eftir liggja.
Ég segi þessvegna um leikhúsið í
London:
— Það er sama hvað það er, leikar-
arnir bjarga því alltaf.
AÐ LOKUM
Ef ég ætti að ráða heilt um leik-
húsferð til London í eina viku, þá
aðgætti ég fyrst hvort ekki væri
hægt að fá ódýrar viku-pakkaferðir
þangað og síðan mundi ég fara að
velja mér sýningar áður en ég færi
af stað.
Ég ráðlegg öllum að aðgæta fyrst
hvað er á boðstólum í breska Þjóð-
leikhúsinu og í Barbíkaninu (Royal
Shakespeare Company) og gaum-
gæfa vel þær sýningar sem þaðan
eru komnar og hafa vegna vinsælda
verið fluttar í West End.
Auðvitað þýðir ekki að deila um
smekkinn og ég hef talað hér útfrá
eigin brjósti, en eitt er víst.
Vika í London getur veitt manni
haldbetri og innihaldsríkari ánægju
en mikið og merkilegt strandlíf ár-
um saman.
Eða það held ég að minnsta kosti.
Æsilegt dansatriöi úr 42nd Street.
Beöið eftir Godot í breska þjóöleikhúsinu.
tímans vegna þess að þær endur-
spegla með óhugnanlegum hætti
markaðssamfélagið þar sem um-
búðirnar skipta öllu, því það eru
þær sem koma rýru innihaldi út.
Sjálfur set ég mig aldrei úr færi að
sjá þessi ósköp, því ganga má út frá
því sem vísu að aðstandendur sýn-
inganna séu hæfasta listafólk ver-
aldarinnar, hvert á sínu sviði.
Og svo er ég nú líka, þegar öllu er
á botninn hvolft, einn af milljónun-
um, saklaus sveitamaður sem borð-
aði skyrhreering möglunarlaust í
dentíð, ef hann var hrærður út i
fjólubláum matarlit og ég fékk kanil
útá.
Þegar ég kom til London gengu
miðar á „Phantom of the Opera“ á
um hundrað pund á svörtum mark-
aði (miðar sem kosta í kringum tutt-
ugu pund í miðasölunni).
Ég fékk þrjá miða á sýninguna á
réttu verði, fyrirhafnarlítið á sýn-
ingardaginn, með aðferðum sem ég
lýsti hér að framan og það sannaði
enn einu sinni að alltaf er hægt að fá
miða á hvað sem er í London.
ÚTVARP
Jón og járnsmiöirnir
Framhaldsleikrit og -sögur hafa
í áranna rás verið vinsælt efni í út-
varpi. Nú er til dæmis eitt í gangi,
Tordýfillinn flýgur í rökkrinu, sem
er sakamálaleikrit fyrir börn og er
víst endurfluttur endurflutningur
á því. Fínt leikrit, en væri ekki nær
að útvarpið reyndi með leikritun-
inni að taka þátt í umræðu dags-
ins. Það væri til dæmis hægt að
hugsa sér eftirfarandi söguþráð:
Maður fer á skemmtistað og fær
sérí glas, kannski eitt, kannski tvö.
Svo heldur hann heim en verður
fyrir því óláni að hrasa og lenda á
bíl. Eigandi bifreiðarinnar, sem er
járnsmiður á sumrin en skólapilt-
ur á veturna, stekkur út og er illur.
Hann fær heimilisfang mannsins
og ekur burt en við nánari um-
hugsun kemst hann að því að
maðurinn hafi sloppið of vel.
Hann fer því heim til sín, vekur
upp föður sinn og bræður og þeir
skunda heim til mannsins sem
datt á bílinn. Eftir nokkur orða-
skipti ákveður járnsmiðafjölskyld-
an að taka manninn með en svo
ólánlega vill til að í því að maður-
inn sest, sjálfviljugur auðvitað, inn
í bílinn, þá handleggsbrotnar
hann og lemur andlitinu við bil-
gólfið þannig að á því sér. Járn-
smiðunum bregður við en eftir
umhugsun ákveða þeir að fara til
formanns járnsmiðafélagsins, sem
er frændi þeirra en ekki að austan,
og spyrja hann ráða. Hann ráð-
leggur þeim að segja að maðurinn
sé járnsmíðanemi sem hafi meitt
sig svona illa á fyrsta degi þegar
starfandi járnsmiðir hafi ætlað að
hjálpa honum úr jakkanum. Við
þetta hafi maðurinn firrst, reiðst
járnsmiðum og vilji ekki viður-
kenna að hann hafi ætlað í fagið
og spinni upp allskyns píslarvotts-
sögur. Síðan myndi leikritið fjalla
um spæjara, gæti heitið Jón Sig-
urðsson með tilvísun í vér mót-
mælum allir og fornan þjóðararf,
sem smám saman myndi fletta of-
an af járnsmiðasamsærinu. Lýs-
ingar á umhverfi verkstæða og
vinnumóral í bland. Þetta er grá-
upplagt efni og yrði leiklistardeild-
inni til sóma að taka það upp.
Persónur yrðu auðvitað að vera
tilbúningur.
Kristján Kristjánsson
SJÖNVARP
Arabi fyrir túrista
Ríkissjónvarpið bauð upp á
magnaða bíómynd „í léttum dúr“
síðastliðið föstudagskvöld. Mynd-
in, sem kallaðist „Burt frá New
York“, var um margt einstök og
hrósvert af ríkissjónvarpinu að
hafa haft upp á þessari mynd. Efni
myndarinnar var að ung kona í
New York vildi komast til Parísar
en sofnaði og vaknaði ekki aftur
fyrr en flugvélin var lent í ísrael.
Hér er um frábært dæmi að ræða
um hvernig tengja má saman ólík-
ar senur í kvikmyndum og færa
söguna úr stað. Þar sem myndin er
gerð fyrir bandarískan markað
þurfti aðalhetjan að vera þaðan og
þar sem tilgangur hennar var að
„varpa ljósi" á líf í Israel þurfti hún
að gerast þar.
Stundum er sagt að almenning
skorti skýrar línur varðandi
hvernig á að horfa á heiminn, hvar
á að draga mörkin. Þessi mynd
lagði til skýrar línur. í fyrsta lagi
dró hún mörkin fyrir þá sem vilja
þokkalega skemmtun á föstudags-
kvöldi. Jafnlélega mynd var vart
hægt að finna. I öðru lagi dró hún
skýra línu fyrir þá sem ekki hafa
vitað hversu mikla sjálfsvirðingu
og metnað ríkissjónvarpið hefur
til að bera. í þriðja lagi skýrði hún
greinilega hversu hjálpsamir og
góðviljaðir Israelsmenn eru og
hvaða erfiðleika þeir eiga við að
etja. „Þegar við komum hingað
var hér ekkert nema mýri,“ út-
skýrir ein hjálparhellan á „kibb-
utzinu" málið fyrir söguhetjunni.
Og þegar eini arabinn sem átti línu
birtist á skjánum sagði söguhetj-
an: „Guð, þarna er arabi.“ Og
fylgdarmaður hennar um sögu-
slóðir ísraels svaraði: „Þetta er allt
í lagi, hann er ekki óvinur. Þetta er
bara arabi fyrir túrista."
Það er gott til þess að vita að við
skulum eiga hér ríkissjónvarp til
að halla sér að á síðkvöldum,
stofnun sem leggur metnað sinn í
góðar myndir sem taka að sér að
útskýra heiminn í „léttum dúr“
fyrir hálfslompuðum og/eða hálf-
sofandi lslendingum. Aðrir með
fullri meðvitund láta tæpast bjóða
sér annað eins.
Páll H. Hannesson
Don Giovanni og
frjálshyggjan
Don Giovanni — íslenska óperan
Texti Lorenzo Da Ponte
Tónlist Wolfgang Amadeus Mozart
Hljómsveitarstjóri Anthony Hose
Leikstjóri Þórhildur Þorleifsdóttir
Leikmynd og búningar Una Collins
Lýsing Björn B. Guðmundsson
Sveinn Benediktsson
Kór og hljómsveit íslensku
óperunnar
Don Giovanni Kristinn
Sigmundsson
Leporello Bergþór Pálsson
Donna Anna Ólöf Kolbrún
Harðardóttir
Donna Elvira Elín Ósk Oskars-
dóttir
Zerlina Sigríður Gröndal
Masetto og höfuðsmaður Viðar
Gunnarsson
Don Ottavio Gunnar
Guðbjörnsson
Menn gera mikið af því þessa
dagana að brjóta heilann um
persónuna Don Giovanni, hvort
hann sé illmenni eða sakleysingi,
engill eða satan, og auðvitað hvort
ekki sé eitthvað ,,goðsögulegt“ við
hann. En yfir í þá sálma þykir einkar
þægilegt að velta sér, þegar menn
vita hvorki upp né niður.
í Don Giovanni er einn þáttur í
eðli okkar allra gerður að heil-
steyptri persónu. Það er hin eigin-
gjarna sjálfhverfa afstaða með al-
gjöru tillitsleysi í garð annarra. Börn
eru yfirleitt mjög sjálfhverf fram eft-
ir aldri, og þannig eru dýrin gagn-
vart öðrum afkvæmum sínum. Full-
orðinn maður, sem þannig hegðar
sér, er hins vegar kallaður siðblind-
ingi. Þessi eðlisþáttur er stundum
ærið ríkjandi hjá listamönnum og
öðrum, sem eru hugfangnir af eigin
verkefni og skeyta þá lítt um að-
stæður, þarfir og viðhorf annarra.
Mozart hefur tæpast verið laus við
þessa sjálflægni. Hið merkilega er,
að siðblindingjar geta þótt mjög
töfrandi persónur og því ýmist vald-
ið meiri sorg eða sælu en aðrir. í
verstu mynd sinni birtist þessi eðlis-
þáttur í fari einræðisherra.
Herra Jóhann eins og hann heitir
á íslensku er þess konar siðblind-
ingi, en hugðarefni hans er ekki
merkilegra en að komast upp á sem
flestar konur og jafnvel með ofbeldi,
ef ekki með góðu. Og vissulega
dragast konur að honum seint og
snemma, enda fellur hann aldrei í
þá gryfju að sýna þeim tillitssemi.
(Mannskepnan er nefnilega svo
undarleg, að hún hættir ósjaldan að
vera skotin í þeim, sem reynir að
þóknast henni.) Söngvar þeir, sem
Mozart leggur honum í munn, eru
líka ómótstæðilegir. En það er líka
gert Ijóst, að hann er aðalsmaður,
sem getur sýnt ungum bónda vald
sitt, ef sá dirfist að vernda brúði
sína.
Nú á dögum mætti lita á Don
Giovanni sem tákngerving þess sér-
gæðingsháttar og nýfrjálshyggju,
sem reynir að sölsa allt undir sig á
glæsilegan hátt. Aðrir mega éta það
sem úti frýs. Og allt er þetta auðvit-
að framið í nafni frelsis einstaklings-
ins, enda stagast Don Giovanni á
orðunum „Lifi frelsið", þegar hann
hefur safnað lýðnum til veislu í sín-
um þokkalega tilgangi. Fyrir þessu
sama falla kjósendur, en snúa baki
við hinum, sem í einlægni reyna að
gera þeim gott.
Höfuðkostur óperusýningar er
ekki að láta stórstjörnur syngja
glæstar aríur og annað falla í
skugga. Á slíkum sýningum missir
gestur einatt söguþráðinn. Hvert
smáatriði þarf að njóta sín. Og það
tekst starfsmönnum íslensku óper-
unnar glettilega vel að þessu sinni.
Áhorfandi glatar aldrei sýn á fram-
vindu leiksins. lslensku textarnir til
hliðar eru til mikils hagræðis að
þessu leyti, en nokkur misbrestur
var á að þeir stæðu hæfilega lengi á
skjánum.
Um einstaka söngvara skal þess
getið, að Kristinn fer á kostum í söng
og leik, hvort sem hann á að sýna
ósvífni, flærð eða blíðu. Helst skorti
á, að hann væri nógu nautnalegur
HELGARPÓSTURINN 35