Helgarpósturinn - 24.03.1988, Síða 34
inn að verða við beiðni borgarráðs
um breytingu á byggingarreit ráð-
húss, enda að hans áliti um minni-
háttar breytingu að ræða. Jafnframt
tók þó meirihlutinn fram, að hann
tæki á þessu stigi málsins enga af-
stöðu til teikninga að mannvirkinu.
Guðrún Jónsdóttir arkitekt lét
bóka andstöðu sína við tillögu
meirihlutans og tók fram, að hún
sæi sig tilknúna að vekja athygli fé-
lagsmálaráðherra á þessari af-
greiðslu málsins. Þar sem engan
veginn yrði talið að um „óveru-
iega“ breytingu væri að ræða: 300
m2 viðbótarskerðingu á Tjörn-
inni. Heyrst hefur að íbúar í ná-
grenni ráðhússins muni kæra þessa
afgreiðslu skipulagsstjórnar til fé-
lagsmálaráðherra vegna fordæm-
isgildis hennar. Menn hlytu þá
framvegis að fá frítt spil um „óveru-
legar" breytingar eins og kvisti, við-
byggingar og útlitsbreytingar, sem
hingað til hafa verið heit deiluefni
og tíð viðfangsefni dómstóla ...
KROSSPÓLITlSK SMÁGÁTA
Lárétt
1 Örlög feita kjötsins
frá '86
7 Anga
8 Fóðra
9 (sjá 15 lárétt)
11 Matstaður Alberts
(skst.)
12 Dót
14 Tjái vanþóknun sína
15 +5 lóðrétt + 9 lá-
rétt (alls 15 stafir)
Óskadraumur
Jóhönnu
16 Árvissum menning-
arviðburði
Lóðrétt
1 Samanvið
2 Þorbjörn
3 Kvenpersóna
4 Mannlaus
5 (sjá 15 lárétt)
6 Fæð
10 Búkhljóð
11 Þak yfir höfuðið
13 Eftir aðra umferð
(skst.)
„Sannleikurinn er sá aö ég er eiginlega eins
í laginu og illa rekiö fyrirtœki. Eg er svona
eins og sambandiö ad dómi Guöjóns.
Yfirbygging er of mikil.
„Ég óska íslensku þjóðinni til ham-
ingju með að vera aftur orðin vits-
munavera."
Sverrir Stormsker tónlistarmaður.
„Á meðan það er einhver fyrirstaða
á þessu landi gagnvart okkur, þá
verðum við hér. Við förum til Holly-
wood strax og fólk fer að meðtaka
okkur."
Þór Eldon gitarleikari Sykurmolanna.
Flosi Ólafsson.
„Við líðum fyrir þær aðgerðir sem
við höfum gert og eigvm eftir að
gera."
Árni Gunnarsson þingmaður Al-
þýðuflokks.
„Við syngjum náttúrulega ekki
neina I love you-texta, ég elska þig
svo mikið að ég gæti bitið þig í
spikið."
Einar Örn Benediktsson söngvari
Sykurmolanna.
A
fundi Skipulagsstjórnar
ríkisins í gær samþykkti meirihlut-
„Enn gerast undur á íslandi."
Guðrún Agnarsdottir þingmaður Kvennalista.
„Er hið hefðbundna flokkstrygga
stjórnmálafylgi tekið að þynnast
og rofna líkt og ósonlagið í háloft-
unum yfir heimskautasvæðunum."
Jakob Pétursson kennari í Stykkis-
hólmi.
„Ég get ekki annað sagt en að mér
þyki með ólíkindum hvað Kvenna-
listinn rýkur upp."
Ólafur G. Einarsson formaður þing-
flokks Sjálfstæðisflokks.
„Þó að Stöð 2 sé alls góðs makleg
og hafi hlotið afbragðsgóðar við-
tökur sem tæknilega háþróuð út-
færsla af vídeóleigu með heim-
sendingarþjónustu..."
Markús, Örn Antonsson útvarps-
stjóri RÚV.
„Ég segi eins og Steinunn Sigurð-
ardóttir hefur eftir Málfríði Einars-
dóttur: Mesta vinnan fer bara í að
liggja út af og stara upp í loftið."
Friðrik Þór Friðriksson kvikmynda-
gerðarmaður.
„Stuðningur við ráðhúsið hefur
greinilega vaxið... þrátt fyrir afar
neikvæðan fréttaflutning ýmissa
fjölmiðla..."
Davíð Oddsson borgarstjóri.
„Enda þótt Stöð 2 læsi yfirleitt um
klukkan 21.00 notar RUV hiklaust
samanburð eftir þennan tíma til að
falsa betur tölur... Er hægt að leggj-
ast lægra?
Jón Óttar Ragnarsson sjónvarps-
stjóri Stöðvar 2.
STJÖRNUSPÁ
HELGINA 25.-27. MARZ
I I I I I I II I IIIIIII IIIH11
Vertu óhræddur við að takast á við ný
verkefni. Dveldu með fjölskyldunni og
njóttu þess að létt hefur á álaginu sem hvíldi
á þér. Þú kynnist nýrri persónu sem þú gerir
þér ekki fyllilega grein fyrir hvernig er. Farðu
eftir því sem eðlisávísun þín segir. Trúlega
lætur rómantíkin að sér kveða næstu daq-
ana.
NAUTHP (21/4-21/5)
Leggðu áherslu á nauðsynlegar þarfir þín-
ar og láttu glys og glaum lönd og leið.
Reyndu að hitta fólk svo þú einangrist ekki.
Fjölskyldumeðlimur sem gjarn var á að vilja
stjórna þér snýr við blaðinu. Þú getur treyst
því að hann hefur aðeins velferð þina í huga.
Eitthvað sem þú taldir þér glatað kemur í
leitirnar og fjárhagurinn vænkast.
TVÍBURARNIR (22/5-21/6)
Bjartsýnin er ríkjandi hjá þér um þessar
mundir, enda hefurðu fyllstu ástæðu til. Þú
hefur sjaldan áður búið við jafntraustan fjár-
hagslegan grunn. Prófaðu að taka þátt í
happdrætti eða þviumlíku, allt bendir til að
þú auðgist á auðveldan hátt. Fréttir sem þú
taldir að myndu valda þér hugarangri reyn-
ast góðar og ástæða er til fagnaðar.
KRABBINN (22/6-20/7)
Þú verður að beita sjálfsaga viljirðu fá ein-
hverju áorkað. Leiðindi sem að þér hafa
steðjað i vinnunni hverfa eins og dögg fyrir
sólu. Samband þitt við systkini eða ein-
hverja nákomna styrkist og þú færð það
mikilvæga hlutverk að sætta fjölskyldu-
meðlimi. Láttu fólk taka ábyrgð á gjörðum
sínum, það er ekki þitt hlutverk að bera
byrðar annarra.
LJÓNIÐ (21/7^,23/8)
Svör við spurningum þínum halda áfram
að berast þér úr ólíklegustu áttum. Upplýs-
ingar sem þú færð hafa áhrif á hina róman-
tísku hlið lífs þíns og einhver bíður þess í of-
væni að kynnast þér betur. Einhver leitar að-
stoðar þinnar og hefur mikla þörf fyrir að tjá
sig. Vertu góður hlustandi en leggðu ekki
margt til málanna.
MEYJAN (24/8-23/9)
Óskir þínar rætast, einkum þær sem
tengjast tilfinningasviðinu. Þú sérð góðan
vin þinn i rómantískum bjarma og þérfinnst
það síður en svo þægilegt. Inn í líf þitt kemur
manneskja, sem býður þér gull og græna
skóga, nokkuð sem þér finnst óraunverulegt
og muni aldrei geta ræst. Allar líkur eru á að
þú hafir á réttu að standa.
VOGIN (24/9—22/10]
Sviðsljósið beinist að þér og nú er tæki-
færið til að koma sjónarmiðum áleiðis.
Gríptu það! Þú kynnist aðila sem á eftir að
reynast þér vel í samþandi við starfsframa
þinn. Berðu virðingu fyrir þeim sem hafa
meiri reynslu en þú, sama á hvaða sviði.
Liggðu ekki á liði þínu í baráttu fyrir málefn-
um sem varða fólk.
nzd'mmwuimimm}
Flugur þinn er bundinn við framtíðina,
einkum hvað varðar málefni sem geta stuðl-
að að aukinni þekkingu á ýmsum málum.
Varkár persóna reynir aö hindra þig i að gera
það sem þú hefur áhuga á. Forðastu hana og
hattu þínu striki. Byrjun á nýju verkefni leiðir
þig beint á toppinn og þú getur hiklaust heð-
ið um aðstoð hjá þeim sem þú veist að hafa
náð árangri á sama vettvangi.
BOGMAPURINN (23/11-21/12)
Láttu ekki þitt eftir liggja í að aðstoða
þann sem til þín leitar. Sá tími mun koma að
hjálpsemin verður endurgreidd. Einhver úr
fjölskyldunni virðist hafa ákveðnar skoðanir
á lífsstíl þínum og væntingum. Þú þarft ekki
að verja þig né afsaka, haltu ró þinni og
bentu viðkomandi á að þetta er þitt líf, ekki
hans/hennar.
STEINGEITIN (22/12—21 /v
Taktu ekki mikilvægar ákvarðanir upp á
eigin spýtur. Leitaðu til þess aðila í fjölskyld-
unni sem þú treystir best til að ráða þér heilt.
Styggðu ekki vini þína, sem eru þeir einu
sem geta veitt þér styrk í erf iðum ákvörðun-
um. Þú þarft að kafa djúpt til að sannleikur-
inn komi upp. Fyrirhöfnin er þess virði, allt
annað sem þér verður sagt er blekking.
VATNSBERINN (22/1-19/21
Þú verður óvenjuvinsæll og margir sækj-
ast eftir að læra af þér. Sóaðu ekki kröftun-
um í allar áttir, einbeittu þér að verkefnum
sem liggur á að Ijúka. Breytingar á dvalar-
stað geta orðið til þess að þú leysir mál sem
hvílt hafa þungt á þér. Nýttu tímann til að
tala út um málin. Fólk treystir á að þú hafir
hreinan skjöld og sannaðu að svo sé.
FISKARNIR (20/2-20/31
Áætlanir um samkvæmi taka hug þinn all-
an. Þær leiða til þess að þig langar að kynn-
ast betur persónu af allt öðru sauðahúsi.
Mistök sem þú gerðir nýlega leysast af
sjálfu sér án nokkurs eftirmála. Skyldurnar
verða að koma á undan ánægjunni. Vertu
opinn fyrir nýjum hugmyndum og aðferð-
um, og láttu ekki koma þér á óvart þótt
óvæntar breytingar verði.
34 HELGARPÓSTURINN