Morgunblaðið - 22.12.1968, Page 32

Morgunblaðið - 22.12.1968, Page 32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1968 ELLIÐAÁRNAR Paradís Reykjavíkur Hver er það sem kannast ekki við þennan gimstein Reykjavíkur, einu laxveiðiá ver- aldar, sem rennur inni í miðri borg. Guðmundur Daníelsson rithöfundur hefur sett saman bók um EHiðaárnar og rekur þar sögu þeirra og lýsir umhverfi í máii og myndum. Auk þess hefur hann átt viðtöl við ýmsa kunna laxveiðimenn, sem stundað hafa veiðar í ánum um árabil. Fjölmargar myndir prýða bókina og eru fjórar þeirra í litum. Tvö kort fylgja bókinni. Er annað frá 1880 og gert í sambandi við hin alkunnu Elliðaármál. Hefur Benedikt Gröndal skáld teiknað það. Hitt kortið sýnir umhverfi og veiðislaði í dag, og hefur Ágúst Böðvarsson gert það. ÞETTA ER JÓLABÓK ALLRA VEIÐIMANNA CEORCIE SHELDON: HEFND JARLSFRÚA RINNAR Þctta er hrífandi ástarsaga, sem fjallar um miskunnarlaus örlög vonsvikinnar eiginkonu og fórnfúsrar móður, er lætur aldrci bugast. Hefnd jarlsfrúarinnar er eins konar ættarsaga stórbrotinna manngerða, gæddum einstæðum glæsileik og ríkri fórnarlund og á hinn bóginn dæma- fárri mannvonsku og undirferli. Höfundurinn leiðir lesendur sína um völundarhús ástar og afbrýði, lýsir hrokafullum metnaði og ættardrambi og lýkur spennandi bók með sætri hefnd, sem engan hlaut að meiða. Verð bókarinnar 275 krónur án söluskatts. Hefnd jarlsfrúarinnar birt- ist neðanmáls í Morgun- blaðinu 1921 og var þá sér- prentuð vegna áskorana lesenda. Bókin vakti þá svo gífurlega athygli, að upp- lagið seldist upp á fáum dögum. — Höfundurinn, Georgie Sheldon, hefur meðal annarra bóka skrif- að Systur Angelu, sem einnig hefur verið gefin út í tveimur útgáfum. RITSAFN JÓNS TRAUSTA Sögur Jóns Trausta og þá ekki sízt Heiðarbýlissögur hans urðu afar vinsælar, þegar þær komu út, og hefur svo hald- izt fram á þennan dag. Það sést bezt á hinni miklu eftir- spurn eftir Ritsafninu. Öll átta bindi þess eru fáanleg og kosta í skinnlíki 2500 krónur án söluskatts. ÞESSAR BÆKUR FÁST HJÁ BÓKSÖLUM EÐA BEINT FRÁ ÚTGEFANDA. BÓKAÚTCÁFA CUÐJÓNSÓ. HALLVEIGARSTÍG 6 A — SÍMI 15-4-34.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.