Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1984 Vélar Sandeyjar hreinsaðar upp „ÞAÐ ER verið að hreinsa upp vélar og fleira en enn hefur engin ákvörðun verið tekin um hvað verður gert við skipið. Raunar kom fyrirspurn í dag frá útlöndum um hvort hún væri til sölu en það hefur engin afstaða verið tekin til þess ennþá,“ sagði Kristinn Guðbrandsson, forstjóri Björgunar hf., er Mbl. leitaði fregna af flaki sanddæluprammans Sandey II. Sandeyin hefur nú verið dregin á þurrt á athafnasvæði Björgunar við Sævarhöföa. Yfirbyggingin veröur rifin af henni áður en endanleg ákvörðun verður tekin um framhaldiö, að sögn Kristins Guðbrandssonar. Myndin var tekin af flakinu fyrir helgina. Morgunbiaðið/RAX. Utanríkisráðherra um flutninga Bandaríkjahers: Krefjumst jaöiréttis — en getum ekki krafist einokunar á flutningunum „VIÐ KREFJUMST jafnréttis. Við förum fram á að úrelt einokunarlög séu ekki notuð til að bola íslendingum út úr þessum flutningum, en við getum ekki krafist þess að hafa einokun á flutningunum," sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráöherra, er blm. Mbl. ræddi við hann í gær um stöðu mála vegna fyrirætlana bandaríska skipafélagsins Rainbow Navigation Inc. um að yfir- taka flutninga Bandaríkjahers til herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Utanríkisráðherra sagði að end- af fyrir sig tekið málaleitan ís- anleg niðurstaða væri ekki fengin í málinu. Verið væri að kanna bæði í Washington og hér heima möguleika á undanþágum frá þeim lögum, sem kveða á um að Bandaríkjamenn eigi að hafa for- réttindi hvað varðar þessa flutn- inga. Geir Hallgrímsson sagði, eins og að ofan greinir, að íslendingar krefðust aðeins jafnréttis á þessu sviði. Hann sagði ennfremur: „Við krefjumst þess að þetta séu frjáls viðskipti. Vestrænar þjóðir eru nú að leitast við að yfirgefa styrkja- og einokunarstarfsemi og útilok- unaraðgerðir." Aðspurður sagði hann að Bandaríkjamenn hefðu út Skuldbreytingar hjá Fiskveiðasjóði samþykktar: Lenging lána 1 til 7 ár Vextir lækka úr 10 í 4% — Aðeins verið að skuldbreyta taprekstri, verið að fresta því að takast á við vandann, segir Kristján Ragnarsson SAMÞYKKT hefur verið að skuldbreyta stofnlánum útgerðarinnar hjá Fiskveiðasjóði þannig, að skuld innan við 40% af vátryggingaverði lengir lán um eitt ár. Síðan um eitt ár til viðbótar fyrir hvern tug hundraðshluta umfram 40% þó þannig að ekki verður skuldbreytt þeim lánum sem eru yfir 90% af vátryggingarverði skipanna. Lánalengingin er því frá einu ári og allt upp í 7 ár. Áður var lengsti lánstími 18 ár en verður nú 25 ár. Þá verða vextir lækkaðir úr 10% í 4% en lánin gengistryggð. Gert er ráð fyrir að breytingum þessum verði lokið fyrir 1. ágúst. Kristján Ragnarsson, formað- ur LÍÚ, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að því væri alveg óvíst hvernig málum þeirra skuldug- ustu yrði til lykta ráðið. Þetta væri í samræmi við þau fyrir- heit, sem gefin hefðu verið er fiskverð var ákveðið frá 1. febrú- ar og jafnframt að sambærileg skuldbreyting ætti sér stað hjá Byggðasjóði og Ríkisábyrgða- sjóði. Endanleg ákvörðun um það hefði hins vegar ekki enn verið tekin, en þess væri vænzt að það yrði með sambærilegum hætti svo og einnig gagnvart þeim skipum, sem væru með lán í gegnum viðskiptabanka. Ella yrði mismunur á rekstrarskilyrð- um þeirra, sem eru með þau lán, og hinna óbærilegur eftir þessa breytingu. Þannig væri búið að leysa hluta málsins og þann, sem langsamlega mestu máli skipti, það væri að segja við Fiskveiða- sjóð. Á því hefði verið tekið með velvilja og þess væri vænzt að alveg á næstunni yrði gengið frá sambærilegum breytingum við hina sjóðina. Kristján sagði ennfremur, að gert væri ráð fyrir að öllum eldri lánum, sem áhvílandi væru á fiskiskipi hjá Fiskveiðasjóði, yrði © INNLENT breytt í eitt nýtt lán með áður- nefndum kjörum. Væri það mikil hreinsun og til verulegra bóta. Einnig hefði verið gert ráð fyrir skuldbreytingu lausaskulda að upphæð, sem miðaðist við 20% af aflakvóta skipanna á þessu ári. Þeim yrði þá breytt í lán til 10 ára til greiðslu á viðskiptaskuld- um. Það væri hins vegar mjög skammt komið og líkaði mönnum það mjög miður. Þó þetta hefði dregizt úr hömlu tryðu menn ekki öðru en því, að ríkisstjórnin stæði við fyrirheit sín í þessu efni. „Svona skuldbreytingar eru hins vegar engin lausn á vanda, þær undirstrika aðeins þann vanda, sem verið hefur og menn eru að fresta þvl að takast á við hann. Það er aðeins verið að skuldbreyta taprekstri," sagði Kristján Ragnarsson. lendinga vel, en ekki væri víst að það dygði til að afnema umrædd lög, eða fá þá til að fara fram hjá þeim. Hann kvaðst í lokin ekki hafa vitneskju um hvenær endan- legra svara væri að vænta. Lýst eftir manni LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir eft- ir 58 ára gömlum manni, Einari Við- ar, hæstaréttarlögmanni, til heimilis að Smáraflöt 48 í Garðakaupstað. Hann fór að heiman að morgni fimmtudagsins og sást síðast f Aust- urstræti í hádeginu sama dag og hef- ur síðan ekkert til hans spurst. Einar Viðar er 187 sentimetrar á hæð, grannvaxinn og gráhærður. Hann var klæddur dökkbrúnum rykfrakka með belti, í blámunstr- aðri skyrtu og gráum buxum, í brúnum skóm og svörtum skóhlíf- um. Hann hefur þjáðst af hjarta- sjúkdómi. Þeir sem hafa séð til ferða Einars eða vita hvar hann er niður kominn, vinsamlega látið lögregluna í Hafnarfirði vita. Matthías Á. Mathiesen í Luxemburg: 200 mílurnar breyta ekki bókun 6 við samning íslands og EBE MATTHÍAS Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, varaði við því að sameigin- legum fundi ráðherra frá aðildarríkjum Evrópubandalagsins (Efnahags- bandalags Evrópu) og Fríversiunarsamtaka Evrópu (EFTA) að menn litu þannig á að útfærsla íslensku lögsögunnar í 200 sjómílur breyttu samning- um íslands og EBE um sölu á íslenskum fiski til bandalagsins. Jafnframt hvatti hann til þess að bandaiagið afnæmi tolla á saltfiski áður en Spánn og Portúgal gerðust aðilar að því, þar sem ella yrði truflun á viðskiptum íslendinga og þessara þjóða. Viðskiptaráðherrar 17 aðild- arríkja Evrópubandalagsins (EBE) og Fríverslunarsamtak- anna (EFTA) hittust á mánudag (9. apríl) á fundi í Luxemburg til að ræða um viðskipti milli þess- ara viðskipta- og tollaheilda, en í raun mynda ríkin sameiginlegt markaðssvæði þótt ekki gildi eitt og hið sama varðandi tolla á ein- stökum vörum svo sem saltfiski, sem eru helstu útflutningsvörur íslands til Spánar og Portúgals, en bæði löndin hafa sótt um aðild að EBE og dregur bráðlega til úr- slita í því máli. í ræðu Matthíasar Á. Mathie- sen á fundinum kom fram að ein- hverjir aðilar innan Evrópu- bandalagsins hafa vakið máls á því að fella eigi úr gildi tollaíviln- anir fyrir íslenskar sjávarafurðir á EBE-markaði með tilliti til þess að ákvæði bókunar 6 við samning Islands og EBE hafi aðeins átt að gilda þar til íslendingar fengju yfirráð yfir 200 mílna lögsögu. Benti viðskiptaráðherra á að bók- unin hefði fyrst tekið gildi eftir að samið var við Breta og Vest- ur-Þjóðverja um viðurkenningu þeirra á 200 mílunum, þannig að andmæli innan bandalagsins nú af þessu tilefni ættu ekki við nein rök að styðjast og í raun væru ákvæði bókunar 6 forsendan fyrir viðskiptasamning íslands við Evrópubandalagið. TUTTUGU _ síðna auglýs- ingablað Útsýnar fy|gjr Morgunblaðinu í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.