Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1984 35 Minning: Guðjón M. Guðmunds- son fiskmatsmaður í dag, 10. apríl, verður einn af elstu borgurum Keflavíkur kvadd- ur í Keflavíkurkirkju og borinn til hinstu hvílu. Er hér kvaddur Guðjón Magnús Guðmundsson, en svo hét hann fullu nafni. Guðjón var fæddur í „Austur- plássinu", en svo var sá hluti byggðarinnar í Keflavík, sunnan Aðalgötu, nefndur, og syðsta byggðin á því svæði var kölluð á Melnum. Þar voru fjórir torfbæir. Hét sá stærsti Hábær, en hinir þrír voru aðeins kallaðir „Melbæ- ir“. Stærsti bærinn þeirra þriggja var um 13 álna langur. Var þar stór baðstofa og hátt til lofts. í þessum torfbæ fæddist Guðjón 12. júlí 1899. Hann var því nær 85 ára að aldri, er hann lést. Foreldrar Guðjóns voru hjónin Þórunn Einarsdóttir, fædd í Grindavík, og Guðmundur Krist- ján Guðmundsson, fæddur í Reykjavík. Guðmundur missti föð- ur sinn er hann var á 4. ári. Hann fluttist skömmu síðar með móður sinni til Keflavíkur. Þar ólst hann upp og átti heima síðan. Bræður Guðjóns voru þessir, í aldursröð: Magnús Bergmann, Karl Axel, báðir sjómenn, Einar Sigurbjörn, útgerðarmaður, og Guðmundur Kristján, skipstjóri, þeir bjuggu allir í Keflavík, og voru allir hörkuduglegir menn. Þeir eru allir dánir. I Melbænum ólust allir bræð- urnir upp með foreldrum sínum þar til árið 1906. Þá hafði Ágúst Ólavsen, sem þá var hér ráðamað- ur hjá Duus-verslun í Keflavík, byggt tvö hús við Tjarnargötu, er þá var nýlega lögð. Guðmundur Kr. faðir þeirra bræðra keypti annað þessara húsa. Þetta hús var síðast nr. 16 við Tjarnargötu, en hefur nú verið flutt suður í Hafn- ir. í húsinu við Tjarnargötu ólst Guðjón síðan upp með foreldrum sínum og þar átti hann heima þar til hann festi ráð sitt 27. okt. 1923. Þau áttu því demantsbrúðkaup 27. okt. sl. Eftirlifandi kona hans er Guðrún Pálsdóttir, ættuð af Stokkseyri, eitt af mörgum börn- um þeirra hjónanna Páls Pálsson- ar og Guðrúnar Jónsdóttur, sem öll eru Keflvíkingum að góðu kunn. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau Guðjón og Guðrún í „Gömlu búðinni", síðar í Duus-húsinu, en í janúar 1930 fluttu þau í nýtt hús við Túngötu, nr. 9, sem þau hjónin höfðu reist sér, og þar bjuggu þau síðan. Móðurafi Guðjóns var bróðir Einars elsta i Garðhúsum og Sæ- mundar Jónssonar á Járngerðar- stöðum, föður Bjarna Sæmunds- sonar, fiskifræðings. Börn Guðjóns og Guðrúnar eru þessi í aldursröð: Gunnar, kvænt- ur Þórdísi Þorbergsdóttur, eiga þrjár dætur; Hrafnhildur, gift Guðjóni Þórarinssyni, eiga þrjú börn; Inga Áróra, gift Vigni Er- lendssyni, eiga einn son. Þegar Guðjón var 13 ára gamall byrjaði hann að róa á opnu skipi. Það gerðist þannig, að hann fór í skiprúm fyrir bróður sinn, sem þá réð sig á togara. Þetta var seint á vertíð, Guðjón hafði lokið barna- skólanámi. Hann fermdist þá um vorið, 1. júní 1913. Þessir dagar á sjónum með Ein- ari koparsmið, en sá var formaður bátsins, í apríl og maí 1913 voru aðeins byrjunin á sjómannsstarfi Guðjóns, því hann varð eftirsóttur sjómaður fram á fullorðinsár. Fyrst á opnum skipum, síðar á kútterum og þá á vélbátum. Þann- ig kynntist Guðjón starfi sjó- mannsins á hinum ýmsu stigum tækninnar. Þegar Guðjón hætti sjómennsk- unni gerðist hann fiskimatsmað- ur, og síðustu árin vann hann á Keflavkurflugvelli. Hér hefur verið drepið á þætti í ævistari Guðjons M. Guðmunds- sonar, þ.e. þá þætti, sem tengdir eru brauðstritinu. Guðjón var sjómaður, og hann var það af lífi og sál, enda eftir- sóttur í skiprúm á skúturnar og síðar á vélbátana, hann var því með sömu skipstjórunum í árarað- ir- Guðjón naut eigi ártrtarrar menntunar en barnaskólanáms í fjóra stutta vetur. En Guðjón hafði góða hæfileika til náms, ef hann hefði haft tækifæri til þess, því auk góðrar greindar, hafði hann sérstakiega glöggt og trútt minni, sem margir er kynntust honum, öfunduðu hann af. Það tókst að fá Guðjón til þess að lesa inn á segulband nokkra þætti úr ævistarfi sínu. Þessir þættir birtust i blaðinu Faxa á ár- unum 1979 og 1980. Það kom í minn hlut að búa þessa þætti und- ir prentun. Við þessi störf kynnt- ist ég Guðjóni betur, en ég hafði áður þekkt hann. Ég hafði að vísu kynnst hreinskilni hans og hisp- ursleysi í störfum hans við samn- inga um kaup og kjör í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur, en þar var hann ávallt styrk stoð á fyrstu árum félagsins, einkum þegar sjómannakjörin voru á dagskrá. Fyrir samstarfið á þeim árum og ekki síður hin síðari ár, þakka ég af alhug um leið og ég kveð góðan vin. Með hjartanlegri hluttekn- ingarkveðju til ekkju hans, barna, barnabarna og tengdabarna. Ragnar GuAleifsson Islandsmótið í bridge: Æ- Ovænt úrslit í undankeppni Sveitir SigurAar Vilhjálmssonar, Kunólfs Pálssonar, Ásgríms Sigur- björnssonar, Sigfúsar ÞórAarsonar, Inirarins Sigþórssonar, Ármanns J. Lárussonar, Jóns Hjaltasonar og GuAbrands Sigurbergssonar tryggóu sér rétt til þátttöku í úrslitakeppninni í sveitarkeppni, sem fer fram um páskana, en þess- ar sveitir urAu í tveimur efstu sæt- unum í fjögurra riAla úrslitakeppni, sem fram fór á Hótel LoftleiAum um helgina. Keppnin var mjög jöfn og spennandi i öllum riðlunum og urðu margir af okkar stigahæstu brigdespilurum að bíta í það súra epli að komast ekki í úrslitin. Mikil breyting hefir orðið á sveitaskipan í úrslitakeppninni frá því í fyrra og komust t.d. ekki þrjár efstu sveitirnar í Reykjavíkurmótinu áfram. Ef nefndar eru nokkrar sveitir, sem þóttu „öruggar" í úrslitin, er fyrst að nefna ferðaskrifstofusveitirn- ar, Úrval annars vegar og Sam- vinnuferðir/Landsýn hins vegar. Þá komst sveit ólafs Lárussonar og sveit Gests Jónssonar ekki áfram og ekki sveit Eiríks Jóns- sonar af Akranesi, sem oft hefir verið í úrslitum. Úrslitakeppnin hefst um bæna- dagana eins og undanfarin ár og spila þá allar sveitinar saman 32 spila leiki. Nánar verður sagt frá mótinu í bridgeþætti á morgun. Síríus rjómasúldailadi Pegar Sírtus r'\ómasúhkuladid kemur út úr súkkuladivéliuni nidri á Barónslíg er húið ad skipta því í 28 jafna bita, fylla fmetusúkkulaðið af hnetum, rúsínusúkkulaðið af rúsínum, o.s.frv. Hvrr biti er sérstaklega stimplaður með merki Síríus, svona rétt til þess að tryggja gœðin. Pað er þess virði að bíta í Síríus. JMOD S SMiS QOTT FOLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.