Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1984 Reykhólar: Idnfyrirtæki styðji fjárbúið „í þeirri von að starfsemi Til- raunafjárbúsins á Reykhólum fái að halda áfram til hagsbóta fyrir ullar- og skinnaiðnað hefur komið t.il umræðu að iðnfyrirtæki á þessu sviði leggi fram fjármagn til að létta á rekstrarvanda tilrauna- stöðvarinnar," sagði doktor Stefán Aðalsteinsson, deildarstjóri hjá Rannsóknastofnun Landbúnaðar- ins aðspurður. En á Reykhólum, þar sem ræktaður hefur verið stofn af hreinhvítu fé, hefur staðið til að leggja sauðfjárhald niður vegna erfiðleika í rekstri og skorts á rekstrarfé. „Slík lausn ætti að draga veru- lega úr þeim vanda, sem tilrauna- stöðin hefur átt við að etja og standa vonir til að þetta mál leys- ist á farsælan hátt,“ sagði Stefán. HLJOMBÆR HUOM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMAR 25999 & 17244 HELSTU UMBOÐSMENN: Portið, Akranesi Kaupf Borgfirðinga Sería. ísafiröi Álfhóll. Siglufiröi Skrifstofuval. Akureyri Kaupf Skagf Sauöárkróki Radíóver, Húsavík Ennco. Neskaupstaö Eyjabœr. Vestm eyjum M.M., Selfossi Fataval. Keflavík Kaupf. Héraösb. Egilsstööum Plötuspilarí sem spilar Ijóðrétt af plötunni. • Þessa einstæðu samstæöu er nú hægt aö eignast meö aöeins 4.000 kr. útborgun og afganginn á næstu 6 mán. Verö kr. 17.500 stgr. Fimmta hefti „Vötn og veiði“ komið út Liðtækur leiðarvísir fyrir stangaveiðimenn ÚT ER komið fimmta hefti af bækl- ingi Landssambands veiðifélaga, „Vötn og veiði“, sem Hinrik A. Þórð- arson hefur tekið saman. Má segja að í heftinu sé öðru sinni haldið af stað í hringferð um landið. Bæklingar þessir lýsa, sem unnt er, silungsveiðistöðum vítt og breitt um landið, upplýsingar eru um sölustaði veiðileyfa, stystu leiðir þangað, einnig hugmyndir um hvers megi vænta af viðkomandi veiðistað. Sem dæmi um það má nefna frásögn Hinriks um smáárn- ar Almenningsá, Beiná og Laugá í Biskupstungnahreppi. Þar stendur: „Aðeins hefur orðið vart bleikju og dvergbleikja, eins og fingur, mun sjást á einstaka stað.“ Síðar segir: Veiðitími er frá 1/4 til 20/9 og eru 6 stengur á dag, og eru veiðistaðirnir fleiri en fiskarnir." í þessu fimmta hefti „Vötn og veiði" er lýst fyrir 38 veiðistöðum á svæðinu frá Rangárþingi til Snæ- fellsness. Um innihald bæklingsins er annars helst að segja það sem umsjónarmaður segir sjálfur í formála: „f fyrstu umferðinni urðu helst fyrir valinu vötn, sem þekkt voru að sæmilegri veiði, lágu eigi mjög fjarri þjóðleið eða hægt að komast með ökutæki til veiðistaðar. Þau vötn, sem nú verður gefin lýs- ing af, eru flest minna þekkt, mis- jafnari sem veiðivötn og ekki nærri alltaf seld á leigu til stangaveiða. En þó eru sum þeirra með allra fiskiauðugustu vötnum landsins." Sem fyrr segir er útgefandinn Landssamband veiðifélaga og um- sjónarmaður ritsins, Hinrik A. Þórðarson. Til fulltingis hafa þeir aðilar fengið Jean Pierre Biard, korta- og landafræðing, einnig Rafn Hafnfjörð, sem tók kápu- myndina, en hún er frá Hvítár- vatni. Aðalfundur Lögmannafélags íslands AÐALFUNDUR Lögmannafélags fs- lands var haldinn 30. mars sl. Jón Steinar Guðmunsson hrl. var endur- kjörinn formaður. Aðrir í stjórn eru Páll A. Pálsson hrl., Eiríkur Tómasson hrl., Hall- grímur B. Geirsson hdl. og Gísli Baldur Garðarsson hdl. Fram- kvæmdastjóri er Hafþór Ingi Jóns- son hdl. Félagsmenn eru alls 265, þar af 114 hæstaréttarlögmenn og 150 héraðsdómslögmenn. Heiðursfélagi er Rannveig Þorsteinsdóttir hrl. HUSBYGGJENDUR - MÁLARAR í Málingarvörudeild hinnar nýju og glæsilegu Byggingavöruverslunar Húsasmiðjunnar býðst einstakt úrval lita og tegunda málningar ásamt ýmsum gerðum fúavarnar- og þéttiefna. Notfærið ykkur reynslu starfsmanna Málningar- vörudeildarinnar við ráðgjöf um litaval, magn innkaupa og þá tegund málningar og áhalda sem best henta hverju sinni. Notið tækifærið og kynnið ykkur samtímis hið ótrúlega og vandaða vöruval í öðrum deildum Byggingavöruverslunar Húsasmiðjunnar. MALNINGAVORUR Jafnt til eigin nota sem í atvinnuskyni 8 l § HÚSA SMIOJAIM SÚÐARVOGI 3-5, 104 REYKJAVÍK 0 687700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.