Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1984 31 í upphafi rallkeppninnar lögðu keppendur blómsveig ad leiði Hafsteins Haukssonar, sem lét liTið í keppni á Englandi. Óku keppendur rallsins með sorgarbönd í virðingarskyni, en þetta var fyrsta rallkeppni ársins. Mbl./Gunnlaugur Hjörleifur og Hall- dór sigruðu í fyrstu rallkeppni ársins íslandsmeistarinn Halldór Úlfars- son og Hjörleifur Hilmarsson sigr- uðu um helgina í rallkeppni, sem haldin var til minningar um Haf- stein Hauksson og í tengslum við bílasýninguna á Bfldshöfða. Óku þeir Toyota Corolla 1600 og urðu um hálfri mínútu á undan Birgi Bragasyni og Eiríki Frið- rikssyni á Escort RS 2000, en bærðurnir Ómar og Jón Ragnars- synir urðu þriðju á Toyota Cor- olla. í vélaflokki 0—1300 sigruðu Auðunn Þorsteinsson og Guð- brandur Bjarnason á Escort 1300, flokk 1300—1600 unnu nýliðarnir óskar Jónsson og Guðmundur Jóhannsson á Renault 5, fyrrum keppnisbíl Ómars og Jóns. Flokk 1600—2000 unnu Matthías Sverr- isson og bróðir hans Þráinn á Es- cort 2000. G.R. Stjórnarandstaða vill álag á ferðagjaldeyri tekið upp á ný Stjórnarandstöðuflokkar, aðrir en Bandalag jafnaðarmanna, vilja taka upp álag á ferðagjaldeyri á ný. Þeir leggja til að stjórnarfrumvarp, til staðfestingar bráðabirgðalögum um niðurfeliingu álags á ferðagjald- eyri, verði fellt. í nefndaráliti Kjartans Jó- hannssonar (A) og Svavars Gestssonar (Abl.), sem Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.) er samþykk, segir að „afnám álags á ferða- mannagjaldeyri“ hafi verið ótímabær „á sama tíma og félags- leg þjónusta er skorin niður". „Með tilliti til málsatvika allra telur minni hluti fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar því rétt að frumvarp þetta um staðfestingu á bráðabirgðalögum um afnám álags á ferðamanna- gjaldeyri verði fellt." Þorsteinn Pálsson (S) hefur mælt fyrir nefndaráliti stjórnar- liða, sem leggja til að frumvarpið verði samþykkt. Guðmundur Ein- arsson (BJ) taldi og rangt að hafa tvöfalt gengi í landi. Þingfréttir í stuttu máli Þingmannafnimvarp: Vínveitingar á strjál- býlishótelum FRAM hefur verið lagt frumvarp til breytinga á áfengislögum, sem gerir ráð fyrir því að hótel reist utan kaup- staða er standist fyllstu kröfur sitji við sama borð og önnur hótel um sölu áfengra drykkja. Því er lagt til að 4. málsgrein 12. greinar áfengislaga verði felld niður. Frumvarpið er flutt í tilefni af samþykkt sveitarstjórnar Skútu- staðahrepps, en Mývatnssveit er einn mest sótti ferðamannastaður landsins. Sveitarstjórnin telur 12. grein áfengislöggjafar „varðandi vínveitingaleyfi utan kaupstaða", vera „skerðingu á mannréttindum og eðlilegum rekstrarmöguleikum aðila í hótelrekstri og skorar á þing- menn að stuðla að því að hún verði felld niður úr lögum“. Flutningsmenn frumvarpsins eru: Halldór Blöndal (S), Jón Baldvin Hannibalsson (A), Guðmundur Ein- arsson (BJ), Jón Magnússon (S), Svanfríður Jónasdóttir (Abl.) og Kristín Halldórsdóttir (Kvl.). Einsetning skóla — skóla- máltíðir Allsherjarnefnd Sameinaðs þings hefur lagt til að tillaga Guðrúnar Helgadóttur (Abl.) o.fl. um einsetn- ingu skóla, samfelldan skólatíma og skólamáltíðir verði samþykkt, nokkuð breytt. Leggur nefndin til að tillagan orðist svo: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta meta kostnaðar- auka ríkissjóðs og sveitarfélaga sem hlytist af því að komið yrði á sam- felldum skóladegi grunnskólanema. Sú kostnaðarkönnun miðist við: • 1) Einsetinn skóla. • 2) Samfelldan skóladag. • 3) Skólamáltíðir handa nemend- um og starfsliði. Jafnframt verði kannað hvort þörf fyrir skólaheimili og skólaat- hvarf minnkar með samfelldum skóladegi og hverju sá sparnaður kann að nema. Niðurstöður þessarar könnunar verði lagðar fyrir næsta löggjafar- þing. Kostnaður greiðist af ríkis- sjóði.“ Þrír vara- þingmenn ÞRÍR varaþingmenn tóku sæti á Al- þingi sl. mánudag: 1) Björn Dagbjartsson, matvæla- fræðingur, í fjarveru Halldórs Blöndal (S). 2) Kristín H. Tryggvadóttir, fræðslufulltrúi, í fjarveru Kjartans Jóhannssonar (A). 3) Níels Árni Lund, fulltrúi, í fjarveru Ingvars Gíslasonar (F). smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar VERÐBRÉFAMARKAÐUR HUSI VERSLUNARINNAR SIMI 68 7770 SÍMATIMAR KL.IO-12 OG 15-17 KAUPOGSALA VEÐSKULDABRÉFA Húsavíögeröir Múrverk — Flísalögn. Síml 19672. hqwdmanntntfcolltin 91 - 2 76 44 IIMÍ tr hréfaskóh - nt-mt ndur okkar um alh land, la-ra It-ikningu. skraulskrífl <»g fl | i sinum lima — nýll.ódýrl harnanimskt'ió. , flw KvawiwGanwiT skól*iisstwT Htia j Hilmar Foss Lögg. skjalaþýö. og dómtúlkur, Hafnarstrætl 11, simi 14824. IOOF 8 = 16504118V4 —9E. IOOF Rb. 1 = 133041081/2 —. D Edda 59844107 — 2. □ Edda 5984107 1 = Frl. □ Sindri Kf. 59844107 — Frl. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 . SÍMAR 11798 og 19533. Feröir Feröafélagsins um bænadaga og páska: 1. 19.—23. apríl, kl. 08. Skiða- ganga aö Hlöðuvöllum (5 dagar). Gisl í sæluhúsi Fí. 2. 19.—23. apríl, kl. 08. Snæ- fellssnes — Snæfellsjökulll (5 dagar). Gist i Arnarfelli á Arn- arstapa. 3. 19,—23. apríl, kl. 08. Þórs- mörk (5 dagar). Gist í sæluhúsi Fí. 4. 21,—23. apríl, kl. 08. Þórs- mörk (3 dagar). Gist i sæluhúsi Fí. Tryggiö ykkur farmiöa timan- lega. Allar upplýsingar á skrif- stofunni, Öldugötu 3. Ferðafélag íslands. FERDAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Myndakvöld Feröafé- lags íslands Miövikudaginn 11. april veröur F.i. meö myndakvöld á Hótel Hofi, sem hefst kl. 20.30 stund- víslega. Efni: 1. Grétar Eiríksson kynnir GÖNGUDAG F.í. (veröur 27. maí nk.) og sýnir myndir frá göngu- leiöinni. 2. Jón Gunnarsson sýn- ir myndlr frá Hornströndum (Jökulfjörðum, Aöalvík og Hornvik). 3. Skúli Gunnarsson sýnir myndir frá Núpsstaðaskógi og Grænalóni (ferö nr. 28 i áætl- un F.Í.). 4. Hermann Valsson sýnir myndir og segir frá ein- stakrl ferð á hæsta tlnd í Vestur- álfu, Aconcagua (Utvörðinn), sem er 6959 m á hæð. Allir velkomnir félagar og aörir. Veitingar i hléi. Þarna gefst gott tækifæri til þess aö kynnast ferðum á islandi og viö erfiðar aöstæður erlendls. Feröafélag islands. Ad. KFUK Amtmanns- stíg 2B Fundur i kvöld kl. 20.30. Gunnar J. Gunnarsson sér um biblíulest- ur um „Samfélag trúaöra". Tilkynning frá félaginu Anglia Vornámskeið félagsins fyrir full- oröna (enskar talæfingar) byrja þriöjudaginn 24. apríl aö Amt- mannsstíg 2 (bakhúsiö). Siöasti kennsludagur er 17. mai. Kennt frá kl. 19.00—21.00 (Neil). kl. 21.00—23.00 (Ních). Þátttöku- tilkynningar milli kl. 17.00 og 19.00 fimmtudaginn 12. april á skrifstofu félagsins Amt- mannsstig 2, simi 12371. Talæfingar fyrir börn (vornám- skeiö) byrja laugardaginn 28. apríl kl. 10.00 f.h. i bakhúsinu viö Amtmannsstíg 2. Kennt viku- lega fram aö 19. maí. Þátttöku- tilkynningar i sima 12371. Stjórn Angliu. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almennur biblíulestur i kvöld kl. 20.30. Ræöumaöur: Michael Fitzgerald. Tilkynning frá félaginu Anglia Anglia gengst fyrir 2ja vikna námskeiði í Oxford fyrir 8 krakka 11—13 ára. Fariö verður í byrjun júlí og dvaliö á einka- heimili. Kennarahjón úr Reykja- vík veröa meö börnunum allan tímann. Upplýsingar i sima 12371, skrifstofu Anglia, eöa i síma 27727 Ních Hanningan og Rán Tryggvadótfir. Stjórn Anglia. Dolkaskonur. Fundur i kvöld kl. 20.30. Samhjálp. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Kefiavík Samkomurnar meö Garöari Ragnarssyni hefjast i kvöld kl. 20.00. raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar 7. félagsfundur JV Vík haldinn í kvöld þriðju- daginn 10. apríl kl. 20.30 í Kvosinni. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnþjálfunarnefnd sér um fundinn aö þessu sinni. . Stjormn. Borgarnes Framhaldsaöalfundur veröur haldinn i Sjálfstæöiskvennafélaginu. fimmtudaginn 12. april, í Sjálfstæöishúsinu, Borgarbraut 1, Borgar- nesi, kl. 21.00. Dagskrá: Venjulega aðalfundarslörf. 2. Onnur mál. Stjórnin. Sjálfstæðisfélögin í Breíðholti: Fundur meö Albert Guömundssyni fjármálaráðherra Sjálfstæöisfélögin í Breiöholti gangast fyrir sameiginlegum fundi i Menningarmiöstöðinni Geröubergi, þriðjudaginn 10. apríl nk., kl. 20.30. Albert Guömundsson fjármálaráö- herra flytur ræöu og svarar fyrirspurnum gesta. Stjómir sjálfstæöisfélaganna i Breióhoiti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.