Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1984 39 29 og síðast að Eikjuvogi 1, þar sem Kristinn bjó fram til þess síð- asta. Konu sína Önnu missti hann 4. desember 1979 og var hún hon- um mikill harmdauði, því að þau höfðu alla tíð verið mjög samrýnd og hann missti því mikils við frá- fall hennar, enda var Anna hin gjörvulegasta kona, ljúf í viðmóti og glöð í góðum hóp og öllum eftir- minnileg er henni kynntust. Anna og Kristinn eignuðust þrjú börn: Ernu, sjúkraliða, gift Guðlaugi Helgasyni, flugstjóra, þau eiga 2 börn og 4 barnabörn, Einar Friðrik, framkvæmda- stjóra, kvæntur Ólöfu Októsdótt- ur, röntgentækni, þau eiga 4 börn, og Sigríði, hjúkrunarfræðing, gift Hilmari Ragnarssyni, rafmagns- verkfræðingi, þau eiga 3 börn. Það má með sanni segja að Kristinn hafi í flestu verið gæfu- maður. Hann eignaðist góða konu og þau hjónin saman mannvænleg börn, sem hafa komið ár sinni vel fyrir borð og því vart á betra kosið í þeim efnum. Fjölskyldurnar hafa staðið vel saman og til marks um það má nefna að Anna og Kristinn byggðu með fjölskyldum 2ja barna sinna og tengdabarna reisulegt sumarhús á fögrum stað, þar sem fjölskyldurnar gátu sameinast og átt í næði frístundir. Barnabörnin voru Kristni mikið yndi og eftir- læti, og á seinni árum tók hann gjarnan eitthvert þeirra eldri með sér í ferðalög um landið, en úti- vera og ferðalög voru honum mjög svo áhugaverð. Ekki þarf að efast um það að barnabörnin hafi notið samverunnar við afa sinn, ekki síður en hann við þau. Leiðir Kristins og undirritaðs lágu saman fyrir allmörgum árum gegnum viðskipti, þá er Kristinn rak verzlun hér í borg. Maðurinn kom mér fyrir sjónir sem hógvær og yfirlætislaus, en traustur. Það álit mitt hefir haldist óbreytt gegnum árin. Síðar lágu leiðir okkar saman í gegnum Oddfellow- regluna, þar sem Kristinn hefir verið virkur og góður félagi í lið- lega fjörutíu ár. Ég vil af hlýjum hug þakka honum fyrir góð sam- skipti á þeim vettvangi og veit að margir félagar mínir vilja taka þar undir. Kristinn var einn þeirra er mat Regluna mikils og bar mikla virðingu fyrir henni og sýndi það í verki og það var gott til hans að leita. Þeim er Kristni kynntust bland- aðist ekki hugur um að hann var fremur dulur maður og fáskiptinn við þá, sem hann hafði haft lítil kynni af. Það kann að hafa orðið honum til nokkurs trafala að tjá sig og ná eyrum annarra, því að skapstór var hann og engum leiði- tamur. En hann var vinfastur þeim er hann tók og öllum mönnum velviljaður. Kristinn rak um nokkurra ára skeið smásöluverzlanir hér í borg, svo sem áður er lítillega minnst á. Hann hefir alla tíð verið starfs- glaður og atorkusamur og leitandi að nýjum tækifærum. Það mun hafa verið honum og Einari syni hans örlagarík ákvörðun, þegar þeir á árinu 1964 ákváðu að kaupa heildverzlunina Daníel Ólafsson & Co. hf., sem á þeim tíma var frem- ur lítið fyrirtæki. Mér er kunnugt um að með sameiginlegu átaki hefir þeim feðgum tekist að gera þetta að góðu og öflugu fyrirtæki °g byggj a myndarlega yfir rekst- urinn, sem enn er í vexti. Þar sést að samheldnin hefir setið í fyrir- rúmi og stjórnin verið í góðum og traustum höndum. Það kom fyrir að Kristinn hafði orð á því hvað hann væri ánægður í starfinu með syni sínum og hann bar áreiðanlega mikla umhyggju fyrir að allt gengi sem best. Hitt er jafn víst að ekkert var honum kærara en velfarnaður allrar fjöl- skyldunnar og að engan skugga bæri þar á og geta þeir best um dæmt er næstir honum stóðu. Að lokum vil ég þakka Kristni samfylgdina og óska honum góðr- ar heimkomu. Fari hann í friði. Öllum aðstandendum votta ég og kona mín dýpstu samúð. Steingr. Helgason Faðir okkar og fósturfaðir, ÞORGEIR P. EYJÓLFSSON, Lokastig 24 A, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju í dag, þriöjudag, kl. 15.00. Guörún Þorgeiradóttir, Erna Þorgeirsdóttir, Runólfur Ó. Þorgeirsson, Ólafur G. Kristjánsson. Faðir okkar og tengdafaöir, KRISTINN FRIDRIKSSON, Eikjuvogi 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu i dag kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarfélög. Erna Kristinsdóttir, Einar Kristinsson, Sigríöur Kristinsdóttir, Guölaugur Helgason, Ólöf Októsdóttir, Hilmar Ragnarsson. Eiginmaöur minn, faðir og tengdafaöir, GUÐJÓN M. GUDMUNDSSON, fyrrverandi fiskmatsmaöur, Túngötu 9, Keflavík, veröur jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í dag, þriöjudaginn apríl, kl. 14.00. Guörún Pálsdóttir, börn og tengdabörn. 10. Lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar KRISTINS FRIÐRIKSSONAR. Daníel Ólafsson hf., Vatnagörðum 26, Reykjavík. Samband íslenskra hitaveitna Hönnun og rekstur hitaveitna Ráðstefna að Hótel Loftleiðum mánudag 16. apríl kl. 9.30—17.00. Tilgangur: Starfsmenn hitaveitna, ráðgjafar og verktakar beri saman bækur sínar um áætlanir og rekstur. Efni, m.a.: Áætlanagerö, hönnun gfeyma, dreifikerfis og stýrikerfis. Rekstur, sölufyrirkomulag og orkusparnaður. Mælibúnaður. Viðbrögð við skertri orkugetu vinnslusvæða. Ráðstefnan er fyrir starfsmenn hitaveitna, fulltrúa fyrirtækja sem annast ráðgjöf um hönnun, byggingu og rekstur hitaveitna, verktaka og aðra sem málið varðar. Þátttökugjald er kr. 1500,- og er hádegisverður innifalinn ásamt skýrslu um fundinn sem gefin verður út síöar. Þátttaka tilkynnist skrifstofu Sambands ísl. hitaveitna í síma 91-16811/16899 fyrir fimmtudagskvöld 12. apríl. Samband íslenskra hitaveitna Sð sfj ’ ■ SLAPPAÐU AF IÁ MALLORKA Ert þú einn af þeim sem færð ekki frið hér heima? Hverjum er ekki nauðsyn á að hvílast frá hinu daglega amstri og þessu dæmalausa veðurfari okkar. Sólarströndin á Mallorka þarf ekki að vera fjarlægur draumur. Þú kemst með Atlantik til Mallorka, og getur „slappað af“ í stórglæsilegum hótelgörðum eða á ströndinni, gengið golfvöllin í rólegheitum, ekið um og skoðað eyjuna, svifið um á dansgólfinu eða setið á barnum. Við vitum bara, að allir koma hressir og endurnærðir frá Mallorka. Ef til vill er það þess vegna sem fólk fer þangað aftur og aftur. Berið saman aðbúnað og verð á ferðum Mallorka, er málið! Ferðaskrifstofa. Iðnaðarhusinu. Hallveigarstig 1 símar 28388 og 28580 iVWWMVWWVÍ jAM XJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.