Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1984 27 „Var horfinn út í sort- ann áður en ég vissi af ‘ Frásögn af hrakningum 22 vélsleðamanna í vonskuveðri í óbyggðum um helgina „OKKUR var sagt, að besta veður væri í Bárðardal en vorum varaðir við því að leggja upp án samfylgdar við snjóbíl. Það leið og beið og við sáum okkur hreinlega ekki fsrt að bíða ef við ætluðum að komast heim fyrir myrkur. Ég man ekki nákvæmlega hvað klukkan var orðin, en við sáum að dagurinn myndi endast illa ef við drifum okkur ekki af stað svo við lögðum í hann á 22 vélsleðum frá mótsstaðnum," sagði Þórður Pétursson frá Húsavík, einn þeirra fimm sem urðu viðskila við hópinn skömmu eftir að lagt var af stað. Morgunblaðið/ Þórarinn Ragnarsson. Jón Hinriksson var einn úr hópi 18 vélsleðaeigenda sem ekki komast inn í Nýjadal á laugardaginn vegna veðurofsans. Hópurinn hélt þess í stað í skálann í Landmannalaugum og dvaldi þar um helgina. Þess má geta að Jón ekur þarna nýrri tegund vélsleða, af Manta-gerð. Sleðinn er nýkom- inn til landsins og er sá eini sinnar tegundar hérlendis. „Veðurhamurinn var mikill og skyggni lítið sem ekkert og við höfðum ekki farið langan spöl er einn sleðanna bleytti sig og drap á sér,“ sagði Þórður. „Þótt menn færu ekki hratt yfir í kófinu urð- um við fimm strax viðskila við hina sextán. Ég tók bilaða sleð- ann í tog og við héldum bara ótrauðir áfram. Þótt veðrið væri vont beit það ekki svo mjög á okkur því við vorum vel búnir." Notuðu áttavita „Við héldum ferðinni áfram og studdumst að mestu við áttavita og höfðum góð kort. Við vorum mest hræddir við að villast af leið í austurátt og tókum því stefnuna vel vestan við Kiðagil til þess að vera öruggir. Það er ekki árennilegt að lenda þar, enda mikið þverhnípi og gljúfur. Við ætluðum að reyna að finna akveginn og sjá hvort við næðum hópnum ekki aftur, en þegar við vorum komnir vel áleiðis varð ófært gil á vegi okkar og sáum við bara hengiflug framundan. Við ákváðum þá að grafa okkur í fönn og bíða birtu. Okkur leið ágætlega, vorum vel búnir og höfðum segl til að breiða yfir okkur. Ferðin sóttist okkur vel eftir það. Við hittum fljótlega á slóð og eftirleikurinn var auð- veldur. Veðravíti „Eftir á að hyggja sér maður það auðvitað, að það er ekkert vit í að stefna svo mörgum sam- an á einn stað uppi á öræfum og fróðir menn hafa sagt mér að þarna sé hið mesta veðravíti. Þá sakar ekki að geta þess, að okkur var sagt eftir á, að útvarpið hefði varað menn við að haida upp klukkan 10 á iaugardags- morgun. Við heyrðum ekki þessa viðvörun, vorum farnir fyrir klukkustundu. Það hefur þó vafalítið bjargað miklu, að menn voru vel búnir, margir vanir menn úr björgunarsveitum," sagði Þórður. Af ferðum hinna 15 er það að segja, að þeim sóttist ferðin eftir atvikum, en sluppu þó ekki áfallalaust. „Ætli við höfum ekki orðið viðskila við þá eftir um klukkustundarferð er við vorum á móts við Fjórðungsvatn," sagði Sveinn Rúnar Arason, einn úr stærri hópnum. „Við vissum að þeim yrði óhætt svo mörgum saman og ferð okkar sóttist ágætlega þrátt fyrir óveðrið." Einn týnist „Síðan komum við að sleða, sem við höfðum skilið eftir á leiðinni inneftir. Við reyndum að draga hann með okkur til baka, en það voru mikil mistök. Ekki aðeins var það vonlítið verk heldur töpuðum við dýrmætum tíma á því bagsi. Ofan á allt ann- að týndum við einum úr hópnum og sáum hann ekki meira. Þetta ferðist eins og hendi væri veifað. Ig var að ýta á eftir einum sleð- anum með honum og áður en ég vissi af var hann horfinn út í sortann. Þessi eini slapp hins vegar einna best út úr hrakning- unum því honum tókst að halda stefnunni vel og kom að Mýrum í Bárðardal um kl. 23 á sunnudag. Gerði þar viðvart og var leit þeg- ar hafin. Veðurhamurinn var hins vegar slíkur, að leitarmönn- um varð lítt ágengt." Hröpuöu 50 metra „Við sáum að ekki tjóaði ann- að en að halda ferðinni áfram," sagði Sveinn Rúnar. „Eftir nokkra stund ók einn úr hópnum fram af um 10 metra háu barði, en slapp óskaddaður úr því falli. Þetta reyndist aðeins forsmekk- urinn að því er koma skyldi þvi þegar komið var fram á kvöld óku tveir okkar fram af 40—50 metra hárri gilbrún. Ég hrapaði fyrstur niður en slapp svo til óskaddaður og má það heita með ólíkindum. Er aðeins marinn, en sleðinn er alveg óskemmdur. Sem ég var að rísa upp sá ég hvar annar sleði kom fljúgandi niður, hafnaði á kletti og brotn- aði i mél. Ég vissi ekki þá, að hann fór mannlaus niður. Sá, sem sat á honum, náði að varpa sér af áður en sleðinn fór fram af brúninni. Er ég var að huga að sleðanum heyrði ég kallað á hjálp og var þar kominn annar úr hópnum sem hafði hrapað niður í gilið. Hann hafði komið niður á undan sleðanum og feng- ið sleðann síðan yfir fæturna á sér. Slíkur var veðurofsinn, að ég varð þess ekki var, að hann hafði komið niður skammt frá mér. Ég hafði ekki annað en vasa- hníf og skiptilykil fyrir verkfæri og tókst að mestu að losa hann út úr dyngjunni áður en þrír menn úr hópnum komu niður okkur til hjálpar. Þessi barning- ur tók örugglega á þriðja tíma. Við bjuggum síðan um okkur á gilbotninum og biðum þess að birti. Lögðum síðan af stað og gekk vel áleiðis til byggða. Gát- um meira að segja komið báðum sleðunum heim,“ sagði Sveinn Rúnar Arason í lokin. Guðlaugur Friðþórsson frá Vestmannaeyjum: „Þótt framkvæmd björgunarþátta sé slegið á frest verður slysunum ekki slegið á frest“ Það er að mínu mati alvarlegur skortur á skynsemi hjá þeim mönnum sem standa fyrir því að birta nöfn látinna manna í slysum svo fljótt í fjölmiðlum að ekki er nokkur kostur að tilkynna nán- ustu aðstandendum harmafregnir á nærfærin hátt, en hér á ég við fréttir DV af Helliseyjarslysinu 2. mars sl. Þegar ég hafði náð landi um morguninn og tilkynnt slysið liðu ekki nema um það bil fjórar klukkustundir þar til Dagblaðið — Vísir var búið að prenta tíðindin með nöfnum allra. Slíkir menn sem svona óhæfuverk vinna geta greinilega ekki sett sig í spor að- standenda, en þeir mættu velta því fyrir sér að til er nokkuð í mannlegum samskiptum sem er fólki heilagt og ætti hvað sem öðru líður að vera hafið yfir slúð- urblaðamennsku. Ég varð sár og reiður vegna nafnbirtinganna og tel að þarna sé um að ræða siðlaus vinnubrögð sem eru til skammar fjölmiðli á íslandi og þeim rit- stjórum sem stýra slíkum vinnu- brögðum. Þá finnst mér furðulegt að aðil- ar, sem ættu að skilja og vita bet- ur um gang öryggismála sjó- manna, hafa verið með ærsl í sam- bandi við hið svokallaða kjafts- högg við Stýrimannaskólann í Reykjavík fyrir skömmu þegar björgunartækjaframleiðandi úr Njarðvík lét hrikalega niðrandi orð falla um líf og öryggi sjó- manna. Mér finnst að þessi læti beri vott um vælukjóahátt. Hjá manni eins og Árna Johnsen, sem er þekktur fyrir rökfestu og bar- áttuhug í öryggismálum sjó- manna, hlýtur að þurfa mikið til að hendi sé lyft. Mennirnir sem hafa verið að gera litinn löðrung að aðalatriðinu í málinu öllu, hefðu betur snúið sér að því sem skiptir öllu máli, alvöru vinnu- brögðum í framkvæmd öryggis- mála sjómanna. Er þetta ekki óþarfa móðursýki hjá mönnum sem eiga að vita hvar skórinn kreppir? Sá sem fór umræddum niðrandi orðum um líf sjómanna, látinna manna, hefði sloppið vel með „sjómannasiðinn", ef hann hefði sagt það við mig sem hann sagði við Árna. En mér er ekki grunlaust um að það sé gildur sannleikur í vísukorni sem ég heyrði hjá Stýrimannaskólanem- um í Vestmannaeyjum um löðr- ung Árna og læt ég það flakka þótt mér sé ekki kunnugt um höf- undinn: Fyrir málstað góðum hart má deila, ef satt er sem ég heyri. Þótt skynsamlegt það teljist vart, þá þyrftirðu að berja fleiri. Með því að blása upp löðrunginn er alvara málsins falin á bak við smáatriði, vegna þess að það er hægt að slúðra með smáatriði í Dagblaðinu, en alvarlega málið er ekkert spennandi i þeim efnum. Athyglinni er sem sagt beint frá því sem skiptir öllu máli í það sem engu máli skiptir, að maður fái einn léttan á snúðinn fyrir óþol- andi lausmælgi. Árni er löngu þekktur að því að svara fyrir sjómenn og aðra sem eiga undir högg að sækja, með festu og rökum, og ef sagt er að hann svari fyrir sig að sjómanna- sið, hefði þá ekki verið nær að benda á áralöng skrif hans um ör- yggismál í Morgunblaðið eða til dæmis sl. haust þegar útvegsmenn á Reykjanesi gagnrýndu hann í Mbl. fyrir ummæli um sleppibún- að björgunarbáta, en sama dag auglýsti Árni fund í Grindavík og fyllti Félagsheimilið Festi og skiptist á skoðunum við sjómenn og aðra fundarmenn. Hvað er þetta annað en að svara að sjó- mannasið, svara strax. Hitt er ljóst, eins og allir sjó- menn vita, að það er viða maðkur í mysunni í öryggismálum sjó- manna. Það virðist satt að segja sem stjórnun á þessum málum sé öll í molum, eilífar reddingar og menn stöðugt að reyna að komast hjá þvi að gera það sem nauðsyn- legt er og oft lífsnauðsynlegt og að sjálfsögðu hjálpar það ekki hvern- ig búið er að sjómönnum kjara- lega séð og útvegsmönnum og m.a. þess vegna er það komið upp í vana að fresta einu og öðru sem aldrei yrði látið bíða í fyrirtækj- um í landi. Vegna agaleysis og sinnuleysis stjórnvalda í öryggis- málum sjómanna, þeirra sem eiga að taka af skarið eins og Siglinga- málastofnun, hafa hlutirnir verið trassaðir von úr viti. Það er alltaf verið að gefa undanþágur á atrið- um sem ráða engum úrslitum fjár- hagslega í útgerðinni en geta ráðið úrslitum um það hvort menn lifa af. Það er til dæmis ótrúlegt hvernig framkvæmdin á sjálfvirk- um sleppibúnaði hefur dregist á langinn og á sama tíma og eins fullkomið tæki og Sigmundsgálg- inn og Sigmundsbúnaðurinn er til- búinn í flotann, er verið að reyna að redda einhverjum öðrum tækj- um í staðinn og allt fer úrskeiðis í uppsetningu tækis sem á að bjarga lífi manna. Ég hef fylgst náið með þessu máli, er plötusmið- ur, og ég veit að það hefði auð- veldlega verið hægt að koma Sig- mundsbúnaðinum um borð í allan flota landsmanna fyrir l'/i—2 ár- um ef þetta mál hefði verið tekið af fullri alvöru hjá Siglingamála- stofnun. Mér er kunnugt um það að starfsmenn Siglingamálastofn- unar hafa mælt með gormabúnað- inum öðrum fremur, en ég get fullyrt að sá búnaður hefði ekki komið að neinum notum í því sjó- slysi sem ég lenti í. Þótt fram- kvæmd björgunarþátta og upp- setning björgunarbúnaðar sé sleg- ið á frest, veður slysunum ekki slegið á frest. Enginn annar búnaður en Sigmundsbúnaður hefði getað hjálpað í því tilviki sem ég lenti í, hann er það eina sem hefði dugað. Nú síðast er búið að fresta uppsetningu sjálfvirks sleppibúnaðar fram á haust og þannig er sífellt verið að fletja út alvöru málsins. Samkvæmt tveggja ára gömlum lögum átti að setja sjálfvirkan sleppibúnað auk handvirks á gúmmíbjörgunarbát- ana i flota landsmanna, en samt sem áður leyfði Siglingamála- stofnun upp á von og óvon að setja gormabúnað frá Olsen-vélsmiðj- unni í Njarðvíkum um borð í 250 skip án þess að hann hefði nokk- urn sjálfvirkan sleppibúnað og án þess að það væri nokkur trygging fyrir því að það væri hægt að smíða slíkt tæki og koma því á búnaðinn svo viðunandi væri. Það var svo skyndilega eftir Helliseyj- arslysið að Siglingamálastofnun samþykkti slíkan búnað, en var það ef til vill vegna þess að stofn- unin var komin í slæma klípu? Það eru í rauninni svo hrikaleg mistök að slík vinnubrögð skuli geta átt sér stað, að það er erfitt að trúa svona gangi mála, en það er ekki nóg að setja lög ef það eru síðan skussar sem eiga að fram- fylgja þeim. Eg vil að lokum nota tækifærið og senda öllum vinum og vanda- mönnum skipsfélaga minna sem fórust, mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Ég er þakklátur fyrir líf- ið, en vona nú að við höfum erindi sem erfiði í öryggismálabaráttu sjómanna. Cuðlaugur Friðþórsson er stýri- maður írá Yestmannaeyjum og komst cinn aí, er Hellisey VE fórst við Yestmannaeyjar 2. mars sl. og fjórir menn með skipinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.