Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1984 36 Minning: Björn Ólafsson fiðluleikari Björns sem honum var kærastur a.m.k. hin síðari ár var kennsla hans hjá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Eg kynntist Birni fyrst er ég hóf hjá honum nám í fiðluleik og varð hann mér sem og öllum öðrum nemendum sínum ógleymanlegur kennari og vinur. Kennslustundir hjá Birni voru á stundum hrein opinberun og alltaf mannbætandi. Af fundi Björns fór maður ætíð glaðari og bjartsýnni á lífið. Nemendahljómsveit Tónlistar- skólans var stór þáttur í skóla- starfinu og mínar bestu minn- ingar frá unglingsárunum eru tengdar henni. Björn stofnaði þá sveit og stjórnaði, þar til hann lét af störfum. Eins og gefur að skilja var það æði mislitur hópur er þar lék saman, nemendur mislangt komnir í námi, en það var ótrúlegt hvað Björn gat hrifið þennan hóp til dáða. Þar hefi ég kynnst mestri „spilagleði“ um ævina. Sem félagi var Björn einstaklega ljúfur og skemmtilegur. Ef við í nemenda- hljómsveitinni hugðumst gera okkur glaðan dag, var alltaf geng- ið úr skugga um að Björn gæti tekið þátt í gleðinni með okkur. Ef hægt er að kalla einhvern einn mann föður Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, þá á það við um Björn Ólafsson. Sem konsert- meistari hafði hann mjög mikil áhrif á mótun sveitarinnar í upp- hafi og einnig er það staðreynd að flestir fiðluleikarar sem starfað hafa í hljómsveitinni hafa verið nemendur hans. í nafni Starfsmannafélags Sin- fóníuhljómsveitarinnar vil ég þakka honum innilega hans fórn- fúsa starf og ánægjulegar sam- verustundir þau 25 ár sem hann starfaði með sveitinni. í mínum huga er orðið listamað- ur dýrt orð og oft á tíðum ofnotað. En um Björn Ólafsson vil ég segja: Hann var mikill Iistamaður. Aðstandendum sendi ég innileg- ar samúðarkveðjur. Helga Hauksdóttir Margar dýrmætar endurminn- ingar mínar úr konsertlífinu hér heima á unglingsárum mínum eru tengdar Birni Ólafssyni og fiðl- unni hans. Hann kom eins og vorboði inn í íslenskt tónlistarlíf í upphafi stríðsins og gaf fyrirheit um þann gróanda sem var á næsta leiti. Nokkrum árum áður hafði Björn verið í hópi fyrstu nemenda sem útskrifuðust úr Tónlistarskól- anum í Reykjavík og fór síðan utan til frekara náms í Vínarborg. Upphaflega ætlaði hann ekki að setjast að hér heima, að minnsta kosti ekki fyrsta kastið, en ytri aðstæður réðu því að hann ílentist hér sem var sannarlega mikið happ fyrir tónlist þessa lands. Vegna vináttu foreldra minna og Borghildar móður Björns, kom ég oft á heimili þeirra á Fjólugötu 7. Þar ríkti sérstakt og töfrandi andrúmsloft, einhver seiðandi ilmur sem virtist stafa beint frá háborg tónlistarinnar Vínarborg, en þar höfðu þau mæðginin dvalið saman á námsárum Björns. Og eitthvað af þessum töfrum bar Björn með sér alla tíð, hin glað- lynda og óþvingaða háttvísi og sú náttúrulega hlýja sem lék um persónu hans er sjaldgæf á okkar kalda landi. Fljótlega eftir heimkomuna fór Björn að setja svip á bæinn þar sem hann stikaði léttur og stefnu- fastur um göturnar, í þungum virðulegum frakka með Tíróla- hattinn á höfðinu og fiðluna sem hann virtist aldrei skilja við sig. Sumum fannst það tildurslegt þetta einlæga tölt hans með fiðl- una út og suður um bæinn, en menn gættu þess ekki að þetta var atvinnutæki hans sem hann þurfti að nota hvar sem hann kom. Nú þykir ekki tiltökumál þó fiðluleik- ari haldi á hljóðfæri sínu á milli húsa, en svona komu nú hlutirnir mönnum fyrir sjónir í þá daga. Brátt kom það í ljós að þessi litríki og ljúfi vorboði kunni vel til verka og gat svo sannarlega tekið til hendinni svo um munaði. Hann var í senn hörkuduglegur og ósérhlífinn og dreif menn með sér af óstöðvandi krafti. Mikil ábyrgð var strax lögð á hans ungu herðar. Hann varð konsertmeistari Hljómsveitar Reykjavíkur og síð- ar Sinfóníuhljómsveitar íslands, aðalstrengjakennari Tónlistar- skólans í Reykjavík og stofnandi og stjórnandi Hljómsveitar Tón- listarskólans. í hálfan fjórða áratug átti hann eftir að standa í fylkingarbrjósti þeirra sem unnu að uppbyggingu tónlistarlífs í höfuðstaðnum. Alls staðar þar sem eitthvað var að gerast í tónlistinni var Björn. Starfsorkan og vinnugleðin voru með ólíkindum. En það sem mér finnst þó að- dáunarverðast hjá Birni, eins og hjá fleirum af brautryðjendum okkar í tónlistinni, er að hann gleymdi aldrei köllun sinni sem listamaður og hélt áfram að rækta sinn garð og þroska sig með þrot- lausum æfingum hvenær sem færi gafst. Eða eins og Einar Vigfús- son, nágranni hans og kollegi, orðaði það eitt haustið: „Ég hef konsertmeistarann grunaðan um að hafa reynt að æfa sig á tvær fiðlur í allt sumar til þess að koma meiru í verk.“ Og hann hélt áfram að vaxa sem fiðluleikari þrátt fyrir stritið og veitti samborgurum sínum ótal unaðsstundir á konsertpallinum, ekki síst með Árna Kristjánssyni, en þeirra samvinna var merkur þáttur í tónlistarlífi okkar um áratuga skeið. Kennsla skipaði veglegan sess í lífi og starfi Björns. Hann ól upp heila kynslóð fiðluleikara sem elskuðu hann og dáðu, enda var hann gæddur hinni sjaldgæfu náð- argáfu kennarans. Sem stjórnandi Hljómsveitar Tónlistarskólans vann Björn brautryðjendastarf sem lengi verður í minnum haft, bæði af þeim sem léku undir hans stjórn og þeirra sem á hlýddu. Þegar árin liðu var þetta starf hans við Tónlistarskólann orðið honum svo mikils virði að hann ákvað fyrir áratug að helga því alla krafta sína. En aðeins ári síð- ar bilaði heilsan og hann var rif- inn fyrirvaralaust úr frjóu og annasömu starfi í einangrun sjúkrastofunnar. Þá var Björn á besta aldri og fullur af athafna- þrá. Það högg var þyngra en tár- um taki og mikið áfall fyrir tón- listarlíf okkar. Eina huggunin var sú, að þá þegar var dagsverk hans orðið meira en flestra annarra. Nú að leiðarlokum er hugur minn fullur þakklætis fyrir að hafa fengið að starfa með Birni, að hafa heyrt hann spila og að hafa átt hann að vini. Hann var dásamlegur maður og mikill lista- maður sem allir þeir sem bera hag íslenskrar tónlistar fyrir brjósti standa í ævarandi þakkarskuld við. Jón Nordal Þegar Tónlistarskólinn í Reykjavík tók fyrst til starfa haustið 1930 var meðal nemend- anna ungur drengur, Björn Ólafs- son, óvenjulega efnilegur hljóð- færaleikari og tónlistarmaður. Fjórum vetrum síðar, vorið 1934, var hann einn þeirra fjögurra nemenda sem fyrstur brautskráð- ust frá skólanum og hinn fyrsti sem lauk brottfararprófi í fiðlu- leik. Björn Ólafsson var fæddur 26. febrúar 1917. Faðir hans var Ólaf- ur ritstjóri Björnsson, ri-tstjóra og ráðherra, Jónssonar. Hann andað- ist þegar Björn var aðeins tveggja ára. Björn ólst því upp með móður sinni, Borghildi Pétursdóttur kaupmanns Thorsteinssonar, yngstur í hópi fjögurra systkina. Frú Borghildur var mjög mikilhæf kona og lét sér einkar annt um börn sín öll, og þá ekki síst yngsta soninn, sem sýndi svo ótvíræða listgáfu. Slíkar gáfur höfðu verið mikils metnar í fjölskyldu frú Borghildar. Bróðir hennar var listamaðurinn ástsæli Guðmundur Thorsteinsson (Muggur). Þegar Björn Ólafsson fór til framhalds- náms í Vínarborg seytján ára gamall, fór móðir hans með hon- um og hélt fyrir hann heimili meðan hann dvaldist þar. Björn lauk námi í Músíkaka- demíunni í Vín 1939. Hafnaði hann þá góðri stöðu í Vínarborg, fluttist heim og gerðist kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík. Starfaði hann þar síðan meðan heilsa hans leyfði og var yfirkenn- ari strengjadeildar skólans frá 1946. Jafnframt starfaði hann mikið að flutningi kammertónlist- ar, einkum með Árna Kristjáns- syni píanóleikara og öðrum kenn- urum Tónlistarskólans. Eru marg- ir þeir tónleikar minnisstæðir þeim sem nú eru rosknir orðnir. Einnig kom Björn fram sem ein- leikari við ýmis tækifæri, bæði hér heima og erlendis. Fiðlusnillingurinn Adolf Busch kom fyrst hingað til lands 1947 í tilefni af Beethoven-hátíð Tónlist- arfélagsins. Með þeim Birni Ólafssyni tókst slík vinátta að Busch bauð honum til sín vestur um haf og var Björn þar hjá hon- um við nám og störf 1947—48. Þegar Sinfóníuhljómsveit ís- lands tók til starfa snemma árs 1950 var Björn Ólafsson sjálfkjör- inn konsertmeistari hennar, en svo hafði einnig verið í þeim hljómsveitum sem hér höfðu starfað áratuginn á undan. Þessu mikilsverða starfi gegndi hann í hálfan þriðja áratug, eða þar til heilsa hans bilaði 1975. Milli þessara tveggja stofnana, Tónlistarskólans og Sinfóníu- hljómsveitarinnar, skipti Björn Ólafsson starfi sínu og kröftum. Á báðum stöðum var verið að vinna ný lönd og ryðja nýjar brautir. Á báðum stöðum var Björn Ólafsson í broddi fylkingar, óþreytandi í þjónustu sinni við listina og þau háu markmið sem hann setti sér. Hann helgaði sig listinni heils hugar og fyrir heilindi sín í þjón- ustunni við hana naut hann hinn- ar mestu virðingar allra sem til þekktu. Mjög margir nemendur hans minnast hans með ævarandi þökk og sama er um samstarfs- menn hans. Sinfóníuhljómsveit ís- lands býr enn að þeim anda sem hann átti mestan þátt í að skapa á fyrstu og viðkvæmustu uppvaxtar- árum hljómsveitarinnar. Það er sárt okkur sem þá áttum samstarf og samstöðu með honum að hon- um skyldi ekki auðnast að taka þátt í því uppbyggingarstarfi sem nú stendur yfir og hófst eftir að Alþingi setti loks lög um hljóm- sveitina og starfsemi hennar fyrir tveimur árum. Björn Ólafsson var kvæntur Kolbrúnu Jónasdóttur, útvarps- mm „ aren"*"°a CitmatoSS / mm kúrar tyrtr 1» sem grenna s'Q Þaö e‘ tö' HtStóu‘ Wtótó wjks notat Firmatoss- ar. Hun BeyKi8vfc. H8,n8rt^ÁKur*yri- H\»ar»pon* eyn, .SSsfr Sandg«f6V S*9' ^póple^ *o*W' irtanöa ceyöisl'fö'' , tek^raneee ^rane*', t>aueksapö'e'1 '^^Krók*8P6'eK S8UÖÍf Bor98fne*'’ Hel\,uf®« on núsavik, **• 3,2 w* , .ei 0099uVO®1 35Ö00; . Kertavík- *»e‘hár Borgarn®*- Borgaf^ vöröo.t'9- S6\b*r, SKo«» y Vaxtarræktarinnar Dugguvogi 7 Pöntunar i □ Sendiö mér grenningarduftiö Firmaloss kr. 360,- + sendingarkostn. NAFN: I HEIMILI. STAÐUR: simi | er 350001 PÓSTNR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.