Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1984 37 stjóra, Þorbergssonar, og lifir hún mann sinn ásamt dóttur þeirra, Þorbjörgu. Þeim mæðgum og öðru venslafólki Björns ólafssonar eru sendar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Jón Þórarinsson Aðeins nokkrar línur rita ég til að minnast samstarfsmanns og kærs vinar míns, Björns Ólafsson- ar, konsertmeistara. Ég átti snemma á lífsleiðinni því láni að fagna að kynnast honum og þeirri fölskvalausu lotningu er hann ávalit bar fyrir tónlistinni. Fund- um okkar bar fyrst saman í stof- unni hjá frænku minni hér í bæ. Hann 12 ára en ég 11. Hann var farinn að læra á fiðlu hjá Þórarni. Nú lék hann fyrir okkur Menuett í G-dúr eftir Beethoven og heillaði aila sem á hlýddu. Nokkru seinna fékk ég svo sjálfur fiðlu í jólagjöf og við hittumst aftur, þá báðir sem nemendur Þórarins. Við lék- um svo fyrst saman á fiðlurnar okkar á barnadaginn í strengja- sveit 20 fiðluleikara í Nýja Bíói. Það voru létt ættjarðarlög, bæði vei við hæfi hlustenda og þá ekki síður við hæfi og getu þessara ungu nemenda sem nú í fyrsta sinn nutu sín í heimi tónanna og um leið sviðsljósinu. Ég hafði heyrt talað um „nervösitet" eða sviðsskrekk, sem ég gat nú ekki þá gert mér grein fyrir hvað var. Strákarnir sögðu mér að maður færi að skjálfa eða eitthvað svo- leiðis. Mér datt í hug að ekkert gerði til þótt maður yrði ósköp lít- ið nervös og fengi kannski með því móti svolítið viberato í tóninn eins og hann Bjössi hafði. Síðan uxum við báðir úr grasi og barnaskapur- inn heyrði fortíðinni til. Fundum okkar bar litið saman þar til hann svo lánsamiega slapp heim frá Vínarborg, rétt fyrir hildarleik- inn, seinni heimsstyrjöldina. Hann var þá búinn að nema fiðlu- leik við tónlistarháskólann í Vín- arborg í mörg ár og var nú fagnað hér innilega við heimkomuna. Hann hóf nú brátt kennslustörf og fiðiuleik hér í bæ og varð brátt hlaðinn störfum. Ég hafði þá fyrir nokkrum árum lokið prófi frá Tónlistarskólanum og leiðir okkar lágu saman í samleik á fiðlurnar okkar. Mest og nánast unnum við saman þegar við stofnuðum strok- kvartett saman, Björn fyrstu fiðlu, ég aðra fiðlu, Sveinn Olafs- son violu og dr. Edelstein cello. Við æfðum saman á hverjum morgni í langan tíma. Æfingarnar urðu 217 talsins á tveggja og hálfs árs tímabili. ^etta var áður en Sinfóníuhljómsveitin hóf göngu sína, en hjá útvarpinu var á þess- um tíma stofnuð strengjasveit undir stjórn dr. Urbancic. Við fjórir í kvartettinum urðum nú leiðendur, hver í sinni rödd í þess- ari strengjasveit. Ég dáðist alltaf að eljusemi Björns, forustuhæfi- leikum og umfram allt djúpri lotningu hans fyrir starfinu og listinni. Það er ómetanlegt hve hann í ósérhlífni gaf til að móta það uppbyggilega tónlistarlíf sem hér var í mótun þegar starfskrafta hans naut við. Hann tók við starfi áður óþekktu á íslandi, en það var staða konsertmeistara Sinfóníu- hljómsveitar Islands. Þessa stöðu mótaði hann með reisn, sanngirni og festu. Ótal erfiðleikastundir mátti hann bera í starfi, en sigraði jafnan. Heilsan brást fyrir aldur fram og hörmuðu allir þau grimmu örlög. Nú þegar æfi hans er öll vil ég þakka af alhug öll þau góðu ár sem ég naut í samstarfi við hann. Guð blessi minningu hans. Eiginkonu, dóttur og öllum öðr- um skyldmennum flyt ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þorvaldur Steingrímsson í dag kveður Sinfóníuhljómsveit Islands Björn Ólafsson fiðluleik- ara, sem gegndi starfi konsert- meistara hljómsveitarinnar fyrstu tuttugu og tvö starfsár hennar. Framlag Björns til eflingar tón- listarlífs og uppbyggingar hljómsveitarstarfs hér á landi verður seint fullmetið. Þegar hann kom til landsins árið 1939 að af- loknu námi í Austurríki réðst hann sem aðalfiðlukennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og varð yfirkennari strengjadeildar skólans árið 1947. Hann stofnaði Hljómsveit Tónlistarskólans i þeim tilgangi að þjálfa nemendur í hljómsveitarleik og miðla þeim af þekkingu sinni af stærstu hljómsveitum Vínarborgar á námsárum sínum. Rúmum áratug eftir heimkomu Björns var Sin- fóníuhljómsveit íslands stofnuð. Þar með rættist hinn stóri draum- ur allra tónlistarmanna og tónlist- arunnenda hér á landi. Aðdrag- andinn að stofnun hljómsveitar- innar var langur og erfiður og lögðu þar margir hönd á plóginn. I þeirri baráttu var Björn í fylk- ingarbrjósti með sína meðfæddu ósérhlífni og með hugsjónalogann að leiðarljósi. í hinu vandasama starfi kons- ertmeistara komu mannkostir Björns glöggt í ljós. Hann var ekki aðeins frábær fiðiuleikari heldur hafði hann næma tilfinningu fyrir ábyrgðarhlutverki konsertmeist- ara sem forystumanns sveitarinn- ar. Björn gaf sig allan að vexti og viðgangi hljómsveitarinnar jafnt út á við sem inn á við og naut virðingar allra sem kynntust hon- um í starfi, ekki síst hljómsveitar- fólksins sjálfs því í þeirra augum var hann hin styrka stoð sem hélt öllu saman. * Það var gæfa Sinfóníuhljóm- sveitar íslands að hafa Björn ólafsson í sæti konsertmeistara á þessum fyrstu og erfiðu árum og kveðjum við hann með þökk og virðingu og vottum ástvinum hans okkar innilegustu samúð. Stjórn Sinfóníuhljómsveitar íslands. + Otför eiginmanns mtns, fööur, tengdafööur og afa, BJÖRGVINS BENEDIKTSSONAR, prantara, Skeiöarvogi 121, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miövikudaginn 11. april kl. 13.30. Guöný Sigriöur Sigurðardóttir, Benedikt Björgvinsson, Erna Gísladóttir, Siguröur Björgvinsson, Jenný Jóhannsdóttir, Björgvin Rúnar Björgvinsson, Kristjana Jacobsen og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, MARGRÉT ÞORKELSDÓTTIR frá Akri viö Bræðraborgarstíg, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni miövikudaginn 11. apríl kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á byggingasjóö KFUM og K eöa Samband íslenskra kristniboösfélaga. Kristín Pálsdóttir, Guöfinna Guömundsdóttir, Steinunn Pálsdóttir, Þorkell G. Sigurbjörnsson, Siguröur Pálsson, Jóhanna G. Möller, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröar- för ÖNNU SIGURGEIRSDÓTTUR, Aöalstræti 50, Akureyri. Sigurgeír B. Þóröarson, Anna Guöný Sigurgeirsdóttir, Sigrföur J. Þóröardóttir, Hjálmar Freysteinsson, Guöbjörg H. Hjálmarsdóttir, Anna Þórunn Hjálmarsdóttir. Þóröur Örn Hjálmarsson. Hf>Hltt>áHNllllllllllllllllllllllllllllllHlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllinilltll||||)ll|||||||||||||||||||||||||||||»HHIHIMtHIIIHflllllt||t|||IHIIIIIIIIIIIIItlHIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIHIIHIIIIIIIIItllllllllltllHHIIIIf HllUIIHHIHIHIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIimHIIIHIIIIIHIIIIIIIIIJIIf IHmilllllHllllllflUHIIIHI Ötgerðarmenn-Skipstjórar Viö bjóöum allan búnaö til vinnslu og frystingar á rækju um borö í fiskiskip- um af öllum stæröum Vinnsjubúnaður frá • Flokkunarvélar • Suðupottar • Polyphosphate-tankar • Vogir • íshúðunartæki • Öskjumótunartæki • Bindivélar • Færibandakerfi Ath.: Allur Carnitech- vínnslubúnaöurinrt er úr ryöfríu stáli og Frystibúnaöur frá **■'■* ::.■** Rækjuflokkunarvél úr ryöfríu stáli. Lárétt plötufrystitæki Lausfrystitæki. PARAFREEZE • Lóðrétt plötufrystitæki • Lárétt plötufrystitæki • Lausfrystitæki • Frystivélasamstæður Fjöldi skipa frá Danmörku, Noregi, Færeyjum, Græn- landi og Kanada eru þegar búin vinnslubúnaði frá CARNITECH A/S og frysti- búnaði frá APV Parafreeze og er það samdóma álit þeirra, sem búnaöinn nota, að vandaðri og tæknilega fullkomnari tæki og/eða vinnslukerfi séu ekki á markaðnum. Tæknimenn frá báðum framleiðendum eru reiðubúnir að veita ykkur tæknilega aðstoð og eftirlit með uppsetningu hvort sem um er að ræða einstök tæki eða heilu vinnsiukerfin. umboðid Arni Ólafsson H/F, Vatnagöröum 14. Sími: 83188 ■\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\V\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\V\\\V\\\V\X\V\VWVVXWNXXXXWWXVVWXWVXNVVWVWXNXXVVWXXNWVNWWVVVWWWVNXWWXVvVVNXW

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.