Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1984 Ásgeir yfirburðamaður á ólympíuleikvanginum — er Bayern og Stuttgart gerðu jafntefli Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fréttamanni Morgunblaósins í Vestur-Þýskalandi. „SIGURVINSSON sýndi Bayern hverju þeir töpuðu er hann var seldur,“ sagði þýska stórblaðið BILO eftir leík Bayern MUnchen og Stuttgart á Ólympíuleikvanginum í Bayern á laugardag — en jafntefli varð í leikn- um, 2:2, og skoraði Ásgeir Sigurvinsson síðara mark Stuttgart. Mark hans var glæsilegt og Ásgeir var besti maður vallarins. „Yfirburða- maöur á vellinum,“ eins og BILO sagöi. Stuttgart er því enn einu stigi á eftir Bayern sem er í efsta sætinu ásamt Borussia Mönchenglad- bach, en Gladbach geröi einnig jafntefli um helgina. Aðalleikur helgarinnar var að sjálfsögöu viöureign Bayern og Stuttgart. Uppselt var á völlinn — áhorfendur 78.000, og þeir fengu að sjá góöa knattspyrnu. Meöal áhorfenda voru fjórir af frægustu leikmönnum Bayern á árum áöur: Franz Beckenbauer, Paul Breitnar, Sepp Meier og Gerd Muller. Beck- enbauer sagöi eftir leikinn: „Ég elska knattspyrnu eins og þá er liöin léku í dag — þegar barist er á hæl og hnakka. Þá hefur maður það virkilega á tilfinningunni aö veriö sé aö spila í Bundesligunni en ekki sé um vináttuleik aö ræöa!“ Lítum á úrslit Bundesliguleikj- anna áöur en viö höldum lengra: Staðan STAOAN í veitur-þýíku Bundeslígunni er þannig eftir leiki helgarinnar: Bayern MUnchen27 16 8 5 65—29 38 Gladbach 27 16 6 5 81—36 38 VFB Stuttgart 27 14 9 4 57—28 37 Hamburger 27 15 6 6 59—30 36 Werder Bremen 27 14 6 7 59—35 34 Leverkusen 27 12 6 9 46—43 30 FC Köln 27 12 4 11 50—43 28 DUeeeldorf 27 10 7 10 52—46 27 Bíelefeld 27 9 8 10 33—40 26 Kaiserslautern 27 10 5 12 56—52 25 Bayer Urdingen 27 9 7 11 48—59 25 Mannheim 27 7 11 9 32—43 25 Braunschweig 27 11 3 13 45—59 25 Dortmund 27 8 6 13 38—53 22 VFL Bochum 27 7 7 13 45—60 21 Frankfurt 27 4 12 11 33—49 20 Offenbach 27 5 5 17 33—81 15 1 FC NUrnberg 27 6 2 19 31—57 14 Bremen — Ordingen 5:2 Offenbach — Leverkusen 0:2 Gladbach — Frankfurt 1:1 Bayern — Stuttgart 2:2 Mannheim -=• Kaiserslautern 2:0 1. FC Köln — Nurnberg 3:1 Bochum — Hamburger SV 1:1 Dússeldorf — Bielefeld 0:0 Braunschweig — Dortmund 5:0 Bayern tók forystuna k 14. mín. gegn Stuttgart meö mjög fallegu marki Grobe. Lerby sendi inn í vítateiginn og Grobe tók boltann á lofti — þrumaði honum viöstööu- laust meö vinstri fæti í bláhorniö. Óverjandi fyrir Roleder. Aöeins tveimur míh. síöar jafnaði Stutt- gart. Sören Lerby hinn danski braut gróflega á Ásgeiri nokkru utan vítateigs. Karl Heinz Förster skaut yfir varnarvegginn og af höföinu á Nachtweih, varnarmanni Bayern, fór knötturinn í netiö. Þaö sem eftir var fyrri hálfleiks var hart barist á miöju vallarins og ekki mikið um marktækifæri. Karl Heinz Rummenigge fékk þó eitt en skor- aöi ekki. Annars voru framlínu- menn Bayern í strangri gæslu — Karl-Heinz Förster elti Rummen- igge eldri út um allan völl, og Benthaus þjálfari Stuttgart lét líka elta Dieter Höness og Michael Rummenigge. Undir íok hálfleiksins meiddust Roleder og Makan og var þeim skipt út af í leikhléinu. í staö Rol- eder kom Jáger í markið, þetta var hans fyrsti leikur í Bundesligunni þrumuskot úr aukaspyrnunni aö marki Bayern en Jean-Marie Pfaff varöi frábærlega vel í horn. Hornspyrnuna tók Ohlicher; gaf vel fyrir markiö og þaöan barst boltinn út í teiginn til Ásgeirs. Hann hugs- aöi sig ekki tvisvar um heldur sendi þrumufleyg til baka, „fram- hjá vinum og fjandmönnum" eins og BILD oröaði það, og knötturinn þandi út netmöskvana áöur en Pfaff fékk nokkuö að gert. Glæsi- legt mark. Leikurinn var mjög opinn og fjörugur eftir þetta og bæöi liö fengu tækifæri til aö bæta við mörkum. En ekki var skoraö meira og sanngjarn úrslit jafntefli. Þjálf- arar beggja liöa voru sammála um þaö. „Viö komum hingað til aö ná í stig og þaö tókst," sagöi Benthaus þjálfari Stuttgart og var ánægöur. Hann má líka vera þaö, staöa Stuttgart er sterk. Liöiö er aöeins einu stigi á eftir Bayern. Leikmenn Borussia Mönchen- gladbach voru mjög óstyrkir í leiknum gegn Frankfurt og náöu ekki aö jafna fyrr en á síöustu mín- útu er Edwald Lienen skoraöi. Uwe Múller geröi mark Frankfurt á 80. mín. Markvöröur Frankfurt varöi víti í leiknum. Gladbach tapaöi þarna sínu fyrsta stigi á heimavelli í vetur. Uwe Reinders og Rudi Völl- er geröu tvö mörk hvor í 5:2 sigri Bremen og Bruno Pezzey skoraöi eitt. Bremen var 0:2 undir í leikhléi. Fortuna Dússeldorf er enn í þeim öldudal sem liöiö hefur veriö í undanfarið. Pétur Ormslev lék meö liöinu gegn Bielefeld og fékk 4 í einkunn. Atli Eövaldsson fékk einkunnina 5. Hvorugur lék því vel, og áhorfendur voru aöeins 6.700 á Rheinstadion. Aö lokum: Wolfram Wuttke geröi mark Hamburger gegn Bochum á 63. mín. en áöur haföi Walter Oswald náö forystu fyrir heimaliöiö. • Ásgeir var besti maður vallarins er Stuttgart geröi jafntefli viö Bayern MUnchen á ólympíuleikvanginum, og skoraöi annað mark Stuttgart. og strax á fyrstu mín. var dæmd á hann vítaspyrna fyrir að fella Hön- ess. Grobe skoraöi annað mark sitt í leiknum úr vítinu. En leikmenn Stuttgart gáfust ekki upp og á 67. mín. náöi Ásgeir aö jafna. Hann óö fram völlinn meö boltann en Pflugler braut gróflega á honum með þvi aö rífa í peysu hans. Karl-Heinz Förster átti Víkingar þurftu lít- ið að hafa fyrir sigri Víkingur vann Stjörnuna ör- ugglega, 32:23, ó laugardaginn í úrslitakeppninni. Leikurinn var heldur óskemmtilegur, áhorfend- ur sárafáir og stemmningin því sem næst engin. Víkingar léku þó nokkuö vel á köflum — en þurftu ekki aö leggja mikiö á sig til aö sigra. Stjarnan komst aldrei á loft aö þessu sinni. Vikingar náöu góöri forystu fljót- lega í leiknum, eftir aö Gunnar Stjarna Einarsson haföi skorað fyrsta mark leiksins. Stjarnan ógnaöi aldrei sigri Víkings — staö- an var 15:9 í hálfleik, minnstur varð munurinn þrjú mörk í seinni hálfleik, 20:17, eftir góöan kafla Stjörnunnar. Skömmu áöur haföi staöan veriö 20:13. En Víkingar keyröu upp hraöann lokakaflann og sigruöu örugglega. Kjör manns leiksins var víst ekki tilkynnt aö þessum leik loknum eins og tíökast hefur í úrslita- keppninni. Dómnefndarmönnum kannski ekki þótt viö hæfi aö heiðra neinn leikmann. Sumir léku þó vel. Bjarni Bessa- son blómstraöi hjá Stjörnunni og skoraöi nánast þegar hann vildi á timabili og Hilmar Sigurgíslason skoraöi mörg mörk fyrir Víking — flest meö iangskotum. Fleiri Vík- Víkingur — Stjarnan 32:23 ingar léku vel og vert er aö geta 17 ára nýliöa í liöinu: Siggeirs Magn- ússonar sem skoraöi eitt mark og sýndi skemmtilega takta. Greini- lega mikiö efni þar á feröinni. Mörk Víkings: Hilmar Sigurgísla- son 9, Steinar Birgisson 7, Karl Þráinsson 5, Hörður Harðarson 3, Guðmundur Guömundsson 3, Ólafur Jónsson 2, Siguröur Gunn- arsson 2/2 og Siggeir Magnússon 1. Mörk Stjörnunnar: Bjarni Bessason 9, Gunnar Einarsson 5/2, Skúli Gunnsteinsson 3, Her- mundur Sigmundsson 2, Magnús Teitsson 1, Eyjólfur Bragason 1, Sigurjón Guömundsson 1, Gunn- laugur Jónasson 1. Víkingur fékk tvö víti og nýtti bæöi — Stjarnan fékk fjögur víti, nýtti tvö. Víkingar voru reknir út af í samanlagt 8 mín., en Stjarnan missti aöeins einn leikmann út af í tvær mín. — SH. • Sverrir Kristinsson, snjall gegn Val. Reykjavíkurmótið í knattspyrnu: Sex mörk í fyrsta leiknum VALUR og KR geröu jafntefli, 3—3, í fyrsta leik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu á Melavellinum á sunnu- dag, í rigningu og roki. Víkingur og Þróttur áttu að leika á laugardag en þeim leik var frestað vegna veðurs. KR-ingar komust i 3—0 á fyrstu 20 min. leiksins á sunnudag: Sverrir Her- bertsson skoraöi tvívegis og Gunnar Gíslason einu sinni. Valsmenn hófu svo seinni hálfleikinn eins og KR-ingar þann fyrri — meö því aö skora þrjú mörk. Hilmar Sighvatsson skoraöi þaö fyrsta ur víti, Guömundur Kjartansson geröi annaö markiö og Hilmar Sighvatsson það þriöja. Bæöi liðin fengu því tvö stig úr leiknum — eitt fyrir jafntefliö og eitt aukasfig fyrir aö skora þrjú mörk. ! i Litlu munaði að FH tapa „ÞETTA var nú kannski eitthvert kæruleysí í strákunum en það er líka þreyta í þeim. Þetta er erfitt mót og viö lékum í bikarkeppninni í Eyjum í vikunni. En við höfum sýnt að viö er- um með langbesta liðið og erum á toppnum nú — á réttum tíma,“ sagöi Geir Hallsteinsson, þjálfari FH, eftir að liðið haföi sigrað Val naumlega í úr- slítakeppni efri liða 1. deildarinnar í handbolta í Laugardalshöll á laugar- dag 23:22. Ekki munaöi miklu aö FH-ingar töp- uðu þarna sínu fyrsta stigi í allan vetur. Er sex sekúndur voru til leiksloka sveif Jakob Valsari Siyurösson inn úr horn- inu — fékk boltann á lofti og skaut á markiö en Sverrir Kristinsson, sem var frábær í FH-markinu í leiknum, varöi vel. Sigurinn þar meö í höfn. Valur - FH 22:23 í upphafi leiks virtust FH-ingar ætla aö kafsigla Valsmenn, þeir komust í 6:1 og síöar 9:3 er 14 min. voru búnar. En þá hljóp kæruleysi í veröandi íslands- meistara úr Hafnarfiröi, vörnin var ekki svipur hjá sjón og sóknin bágborin. Valsmenn gengu á lagiö — skoruöu fjögur mörk í röö, og breyttu stööunni í 9:7. Sá munur hélst mestallan fyrri hálf- leikinn — þar til Valdimar Guölaugsson skoraöi 12. mark Vals í lokin — boltinn var varla kominn nema millimeter yfir línuna er flautaö var til leikhlés. Staðan 13:12. Valsmenn komu ákveönir til leiks eft- ir hlé: Jakob Sigurösson jafnaöi og fljótlega kom Ólafur H. Jónsson þeim yfir í fyrsta, og reyndar eina skiptiö í leiknum. FH-ingar tóku sig saman í andlitinu og náöu forystu strax aftur, sem þeir héldu þar til fjórar og hálf mín. var eftir. Þorbjörn Guömundsson jafn- aöi þá 22:22 úr vítakasti. Kristján Ara- son geröi 23. mark FH er þrjár mín. voru eftir og ekki tókst leikmönnum liö- anna aö skora meira. Litlu munaöi í lok- in hjá Jakob eins og áöur sagöi. Þorgils Óttar Mathiesen og Sverrir markvöröur Kristinsson voru bestu menn FH í leiknum — Sverrir varöi 16 skot. Einar Þorvaröarson var bestur Valsara — varöi 13 skot í leiknum, og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.