Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1984 45 Tilgangur Samvinnufélag anna fallinn í gleymsku? Eðvarð Ingólfsson umsjónarmaður þáttarins „Frístund" á rás 2. Takk fyrir „Frístund“ Árdís hafði samband við Velvak- anda og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að þakka Eðvarð Ingólfssyni fyrir „Frí- stund", þátt sem hann hefur um- sjón með á rás 2 á þriðjudögum. Þetta er besti barna- og unglinga- þáttur sem hefur verið í útvarp- inu. Sævar skrifar: „Ég vil vekja athygli á því hversu skattamisræmi samvinnu- verslana og annarra verslana er hrikalegt. Sýnt hefur verið fram á að samvinnufélög greiði aðeins 16% af hagnaði í skatta, á meðan einkafyrirtæki greiða 48%. Það sýnir hve mikið minna ríkið og Reykjavíkurborg fá greitt af hagnaði samvinnuverslana en til dæmis Hagkaups, JL-hússins, Vörumarkaðarins og annarra verslana í einkarekstri. Þetta er auðvitað hróplegt ranglæti og ég spyr því fjármálaráðherra og al- þingismenn, sem allir segjast fylgja réttlætinu, hvort ekki sé kominn tími til að breyta þessu. Reykjavíkurborg, þar sem meira en þriðjungur landsmanna býr, hefur alla tið sett stolt sitt í að annast vel aldraða og bág- stadda og þarf svo sannarlega á miklum fjármunum að halda. Það er því keppikefli borgaranna að laða til sín vel rekin fyrirtæki sem vilja borga skatta. Það væri ömurlegt fyrir okkur Reykvíkinga ef við ættum eftir að sitja uppi með eintómar sam- vinnuverslanir sem hafa það að markmiði að greiða sem minnst gjöld til sameiginlegra þarfa. Á því er nú stór hætta. í auglýsinga- hrinu Sambandsins er okkur bent á, að ef við göngum í samvinnu- hreyfinguna séum við hólpin. Þó virðist manni ýmislegt benda til þess að annað sé upp á teningn- um. Samvinnumenn biðja meira að segja um skuldbreytingu á lán- um, 500 milljónir í útflutnings- bætur og svona mætti lengi telja. Hvað verður um gróða Mikla- garðs og annarra samvinnufélaga sem njóta algerra forréttinda í skattamálum? Aðaltilgangur samvinnufélaganna á að vera að bæta hag félagsmanna sinna. Sá tilgangur virðist þó víðast hafa fallið í gleymsku, en meira kapp lagt á marmarahallir og málverk fyrir furstana á merkisdögum þeirra." Gullkorn Með því að afsaka þig ásakar þú Þ*g- — Disraeli (1804—1881), enskur stjórnmála- rnaöur. AÐUR KR. 12.700 SINGER 7146 Vegna hagstæðra samninga við SINGER verksmiðjurnar bjóðum við nú SINGER SAUMAVÉLAR gerð 7146 á um 2000 kr. lægra verði en áður. • FRÍARMUR + SJÁLFVIRKUR HNAPPAGATASAUMUR • STYRKTUR TEYGJUSAUMUR (OVERLOCK) • EINFÖLD I NOTKUN + SPÓLA SETT I OFANFRÁ • SKIPTING Á SAUMAFÓTUM AUÐVELD (SMELLTIR) • ALLUR HELSTI NYTJASAUMUR SINGER ER ALLTAF SPORI FRAMAR. snrsys § SAMBANDSINS ÁRMÚLA 3 SÍMAR 38900 - 38903 SINGER 7146 ER MEST SELDA SAUMAVÉLIN í EVRÓPU í DAG. Dönsku WESTjON teppm eru goo fjárfesting Aðalsölustaður: JL-Byggingavörur Dönsku WESTON teppin eru óvenju sterk og endingargóð. í einu orði er þeim alltaf fýst sem slitsterkum. WESTON teppin eru þannig tilvalin á staði, þar. sem mikið mæðir á gólfunum t.d.á stigagöngum, opinberum afgreiðslustöðum, skólum og skemmtistöðum. WESTON teppin eru gerð úr traustum nylon- þræði. þau eru óeldfim, þola mikinn raka og raf- magnast ekki. WESTON teppin eru 400 m. breið og fást í fjöl- mörgum nýtísku litum. Teppaþjónustan: Við komum á staðinn. mælum flötinn, og gerum fast verðtilboð yður að kostnað- arlausu. JL-GREIÐSLUKJÖR Stofnaður er viðskiptareikningur, 10. hvers mánaðar er úttekt fyrri manaðar yfirfarin, 20%greidd i peningum, en afgangurinn 80% settur á sex mánaða skuldabréf. Þannig er þetta framkvæmt koll af kolli. JL-byggingarvörur gerir husbyggjendum kleift að byggja með fyrsta flokks vörum a sérstökum JL-greiðslukjörum. vv IBYGGING AVÖRURl Jb j f — ^ HRINGBRAUT 120 MalninswvöfuiogverMæn 28-605 Fbsaroghreinlætistæki 28-430 Bygg.ngavorur 28-600 Solustjon 28-693 Góltteppadeiid 28-603 Skrifstofa 28-620 Timburdeiid 28-604 Harðviðarsala 28-604

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.